Tíminn - 26.03.1992, Side 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 26. janúar 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvaemdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðanitstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Sala ríkisfyrirtækja
eða nýsköpun
Við gerð síðustu fjárlaga var áætlað að ríkissjóður
hefði einn milljarð króna í tekjur árið 1993 með sölu
ríkiseigna. Hér er um verulega fjárhæð að ræða.
Það eina, sem handfast er í þessum efnum, er sala
á eignum Skipaútgerðar ríkisins. Fréttir berast nú af
áformum um að selja fjögur ríkisfyrirtæki, sem eru í
góðum rekstri og hafa skilað hagnaði. Skotið er á að
verðmæti þessara eigna sé um 400-450 milljónir
króna. Þó að þetta gangi allt eftir, er þó ekki nema
helmingnum náð af þeim milljarði sem fjárlög gera
ráð fyrir, svo að meiri sölumennska er framundan.
Ekki verður hjá því komist að velta því fyrir sér
hvaða áhrif þessi söluáform hafa á atvinnulífið í
landinu. Atvinnuleysi er mikið og vaxandi, það
mesta í 22 ár. Það, sem vantar sárlega nú, er nýsköp-
un í atvinnulífinu. Það vantar hugkvæma menn,
sem hafa fjárráð til að ráðast í ný verkefni sem skapa
atvinnu.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um sölu eigna upp
á einn milljarð króna, sem meirihluti Alþingis stað-
festi með fjárlögum, byggjast á því að ná einum
milljarði króna frá fjármagnseigendum. Þær krónur
ganga ekki til nýsköpunar í atvinnulífínu.
Staðan er þeim ekki hagstæð sem hafa tekið
áhættu í atvinnuuppbyggingu, allra síst þeim sem
hafa tapað peningum. Framtak þeirra er úthrópað.
Maður eða fyrirtæki, sem tekið hefur áhættu og tap-
að, á ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum nú. Þeir
eru hluti af fortíðarvanda og fjárfestingarfýlliríi, ef
nota má hluta úr orðabók ráðamanna.
Þess vegna er miklu áhættuminna fyrir þá, sem
eiga peninga, að kaupa fýrirtæki í góðum rekstri af
ríkinu, fremur en að taka áhættu í nýsköpun í at-
vinnulíFi.
Með sölumennskunni er því ríkið að draga til sín
fjármagn, sem ella mundi ef til vill fara til nýsköp-
unar í atvinnulífinu.
Afstaða ríkisstjórnarinnar til þessara mála vekur
æ meiri furðu. Framsækið þjóðfélag byggist á því að
áræðnir einstaklingar leggi í áhættu í atvinnulífi og
vilji varðveita fjármagn í hlutabréfum í fýrirtækjum.
Sérstaka athygli vekur einnig að ríkisstjórnin
barði í gegn eftir áramótin ákvæði um skattlagningu
arðs af hlutabréfum.
Það má því með sanni segja að eitt reki sig á ann-
ars horn í stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart ein-
staklingsframtakinu í landinu, þótt forustuflokkur
ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn, telji sig
sérstakan málsvara þess.
Stefnan er ekki á þá leið að örva einstaklinga til
nýsköpunar, heldur að koma eigum ríkisins í hend-
ur þeim.
Að selja eignir ríkisins á krepputímum dregur
einnig úr því fjármagni, sem hugsanlega mundi fara
til að styrkja eiginfjárstöðu í sjávarútvegi. Það er
umhugsunarefni út af fýrir sig.
Kj amorkuváin
færist á nýtt stig
Þótt vissulega steðji margvíslegur
vandi að íslensku efnahagslífi um
þessar mundir, má þjóðin teljast vel
sett á ýmsan mikilsverðan hátt
fram yfir aðrar þjóðir, og það á svið-
um sem eru þýðingarmeiri en ligg-
ur í augum uppi í fljótu bragði. Þar
á meðal er að landið sjálft, vegna
náttúrufars síns, sér íbúum sínum
fyrir lítt þrjótandi orku úr fallvötn-
unum. Virst hefúr um sinn sem
þessi ómetanlega auðlind hafi ekki
skiiað landsmönnum arði svo auð-
veldlega sem ástæða virtist til
að ætla, en ótrúlegt er að þeir
tímar muni ekki koma að hér
verði eftirspum meiri en
framboð. Þá mun vandi ráða-
manna verða að velja úr þeim er
eftir orkunni sækja, en ekki að leita
þá uppi, eins og við nú höfum orðið
vitni að.
Kjamorkan og nýting
hennar
Því er vikið að þessu efni nú, að
kjarnorkuslysið í Sosnovy í grennd
við St. Pétursborg í Rússlandi
minnir á að stór hluti þjóða heims
hefúr orðið að hverfa að kjamorku
sem einasta valkosti til orkuöflun-
ar á síðustu áratugum. Þeirri þró-
un hafa fylgt mörg og alvarleg mis-
tök og slys. Hér hafa stundum ýms-
ar fátækari þjóðir átt í hlut, sem
vegna ónógrar þekkingar á þessu
margflókna hátæknisviði hafa ekki
getað búið svo um hnútana að
kjarnorkuver þeirra væm ekki
hættuleg umhverfi sínu, eða þá
hitt að kröfúr harðdrægra stjóm-
málaleiðtoga hafa ráðið ferðinni,
leiðtoga sem mænt hafa á síaukinn
hagvöxt og iðnaðarframleiðslu og
þá ekki gefið gaum að hvað það
kynni að kosta umhverfi og óbom-
ar kynslóðir. Þeir hafa í krafti valda
borið vísindalega þekkingu og að-
varanir ráðum, sem er þekktur og
alvarlegur vandi í sambúð vísinda
og valdstjómar og fer tæpast
minnkandi á komandi áratugum.
