Tíminn - 26.03.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.03.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. mars 1992 Tíminn 5 r Jórunn Olafsdóttir frá Sörlastöðum: Laun heimsins vanþakklæti Landakoti ógnað — Misgerð við St. Jósefssystur Margt hefur gengið yfír mannlífið á hólma Ingólfs Amarsonar frá því að öndvegissúlur hans bárust þar á land og byggð var fest. Enda tímaskeiðið langt. Stundum var svo dökkt í álinn og svarf svo að, að við iandauðn lá. Ánauð, hungur, svartidauði, móðu- harðindi, IVrkjarán, hafís, jarðeldar og missir sjálfræðis. En þjóðin þraukaði í gegnum þetta allt. Sterkasti kjarninn stóðst og það birti yfír. Tuttugasta öldin reyndist fagnað- arboði og færandi gjafir góðar. Þótt inn á milli kæmu erfiðleika- tímabil, hart veðurfar og fjárráð næsta naum framan af. Áhrifa heimsmenningarinnar svonefndu tók að gæta allverulega við ysta haf. Fyrst var breytingin farsæl, hægfara, en markviss. Þjóðin naut virkra framfara og margir auðnu- þættir spunnust í lýðfrjálsu landi. Hóf var á mörgu og raunar ró- semi yfir þjóðlífinu. En með her- náminu breyttist margt mjög til hins verra. Jafnvægi raskaðist og aðgát brást á ýmsum sviðum. í ár- anna rás hefur þetta orðið æ verra og sigið á ógæfuhlið á margan hátt. Abyrgðarleysi hefur gætt allt um of — að mörgu verið hrapað í blindni og afleiðingarnar fært beiskan bikar. Nú er svo komið að um er að ræða ólgandi straumrás. Ofijárfestingar, heimtufrekja, fjármálasukk og alls kyns óreiða veður uppi og er orðin ill, líklega lítt læknandi meinsemd í þjóðlífi íslendinga. Hitt verður þó auðvitað að viður- kenna að sitthvað hefur orðið til að skapa vissa þætti auðnu og varpa ljósi á veg. En því er þetta rakið hér og ræki- lega undirstrikað að f dag hefur steininn tekið gjörsamlega úr. Stór hluti þjóðarinnar hegðar sér eins og alveg hafi verið misst taum- haldið á líferninu. Öfgar, öngþveiti og alls kyns trylling hefur gripið svo um sig, að ekki virðist sjá fram úr óskapnaðinum á ýmsum svið- um. Ríkisstjómir eru eins misjafnar og þær em margar. Öllum er þeim í einhverju mislagðar hendur, en misjafnlega áberandi. En margar em aðgerðimar hæpnar og sumar ekki verjandi vegna þess hversu af- ar illa þær koma við vissa þjóðfé- lagshópa, hvað helst þá sem minna mega sín. Ríkisstjórn sú sem nú situr hefúr bakað sér óvinsældir af- ar margra vegna vanhugsaðra og ekki velviljaðra aðgerða. Margar ákvarðanir eru teknar af hvatvísi og lög samin og þeim beitt af of- forsi og óbilgirni sem valdið fær ómældum skaða og sársauka. Ekki virðist um samráð skeytt, nema í afar litlum mæli og jafnvel engum, við stjórnendur þýðingar- mikilla stofnana og félagasamtaka. Fær slíkt ráðslag ekki af sér leitt annað en neikvæðni, andspyrnu og reiði. í heilbrigðisráðuneytinu hef- ur hér verið farið offari, sem ekki er unnt að sættast á. Vegið hefur verið harkalega að heilbrigðisþjón- ustunni, heilsugæslu, sjúkrahús- um og ýmsum líknarstofnunum, úti um allt. Svo og hafa ellilífeyris- þegar, öryrkjar og fatlaðir fengið sitt straff. Fyrir hvað? Fyrir það eitt að vera til. Um þetta hefur verið þvælt í dag- blöðum og ljósvakamiðlum fram og aftur í sífellu. Hver tyggur í annan og upp eftir öðrum og verð- ur þetta því vitlausara sem meira um það er fjallað. Almenningur er orðinn örþreyttur á þessum hrá- skinnsleik sem ekki skilar öðru en angri, biturð, hneykslan og marg- þættri ringulreið. Ein er sú sjúkrastofnun sem lang- mest hefur verið dregin fram í fjöl- miðlum til gagnrýni og dómsáfell- is. Henni hefur verið hegnt. En fyrir hvað? Henni hefur verið ógn- að með því að skaffa henni svo smánarlegt rekstrarfé við gerð síð- ustu fjárlaga að ekki er unnt annað en hún hljóti að lamast svo alvar- lega að hún geti ekki gegnt því hlutverki sem hún er borin til nema að mjög takmörkuðu leyti. Alþjóð er kunnara en nefna þurfi hvert þetta fórnarlamb heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis er. Bygging St. Jósefssystra