Tíminn - 25.04.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 25.04.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 25. apríl 1992 Tíminn 3 Þjóðhagsstofnun: Nýjar Flugleiðavélar fyrir 17,5 milljarða Þegar innanlandsfloti Flugleiða hefur að fullu verið endumýjaður í árslok 1992, hafa Flugleiðir á þrem ámm fest kaup á flugvélum fyr- ir 300 milljónir dollara, sem samsvarar um 17,5 milljörðum ís- lenskra króna, miðað við meðalgengi ársins 1991, samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Félagið keypti þrjár þotur fyrir samtals 109 milljónir dollara árið 1990. Og á síðasta ári keypti féiagið 2 þotur fyrir samtals 75 milljónir doll- ara. Önnur þeirra, af gerðinni Boeing 757, var strax leigð til Bretlands og hefur ekki verið skráð á íslandi, né heldur komist á innflutningsskýrslur Hagstofunnar enn sem komið er. Þjóðhagsstofhun telur hins vegar rétt, með tilvísun til reglna þjóðhags- reikninga, að færa þessa þotu Flug- leiða sem fjárfestingu á árinu, og jafn- framt sem innflutning á sama ári. Þotan kostaði 45 milljónir dollara, eða kringum 2,8 milljarða króna, en það er um 4% af fjárfestingu lands- manna árið 1991. Alls námu fjárfest- ingar nær 73 milljörðum króna árið 1991 (um 19% af landsframleiðslu), sem var 3% aukning að raungildi frá árinu áður. Mest hefur aukningin orðið, eða um 10%, í fjárfestingum hins opinbera. Sem hlutfall lands- framleiðslu hafa opinberar fjárfest- ingar farið vaxandi, Ld. úr 5,5% árið 1988 upp í 6,8% samkvæmt áætlun fyrir árið 1991. Þar munar mest um fjórðungs vöxt fjárfestinga í sam- göngumannvirkjum. Hafnarfram- kvæmdir hafa aukist um 50% og gatna- og holræsaframkvæmdir um 22%. Þá jukust raforkuframkvæmdir um 17%. Þar á móti varð 2% sam- dráttur í byggingum hins opinbera og 14% í vatns- og hitaveitum. Fjárfestingar atvinnuveganna juk- ust einnig á síðasta ári, um 2,4% frá árinu á undan. Bráðabirgðatölur um íbúðabygg- ingar 1991 þykja hins vegar benda til verulegs samdráttar, einkum í Reykjavík. Aðrar heimildir, eins og velta í byggingarstarfsemi, benda hins vegar til nokkurrar aukningar og sementssala sýnir aðeins örlítinn samdrátt. Með hliðsjón af þessu ákvað Þjóöhagsstofhun að reikna með 5% samdrætti í byggingu íbúð- arhúsnæðis að sinni, þótt bráða- birgðatölur bendi til þess að hann hafi verið nokkru meiri. Bent er á að meiriháttar viðhald og endumýjun húsnæðis geti hafa aukist töluvert, án þess að það kæmist á húsbygg- ingaskýrslur. - HEI Varúðarráðstafanir Rauða krossins í Kabúl: Formannafundur Landssambands aldraðra: Lokun sjúkra- deilda aldraöra mótmælt Á formannafundi Landssambands aldraðra, sem haldinn var fyrr í þessum mánuði, komu fram þungar áhyggjur af aukinni skatt- lagningu stjómvalda á aldraða og sjúka í formi þjónustugjalda, og skerðingu á margvíslegum rétt- indum og þjónustu. Fundurinn lýsti ennfremur yfir óánægju með fyrirhugaða lokun sjúkradeilda fyrir aldraða í sumar. Bent er á að hjúkrunardeildir séu of fáar í Reykjavík og enn bíði um 300 manns eftir þjúkrunarvist Félög í Landssambandi aldraðra em nú 21 að tölu, með samtals um 12 þúsund félagsmenn. Sjö félög gengu í sambandið á síðastliðnu ári. í ályktun frá formannafundinum er hvatt til þess að settar verði nýj- ar reglur um sveigjanleg starfslok á vinnumarkaði fyrir fólk á aldrinum 65-75 ára. Tekið er undir orð land- læknis um að það séu mannrétt- indi að fá að vinna svo lengi sem hæfni og þrek leyfa. Mótmælt er þeim sjónarmiðum að aldraðir eigi að víkja af vinnumarkaði og rýma þar fyrir yngra fólki. Snemma á þessu ári gerði Landssamband aldraðra og Flug- leiðir rammasamning um