Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1992, Blaðsíða 7
Miövikudagur 15. apríl 1992 Tíminn 7 Tvíhleypta Berettan, sem Kristján Jóhannsson óperusöngvarí fékk aö gjöf. Krístján gaf þennan dýrgríp síöan bróöur sínum, Konráöi Jóhannssyni. Ofan á efra hlaupi byssunnar er grafið K. Jó- hannsson, sem getur átt viö báöa bræðurna. Veglegasta byssusýning landsins í Safnahúsinu á Sauðárkróki: Stærsta hand- vopn íslands Stærsta hérienda byssusýning frá upphafi var haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Fiestar byssumar á sýningunni eru úr Skagafirði og nágrenni, en að auki var til sýnis fjöldinn allur af skammbyssum í eigu Agnars Guð- jónssonar byssusmiðs og ein frægasta byssa landsins — tví- hleypt Beretta, sem gefin var Kristjáni Jóhannssyni óperu- söngvara, af eiganda Berettaverk- smiðjanna á Ítalíu. Það var Skotfélagið Ósmann í Skagafirði, sem stóð fyrir byssusýn- ingunni um helgina. Félagið var formlega stofnað á síðasta ári, en það dregur nafn sitt af einum nafn- togaðasta veiðimanni héraðsins Jóni Magnússyni, sem var ferju- maður við vesturós Héraðsvatna um síðustu aldamót. Eitt af djásn- um sýningarinnar var einmitt byssa Jóns, er fékk viðumefnið Ós- mann vegna starfs síns, en það er framhlaðin einhleypa nr. 4, sem nú er geymd á minjasafninu í Glaum- bæ í Skagafirði. Meðal merkilegra gripa var einnig stærsta handvopn, sem vitað er um hér á landi, en það er afturhlaðin einhleypa nr. 2. Sú byssa er það voldug að nær óhugs- andi væri fyrir jafnvel fílefldasta mann að skjóta úr henni, enda var ætlast til þess að hún væri skorðuð niður á sérstakar festingar við notkun. Að sögn Jóns Pálmasonar, Jón Pálmason, framkvæmdastjóri sýningarinnar (til hægri), ásamt Sigurfinni Jónssyni. Þeir standa hér víð litla fallbyssu, sem Jón Nikodemusson á Sauðárkróki smíöaöi sér til gamans. Hún er nú í eigu Sauðárkróksbæjar, en ekkja Jóns gaf hana bænum eftir lát hans. framkvæmdastjóra sýningarinnar, voru viðtökur fólks við sýningunni mun betri en búist hafði verið við. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Tímans áttu leið um Sauðárkrók á laugardag, höfðu rúmlega 160 manns komið við á sýningunni. Allt starf við undirbúning og fram- kvæmd byssusýningarinnar var unnið í sjálfboðavinnu, og þess má til gamans geta að vegna þess hve verðmætir gripir voru þarna saman komnir, var Safnahúsið vaktað all- an sólarhringinn af félagsmönnum í Ósmann. - ÁG/Tímamyndin Pjetur. Þrjár merkilegar byssur. Sú efsta var veiöibyssa Jóns Magnússonar Ósmann, framhlaöningur nr. 4, að öllum líkindum þýsk aö uppruna. Sú í miöjunni er danskur bakhlaðningur, einnig nr. 4, og neöst er stærsta handvopn á fslandi, aö því best er vitað, þýskur afturhlaðningur nr. 2. Vegna þess hve erfitt reyndist aö ná i skot í hana var skotsætinu breytt þannig aö það tók skothylki nr. 4. Þá var sett blý innan í afturskeptiö til þess að þyngja byssuna, og ef myndin prentast vel má sjá festingamar til þess aö skorða hana niður á framskeptunum. m Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggðamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksiiis, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: Suðurnes 28. aprll kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu f Keflavík: Guömundur Bjarnason og Ingibjörg Pálmadóttir. Guðmundur Inglbjörg FUNDAREFNI: Málefni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Þingflokkur framsóknarmanna GATNAMÁLASTJÓRIN N í REYKJAVÍK Skúlatúni 2 - Sími 18000 HREINSUNARDEILD Lóðahreinsun í Reykjavík vorið 1992 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði. Til að auðvelda fólki að losna við rusl hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Ánanaust móts við Mýrargötu. Sléttuveg í Fossvogi. Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardag- ana 9. og 16. maí og verða ruslapokar afhentir I hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í umbúð- um eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutn- ingakössum. Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bíl- garma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæð- um, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Annars má búast við, að þeir verði teknir til geymslu um tak- markaðan tíma, en síðan fluttir til eyðingar. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild — Ástkær sonur minn Gestur Guðni Árnason prentari Kleppsvegi 134 lést mánudaginn 13. apríl s.l. . Gyöa Árnadóttlr N J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.