Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. mars 1992 58. tbl. 76. árg. VERÐILAUSASÖLU KR. 110.- Innbrot í fyrrinótt á skurðdeild Landakotsspítala. Skyndihjálpartaska tæmd: Lífshættulegum lyfjum stolið í fyrrinótt var stolið svokallaðri ak- út-tösku á skurðdeild á 4. hæð Landakotsspítala. Var farið með töskuna á nærliggjandi salemi og hún tæmd þar, en í töskunni var mikið af lyfjum sem mörg hver eru lífshættuleg og önnur skaðleg. Samkvæmt heimildum Tímans var um að ræða mikið af stungulyfjum, hjartalyfjum og deyfilyfjum ásamt fleiru og því er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ekki er vitað hvernig þjófurinn hefur komist inn í bygg- inguna og upp á fjórðu hæð sjúkra- hússins óséður, en að sögn rann- sóknarlögreglunnar er málið óupp- lýst. Rannsóknarlögreglan ítrekaði að lyfin eru í flestum tilfellum lífs- hættuleg og hvetur þann sem hefur þau undir höndum að afhenda þau lögreglu. -PS Fúsk iðnaðar- manna að verða óþolandi? • Blaðsíða 2 „Borgarnes — stutt aö fara, gott aö vera“ I gær var kynnt ný strætisvagnaleið, Borgarnes-Hlemmur. i vagninum voru á ferð fulltrúar fyrirtækja í Borgarnesi og einnig bæjarstjórinn, Óli Jón Gunnarsson, og var ferðin farin til að kynna Borgames- daga sem verða haldnir næstu vikurnar í Reykjavík. Þá munu fyrirtæki í Borgarnesi kynna framleiðslu sína og þjónustu fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins undir yfirskriftinni, „Borgarnes — stutt að fara, gott að vera“. Auglýst verður á strætisvögnum og einnig verða vörukynningar t verslunum. Á með- fylgjandi mynd má sjá hóp vaskra Borgfirðinga, sem ók um í vagninum og kynnti Borgarnesdagana með því að bjóða fólki upp á vörukynningu í vagninum. Timamynd Ami Bjama Geta Landspítali og Borgarspítali rekið bráðaþjónustu 200 milljónum ódýrara en Landakot? BARÁTTA UM BRÁÐA- w NONUSTU LANDAKOTS Hugmyndir manna um kostnað vegna bráðaþjónustu þeirrar sem rekin hefur verið á Landakoti hafa lækkað töluvert frá í upphafí, að sögn heilbrigðisráðherra, Sighvatar Björgvinssonar, á ráðstefnu sem ráðuneytið gekkst fyrir um kostnað í heilbrigðisþjónustu. Hefur nú komið í ljós að Borgarspít- ali og Landspítali eru nánast komnir í verösamkeppni um að taka þessa þjónustu að sér. Eins og mál standa nú er talað um allt að 200 milljóna kr. lægri kostnað en áætlað hafði ver- ið af stjómendum Landakots. Þor- kell Helgason, aðstoðarmaður Sig- hvats, segir stjórnendur Landakots hafi metið það svo að rekstrarkostn- aður bráðaþjónustunnar, sem rætt hafi verið um að flytja frá Landakoti, væri á 6. hundrað milljóna króna á ári. Þegar ráðuneytið hafi síðan farið að kanna hvort hægt væri að koma þessu fyrir ódýrar á hinum spítölun- um hafi það merkilega komið í ljós að þeir hafi fariö í hálfgerða sam- keppni um þetta. Landspítali og Borgarspítali vilji báðir gjaman taka við þessari bráöaþjónustu og tölur um það hvað það mundi kosta hafi farið sílækkandi. Þar er nú talað um að það sé kannski hægt að fá þetta gert fyrir 200 færri milljónir en Landakot áætlaði. -HEI Ólafur Þ. Þórðarson ætlar að undirrita reikninga Byggðastofnunar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hefur gefið skýringar: Stjórnarstefnan breytti efnahag Byggöastofnunar Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismaður og stjómarmaður í Byggða- stofnun, segist hafa fengið fullnægjandi