Tíminn - 26.03.1992, Page 8

Tíminn - 26.03.1992, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 26. mars 1992 EB hafnar búvörutillögum GATT Aðalfrétt á forsíðu Times 5. mars 1992 var um gagntillögur EB við til- lögum GATT um lækkun bústyrkja. í fréttinni sagði: „Þótt embættismenn haldi uppi viðræðum fram í miðjan apríl, merkja viðbrögð EB síðustu daga að ekki verður vænst neins framgangs alþjóðasamþykktarinnar um tolla og verslun. Að viðræðunum loknum munu samningaumleitanir í Uruguaylotunni hanga í lausu lofti, þar eð engin ríkisstjómanna 108 vill lýsa þær á enda, en þær hófust í Uru- guay í september 1986. í dag (5. mars 1992) munu embættismenn í Genf taka við 400 síðum hagtalna frá EB. Skjalið er svar við tillögum Dunkels um málamiðlun um bústyrki, en í því eru engar nýjar upplýsingar um út- flutning búvara. Franska ríkisstjóm- in hefúr verið einkanlega óbilgjöm. Ráðherrar hennar lögðu til sl. mánu- dag (þ.e. 2. mars 1992) að niður skyldu felldir kaflar úr svari EB, þar eð EB ætti ekki að ganga til fræðilegra útreikn- inga varðandi skerðingu útflutnings- uppbóta í anda tillagna Dunkels. Sjö aðildarríkjanna studdu þá óbilgjömu tillögu Frakka og einungis Bretland og Holland stóðu á því að fram- kvæmdastjómin skyldi hafe óbundn- ar hendur um svar sitt til GATT.“ Ofveiði við Ekvador Útflutningur sjávarvara ffá Ekvador varð að andvirði 570 milljónir dollara Á árabilinu 1951-1973 varð hagvöxt- ur á Bretlandi, mældur á kvarða vergrar þjóðarframleiðslu, örari en nokkru sinni áður. Og án tvímæla em lífskjör manna á Bretlandi betri 1990 en 1945. Engu að síður hefur Bret- land ekki þá stöðu sem iðnveldi er það hafði 1945, er það var (að Þýska- landi og Japan óvirkum), þriðja helsta i ð n r í k i heims. Verð- ur breskum hagfræðing- um tíðrætt um ástæður þess, og í Scottish Joumal of Political Econ- omy, nóvember-heftinu 1991, er fróð- leg umíjöllun, að vísu ekki mjög ítar- leg, um bækur um þau efni, á meðal þeirra þessar þrjár: Britain’s Econ- 1991 og Iögðu rækjur liðlega 85% til þess. Fiskafli Ekvador — sardínur, makríll, ansjósur og síld (thread herr- ing) — hefur skroppið saman frá 1985, þá 1.970.000 tonn, í 233.000 tonn 1990. Og em nú aðeins 20% af framleiðslugetu landsins nýtt Þótt omic Problem eftir R. Bacon og W. Eltis (Macmillan 1978), The Wasting of the Brítish Economy eftir S. Poll- ard (Crom Helm 1982) og The Econ- omic Dedine of Modem Britain, safn ritgerða undir ritstjóm D. Coates og J. Hillard (Wheatsheaf Books 1986). Bacon og Eltis verður starsýnt á, að mjög margir starfi utan „eiginlegra" framleiðslugreina, jafnvel utan mark- aðskerfisins. Ýmsum hagfræðingum þykja þær skilgreiningar þeirra orka tvímælis. Pollard setur líka, í megin- atriðum, fram einfolda skýringu: Fjármálamenn ráða fjármunamynd- un og þá mjög hagvexti, en þá (sem stjómmálamenn) einkenni skamm- tíma viðbrögð. Coates og HiIIard liafa viðað að sér yfirfærsla EI Nino-straumsins hafi stuðlað að þessum aflabresti, mun of- veiði valda honum að miklum hluta. Upptaka kvótakerfis er nú á dagskrá í Ekvador. Rækjueldi leggur til mestallan rækjuaflann, sem vaxið hefur úr ritgerðum eftir marga höfunda, en aðeins skal getið ritgerðar Staffords („Theories of Decline"), sem greinir milli þrenns konar skýringa: (i) ný- keynesiskra skýringa, sem Cam- bridge-skólinn hefúr sett hvað gleggst ffarn; (ii) „hægri" skýringa, sem Kilpatrick og Lawson hafa mjög haldið á loft; og (iii) sósíaliskra skýr- inga, sem hvað þekktastar em í fram- setningu Hobsbawm og Aaranowitch. Cambridge-skólinn kveður fjár- munamyndun fremur afleiðingu hagvaxtar en orsök og vanhæfni í samkeppni hlaða utan á sig: Minnk- andi eftirspum dragi