Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. apríl 1992 Tíminn 9 DAGBÓK Vortónleikar Stefnis Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ heldur árlega vortónleika fyrir styrktarfélaga kórsins og aðra tónlistarunnendur í Bú- staðakirkju í kvöld, 15. aprfl, kl. 20.30, og á morgun, skírdag, kl. 17, og í Hlé- garði í Mosfellssveit þann 18. aprfl kl. 17. Ennfremur heldur kórinn tónleika í Þor- lákshöfn þann 25. aprfl kl. 14. Stjómandi kórsins er Lárus Sveins- son, en Margrét Pálmadóttir, raddþjálfari kórsins, mun einnig stjóma kómum. Undirleikari er Guðrún Guðmundsdóttir píanóleikari. Einnig koma til liðs við kórinn nokkrir blásarar úr skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar. Einsöngvarar með kómum að þessu sinni eru Sigrún Hjálmtýsdóttir ópem- söngkona, og kórfélagamir Þórður Guð- mundsson og Bjöm 0. Björgvinsson. Efnisskrá vortónleikanna er hin fjöl- breyttasta og em lögin af ýmsum toga, einkum erlend en einnig innlend. Af inn- lendum verkum á efnisskránni má nefna íslenskt vögguljóð eftir Jón Þórarinsson, Lífið hún sá í ljóma þeim eftir Inga T. Lámsson og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, en í því lagi syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng. í syrpu þriggja laga eftir Þórarin Guðmundsson — Þú ert, Minning og Dísa mín góð — munu og einsöngvarar úr röðum kórfélaga, þeir Bjöm Ó. Björgvinsson og Þórður Guðmundsson, láta í sér heyra. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einnig einsöng í hinu sérstæða verki Vocalis eft- ir Wilbur Chenoweth og í La Dansa eftir Rossini. Af öðmm erlendum lögum má nefna 0 Schutzgeist alles Schönen úr Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart, La Montanara eftir Toni Ortelli (einsöngur Bjöm Ó. Björgvinsson), og Veiðimannakórinn eftir C.M. von Weber. f síðastnefnda laginu munu blásarar úr skólahljómsveit Mosfellsbæjar þeyta lúðra sína að hætti veiðimanna. Vortónleikar em einskonar uppskem- hátíð vetrarstarfsins og em ekki hvað síst tileinkaðir styrktarfélögum kórsins. Aðrir velunnarar kórsins em hvattir til að koma og njóta afraksturs vetrarstarfs- ins, meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumið- ar fyrir aðra en styrktarfélaga verða seld- ir í anddyri viðkomandi tónleikahúss fyr- ir hverja tónleika. Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kl. 17.00-19.00. Lltið inn i kaffi og spjall. Framsóknarfélögin I Hafharfírðl. Kópavogur— Heitt á könnunni Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laug- ardögum kl. 10.00-12.00. Lltiö inn og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö saman. Framsóknarfélögin i Kópavogl. Kópavogur — Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist i Félagsheimili framsóknarmanna aö Digranesvegi 12, fimmtudaginn 16. aprfl (skírdag) kl. 15.00. Fjölmennið. Gott kaffi og verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl. Vorfagnaður Framsóknar- félaganna í Árnessýslu verður haldinn á Hótel Selfoss, miövikudaginn 22. apríl. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði: Gullkorn á silfurfati. Nánar auglýst I dagskránni. Nefndln. Sigurður Gelrdal Kaffispjall í dymbilviku Formaður Framsóknarflokksins, Steingrimur Hermannsson, og for- maður Sambands ungra framsóknar- manna, Siv Friðleifsdóttir, munu mið- vikudaginn 15. þ.m. fá sér kaffisopa i kaffistofunni á 2. hæð, Eiðistorgi, Sel- tjamamesi, og spjalla við vegfarendur Steingrimur Stv um heima og geima. Framsóknarmenn og aðrir eru hvattir til að nota tækifærið og fá sér miðdegis- kaffi með formönnunum og spjalla við þá. Steingrímur og Siv munu mæta Id. 15.00. Framsóknarfélag Seltjamamess. Páskabingó F.U.F. I Ámessýslu gengst fyrir ninu ártega páskabingói laugardaginn 18. april f Hótel Selfossi og hefst það kl. 14.00. Margt góðra vinninga. Mætum öll. Félag ungra framsóknarmanna / Ámessýslu. Guðnl Ágústsson Vestur- Skaftafells- sýsla Verðum til viðtals og ræöum þjóðmálin i félagsheimilinu Kirkjuhvoli, Kirkju- bæjarklaustri, þriöjudaginn 21. april kl. 21. Jón Helgason Melanie Griffith (t.v.) leikur þýska gyöingastúiku í heföbundinni mynd frá nasistatfmanum. Joely Ri- chardson (t.h.) setur bragö á myndina. í klóm arnarins: Njósnaþriller um gamalt efni Það hefur ekkert verið til sparað í kostnaði við gerð myndarinnar „í klóm amarins", sem eitt kvik- myndahúsa borgarinnar hefur nú hafið sýningar á, né val á leikurum í aðalhlutverk, en samt þykir gagn- rýnendum ekkert sérstakt til koma. Melanie Griffith fer þar með hlut- verk þýskrar gyðingastúlku, sem bregður sér í hlutverk njósnara á hættutímum í slagtogi við Michael Douglas. Hún ræður sig m.a. í vist til háttsetts nasista, sem írski leik- arinn Liam Neeson leikur. Auðvitað fellur hann kylliflatur fyrir fegurð og einstökum töfrum stúlkunnar og tekur ekkert eftir því hvað hún er að gera. Hefur slíkur söguþráður nokkru sinni fyrr komið á hvíta tjaldið? Þar við bætist að handrit er sagt heldur slakt og það megi eingöngu þakka afskiptum Sir Johns Gielgud og Jo- ely Richardson í hlutverkum sín- um, svo og óbilandi dugnaði Mel- anie, sem alltaf er iátin taka rangar ákvarðanir á vitlausum stundum og hlaupa þess vegna stanslaust dauðskelkuð um í ballkjólum, nátt- kjólum og á ofsaháum hælum, að myndin er samt sem áður spenn- andi. Og sjálfsagt hafa einhverjir gaman af. Joely Richardson mætti á frumsýningu myndarinnar I London, háólétt aö fyrsta barnabarni Vanessu Redgra- ve, ásamt manni slnum Tim Bevan. Liam Neeson lét ekki svo lítiö aö vera viö frumsýninguna I London, heldur fékk sér gönguferö I New York ásamt Brooke Shields, sem ber „vin- áttuhring" frá honum, á sama tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.