skýringar á breytilegu mati Rfídsendurskoðunar á efnahag Byggðastofnunar á síðasta ári. Rfídsendurskoðun segir að breytt stefna stjómvalda og fjár- máiastofnana valdi því að stofnunin taldi á miðju síðasta ári að auka þyrfti framlag á afskriftareikning um 1.725 milljónir, en stofnunin hafði fáum mánuðum áður lagt blessun sína yfír árs- reikninga Byggðastofnunar fyrir árið 1990. Ólafur segist telja skýringar Ríkis- endurskoðunar fullnægjandi og skýra fullkomlega breytilegt mat hennar á efnahag Byggðastofnun- ar. Hann muni því undirrita reikn- inga Byggðastofnunar á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar. í bréfi endurskoðenda Byggða- stofnunar er bent á að tiltölulega stutt sé síðan þeirri breytingu var komið á hér á landi við gerð árs- reikninga að mynda varasjóð, svo- kallaðan afskriftareikning, til að standa undir væntanlegum töpum sem kynnu að verða á útlánum banka og sjóða. Þessi háttur var fýrst tekinn upp hjá Byggðastofn- un árið 1985. Áður var afskrifað beint eftir að töpin voru endanlega staðfest. Síðan þá hefur þessi venja sífellt verið að þróast á þann veg að reynt er að meta hversu háar fjár- hæðir gætu hugsanlega tapast miðað við lánveitingar við hver áramót. í bréfinu segir síðan orðrétt: „Það gefur augaleið að stjómendur Byggðastofnunar em í miklum vanda viö hver áramót að meta stöðu útlána og þar með stöðu af- skriftareiknings hverju sinni. End- urskoðendur þurfa síðan að leggja sitt mat á það. Endurskoðendur byggja mat sitt meðal annars á rekstrarlegri og eignalegri stöðu lántakenda og umhverfi atvinnu- greina í landinu hverju sinni. Sér- staklega geta ytri aðstæður breyst á stuttum tíma, t.d. með stefnu stjórnvalda og banka til atvinnu- greina. Þar höfum við dæmi frá loðdýrarækt, ullariðnaði og fisk- eldi. Ríkisstjóm, fjármála- og lána- stofnanir geta fyrirvaralaust breytt stefnu sinni þessu viðvíkjandi, sem þá veldur gjörbreyttu viðhorfi til verðmætamats eigna í þeirri at- vinnugrein sem í hlut á. Þetta á t.d. við um fiskeldi á árinu 1991.“ Á síðasta ári breytti Landsbanki íslands um stefnu í útlánum til fiskeldis. Bankinn hætti algerlega afurðalánum til fiskeldisfýrirtækja. Skömmu eftir að ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar komst til valda ákvað hún einnig að draga stórlega úr stuðningi við fiskeldi, sem m.a. birtist í því að hún veitti einungis ábyrgðir vegna 300 milljón króna lánveitingar til útvalinna fiskeldis- fyrirtækja. Eftir að þessi stefnu- breyting hafði orðið taldi Ríkisend- urskoðun í ágúst í fyrra að Byggða- stofnun þyrfti að leggja um 1.500 milljónir á afskriftareikning vegna tapaðra lána til fiskeldis. í maímánuði 1991 ákvað stjóm Byggðastofnunar að leggja 1.200 milljónir króna inn á afskrifta- reikning og ætlar á þessu ári að leggja verulegar upphæðir inn á af- skriftareikning. Ólafur sagði að þrátt fyrir að stjóm Byggðastofh- unar hafi ákveðið að setja á annan milljarð í afskriftasjóð á þessu ári þá megi ekki líta svo á að allir þess- ir fjármunir hafi tapast á þessu ári. Um sé að ræða lán sem hafi verið veitt á nokkurra ára tímabili. Mönnum hafi endanlega orðið ljóst að þessir peningar myndu tapast eftir að bankastofnanir og ríkisvaldið ákváðu að draga úr eða hætta algerlega stuðningi við fyrir- tæki í fiskeldi og fleiri atvinnu- greinum. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.