úr eftirspum, sem dragi úr fjármunamyndun, sem dragi úr samkeppnishæfni. Þá ber þess að gæta, að verslun með iðn- 10.000 tonnum 1980 í 78.000 tonn 1991. Eldistjamir em á ströndum Ek- vador. Að flatarmáli em þær alls 125.000 hektarar. Hinar minnstu em um 50 hektarar að stærð, hinar stærstu um 2.000 hektarar. Yfir hinar stærstu er fóðri dreift úr flugvélum. vaming er að miklu leyti í höndum férra stórra fyrirtækja. Sakir við- skiptavenja þeirra verða ekki vemleg- ar verðlagsbreytingar, þótt fram- leiðsla og nýting vinnuafls séu nokkr- um sveiflum undirorpnar. „Hægri" skýringamar leggja ma út frá því, að bresk verkalýðsfélög séu fremur „craft unions" en verkalýðsfé- lög á meginlandi Evrópu og þeim ósveigjanlegri. Eitt með öðm valdi það stirfni í hagkerfinu. Sósíalistar segja kapítalista hafa um miðja 19. öld farið að hverfa frá iðnaði og að snúa sér einkum að verslun og fjár- málum. Þeir hafi kappkostað að flytja fjármagn úr landi, þannig að úr fjár- munamyndun dró innanlands. — Hér hefur verið stiklað á stóm. Úr viðskiptalifinu Iðnaðarleg hnignun Bretlands Er T íminn útrunninn? Þriðjudapur 24. mar* 1992 Tíminn hAlsvam frjAlslynhs, s Dagur að kveldi kominn Stórblaðið Dafiur i Akureyri, »*m einkum fiefur tifi út fyrir »ö flytj» frfttir t/ viðburðum f bcjarlffi Akureyrar. birtir í frétUilðu tl fðttudafi um- tetninfi tem mtriur Umamót f itlentkri fjðlmiöUtögu. Sam- tetninfi þennan riUr einhver - ÞH. tem trúlega er Þröttur _*< J^IUrtldtton. íöur kenndur við ^ n '>Ú^fyrirhven,? grannaþjóöi. byggðum úr steini ■ *'v,/*ia. Um og upp úr sföustu a..^ ur hús í miðbæ Reykjavfkur ^'b/;> •j*/J voru hin fegurstu. Má þar fyrst tií té,? j*ð, | Tlminn birti þett efnis að ... », tem tenfid- umfanfitmiklu ffkniefn*- /• Ji- tenfidust jafnframt ")/,.''í'kveðinnl listamiðstöð ( b«n- /a. •Mt»/>m tem bxjarfélafiið hefur að kj*'h4.^P\xí,rm> hluta með að fiera. ’ ***“' Þnfisl eru óvefcnfijan- unni. eins og fram kom I frftt ____________________________ Tfmant. A/ einhverjum iitarð gerir hann ekki, en fer að fiata í dagblaðinu Tímanum, sem enn kemur út í Reykjavík, er ritstjómar- dálkur sem ber heitið Vítt og breitt. Lítilmótleg persóna mín varð fyrir því óvænta láni að heill pistill var lagður undir hana nú á þriðjudag- inn. Tilefhið var það að -BG, sem mun vera fréttastjóri blaðsins, Birg- ir Guðmundsson, snöggreiddist út af skrifum mínum um fréttaflutning Tímans af svonefndu hassmáli á Ak- ureyri. Birgir ber mig þungum sökum og segir að ég hafi gerst brotlegur við a.m.k. tvær af sex greinum siða- reglna blaðamanna. Önnur þeirra er líklega sú sem krefur blaðamenn um að sýna stéttarbræðrum sínum trúnað og virðingu; hin er þá vænt- anlega um óvandaða upplýsingaöfl- un, ef ég les rétt út úr grein Birgis. Ekki ætla ég mér að leggja á það dóm hvort ásakanir Birgis séu réttar. En ég vil nú samt bera hönd fyrír höfuð mér. Varðandi það að ég skyldi ekki hafe rætt við blaðamann Tímans, -PS, sem skrifaði fréttina, er þetta að segja: Ég átti vissulega bágt með að trúa því að rannsóknarlögreglan á Akureyri skyldi hafa staðfest þessa fréttTímans, ekki síst í ljósi þess hve skammt meðferð málsins var á veg komin. Þess vegna hringdi ég í við- komandi lögreglumann, sem hafði talað við blaðamann Tímans. Hann neitaði því að hafa staðfest söguna, sem blaðamaður bar undir hann — og birti síðan sem staðfesta. Ég vitn- aði í lögreglumanninn í fréttinni og þar með var það búið. Frétt mín hefði hvorki orðið betri né verri, þótt ég hefði endurtekið staðhæf- ingu -PS, sem þegar var komin á þrykk í Tímanum og ég búinn að vitna til. Hvað með kirkju- kórana? Nú má það vel vera að viðkomandi lögreglumaður hafi logið að mér og