Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. mars 1992 Tíminn 13 ina, hafði hann samstundis sam- band við lögreglu. Lögreglan vildi vitanlega ná tali af Karen en íbúðin hennar var auð og vinnuveitendur hennar vissu ekkert hvað af henni hefði orðið. Lögreglan leitaði í íbúðinni og fann þá litlu bókina þar sem ráða- gerðirnar um morðið voru skráð- ar. Síðan var slóð hennar til Skot- lands auðrakin. Hún var handtekin í Skotlandi og send þaðan til London. Þegar hún var sökuð um að hafa orðið Tracey til bana stóð ekki á sögunni um hvað hafði gerst. Hún kvaðst hafa horft á Bruce Santos reka hnífinn í sambýliskonu sína hvað eftir annað. Þegar Santos var handtekinn hélt hann fram sakleysi sínu og sagðist alls ekki hafa farið með Karen til íbúðarinnar á föstudag- inn lagna. En afar óvenjulegt sönnunar- gagn átti eftir að reka á fjörur lög- reglunnar sem sannaði að Bruce Santos hafði verið á staðnum og framið morðið. Merktur morðingi Bruce Santos vílaði ekkert fyrir sér til aö geta haldiö sambandinu viö hina nýju ástkonu sína. ey yrði hótað með hnífi, hún bundin og síðan sett þvotta- klemma fyrir nasirnar á henni. Síðan yrði sælgætismola troðið lengst ofan í kok á henni með matprjóni til þess að hún kafnaði. Dauðinn yrði tryggður með því að setja plástur fyrir munn hennar til að koma í veg fyrir að hún gæti á nokkurn hátt andað. Áætlun nr. 2 var sú að gefa henni svefnlyf, setja síðan logandi sígarettu í rúmið hjá henni og láta hana brenna til bana. Áætlun nr. 3 var að setja á svið innbrot og láta líta svo út sem þjófarnir hefðu orðið Tracey að bana áður en þeir hurfu af vett- vangi. Áætlun nr. 4 var að koma á bíl- slysi með Tracy í farþegasætinu og koma því þannig fyrir að hún skylli á framrúðunni eða færi helst í gegnum hana. Áætlun nr. 5 var að keyra hana niður á stolnum bíl. Áætlun nr. 6 var að setja plast- poka yfir höfuð hennar er hún svæfi og kæfa hana þannig. Reyndar var engin þessara að- ferða notuð er til kastanna kom. En Tracey Illman lét lífið eigi að sfður. Að kvöldi föstudagsins langa, þann 24. mars 1989, var Tracey Illman að taka í gegn íbúðina fyrir hátíðina á meðan nágrannakona hennar gætti barnsins. Bruce Santos kom þá á lánuð- um Mercedes Benz til íbúðarinnar ásamt Karen. Þau fóru saman inn. Særð karlmennska varð mannsbani Tracey hafði ekkert vitað um hjákonu manns síns fyrr en á þessari stundu og lét í Ijós reiði sína og vonbrigði. Bruce fór að pakka niður eigum sínum og sagði RAÐNING A KROSSGÁTU að hann væri að flytja að heiman og ætlaði að fara að búa með Kar- en. Tracey lét þá hæðnislega í ljós efasemdir um að væri fær um að fullnægja einni ástkonu, hvað þá tveimur. Þetta var meira en karlmennið þoldi. Hvítur af bræði gekk hann til Tracey, sló hana og þau lentu í átökum. Karen stóð hjálparvana hjá og horfði á slagsmálin. Hún sá Bruce slá Tracey með krepptum hnefa og síðan, sér til skelfingar, sá hún hann draga upp lítinn hníf og reka hann hvað eftir annað í fórnar- lamb sitt. Hún æpti upp yfir sig og reyndi að stöðva Bruce en var þá sjálf stungin í handlegg og öxl. Hún skjögraði aftur á bak, ófær um að stöðva bardagann sem átti sér stað fyrir augunum á henni. Tracey barðist hraustlega fyrir lífi sínu og sló Bruce hvað eftir annað með krepptum hnefum. „Þú segir þetta engum! Heyr- irðu hvað ég segi!“ hrópaði Bruce yfir öxl sér til Karenar. Hún hristi höfuðið þegjandi, snerist á hæli og kom sér út úr íbúðinni. Hún tók fyrstu lest heim til foreldra sinna í Skotlandi, of hrædd til að halda til sinnar eigin íbúðar eða hitta Bruce Santos nokkru sinni aftur. Þegar Bruce hafði sannfærst um að Tracey væri dáin fór hann út úr íbúðinni og laumaðist út í myrkr- ið. Næsta morgun sneri hann aftur og bankaði hraustlega á dyrnar til þess að nágrannarnir heyrðu ör- ugglega til hans og fór síðan inn. Nokkrum augnablikum síðar rak hann upp mikið ramakvein. Nágrannarnir þyrptust að og sáu hvar lík Tracey lá alblóðugt á gólf- inu. Hún hafði verið stungin yfir 60 sinnum. Santos sagðist vera viss um að einhver hefði elt hana heim kvöldið áður og síðan myrt hana. Skýrt var frá morðinu í blöðun- um. Þegar einkaspæjarinn sem Karen Ames hafði ráðið sá frétt- Daginn eftir morðið hafði Bruce leitað til læknis vegna þess að hann var með sár á enninu. Sárið var lítið, en einkennilegt í Iaginu, eins og öfugt „E“. Lækninum þótti það svo sérkennilegt að hann riss- aði það upp og geymdi.