Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 15. apríl 1992 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 Innlausnardagur 15. apríl 1992 Nafnverð Innlausnarverð 1.000.000 1.159.236 100.000 115.923 10.000 11.592 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimlll Siml Keflavík Guðriöur Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvfk Katrín Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169 Akranes Aöalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búöardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 isafjöröur Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Hólmavík Ellsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfriður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Bamnahlíð 13 95-35311 Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hliöarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016 Húsavík Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbvqqö 8 96-62308 Raufarhöfn Erla Guömundsdóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjöröur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461 Reyðarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjöröur Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B FáskrúösQörðurGuðbjörg Rós Guöjónsd. Skólavegi 26 97-51499 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hverageröl Þórður Snæbjarnarson Heiömörk 61 98-34191 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Bjarni Þór Eriingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Friörik Einarsson irageröi 6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónlna og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ragnar Freyr Karisson Ásbraut 3 98-71215 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? ; SPRUNCIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eígum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. viðhald og víögeröir á iönaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 spara sér leigubíl aörir taka enga áhaettu! Eftir einn -ei aki neinn Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra lætur ekki deigan síga í umdeildum mannaráðningum: Hannes Hólmsteinn nýr formaður Þýðingarsjóðs Ólafur G. Einarsson menntamálaráft- herra hefur ráðið Hannes Hólmstein Gissurarson, lektor við Háskóla ís- lands, formann Þýðingarsjóðs. Ráðn- ing Hannesar kemur í kjölfarið á um- deildum ráðningum Ólafs í stöður þjóðminjavaröar, skólastjóra Leiklist- arskóla Islands og útvarpsstjóra. Þýðingarsjóður starfar eftir lögum frá árinu 1981. Markmið sjóðsins er að styrkja útgefendur til að þýða er- lendar bókmenntir á íslensku. Um er að ræða vönduð skáldrit og viður- kenndar fræðibækur. Á þessu ári hef- ur sjóðurinn til umráða 6,8 milljónir króna. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 36 styrki. Upphæð hvers styrks var á bilinu 35-350 þúsund krónur. í stjóm Þýðingarsjóðsins hafa setið undanfarið Sigurður Pálsson rithöf- undur, Bragi Þórðarson bókaútgef- andi og TVyggvi Þórhallsson, fyrrver- Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. andi starfsmaður menntamálaráðu- neytisins. TVyggvi var formaður sjóðs- stjómar. Nú hefur menntamálaráðherra skip- að Hannes Hólmstein í stjómina í stað TVyggva. Hannes Hólmsteinn verður formaður sjóðsstjómar. Sig- urður og Bragi sitja áfram í stjóm sjóðsins. í gær kom til harðra orðaskipta á Al- þingi vegna ráðningar Guðmundar Magnússonar sagnfræðings í stöðu þjóðminjavarðar. Svavar Gestsson (Alb.) hóf umræðuna. Svavar sagði að hér væri um ófaglega og ólöglega ráðningu að ræða á pólitískum sam- verkamanni menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra hafnaði þessum rökum og sagði að Guðmundur væri hæfur til starfsins og ekkert væri at- hugavert við hvemig að ráðningunni var staðið. -EÓ Hagnaður Kf. Þingeyinga varð aðeins um 1,6 milljónir í fyrra: Fjármagnskostnaður upp um 93% milli ára Allt að tvöföldun á fjármagnskostn- aði milli ára hjá Kaupfélagi Þingey- inga át upp nær allan hagnað síð- asta árs. