Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 21. mars 1992 Dóttir flokksleiðtogans og dóttir landflótta vinar hans í fararbroddi í kosningabaráttunni: hann léti í veðri vaka. Martine er litlu minna hneyksluð á frænku sinni, Géneviéve Assemat- Médecin, sem er þingfulltrúi íyrir Gaullista. „Géneviéve hefur aldrei stutt föður minn, en ég hef aftur á móti liðsinnt honum frá því ég var ellefu ára,“ segir hún. „Hún hefur ekkert gert frá því hún var kosin í fyrra og er ekki góður ræðumaður. Ég held að hún verði ekki kosin aftur.“ Fellur vel við stjúp- mæðumar Marie-Caroline hefur meiri pólitíska reynslu. Hún hefúr verið svæðisfull- trúi flokksins í Ile de France og skipu- lagði æskulýðsstarf hans. Þá var hún blaðafulltrúi þingmanna Þjóðarfylk- ingarinnar, þ.e. áður en þeir duttu all- ir út af þingi nema einn 1988. Báðum hefur fallið einkar vel við síð- ari konur feðra sinna. Médecin kvæntist fagurri, ljóshærðri konu frá Kalifomíu, Ilene Joy Graham, 1979. Fegurðardísin Jeanne MarieLouise Paschos frá Nice giftist Le Pen í fyrra. En það er ekki með sældinni út tek- ið að eiga sér svo umdeilda feður. Ár- ið 1976 var Caroline á ferðalagi með föður sínum, þegar heimili þeirra í París var sprengt í loft upp af hryðju- verkamönnum. Þau fluttu þá inn í litla höll í St. Cloud, sem sérvitur milljónamæringur nokkur hafði ánafnað Le Pen. „Ég held að við eig- um okkur vemdarengil," segir Marie. Hefnd Médecíns Ekki var Martine jafn heppin. Þegar hús föður hennar í Nice var tekið lög- Marie-Caroline styður föður sinn með ráðum og dáð i norðurhluta Frakklands. Fyrrum eiginkona Le Pen, Pierr- ette, olli miklu uppnámi er mynd- ir af henni birtust i Playboy. taki vegna skattskulda, var hús, sem hann hafði gefið henni, tekið lögtaki í leiðinni. „Fjármálaráðherrann vildi hefna sín á föður mínum, en hann klúðr- aði því sem hann ætlaði sér,“ segir hún. „Hann skildi ekki að hann greiddi fyrir húsið með peningum skattborgaranna og þar sem því er ekki haldið við, mun verðgildi þess verða því sem næst ekkert.“ En Médecin, sem í útlegðinni hef- ur verið dæmdur í ársfangelsi og háar fébætur fyrir fjársvik, kemur sínum hefndum fram gegn fyrri samflokksmönnum, jafnaðar- mönnum, sem hann segir hafa grafið undan sér og brugðist sér. Sú athygli, er dóttir hans hefur hlotið, verður til að skyggja á fram- bjóðendur jafnaðarmanna og ásak- anir borgarstjórans fyrrverandi gegn þeim um svik hafa valdið nokkru fjaðrafoki. Kvenþjóðin vígreif í flokki Le Pen Faðir hennar er Jacques Médecin, hin vinsæli fyrrum borgarstjóri jafnaðarmanna í Nice, sem flúði til Uruguay fyrir 18 mánuðum með fjársvikalögreglna á hælum sér. í óreiðuheimi franskra stjórnmála hefur þessi stórvaxna og Ijóshærða húsmóðir nú búist til að sjá um að lyklavöldin haldist áfram í höndum vina föður síns, en þar er Le Pen efstur á blaði. Frambjóðandi í Nice Nýlega birtist þessi 37 ára gamla þrif- lega kona á fjöldafundi í Nice við hlið Le Pen. Hann kynnti hana þar ekki að- eins sem ffambjóðanda flokksins, heldur las hann og upp stuðningsbréf við sig frá föður hennar, sem er nú einn frægasti útlagi landsins. Frá S- Ameríku er hann farinn að berjast gegn innflytjendastraumnum til Frakklands undir merkjum Þjóðar- fylkingarinnar. Á örskömmum tíma hefúr Le Pen safnað að sér þúsundum atkvæða í mikilvægum kjördæmum, sem vekur ugg margra er sveitarstjómakosning- ar standa fyrir dyrum í landinu. Áætl- að er að á Nice-svæðinu njóti Þjóðar- fylkingin stuðnings 30-35% kjósenda og eykur það líkur á að Le Pen geti orðið héraðsstjóri þar, en það embætti skipaði borgarstjórinn Médecin eitt sinn. „Fólki leið eins og munaðarleysingjum“ Martine, sem þar til nýlega var föður sínum til halds og trausts í útlegð hans í S-Ameríku, hikar ekki við að ganga fram fyrir skjöldu í flokki vinar hans Le Pen. „Fólki í Nice leið eins og munaðarleysingjum þegar pabbi fór,“ segir hún. „Það kaus Médecin vegna þess að það elskaði hann. Skyndilega veit það ekki hvað það á af sér að gera. Það er hrætt við að kjósa Þjóðarfylk- inguna, en ég mun sýna þeim fram á að það er ekkert að óttast." Þjóðarfylkingunni verður vel ágegnt gegn jafiiaðarmönnum, sem gert hafa ýmis glappaskot, og verður vart við aukinn hljómgmnn fyrir flokk Le Pen í skoðanakönnunum. Martine og fleiri ungar konur milda ímynd flokksins, sem andstæðingamir draga upp mynd af sem „stormsveitum". Dóttir Le Pen Dóttir Le Pen, Marie-Caroline Gen- dron, 32 ára, er í framboði fyrir flokk föður síns í Pan'sarhluta Ile de France. Þar hafa jafnaðarmenn orðið fýrir áfalli er skoðanakannanir sýna að þeir eru aðeins þriðji stærsti flokk- urinn, en flokkur Le Pen næststærst- ur. Þessar tvær konur em báðar elstu dætur foreldra sinna og hafa bundist órjúfandi böndum við feður sína, sem þær taka fram yfir önnur ættmenni. Marie-Caroline var stórhneyksluð á móður sinni Pierrette Le Pen, sem lét mynda sig léttkædda í Playboy. . Þar lýsti eiginkonan fyrrverandi því yfir að Le Pen stæði ekki skil á lífeyri til sín og ásakaði hann um kynþáttahat- ur og að hann væri miklu ríkari en Dóttir Jacques Médecin, hins burtrekna borgarstjóra í Nice, boðin velkomin til starfa af Le Pen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.