staðfest hvert orð í frétt Tímans. En hefði ég verið blaðamaður Tímans, með slíkar yfirlýsingar á segulbandi sem Birgir fullyrðir, þá hefði ég ekki skrifað vandlætingargrein um spill- ingu í akureyrsku listalífi, heídur velt því fyrir mér hvað væri að gerast í rannsóknarlögreglunni í höfuðstað Norðurlands. Vera má að við hér norðan heiða séum svona vonlausir einfeldningar, en við höldum til dæmis að þótt menn séu yfirheyrðir í sakamáli sem „grunaðir", þá séu þeir ekki endilega á leiðinni í stein- inn. Það virðist blaðamaður Tímans hins vegar halda. Orðrétt segir í fréttinni: ,Alls hafa um 32 aðilar verið yfírheyrðir sem grurtaðir í þessu stærsta fíkniefhamáli sem komið hefur upp á Akureyri. Það er óhætt að segja að það hrikti í lista- lífínu á Akureyri í kjölfar þessa máls, því fjölmargir aðilar úr þeim hópi sem yfírheyrðir hafa verið tengjast listalífínu í bænum og flestir af þeim tengjast svonefndu Listagili á A/cureyri og koma til með að hafa þar aðstöðu, en aðilar í listalífímu hafa keypt hluta af hús- unum sunnan við gilið. Einnig hafa fleiri listahópar verið nefndir. “ Svo mörg voru þau frómu orð og er þetta þó hátíð miðað við það sem haft er eftir ónafngreindum „við- mælanda". Ég vek athygli á því að þama eru eingöngu staðhæfingar sem enginn er hafður fyrir. Lesandi hlýtur því að gera því skóna að blaðamaður hafi haldgóðar heimild- ir fyrir því sem þama stendur. Mig langar því til að upplýsa blaðamann Tímans um það hvemig málið er vaxið og spyrja hann síðan nokkurra spuminga, — og Birgir má alveg svara fyrir hann. Samkvæmt því, sem heimildir okkar á Degi herma, munu þrír þeirra, sem viðriðnir eru hassmálið, tengjast Listagili að því leyti að þeir hafa aðstöðu í einu húsanna að norðanverðu. Ekki mun, skv. sömu heimildum, neinn þeirra, sem keyptu sig inn í gilið sunnanvert, verða sakfelldur í málinu. Daníel Snorrason, yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar á Akureyri, hefur stað- fest það í samtali við Signýju Páls- dóttur leikhússtjóra að enginn starfsmaður Leikfélags Akureyrar hafi verið yfirheyrður vegna hass- málsins. Vel má vera að einhverjir aðrir Iisthneigðir menn verði á með- al sakfelldra í málinu, en þá vil ég spyrja blaðamann Tímans hvaða „fleiri listahópum" þeir tengjast. Eru þeir kannski í einhverjum kirkjukómum? Úlfaldar og mýflugur Önnur gryfja, sem blaðamaður fellur í, er sú sem Gróa gamla á Leiti heldur sig hvað oftast í. Hann notar almennt orðalag án þess að rök- styðja mál sitt. Hvað hefur hann fyr- ir sér í þeirri staðhæfingu að „það hrikti í listalífinu á Akureyri"? Hvaða „fjölmargir" og „flestir" eru það sem tengjast Listagilinu? Gerir blaðamaður Tímans, nú eða þá fréttastjóri, sér ekki grein fyrir því að með svo almennu orðalagi er hann að fella dóma yfir fjölda manns, sem á engan hátt tengjast málinu? Eöa vita blaðamenn Tím- ans meira um þetta mál en við á Degi? Og svo vil ég spyrja Birgi sem reyndan blaðamann og stjórnar- mann í Blaðamannafélagi íslands til margra ára: Fellur ívitnuð klausa úr frétt Tímans undir þá skilgreiningu að vera vönduð blaðamennska, samboðin málsvara frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju? En svo ég upplýsi þá félaga -BG og -PS um tilgang minn með frétt- inni um frétt Tímans, þá var hann sá að benda á að eins og þessi marg- umrædda og makalausa frétt var matreidd þá var hún ekkert annað en enn eitt innleggið í kjaftasögurn- ar í bænum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta „stærsta fíkniefnamál á Ak- ureyri" hafi verið blásið út langt umfram það sem tilefni gefst til. Mér hefúr skilist á fréttum að sann- ast hafi innflutningur og neysla á 2- 300 grömmum af hassi og að