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnskostnað var 71,5 milljón- ir, sem var 20 milljóna hækkun frá árinu áður. Fjármagnskostnaðurinn hækkaði hins vegar um 30 milljón- ir, upp í 61,2 milljónir kr. 1991. Hagnaður ársins eftir skatta varð aðeins 1,6 milljónir borið saman við 54 milljóna hagnað árið áður. Alls 108 fulltrúar frá 10 deildum sóttu aðalfund Kf. Þingeyinga um síðustu helgi. í skýrslum formanns, Egils Olgeirssonar, og kaupfélags- stjóra, Hreiðars Karlssonar, kom fram að árið 1991 hafi að mörgu leyti einkennst af þeim samdrætti sem var í þjóðarbúskapnum, mjög háum raunvöxtum verulegan hluta ársins, lítilli verðbólgu og kyrrð á vinnu- markaði. Reksturinn hafi borið merki samdráttarins, án þess að um stóráföll væri að ræða. Niðurstöðu ársins yrði að teljast viðunandi þótt hún hafi orðið undir því sem vonir stóðu til og áætlað var. f tilefni af 110 ára afmæli félagsins var samþykkt að úthluta úr Menn- ingarsjóði K.Þ. 110 þús.kr. til Skóg- ræktarfélags S-Þingeyinga og 110 þús.kr. til Húsgulls á Húsavík. Egill Olgeirsson og Helga Valborg Pétursdóttir voru endurkjörin í stjórn en Gunnar Páll Jóhannesson var kosinn í stað Brynjars Sigtryggs- sonar sem ekki gaf kost á sér til end- urkjörs. - HEI Kjötvinnsla Kaupfélags Árnesinga tekin í notkun aftur eftir brunann: Aukið rými - aukin starfsemi „Þetta gefur möguleika á frekari eflingu starfseminnar," sagði Ing- ólfur Bárðarson, forstöðumaður kjötvinnslu KÁ, þegar endurbyggð kjötvinnsla var tekin í notkun sl. föstudag. í fyrradag, 13. apríl, var liðiö eitt ár frá því kjötvinnsla og brauðgerð Kaupfélags Ámesinga á Selfossi brunnu til kaldra kola. Endurbyggingu vinnsluhússins, sem hefur staðið yfir undanfarið ár, hefur miðað vel. Kjötvinnslunni hefur verið komið fyrir í kjallara byggingarinnar sem brann. Það hef- ur gengið bærilega „því veturinn hefur verið svo mildur," sagði Sig- urður Kristjánsson kaupfélagsstjóri í ávarpi sínu. Brauðgerðin hefur aftur á móti ekki verið starfrækt, heldur hefur kaupfélagið keypt brauð og kökur annars staðar frá. Ekkert hefur enn verið ákveðið um hvort KÁ muni reka brauðgerð í náinni framtíð. Sigurður Kristjánsson, kaupfélagsstjóri KÁ, og Ingólfur Bárðarson viö enduropnun Kjötvinnslunnar. Við endurbygginguna stækkar Kælirýmið nær nú yfir 100 fm. Þetta rými kjötvinnslunnar um tæpan aukna rými gefur möguleika á auk- helming og er nú rúmir 700 fm. inni framleiðslu. —SBS-Selfossi. 76. þing Bandalags kvenna í Reykjavík haldið: Launamisrétti mótmælt Á 76. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík mótmælti bandalagið því mikla launamisrétti sem nú er við lýði. Launabil milli einstakra hópa í þjóðfélaginu stækkar stöðugt og Íaunabil karla og kvenna hefur ekkert breyst á sl. 10-15 árum. BKR vill að skattleysismörk verði hækkuð og þannig dregið úr áhrifum minnkandi kaupmáttar, sem aðallega kemur niður á lágtekjuhópum, en þar eru konur í meirihíuta. Bandalagið vill einnig að heimavinnandi maki fái að nýta skattkort sitt til fulls. Varðandi spamaðinn í heilbrigðis- kerfinu telur bandalagið mega ná þar fram sama spamaði með bættu skipulagi og samvinnu milli sjúkra- stofnana. Það skorar á heilbrigðisráð- herra og borgarstjóm Reykjavíkur að sjá til þess að ekki vanti sjúkrarými fyrir aldraða. Þingiö mælir einnig til þess að St Jósefssystrum verði reistur minnisvarði, svo starf þeirra falli ekki í gleymskunnar dá þótt breytingar verði gerðar á St Jósefsspítala. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.