Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 15. apríl 1992 Jafnréttisráð gefur út kynningarrit um meðferð kærumála vegna launamisréttis kynjanna: Ennþá langt í land með launajafnrétti kynjanna Þó atvinnuþátttaka kvenna á Norður- löndum sé mikil, miðað við aðrar þjóðir, er launamisrétti ennþá afar mikið. Þó atvinnuþátttaka kvenna á Norð- urlöndum sé mikil, miðað við aðrar þjóðir, er launamisrétti ennþá afar mikið. Jafnréttisráð hefur nú gert kynn- ingarrit um meðferð kærumála vegna brota á jafnréttislögum. Það er liöur í samnorrænu jafnlaunaverk- efni og er ritinu ætlað að skýra jafn- réttislögin, einkum þau ákvæði sem fjalla um launajafrirétti kynjanna og veita þeim, sem telja sig beitta launa- misrétti vegna kynferðis, leiðbeining- ar um það hvemig þeir geta leitað réttar síns. Helstu spumingum er svarað, sem vakna við túlkun jafn- launaákvæðanna, bæði hjá launafólki og launagreiðendum. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðbein- ingar um jafnréttislögin em gefriar út, þar sem leitast er við að leggja gmnn að túlkun ákvæðisins um jöfri laun karla og kvenna fyrir jafnverð- mæt störf. Á síðasta ári var sett á laggimar kæmnefrid í tengslum við nýsett lög. Við það var hlutverk Jafriréttisráðs og kæmnefndar skilið að. Nú er Jafnrétt- isráð aðeins í leiðbeiningarhlutverk- inu, en áður úrskurðaði það líka í kæmmálum. Það tekur kæmnefndin nú að sér. Þangað geta þeir leitað, sem telja sig misrétti beitta. í henni sitja aðeins lögfræðingar; tveir til- nefndir af hæstarétti og einn af félags- málaráðherra. Að sögn Hildar Jónsdóttur, verk- efnisstjóra norræna jafnlaunaverk- efnisins, hefur ákvæðið um jöfn Iaun fyrir jafriverðmæta og sambærilega vinnu verið í íslenskum lögum frá 1973 (svokölluð jafrilaunalög). Þau vom forveri jafriréttislaganna, sem sett vom árið 1976. Síðan hefrir átt sér stað viss þróun. Nú er skilningur- inn farinn að víkka og er farið að ræða að konur eigi að fá sömu laun, ekki aðeins fyrir sömu vinnu, heldur líka fyrir jafnverðmæt störf. Þá kemur að túlkunarvanda, sem kynningarbæk- lingurinn á að aðstoða við að leysa. ,.Enn hefur enginn úrskurður fallið á Islandi eftir þessum gmndvallar- reglum," segir Hildur, „en við höfum ákveðið að miðað við þann skilning, sem Alþjóða vinnumálastofnunin sjálf leggur í það hvemig eigi að meta mismunandi störf, þætta þá niður og taka tillit til þeirra krafna, sem gerðar em til þess sem vinnur þau; athuga menntun og starfsreynslu starfs- mannsins, til dæmis. Komið hefur í ljós að gífúrlegur munur var á greiðslum frá hinu opin- bera á ámnum 1987, ‘89 og ‘91, hvað varðar aukagreiðslur s.s. yfirvinnu- Iaun, fúndargreiðslu, bíla- og ferða- styrk. Jafnréttisráð veigraði sér við að taka á þessu máli, því það skorti reglugerð, en nú er hún fyrir hendi. Mál vegna stöðuveitinga em al- gengust hjá kæmnefndinni núna, og frá því hún var stofriuð hafa 10 kæmr borist; 4 í fyrra, en 6 það sem af er ár- inu. Hildur telur að fólk hafi ekki átt- að sig á, að hægt væri að kæra líka vegna launamisréttis. Svokölluð „öfug sönnunarbyrði" er nýmæli í jafnréttislögunum, sem felst í því að þeim, sem telur að á sér sé brotið, ber ekki lengur að sanna það. Það gat reynst mjög erfitt, því hann gat tæpast haft innsýn inn í ákvarð- anatöku um laun. En nú er það at- vinnurekandans að afsanna að kyn- ferði hafi ráðið ákvarðanatöku. Þetta á þó aðeins við í kæmnefnd, ekki við dómstóla. Nú er einnig hægt að fara framámiska- og skaðabætur. Hildur vill taka sérstaklega fram, að mikilvægt sé fyrir konur að leita sér stuðnings hjá stéttarfélagi sínu eða Jafnréttisráði, þegar þær gmnar að jafriréttislög séu brotin á þeim. Þannig mætti leysa málin áður en kemur til kæm. —CKG. w SETJUM ÍSLENSKT r ■■ IONDVEGI" Þrír félagar á Auglýsingastofu Brynj- ars Ragnarssonar, þeir Sverrir