Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. apríl 1992 75. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ráðhúsið í Reykjavík varformlega tekið í notkun í gær við dramatíska athöfn: Ljóð Davíðs sungið og gluggatjöld dregin frá Ráðhús Reykjavíkur var formlega tekið í notkun við há- tíðlega athöfn að viðstöddum á áttunda hundrað manns, bæði innlendum og erlendum gestum. í framhaldi af þeirri hátíðlegu athöfn, sem tók um klukkustund, var haldinn hátíðarfundur í borgarstjóm Reykjavíkur í nýj- um húsakynnum. Það var Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, sem lýsti því yfir að Ráðhúsið hefði formlega verið tekið í notkun í sömu mund og gluggatjöld voru dregin frá risavöxnum gluggum sem snúa út að Tjörninni. Við blöstu endurnar á Tjörninni og undir hljómaði lagið Við Reykjavík- urtjörn sem Davíð Oddsson samdi texta við. Við athöfnina tóku til máls þeir Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur og formaður framkvæmdanefndar við ráðhús- bygginguna, Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Poul Mikkelsen, bæjarstjóri í Þórshöfn í Færeyjum, en hann talaði fyrir hönd borgarstjóra á hinum Norð- urlöndunum, og Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, sem talaði fyrir hönd bæjar- stjóra í kaupstöðum landsins. Þeir Magnús og Markús gerðu það að umtalsefni sínu og lofuðu mjög þátt Davíðs Oddssonar í byggingu ráðhússins. Þeir sögðu að það hefði verið draumur margra frammá- manna borgarinnar í fleiri áratugi að byggja veglegt ráðhús í Reykja- vík, en það hefði engum tekist fyrr en Davíð Oddsson settist í stól borgarstjóra. Hann hefði haft dug til að láta verkin tala og þar hefði ráðið hugrekki og seigla hans sem borið hefði borgarbúa á áfangastað. Davíð Oddsson sagðist í ræðu sinni viðurkenna að vissulega hefði ráð- húsið verið dýrt og mætti rekja það til þess að hratt hefði verið byggt, en hann bar við nauðsyn þess að koma upp sómasamlegu ráðhúsi sem gæti verið borgarbúum til sóma. Eftir athöfnina var gestum boðið til drykkju, þar sem á boðstólnum Þórður Þorbjarnarson, formaður framkvæmdanefndar, rekur hér byggingarsögu hússins áður en þaö var formlega opnað. Timamynd Aml BJama voru sterkar veigar auk pinnasnitta er voru smurðar um 20 þúsund sem haldnar verða í tilefni af vígslu í þúsundatali, en eins og kunnugt pinnasnittur fýrir veislurnar tvær ráðhússins. -PS EYKON TELUR EES AND- STÆTT STJÓRNARSKRÁ Jón Baldvin Hannibalsson utan- rOdsráðhem lýsti því yfir á AI- þingi í gær að hann hefði ákveðið að skipa nefnd sérfróðra manna til að gera úttekt á því hvort samn- ingurinn um evrópskt efnahags- svæði stangaðist á við ísiensku stjómarskrána. Tillaga þessa efnis hefur legið fyrir Alþingi og var til umræðu í gær. Þá kom það fram í máli Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns utanriki smákn efndar, að hann teiur EES samninginn brjóta gegn íslensku stjómar- skránnL I nefnd utanríkisróðherra sitja þeir Þór Vilhjálmsson sem er for- maður, Stefán Már Stefánsson, Gunnar G. Schram og Ólafur Walter Stefánsson. Utanríki sráðhe rra tilkynnti um þessa nefndarskipan í umræðum um þingsáiyktunartillögu sem for- ystumenn stjómarandstöðuflokk- anna iögðu frarn. Tillaga þehrra er um að skipuð verði nefnd sex sér- fróðra manna sem athugi hvort aðild að EES brjóti með einhverj- um hætti gegn fslenskrí stjóra- skipun. TUlagan gerði ráð fyrir að leitað yrði eftir tUnefmngum frá Dómaráfélagi íslands, lagadeild Háskóla ísiands og Lögmannafé- iagi íslands um skipun í nefndina. Annar fulltrúi lagadeUdar áttl að gegna formennsku f nefndinni. Við umræðumar í gær vakti ræða