Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. mars 1992 Tíminn 11 Klettar og hólar einkenna bæjarstæðið I Borgarnesi og hafa Borgnesingar lagað bæinn að þessu fallega landslagi. Þessi mynd er llklega tekin nokkru eftir seinni heimsstyrj- öldina og sýnir byggingarframkvæmdir við Borgarbraut. Verið er að steypa viðbyggingu við rafstöövarbyggingu staðarins. Síðar var byggt ofan á húsið og þaö varð aðsetur bæjaryfirvalda og er það enn. Á klettinum fyrir ofan sést I brunalúður bæjarins. BORGARNES 125 ára Á morgun, sunnudaginn 22. mars, eru liðin 125 ár frá því að Borgames fékk verslunarréttindi. Að því tilefni verða hátíðahöld í bænum, sem munu standa í heila viku. Hápunktur afmælisins er hátíðarfundur bæj- arstjómar og kaffisamsæti fyrir alla íbúa Borgamess, tæplega 1.800 talsins, í Hótel Borgamesi á afmælisdaginn 22. mars. í sumar mun Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, heimsækja Borgames. í tilefni afmælisins hafa fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi tekið sig saman um að kynna vöru sína og þjónustu á sérstökum Borgarnes- dögum í Reykjavík. Á afmælisdag- skránni í Borgamesi er jafnframt sýning í safnahúsi Borgarfjarðar á myndum úr Borgarnesi, afmælis- sýning nemenda í Grunnskóla Borgarness, nemenda- og kennara- tónleikar Tónlistarskóla Borgar- fjarðar, kórtónleikar, hátíðarmessa og íþróttadagur. Borgames byggðist upp í kringum verslun Borgarnes fékk verslunarréttindi 22. mars árið 1867. Verslun fór fram við skipshlið á Brákarpolli, sem er norðan Brákareyjar og á Suðurnesklettum. Árið 1877 var fyrsta verslunarhúsið reist og ári síðar fyrsta íbúðarhúsið. Þessi hús standa enn og eru í notkun í Borg- arnesi. Athafnamaðurinn Jón Jóns- son frá Ökrum í Hraunhrepp hafði forgöngu um að húsin voru reist. Fyrsti skráði íbúi Borgarness var Teitur Ólafsson, sem var faktor í versluninni. Nokkrum árum síðar flutti Thor Jensen í þetta fyrsta íbúðarhús í Borgarnesi og stundaði hann þar viðskipti í nokkur ár. Þess má geta að sonur hans, Ólafur Thors forsætisráðherra, er fæddur í Borgarnesi. Borgarngss er fyrst getið í Egils sögu Skalla-Grímssonar. Lítið er vitað um Borgarnes frá landnámi og fram á 19. öld. Árið 1854 hófst verslun í Borgarnesi, en þar áður höfðu Borgfirðingar og Mýramenn einkum sótt viðskipti í Straum- fjörð, sem er skammt frá Borgar- nesi. í fyrstu voru danskir og norskir kaupmenn með verslun í Borgarnesi, en síðar enskir. Um aldamótin 1900 voru íbúar Borgarness 50 talsins og fór mikil- vægi staðarins sem viðkomustaður strandferðaskipa vaxandi. Árið 1913 varð Borgarnes sérstakt sveitarfélag. íbúar voru þá 163 tals- ins og þjónusta við ferðalanga tals- verð. Starfrækt var gistihús og einnig greiðasala. Vegir í nágrenni bæjarins höfðu verið lagfærðir og allnokkrir áttu hesta og vagna, sem notaðir voru við uppskipun. Þessi þáttur atvinnulífsins varð mjög mikilvægur fýrir Borgarnes, sem var orðið miðstöð þjónustu við héraðið og samgangna norður og vestur land. íbúar í Borgamesi eru um 1.800 Brátt tóku bílar við hlutverki hest- anna og voru áætlunarferðir til og frá Borgarnesi í tengslum við flóa- bátana þar til vegarsamband komst á fyrir Hvalfjörð. Um það leyti var íbúafjöldi kominn hátt á fimmta hundraðið. Hélst þessi skipan allt fram yfir 1930. Ferðafólki, sem kom sjóleiðina til Borgarness, fækkaði brátt eftir að bflfært varð til Reykjavíkur, en þó Rúmum fjörutíu árum eftir að Borgarnes fékk verslunarréttindi var þar á ferð danskur landmælingamað- ur, Craner að nafni, og tók hann meðal annars þessa mynd árið 1910. Byggð hafði vaxið jafn og þétt á nesinu og Ibúar voru orðnir um 150. Myndin er tekin af hólnum ofan við Kaupangshúsiö og sést þaö f forgrunni hægra megin. Af hólnum sér yfir Skallagrlmsdalinn. Háreista húsið til vinstri á myndinni var hótel, en það brann síðar. var ferðum flóabátsins haldið áfram allt til ársins 1966, þegar Akraborgin sigldi til Borgamess í síðasta sinn. íbúar Borgarness voru 740 árið 1950 og á 100 ára verslunarafmæli bæjarins, árið 1967, vom þeir 1.050 talsins. Mikill uppgangur hefur verið í Borgamesi síðustu tvo áratugi. Fjöldi nýrra iðnfyrirtækja, þjón- ustufyrirtækja og stofnana eiga þar hlut að verki, svo og samgöngu- bætur. íbúar Borgamess em nú tæplega 1.800 talsins. í september 1981 var Borgarfjarð- arbrúin tekin í notkun og komst Borgarnes þá í þjóðbraut að nýju og þjónusta við feröafólk varð enn á ný snar þáttur í atvinnulífinu. Borgarnes fékk bæjarréttindi árið 1987. Borgarnes er miðstöð þjónustu við hin blómlegu landbúnaðarhér- uð Borgarfjarðar. Kaupfélag Borg- firðinga er stærsta fyrirtækið í Borgarnesi, með verslunarrekstur, sláturhús, kjötvinnslu, mjólkur- samlag og aðra þjónustu. Þá em einnig mörg iðnfyrirtæki, byggingarfyrirtæki og þjónustufyr- irtæki í Borgarnesi. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.