Hauksson, Brynjar Ragnarsson og Ólafur Gunnar Guðlaugsson, báru sigur úr býtum í slagorðasamkeppni Félags íslenskra iðnrekenda, en keppnin var haldin meðal auglýsinga- stofa. Það var slagorðið „Setjum ís- lenskt í öndvegi", sem bar sigur úr býtum og fengu félagamir að launum 250 þúsund krónur auk viðurkenn- ingar. Alls vom sendar 90 tillögur í keppn- ina og valdi dómnefnd, sem var skip- uð fulltrúum iðnfyrirtækja innan fé- lagsins, áðurnefrit slagorð. Hið nýja slagorð leysiraf hólmi slagorðið „Velj- um íslenskt". í framhaldi af slagorða- samkeppninni var auglýsingastofan Grafít fengin til að hanna nýtt mark- aðsmerki fyrir félagið, sem tengir nýja slagorðið og merki þess. Er ætlunin að nota merkið í tengslum við nýja kynningarherferð, sem nú þegar er hafin og stendur fram að páskum. Þá verður því fram haldið í haust og um næstu jól, en hápunkturinn í kynn- ingarstarfinu verður í febrúar á næsta ári, þegar Félag íslenskra iðnrekenda verður 60 ára. -PS Verölaunamerki FÍI. Myndin að ofan erfrá afhendingu verðlauna og viöurkenninga til sigurvegaranna í slagorðasamkeppni Félags ís- lenskra iðnrekenda. Frá vinstri Brynjar Ragnarsson, Sverrir Hauksson og Ólafur Gunnar Guðlaugsson frá Auglýsingastofu Brynjars Ragnarssonar, og Gunnar Svavarsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Garri tók eftír því við umræðu ut- illí sprungu með þeim afleíðingum andagskrár um Fæðingarheimilið á að hann fékk snjó ofan í kulda- Alþingi í fyrradag, að þar talaði skóna. Þar fraus hins vegar snjór- skeggjaður þingmaður, sem ekki inn með hinum verstu afleiðingum hefur sést á þingi um skeið. Garri og kól undan. Bn allt fór þetta nú áttaði sig þó á því hver þarna var á vel og að lokum komust Ámi og ferð, þegar þingmaðurinn tók til samferðamaður hans af Morgun- máls, því röddin hljómaöi kunnug- biaðinu heilu og höldnu tii byggða lega. Þama var kominn sjáifur Ámi og alla leið til Reykjavfkur. Það Johnsen, Grænlandsfariim sjáifúr, kom Garra nokkuð á óvart að sjá sem um tveggja vikna skeiö hefúr þann, sem af slíkri karlmennsku eltki átt þess kost að sækja þing* barðist um á Grænlandsjökli, kveða fundi vegnaþess aðhann hefurver- sér hljóðs í umræðu um svo kven- ið veöurtepptur á CrænlandsjökU. legt umræðuefni sem Fæðingar- Garri heyrði súnaviðtal við Árna á heimili Rcykjavíkur er. En Ami cinhverri útvarpsstöðinni í síðustu klikkaði ekki I sínum málflutningi, viku, og var hann þar að lýsa svaðil- ÍÖrum miklum um óbyggðir á | ' | L l ' ÍM hundasleða, en þingmaðurinn var á H r~V 1 1 J I 1 ferð uppl við Scoresbysund ásamt Ragnari Axelssyni, Ijósmyndara Morgunblaðsins. frekar cn fyrri daginn, og lagði hag- Á slóðum ísbjamarins Eittafþví,semþeirfélagarhöfðu anum hefði kostað innan vio með sér, var rifflB, því eins og Ámi hundrað þúsund kaD, á meðan hver benti á er byssan jafn nauðsynlegt fæðing á Fæðingarheimilinu hafi tæld á þessum ísbjamaslóðum og kostað meira en hundrað þúsund hárgrelða er á slóðum siðmenning- kall. Ámi „spúlar dekk“ og talar arinnar. Þótti Garra talsvert til karl- mál sem fóikið sldiur. Það er nú mennsku Áma koma, elda síst þeg- eitthvað annað en forsætisráðherr- ar hann sagði firá því að hann hafði ann, sem skiptir um skoðun á Fæð- hlaupið um hríð með hundasleðan- ingarheimilinu eftir því hvar hann um. Það sagði Ámi þó að hann situr á hverjum tíma, enda áttí fólk hefði betur Mð ógert, því að í í vandræöum með að skilja hvað óbyggðum Græniands má ekkert út hann átti við með aukningu og af bera og menn komast ekki upp samdætti í „fæðingarstarfsemi" á með að gera þar mistÖk án þess að Fæðingariæimilinu. Átti hann við þurfa að borga fyrir þau dýru verði, fjölgun og fækkun fæðinga eða var eins og Árni oröaði það einhvera hann að tala um einhveija starf- veginn svo veL Hann benti á að á semi, sem fram fer f