Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 21. mars 1992 Frá Davld Keys fornleifafræðlngi, fréttarltara Tfmans I London Hin dularfulla glataöa þjóömenn- ing á Atlantis er ekki lengur glötuð né dularfull — aö því er nýjar rann- sóknir sýna. Þýskur vísinda- maður, dr. Eber- hard Zangger, hefur komiö fram með þá tillögu aö horfna ríkið hafi í rauninni veriö hvorki meira né minna en hiö æva- forna konungsríki Trója, eins og því er lýst í llionskviðu Hómers. Viö múra Tróju. Akkilles metur styrk Troilusar, sem situr hest sinn glæsilega og býst til aö verja borg slna. Atlantis var aldrei eyja, varð aldrei hafinu að bráð og var aldrei í nánd við Atlantshafið! Dr. Zangger heldur því fram aö Atlantis hafi aldrei verið eyja, hafi aldrei orðið hafinu að bráð og hafi aldrei verið neins staðar í grennd við Atlantshafið. Engu að síður stingur hann upp á að konungsríkið glataða hafi í reynd verið til og saga Platóns um Atlant- is — sem upphaflega var egypsk saga — hafi í rauninni verið löng — en ranglega staðfest — viðbótarfrá- sögn um Tróju og Trójustríðið, stríðið á 13. öld f.Kr. sem gríska skáldið Hómer lýsir á 8. öld f.Kr. Þessari óvæntu nýju kenningu — sem kom út á bók í fyrsta sinn í þessum mánuði (20. mars) — hefur verið vel tekið af velmetnum sér- fræðingum í klassískum fræðum og fornleifafræðingum um víða veröld. Kenningin „mun fá heila kynslóð fornleifafræðinga til að endurskoða endurbyggingu þeirra á hinum æva- forna heimi Eyjahafsins," segir fornleifafræðingurinn Curtis Runn- els, prófessor við Bostonháskóla. Með tilvísun til fundar 19. aldar þýska fornleifafræðingsins Hein- richs Schliemann á hinni fornu Tróju, álítur prófessor Runnels að tillaga dr. Zanggers um Atlantis muni „hafa sömu áhrif á fræðimenn og tillaga Schliemanns gerði fyrir einni öld“. Og breski fornleifafræðingurinn Christopher Mee, prófessor við Li- verpoolháskóla, álítur nýju kenn- inguna „mjög líklega". Kenning dr. Zanggers — sem gefin er út með formála Anthonys Snod- grass, prófessors í klassískum forn- fræðum við Cambridgeháskóla — kom út 20. mars í bók sem nefnist „The Flood from Heaven: Decipher- ing the Atlantis legend" (Flóðið frá himnum, goðsögnin um Atlantis ráðin), og gefin er út af Sidgwick & Jackson. Lýsingarnar eiga við Tróju Dr. Zangger hefur raðað saman Hin forna Trója er skammt frá Hellenska sundinu, sem nú er nefnt Dardanellasund. Samkvæmt nýjum kenningum, er varöa súlur Herak- lesar, er átt viö þá siglingaleiö, en ekki Gibraltarsund eins og haldiö hefur veriö í 2500 ár. sönnunargögnum um tugi atriða, sem áður hafa verið látin liggja milli hluta, af landfræðilegum, fornleifafræðilegum, jarðfræðileg- um og sögulegum toga, auk staðar- nafna, til að komast að niðurstöðu sinni. Hann sýnir fram á að landfræðileg staðsetning Tróju, sem nú er í vest- urhluta Tyrklands, fellur fullkom- lega að upphaflegri lýsingu á Atl- antis eins og egypskur prestur gaf gríska stjórnmálamanninum Sólon á 6. öld f.Kr. Þessar egypsku upplýsingar gefa til kynna að Atlantis hafi verið norðan við sléttu og næst einhverjum mjó- um vegum, og hafi verið lamið sterkum norðlægum vindum — allt atriði sem eiga líka við um staðsetn- ingu Tróju. Fjórða sameiginlega einkennið er klasi heitra og kaldra uppspretta — sem egypski presturinn segir nærri Atlantis, en Hómer vísar til slíkra uppspretta nærri Tróju. Það sem meira er, í sögunni um Atlantis segir að í flota landsmanna hafi verið 1200 skip, en Hómer leggur fram upplýsingar í llions- kviðu sem gefa til kynna að Grikk- irnir hafi átt 1185 skip — sem er því sem næst sami fjöldi og í flota Atl- antis — ef Atlantis væri Trója. Atlantis þýðir „dóttir Atlas“ Eitt þýðingarmesta og óvæntasta sönnunargagnið er sjálft nafnið Atl- antis. Atlantis þýðir í rauninni „dóttir Atlas“ — og eftir því sem hinar fornu goðsagnir segja, sem gríski sagnfræðingurinn Apolodór- us skráði, var þjóðin í Tróju afkom- endur Elektru, dóttur guðsins At- las. Og ennfremur, „súlur Heraklesar", sem sagt var að væru að baki Atlant- is, voru ekki Gíbraltarsund (út- gönguhliðið að Atlantshafinu) — heldur Dardanellasund, sundið milli Evrópu og Asíu, að sögn dr. Zanggers. Dr. Zangger, sem er jarðeðlisfræð- ingur, sérfróður í tengslum milli Lampsakos- •Abydos 'éigeion TRÓJA Kyzik L^sbosrp FokaiaS LITLA ASIA • Pergamon LYDIEN , Kyme (Cumae)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.