En eftir sem áður er orkuskortur
það brýnn víða, að menn virðast
ekki eiga annarra kosta völ en taka
áhættuna. Er þá nærtækt að hugsa
til Aibana, sem um þessar mundir
hugleiða að opna að nýju frum-
stætt kjamorkuver að nútíma-
staðli, sem þeir urðu að loka um
skeið vegna skemmda í jarðskjálft-
um.
Slysaferill
Þess skyldi eigi að síður minnast
að það er ekki aðeins meðal minna
þróaðra þjóða eða þjóða, sem að
litlum eða því sem næst engum
orkuforða öðrum eiga að hverfa,
sem alvarleg kjamorkuslys hafa átt
sér stað. Þau hafa á síðustu áratug-
um einnig orðið meðal þjóða, sem
teljast til hinna hátæknivæddu og
er hafa átt allríkulegra kosta völ í
orkuöflun. Mannkynið er fyrir svo
skömmu stigið inn í kjamorkuöld-
ina, að segja má að allt fram til
þessa hafi það verið svo sem bam
væri að leik með hættulegt leik-
fang. Því hafa afar alvarleg slys
gerst í ýmsum tilraunastöðvum,
að orkuvemm sem knúin em
kjamorku slepptum.
í Bretlandi hafa átt sér stað al-
varleg slys, þ.á m. tvívegis í Sellafi-
eld-kjarnorkuverinu. í Bandaríkj-
unum kom til greina að flytja brott
alla íbúa Detroit vegna óhapps í
kjamakljúfi árið 1966, þótt alvar-
legast og minnisstæðast muni
slysið á Three Mile Island árið
1979. Langalvarlegasta slysið var
þó vitaskuld Chemobyl-slysið
1986, en ekki mun séð enn fyrir
endann á afleiðingum þess. Er það
ber á góma, skyldi minnast þess að
síður en svo mun hafa verið greint
frá öllum kjamorkuóhöppum, er
orðið hafa í Sovétríkjunum und-
anfama áratugi, en vitað er að þau
hafa gerst þar mjög alvarleg, þótt
minna hafi af því spurst. Þá mætti
hér fara mörgum orðum um þann
vanda er það hefur skapað að losna
við kjarnorkuúrgang, og kemur
þar að efni sem segja má að snerti
Islendinga sérstaklega, þar sem ai-
gengt úrræði hefur verið að losa
hin hættulegu efni í höfin og vita
menn fæst um hvar og hvenær
slíkt hefur farið fram. Nátengda
hættu hafa siglingar kjamorku-
knúinna kafbáta í grennd við land-
ið skapað, en fslendingar hafa
lengi gert sér grein fyrir þeim af-
leiðingum sem slys tengd þeim
siglingum mundu verða til að
skapa.
Váin færist inn á
nýjar brautir
Endalok kalda stríðsins munu án
efa draga úr umferð kafbáta og ann-
arra vígvéia, er kjamavopn bera, í
grennd við landið og er það vita-
skuld fagnaðaefni. Það hefur samt
ekki farið framhjá neinum að þrátt
fyrir að séð sé nú fyrir endann á
kalda stríðinu, er hættan
síður en svo úr sögunni,
heldur hefur hún færst á
nýtt stig, sem að auki er
þess eðlis að erfiðara er að
gera sér grein fyrir hugsanlegum
afleiðingum eða hvaða stefnu þau
mál muni taka. Kunnugt er að þrátt
fyrir allar varúðarráðstafanir, sem
menn hafa reynt að grípa til í Svo-
vétríkjunum, er stór hætta á að
bæði efni til kjamavopnafram-
leiðslu, svo og þekking til smíði
þeirra, smjúgi úr greipum þeirra er
eftirlit skulu hafa með höndum.
Ríki Arabaheimsins leggja sum
mikið kapp á smíði kjamavopna og
hvaða ráðstafanir, sem gerðar eru
til að hindra þau áform, virðist
óraunsætt að þau muni ekki ein-
hver hafa erindi sem erfiði. Um
hættuna, er það býr heimsfríðnum,
þarf ekki að fara mörgum orðum,
er vandræðin við botn Miðjarðar-
hafs virðast fara stigvaxandi með ári
hverju.
Grein í Tímanum í gærdag, þar
sem sagt er frá að einstaklingar hafi
á laun boðið úraníum frá fyrrum
Sovétríkjunum til sölu — svo að
segja á götum úti — ætti að vekja
til umhugsunar um hve ótryggir
tímar fara hér í hönd.
Hér í upphafi var vikið að því að
land okkar, vegna vatnsorkunnar,
mun vonandi um allan aldur geta
afstýrt því að við þurfum að hugsa
til nýtingar kjamorku sem svars við
orkuskorti. Þótt fjarri fari að það
leysi okkur undan þeim sammann-
lega vanda, er kjamorkuváin áfram
býr jarðarbúum, ber vissulega að
þakka að það er einmitt vatnsorkan
sem a.m.k. um stund mun verða til
þess ekki síður en fjarlægðin að
halda okkur fjær en ella frá þeirri
„heimsins vígaslóð", er Hulda kveð-
ur um í lýðveldisljóði sínu. AM