tengslum við hlaupunum hefði hann hrasað í lít- fæðingar? Spyr sá sem ekki veit Brýnt að kynna störf þingmanna En ástæða þess að Garri gerir Áraa Johnsen sérstaldega að um- talsefni nú, er að hann flutti fyrir skemmstu tillögu um að Sjónvarp- ið gerði kynningarþætti um störf alþingismanna, enda hafl almenn- ingur fengið mjög viQandi mynd af störfum alþingismanna. Garri taldi þá að fyrir Arna vekti að gera enn á ný grein fyrir því hvers vegna hann var að keyra f bil á Mikiu- brautinni f Reykjavík, þegar hann átti að vera að grelða atkvæði á þingfundi. Sú hugmynd Garra iýs- ír hins vegar miklu vanmati á Áraa. Það má rifja það upp að f greinargerðinni með þingsáfykt- unartillögunni var á það bent að þessa kynningarþætti um störf þingmanna mætti krydda með „spennandi viðtölum við þing- menn“ um þá þætti starfs þeirra, sem ekki eru I hinni daglegu um- ræftu. Garri efast nú ekki lengur um að unnt sé að ná spennandi viðtÖlum af þessu tagi fyrir slflra kynningaþætti, og af sjáJfu leiðir að Árai Johnsen er sjálfkjörinn í fyrstn þáttaröðina. Yfirskrift þeirra þátta gæti verið margs kon- ar, td. „Horfst í augu við hvfta- þjöra—og þingmaður greiðir ekki atkvæði“. Það er því vlssuiega ástæða tíl að fagna því að þingmaður Sunn- lendinga skuli hafa komist aftur til Íslands heilu og höldnu, og vfll Garri bjóða hann hjartanlega vel- kominn heim. Garri Ráðstefna um hreinsun Eystrasalts haldin í Helsinki: Rússarog Pólverjar verstu sökU' dólgarnir Umhverfismálaráðherrar rfkjanna sem liggja að Eystrasaltí, héldu ráðstefnu í Helsinki fyrir skömmu um framtíð Eystras.ilts. Þar var samþykkt að gera yrði ráðstafanir, svo Eystrasalt og lífrfld þess verði að 20 árum liðnum komið í það horf sem það var í fyrir 1950. Áæti- aður kostnaður við það verkefni er 1.500 milljarðar króna. Alls búa um 80 milljónir manna við Eystrasalt, svo gífuriegur úr- gangur hafnar í þessu tiltölulega litla innhafi og fljótunum, sem f það renna. Augu yfirvalda sem og almenn- ings hafa opnast fyrir þessu vanda- máli á síðastliðnum árum, vegna óþyrmilegra áminninga. Þar á með- al er seladauði og ofvöxtur þörunga, sem hafa eytt öllum fiski og botn- dýralífi á stórum svæðum. Það, sem þó hefur skotið fólki mest skelk í bringu, er það skeytingarleysi sem ríkti í umhverfismálum Austur-Evr- ópu á valdatíma kommúnista. Það virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þess hversu mikið náttúran eða maðurinn þyldi af eitruðum úr- gangi. Það kom því ekki á óvart, þegar rannsóknir hófust á mengun- arástandi Eystrasaltsins, að verstu sökudólgana var að finna við það austanvert. Verst er ástandið við Sankti Pétursborg þar sem m.a. skólpi frá 5 milljónum manns er hleypt óhreinsuðu út í hafið. Ofan á þetta bætist síðan allur iðnaðarúr- gangur. Alls eru 150 einstakir mengunar- valdar í Eystrasalti, sem þyrfti hreinlega að skrúfa fyrir nú þegar eða gera ráðstafanir til úrbóta hið snarasta. Vandamálið er að enginn veit hvar á að fá þá 1.500 milljarða, sem verkefnið er talið kosta. Ein- ungis er kveðið á um að hver og einn geri hreint fyrir sínum dyrum. Gagnrýnt hefur verið að skuldbind- ingarnar verði löndum eins og Pól- landi og Rússlandi ofviða, því þeirra hlutur er stærstur í þessu máli. Ályktun ráðstefnunnar hefur sætt gagnrýni frá umhverfisvemdarsinn- um, því ekki er minnst á kjamorku- úrgang né öryggisráðstafanir í þeim tugum kjarnorkuvera, sem liggja við Eystrasalt. Miklu magni efna- vopna, sem sökkt var í hafið efdr síðari heimsstyrjöld, er ekki heldur getið og engar rannsóknir á áhrifum skipaumferðar á lífríki hafsins hafa farið fram. Það er því hætt við að ef bæta á að fullu umhverfisspjöll síðustu fjög- urra áratuga, verði heildarreikning- urinn mun hærri en gert var ráð fyr- ir í fyrstu. —IVJ, Svíþjóð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.