á Landakotshæð. Þessi virka stofnun hefur löngum verið afskipt af ríkisvaldinu varð- andi fjárframlög til starfsemi sinn- ar. Er þetta ljótur blettur á stjórn- ur. og ráðgjöf þeirra sem hér hafa átt hlut að. Varðandi þetta virðist nokkurn veginn einu gilda hvaða ríkisstjórn hefur setið hverju sinni. En í dag er svo komið málefnum og hag Landakotsspítala að mælir- inn — mælir misgerða gegn hon- um — er svo fullur að út af flóir. Óskammfeilni og skilningsskortur heilbrigðisráðherra og hans liðs- manna og starfshættir þeirra eru með endemum og ámælisverðara en orð ná yfir. Viðbrögð fjöldans eru höfð að vonum. Römm reiði og djúpstæð sorg. En hvað veldur þessum mót- blæstri þeirra sem með völdin fara gegn Landakotsspítala? Mót- blæstri sem virðist svo magnaður að hann virkar sem svæsnasta and- úð? Hvað er það sem kallar fram þennan æsta vilja til að rýra hann sem mest? Skilningsskortur og ill- gjöm róttækni er ólæknandi, löngum. Er hið neikvæða viðhorf sprottið af virðingarleysi og al- röngu viðhorfi til kaþólskra nunna, lærðra í hjúkrunarstörf- um, sem námu hér land laust fyrir síðustu aldamót? Sér er nú hver fordæmingin. St. Jósefssystur reyndust nefni- lega ómetanlegir landnemar. Þær létu reisa og gáfu íslensku þjóðinni fyrsta sjúkrahúsið hér á landi. Það var árið 1902 sem systurnar færðu íslendingum þessa dýrðlegu gjöf á silfurfati. Þær ráku síðan sjúkra- húsið sjálfar í marga tugi ára, svo sem alkunna er. Störf þeirra ein- kenndust af trúarhita, líknarvilja og óbugandi staðfestu í öllum erf- iðleikum. Þær voru frá upphafi komu sinnar ávallt til sóma á ís- lenskri gmnd. Sjúkrahús, skóli og kirkja á Landakotstúni. Minnis- merki sem varir. íslenska þjóðin stendur í stórri þakkarskuld við St. Jósefssystur fyrir gjöfina stóm og líkn og liðveislu við sjúka og sára áratugum saman. Blessun veittist þessu einstæða átaki. Spítalinn naut virðingar og hylli og hinir ágætustu læknar völdust þangað til starfa og gjörðu garð frægan í langa tíð. Skulu hér nefndir þrír, Matthías Einarsson, dr. Halldór Hansen og dr. Bjarni Jónsson. Þeirra þáttur er dýr í sögu Landa- kots. Og sú ríka gæfa hefur alltaf gefist Landakoti að hafa á að skipa mörgum afbragðslæknum, sem hafa unnið og vinna frábær og ómetanleg störf. Þá hefur Landa- kot einnig jafnan notið vel mennt- aðs og prýðilegs starfsliðs. Hefur það allt reynst á þann veg að Landakot er fyrirmyndarsjúkra- hús. Ég hef alloft gist Landakot og sótt þangað bestu Iæknisþjónustu og notið mætagóðrar umönnunar hjúkmnarliðs. Tel ég mig því þekkja þar vel til og hef líka mælt málum fjölmarga sem átt hafa þar dvöl. Og ummæli þeirra allra em söm. Þessi: „Landakot er mitt sjúkrahús, þar vil ég vera sæki veikindi mig heim. Læknar og hjúkmnarlið er natinn hópur sem leggur lið með mikilsverðri hæfni og laðar að með ágætri fram- komu.“ Hver getur óskað sér betri vitnisburðar? En með honum er ekki verið að varpa rýrð á aðrar heilbrigðisstofnanir, því víða em snillingar í læknisstörfum og hjúkmnarlið mætagott. En nefnd FYRRI HLUTI viðurkenning varðandi Landakot stendur óhögguð. Svo raunsönn er hún. í desember sl. birtust í Morg- unblaðinu prýðilegar greinar eftir tvo úr hópi hinna gagnmerku og starfandi lækna á Landakoti. Þær em skrifaðar vegna óskiljanlegrar áfergju herranna í heilbrigðisráðu- neytinu og fylgjenda þeirra á að sameina Landakot Borgarspítalan- um og breyta Landakoti í öldrun- arsjúkrahús. Ég leyfi mér að vitna til vissra at- riða í báðum þessum greinum til sönnunar grein þeirri sem hér er skráð og til upplýsingar fyrir þá sem kynnu að koma af fjöllum í þessu sambandi. En það er hyggja mín að þeir séu ótrúlega margir sem láta sig litlu skipta starfsemi sjúkrahúsa og aðstæður þeirra uns þeir eða þeirra nánustu verða veik- ir. Óheyrilega fávíslegar setningar í þessa vem em látnar fjúka svo oft að furðu gegnir. En vikið skal nú að nefndum greinum Landakotsspítala. Þær em mjög grípandi og gagnleg lesn- ing. Þann 3. desember 