Eyjólfs Konráðs Jónssonar, for- manns utanrUdsmálanefndar AI- þingis, mikia athygli en þar lýsti hann því yfir að hann teldi allar líkur á að samningurinn um EES biytí í bága við tslensku stjómar- skrána. Þá sagði Eyjólfur Konráð að nauðsynlegt væri að undirstrika að enginn samningur værí stað- festur þrátt fyrir þá „ógæfu" að samningamenn hafi sett stafina sína undir samninginn. FuUtrúar stjómarandstöðunnar töldu eðtílegt að tiilagan yrði sam- þykkt og nefndin verði þannig skipuð að frumkvæði Alþingis. Þeir bentu á að það vekti vissa tor- tryggni að nefndin skuli vera skip- uð af utanríkisráðherra. Bent var á að framgangur málsins hefði það yfirbragð að ráðherra værí að taka það frá Alþingi vegna þess að hann treysti ekki þehn mönnum sem verða í nefndinni ef hún verður skipuö eins og þingsályktunartil- iagan gerir ráð fyrir. Þingmenn mhmtu á endurteknar yfiríýsingar utanríkisráðherra þess efnis að hann teldi að EES- samningurinn bryti ekki í bága við íslenska stjómskipan. Utanríkisráðherra hafnaði þess- ari gagnrýni og sagði að það væri óumdeUt að lögfræðingamir sem hann hefbi tUnefnt tU að skoða EES- samninginn væru þeir menn sem hefðu mesta og besta þekk- ingu á þessu máli hér á landi. Hann sagði Ifidegt að ieitað hefði verið tii þessara manna ef þings- ályktunartillagan hefði verið sam- þykkL í gær settu samningamenn staf- ina sína undir EES-samninginn. Þar með staðfesta aðiidarþjóðir EES að samningum er loldð og fyrirliggjandi samningstexti sé ásættanlegur fyrir alla aðila. Und- irskriftm hefur hins vegar ekki þjóðréttarlega merkmgu. Samn- ingurinn öðlast ekki sifica merk- ingu fyrr en utanrfldsráðherrar landanna lð hafa undimtað samninginn. Reiknað er með að undirritun ráðherranna fari fram eftír næstu mánaðamót. Samning- urinn öðiast síóan ekld gildi fyrr en þjóðþing landanna hafa sam- þykkt hann. -EÓ Landsbanki keypti POB Um helgina var gengið frá kaupum Landsbankans á lausafé og rekstri Prentverks Odds Bjömssonar á Ak- ureyri, en forsvarsmenn fyrirtækis- ins óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum í síðustu viku. I.andsbankinn tók við rekstrinum í gær og er stefnt að því að reka fyrirtækið áfram undir nafninu Prentverk POB. Lands- bankinn mun þó einungis reka fyr- irtækið tímabundið, en fyrirhugað er að selja þaö um leiö og viðunandi kauptilboð fæst. Fram að þeim tíma mun ný stjórn taka við stjómartaumunum, auk þess sem Eiríkur Jóhannsson mun sjá um daglegan rekstur fyrir hönd Landsbankans ásamt Bjama Sig- urðssyni prentsmiðjustjóra. Flest- um starfsmönnum POB, nær 25 manns, var boðin tímabundin end- urráðning, en þeim var sagt upp störfum í kjölfar gjaldþrotabeiðn- innar. Heildarskuldir POB námu um 118 milljónum króna samkvæmt síðasta ársreikningi, þar af eru um 70% skuldir við Landsbankann. Af öðmm kröfuhöfum má t.d. nefna Iðnlána- sjóð og ýmsa viðskiptaaðila prent- smiðjunnar. Á móti koma talsverðar eignir, en raungildi þeirra liggur þó ekki fyrir. Rekstur fyrirtækisins hef- ur verið erfiður í mörg ár og sam- kvæmt upplýsingum Tímans mun núverandi húsnæði prentsmiðjunn- ar, sem byggt var um miðjan átt- unda áratuginn, hafa verið erfiður baggi og nánast upphafið að enda- lokunum. Þá hefur endumýjun tækjakostar og tæknivæðing gert fyrirtækinu enn erfiðara fyrir. Fyrir nokkrum árum voru í gangi samningaviðræður milli Dagsprents og POB um sameiningu fyrirtækj- anna, og var það mál vel á veg kom- ið. Málið stöðvaðist eiginlega á loka- stigi, f.o.f. fyrir þær sakir að ekki var hægt að selja eignir, m.a. húsnæði POB við Tryggvabraut hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.