Þegar læknirinn las fréttirnar af morð- inu og að Bruce Santos hefði verið handtekinn og væri grunaður um glæpinn, hafði hann samband við lögregluna og sagði henni frá ör- inu.Læknar lögreglunnar skoð- uðu einnig sárið og í ljós kom að öfuga „E“-ið var mynstur af inn- siglishring sem Tracey Illman bar á baugfingri. í ákafri baráttu sinni fyrir lífi sínu hafði Tracey slegið hann á ennið með hringnum og þar með merkt hann sem morðingja sinn. Reyndar hafði hún innsiglað sekt hans.Þegar honum var bent á þetta og að skinntætlur af enni hans höfðu fundist á hringnum, sá Bruce Santos sér ekki annað fært en að játa sekt sína.Þann 16. febrúar 1990 var Bruce Santos dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt barnsmóður sína og sambýliskonu. Karen Ames, sem bar vitni gegn honum, var dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja morðið á Tracey, þrátt fyrir að engin ráðagerðanna hefði verið notuð er til kastanna kom. Ástfanginn einfeldningur Verjandi hennar bar því við að ástarævintýrið með Bruce Santos hefði ruglað hana gersamlega í ríminu. Hún væri einföld og auð- trúa og hefði þar að auki lent í al- varlegri ástarsorg heima í Skot- landi. Hún hefði því gripið það fegins hendi er annar maður veitti henni mikla athygli og misst við það dómgreind sína, sem ekki hefði verið of mikil fyrir. En dómarinn lét þessi orð verj- andans sem vind um eyru þjóta. Hann sagði að sama hversu ást- fangin hún hefði verið, það væri engin afsökun til fyrir því að leggja á ráðin um að myrða keppi- nautinn. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiða. Viöhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 M EN NTAMÁLARÁÐ U N EYTIÐ Styrkir til náms í Hollandi og á Ítalíu 1. Hollensk stiórnvöld munu væntanlega bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1992-93. Styrkurinn mun einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiöis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæð um 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði. 2. ftölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa (slending- um til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1992-93. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 900.000 lírum á mánuði. Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl n.k. á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 19. mars 1992. Útboð Suðurfjarðavegur um Eyrarár Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Suðurfjarðavegar í sunnanveröum Reyðarfirði. Lengd kafla 1,72 m, fyllingar 20.000 m3, neðra burðarlag 10.700 m3 og tvö stálplötu- ræsi samtals 32 tonn. Verki skal lokið 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 23. þ.m. Tilboðum skal skila á sömu stöðum fyr- ir kl. 14:00 þann 6. april 1992. Vegamálastjóri VI 77 FÉLAG 7/ JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. mars 1992 kl. 20:00 að Suð- urlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamál. 3. Önnur mál. Mætiö stundvíslega. Stjómin. TIL SÖLU FASTEIGN í GRINDAVÍK Kauptilboð óskast í Vikurbraut 42, Grindavík. Stærð húss- ins er 767 m3. Brunabótamat er kr. 13.634.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við bæjarstjórann í Grindavík, sími: 92-68111. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 11:30 þann 31.3.1992. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.