1991 birtist í Morgunblaðinu grein sem ber yf- irskriftina: Sameining spítala — Hvers vegna? Hún er skrifuð af Sigurgeiri Kjartanssyni, skurð- lækni á Landakotsspítala. „Spumingar vakna“ Hver er nauðsyn sameiningar spítalanna, gilda hér um sömu reglur og um sameiningu hrað- frystihúsa, banka og trygginga- stofnana? Em sjúkrahúsin í dag svo óheppilegar rekstrareiningar að beinlínis hrópi á sameiningu? Valda sjúkrahúsin eins og þau em rekin ekki hlutverki sínu og myndi sameining bæta hér úr? Hver er stjórnskipulegur, fjárhagslegur eða faglegur ávinningur af samein- ingu? Þáttur Landakots „Ein er sú stofnun sem ávallt hef- ur verið þyrnir í augum stjórn- valda og virðist hér gilda einu hvort við stjórnvöl situr hægri eða vinstri sinnuð stjórn. Stjórnvöld og fjölmiðlar hafa reynt að koma höggi á og gera málstað hennar í alla staði tortryggilegan svo langt sem elstu menn muna og em end- urminningar dr. Bjarna Jónssonar staðgóð heimild um þann skæm- hernað sem geisað hefur í sam- skiptum spítalans við ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála." Sigur- geir lýsir síðar í greininni mjög skilmerkilega núverandi starfsemi auk almennra sjúkradeilda á Landakoti. Er hér aðeins tekið upp þrennt af því sem þar er greint frá. „Gjörgæsludeild (hin fyrsta á landinu). Þar eru níu stofur þar sem aðstaða er til skyndiþjónustu bráðveikra, sog og súrefni er á öll- um stofum og hjartarit með að- vörunarbjöllum og myndskjá á vaktherbergi eru tengd þeim flest- um. „Augnskurðstofa með fullkom- inni smásjá og skjátækni. Augn- deild þar sem fram fara sértækar rannsóknir göngu- og spítalasjúk- linga, auk legudeildar, en þar fer einnig fram lasermeðferð vegna augnsjúkdóma." Vert er að það komi fram, þótt ekki sé það nefnt í grein læknis- ins, að nefnd augnlækningadeild er sú eina á landi hér. En vísast er að flestum sé ókunnugt um slíkt dýrmæti. Og Sigurgeir heldur áfram: Landakotsspítali — sjálf- stæð eining: „Hér höfúm við full- búið sjúkrahús með tæknibúnaði í samræmi við kröfur tímans, tæki sem að verulegum hluta eru þegin að gjöf frá líknarstofnunum og einstaklingum er sýnt hafa þakk- læti í formi fjárframlaga og er það til marks um hugarþel þeirra sjúk- linga sem metið hafa þjónustu spítalans að verðleikum. Nýleg- asta dæmi þessa er þriggja millj- óna framlag Kvennadeildar Rauða kross íslands til kaupa kviðsjár- tækis sem hefur nú þegar skilað andvirði sínu með sparnaði á sjúkrahúsvist á þeim þrjátíu gall- blöðruaðgerðum sem þegar er lokið á tveggja mánaða tímabili. Á almennum fundi Læknafélags Reykjavíkur upplýsti sérmenntað- ur hagfræðingur í skipun heil- brigðismála, Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður, að sjúkra- hús af stærðinni 250-300 rúm (sem lætur nærri að vera stærð Landakotsspítala fullskipaðs ásamt Hafnarbúðum) kæmu einna best út stjórnskipulega séð. Studdist hún þar við nýlega könnun í Bandaríkjunum. „í framtíðar- áformum", segir Sigurgeir, „liggur ekki annað fyrir en brjóta niður allt það sem hefur hefur verið byggt upp, alls fimm fullbúnar skurðstofur. Sama máli gegnir um gjörgæslu, sneiðmyndageisla- greiningar, ísótópagreiningar og hluta röntgentækja, en þau sem ekki eru naglföst eru múruð niður. Vel má til takast ef flutningur þeirra viðkvæmu tækja milli borg- arhluta á ekki eftir að valda afföll- um á þeim, að ekki sé minnst á kostnað er því fylgir." Niðurstaða „Landakotsspítali, elsti starfandi spítali landsins, er vel búinn tækj- um og samstilltu starfsliði til að sinna læknisþjónustu eins og hingað til, miðað við fulla nýtingu húsnæðis og eðlilega endurnýjun á tækjakosti. Hann er af ákjósan- legri stærð sem sjálfstæð stofnun innan heilbrigðiskerfisins sam- kvæmt erlendum staðli. Kostnaður við flutning bráða- þjónustu á Borgarspítala skiptir milljörðum króna og við breyting- ar á Landakotsspítala yrði miklum verðmætum fórnað og kostnaður við breytingar verulegur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.