Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn________________________________________________________________________________________________Laugardagur 21. mars 1992 Á Þingvöllum 17. júnl 1944. BIRGIR THORLACIUS: Á þessu ári er hálf öld liðin frá myndun utan- þingsstjórnar Björns Þórðarsonar. Hún átti að ýmsu leyti erfiða daga, en um alla framtíð verður hennar minnst sem stjórnarinnar er sat að völdum er lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Höfundur færði til bókar allar fundargerðir þessar stjórnar og er því nákunnugur efni sínu. „Eftir stjórnarskrárbreytingu og tvennar kosningar til Alþingis 1942, 5. júlí og 18.-19. október, voru mikl- ar ýfingar með Framsóknarflokki og þeim þremur þingflokkum, er höfðu staðið að breytingunni, þ.e. Alþýðu- flokki, Sameiningarflokki alþýðu- Sósíalistaflokki og Sjálfstaeðisflokki. Stjórnarskrárbreytingin fólst í því að kjördæmaskipanin skyldi vera á þann veg, að þingmönnum fjölgaði úr 49 í 52, með því að Siglufjörður var gerður að sérstöku kjördæmi og bætt við tveimur þingsætum í Reykjavík. Þá var hlutfallskosning lögboðin í tvímenningskjördæm- um, sem leiddi til þess að Fram- sóknarflokkurinn tapaði öðru þing- sætinu til Sjálfstæðisflokksins í fjór- um af sex tvímenningskjördæmum landsins. Umboð alþingis- manna framlengt Árið 1941 ákvað Alþingi að fram- lengja umboð alþingismanna án kosninga, þar eð eigi þótti gerlegt að efna til kosninga í miðri heimsstyrj- öld. Nokkrir þingmenn, einkum í Framsóknarflokknum, munu þó hafa verið andvígir frestun, en beygðu sig fyrir vilja yfirgnæfandi meirihluta. Einn þingmaður, Vil- mundur Jónsson landlæknir, þing- maður Norður-ísafjarðarsýslu, vildi ekki framlengja þingmannsumboð sitt með þessum hætti. Afsalaði hann sér þingmennsku 7. júlí 1941 og var sæti hans autt um hríð. Fyrir- sjáanlegt var og að losna myndi þingsæti í Snæfellsnessýslu, því að Thor Thors, þingmaður kjördæmis- ins, hafði verið skipaður aðalræðis- maður í New York, síðar sendiherra í Bandaríkjunum. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, hafði gert ráð fyrir því að fram færu „friðarkosn- ingar" í þessum tveimur kjördæm- um, þ.e.a.s. að Alþýðuflokkurinn fengi án mótframboðs þingmann í Norður- ísafjarðarsýslu og Sjálf- stæðisflokkurinn með sama hætti þingmann á Snæfellsnesi. Allt fór þetta á annan veg. Sjálfstæðisflokk- urinn mun að vísu hafa viðurkennt að ef þingmaður félli frá, ætti þessi friðarregla að gilda samkvæmt sam- komulagi flokkanna, en hinsvegar ekki ef þingmaður segði af sér þing- mennsku. Margir munu og hafa ver- ið fýsandi kosninga, ekki síst þeir sem stóðu herklæddir til framboðs í fyrsta sinn og töldu þingmennsku innan seilingar. Einkennilegt verður að teljast að fært þótti að kjósa tvisvar árið 1942, en ekki að efna til reglulegra alþing- iskosninga 1941 vegna heimsstyrj- aldarinnar og var hún þó eigi síður ægileg árið 1942 en árið áður. Ný stjóm í burðarliðnum? Síðan 1939 hafði verið við völd stjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, þjóðstjórn- in. Vegna útgáfu bráðabirgðalaga um gerðardóm í verkfallsmálum gekk ráðherra Alþýðuflokksins úr stjórninni í janúarmánuði 1942, en hinir sátu áfram. Alþýðuflokkurinn hóf þá þegar að reyna að sundra stjórninni og gerði Sjálfstæðis- flokknum freistandi tilboð um kjör- dæmabreytingu, er færa myndi Sjálfstæðisflokknum viðbótarþing- sæti á kostnað Framsóknarflokks- ins. Forystumenn Framsóknar- flokks töldu sig hafa loforð leiðtoga Sjálfstæðisflokks um að kjördæma- málið yrði ekki tekið til meðferðar um sinn. Leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins töldu sig hinsvegar ekki hafa lofað öðru en því að hafa ekki forystu um kjördæmabreytingu að sinni. En nú hafði Alþýðuflokkurinn tekið þá forystu. Þannig var hið pólitíska veðurfar eftir seinni kosningarnar 1942. Við völd var og hafði verið síðan 16. maí 1942, er stjórn Hermanns Jónasson- ar sagði af sér, minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins; Ólafur Thors forsætisráðherra og með honum Jakob Möller og Magnús Jónsson prófessor. Hvorki gekk né rak um stjórnar- myndun eftir kosningar. Framsókn- arflokkur var ekki til viðræðu við „eiðrofana" í Sjálfstæðisflokknum og enginn þingmeirihluti myndað- ist um stjórnarsamstarf. Ólafur Thors hélt uppi viðræðum við Al- þýðuflokk og Sósíalistaflokk eftir kosningar um stjórnarmyndun og taldi að slík stjórnarmyndun myndi hafa tekist, ef Sveinn Björnsson rík- isstjóri hefði ekki eyðilagt þá fyrir- ætlan með skipun utanþingsstjórn- arinnar; aðeins hefði þurft nokkurn tíma, e.t.v. nokkra daga, í viðbót til þess að koma á fót stjórn sjálfstæðis- manna, Alþýðuflokks og sósíalista. Auðvitað voru þetta vangaveltur, en skýrir vel sárindi þau sem leiðtogar Sjálfstæðisflokksins báru í brjósti vegna þess að ríkisstjóri hjó á hnút- inn meðan þeir töldu allar líkur á að geta myndað stjórn. Það er líka at- hyglisvert að tæpum tveimur árum síðar mynduðu þessir þrír flokkar „nýsköpunarstjórn" og hefur sam- bandið á milli þeirra e.t.v. verið að þróast allan tímann. Ríkisstjóri tekur af skarið Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins sat áfram fyrst eftir kosn- ingarnar og mun hafa hugsað sér að vera við völd uns stjórn þingmanna yrði mynduð. Ríkisstjóri rak hins- vegar á eftir um stjórnarmyndun. Stjórnin sagði af sér 14. nóvember eða tæpum mánuði eftir síðari kosningarnar, en gegndi áfram störfum. Ríkisstjóri rak enn á eftir um stjórnarmyndun og lét í ljós að ef ekki yrði búið að mynda þing- mannastjórn bráðlega, myndi hann sjálfur skipa stjórn. Flokksleiðtogar lögðu lítinn trúnað á það, en 16. desember 1942 skipaði ríkisstjóri dr. Björn Þórðarson forsætisráð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.