þama hafi tiltölulega þröngur hópur verið að verki. Þetta er tuttugasti partur af því sem þeir voru að hirða af tveimur mönnum í Reykjavík um helgina. Samt er látið eins og ástandið á Akureyri sé farið að jafn- ast á við neðanjarðarbrautimar í New York. 3. greinin þar og hér Fyrst Birgir er að nudda mér upp úr siðareglunum, vil ég segja að mér finnst hann falla sjálfur í þá gildru sem hann ætlar mér, semsé óvandaða upplýsingaöfiun. Ekki verður þess vart í grein hans að hann hafi lesið frétt mína, að öðmm kosti hefði hann varla farið að gera „textaskýringar" mínar á orðum Halldórs Jónssonar að umræðuefni. Ég minntist ekki orði á þann ágæta mann í fréttinni, hvað þá að ég vitn- aði í orð hans. Ljóst má vera af tilskrifum Þrastar Haraldssonar að hann telur Akur- eyringa þurfa sérstaka vemd gegn upplýsingum umfram aðra lands- menn og að hann sé einmitt sá sem eigi að skera úr um hvað þeir þola og hvað ekki. Við á Tímanum hins vegar höfum litið á Akureyringa sem hvert annað fólk, sem ekki þarf á sérstaklega vemduðu umhverfi að halda. Skrif Þrastar dæma sig að öðru leyti sjálf, enda treystir hann sér ekki einu sinni til að bera á móti réttmæti þess sem -BG sagði efhis- lega um málið í umræddum pistli. í kaflanum um „Úlfalda og mýflug- ur“ spyr Þröstur okkur beint nokk- urra spuminga. í fyrsta lagi virðist það nokkuð augljóst að það hriktir í listalífinu á Akureyri vegna málsins, sbr. m.a. það að Dagur birtir greinar eftir leikhússtjórann á staðnum, sem ber sakir af starfsmönnm sín- En mér finnst frétt Tímans jaðra við brot á 3. grein þeirra ágætu reglna, sem varar blaðamenn við því að valda mönnum særindum að ósekju. í uppbyggingunni í Listag- ili koma fjölmargir við sögu og því fer fjarri að þeir hafi „flestir" verið viðriðnir hassmálið. Það segja hins vegar rógtungurnar í bænum og nú hefur Tíminn lagst á sveif með þeim. Kannski erum við hér nyrðra varkárari gagnvart þriðju greininni en þið fyrir sunnan. Fámennið ger- ir það að verkum að torveldara er að fjalla um viðkvæm mál, sem snerta persónulega hagi fólks og æru einstaklinga, ekki síst ef um er að ræða þekkt fólk. í fámennu sam- félagi geta menn auðveldlega ein- angrast og jafnvel verið útskúfað, ef á þá eru bornar sakir, og skiptir þá engu hvort þær eru réttar eða ekki. Þess vegna eru fréttamenn hér varkárir í umfjöllun um saka- mál og hafe það fyrir meginreglu að doka við með stórar yfirlýsingar þar til telja má víst að ákæra sé sönnuð. Eins og heiti dálksins gefur til- efni til, fer Birgir um víðan völl í mikilli ályktanagleði. Þar fer hann ýmsum orðum um Dag og stöðu hans, sem ég hirði ekki um að svara. Vil bara segja að ef fréttin um spillinguna í akureyrsku lista- lífi er í samræmi við almenna fréttastefnu blaðsins, þá verður þess ekki langt að bíða að Tíminn verði útrunninn. um! í öðru lagi er það ekki við hæfi að tilgreina nöfn þeirra aðila, sem tengjast sakamálum, fyrr en í fyrsta lagi eftir að ákæra hefur verið gefin út og því ekki hægt að tilgreina frekar þá fjölmörgu, mörgu, nokkru, þónokkru eða hvaða orða- lag menn vilja nú nota, sem tengjast málinu. Hvorki blaðamaður né fréttastjóri gera sér grein fyrir því að þeir hafi fellt dóma yfir fjölda manns með því að nota almennt orðalag, enda sértækt og nákvæmt orðalag ekki notað í fréttum af sakamálum fyrr en á síðari stigum. T.d. hefúr Tíminn aðeins notað hið almenna orðalag „tíu ára drengur" um ógæfusama barnið sem stakk annan dreng með hníf á Kleppsveginum í vikunni. Okkur er ekki kunnugt um að allir tíu ára drengir við Kleppsveg liggi undir grun um þessa hníf- stungu. Þröstur Haraldsson Athugasemd PS og BG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.