samstarf að ferðamálum aldraðra, sem hlaut nafnið .Aldraðir á faraldsfæti". Ákveðið hefur verið að hefja þetta samstarf með 15 daga vorferð um Mið- Evrópu í maímánuði. Félög- um eldri borgara um land allt hafa verið sendar upplýsingar um þessa ferð. Auk þess munu Flugleiðir bjóða félagsmönnum Landssam- bands aldraðra undir 65 ára aldri upp á sérstök fargjöld á flugleiðum félagsins til útlanda. Ráðinn hefur verið starfsmaður á skrifstofú sam- bandsins til að sinna ferðamálum. -EÓ Starfsfólk heldur til á spítalanum Ekki er ennþá ljóst hvað margir hjúkrunarfræðingar á vegum Rauða krossins munu snúa aftur heim frá Afganistan, eða hvort ís- lensku hjúkrunarfræðingamir tveir verði þar á meðal. Alls eru 10 hjúkrunarfræðingar starfandi á vegum Rauða krossins í Kabúl, og hefur sú ákvörðun verið tekin að einungis lágmarkshópur verði þar starfandi áfram. Eftir vígið á Jóni Karlssyni hefur starfsfólk ekki farið út fýrir spítal- ann til að sækja særða, heldur að- eins sinnt þeim sem koma inn. Nú þegar er farið að senda starfs- menn, sem ekki tengjast beint lækn- um og hjúkrunarfræðingum, til Persawar í Pakistan. Rauði kross íslands á fljótlega von á fréttum af því hverjir verða sendir heim. —GKG. Átt þú merkileg bréf og skjöl, sem þú hefur safnað á langri ævi? Kynning á héraðs- skjalasöfnum Þjóðskjalasafn íslands, héraðsskjalasöfn og handritadeild Lands- bókasafnsins verða kynnt á sérstökum kynningardegi skjalasafna sunnudaginn 26. aprfl klukkan 14-18. Meginmarkmiðið er að kynna einkaskjalasöfn fyrir almenningi, auk almennrar kynningar á söfnunum. Að sögn Stefáns Hjartarsonar hjá Þjóðskjalasafni íslands, er það of fátítt að fólk feli Þjóðskjalasafni eða héraðs- skjalasafni einkaskjalasöfn sín eða forfeðra sinna til varðveislu. Hann sagði að safnamenn sæktust ekki ein- Menntamálaráðuneytið skipar Þróunarnefnd HÍ: Aukin þjón- usta HÍ við atvinnulífið Menntamálaráðuneytið hefur skip- að Þróunamefnd Háskóla íslands, en henni er ætlað að vera yfirvöld- um menntamála til ráðgjafar í mál- efnum Háskóla íslands. Hún á að taka mið af þróun háskóla í OECD-ríkjunum og þörfum ís- lensks þjóðfélags fyrir almenna menntun, starfsmenntun og rann- sóknir á háskólastigi. Nefndin á sér- staklega að huga að aukinni þjón- ustu Háskólans við atvinnulífið í Iandinu. Formaður nefndarinnar er Birgir ísleifur Gunnarsson banka- stjóri. —GKG. göngu eftir bréfasöfnum „merkilegra manna“, þ.e. þjóðkunnra manna sem kannski hafa gegnt ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu. Stefán sagði að safna- menn vildu gjaman einnig fá skjala- söfn frá þeim, sem kalla mætti venju- lega menn. Veittar verða upplýsingar um söfnin, söfnun og varðveislu einkaskjala, auk þess sem slík skjöl verða til sýnis eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum stað. Á sunnudaginn verður einnig tekið á móti upplýsing- um um einkaskjalasöfn. Söfnin, sem verða opin á sunnu- daginn, eru: Þjóðskjalasafn íslands, Safhahúsinu við Hverfisgötu; Borgar- skjalasafn Reykjavíkur, Skúlatúni 2; Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borg- amesi; Héraðsskjalasafn ísfirðinga og beggja ísafjarðarsýslna, ísafirði; Hér- aðsskjalasafn Austur- Húnavatns- sýslu, Blönduósi; Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki; Héraðs- skjalasafn Akureyrarbæjar og Eyja- fjarðarsýslu, Akureyri; Héraðsskjala- safn Austfirðinga, Egilsstöðum; Hér- aðsskjalasafn Neskaupstaðar; Héraðs- skjalasafn Austur- Skaftafellssýslu, Höfn Homafirði; Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja; Héraðsskjalasafn Ár- nesinga, Selfossi; og handritadeild Landsbókasafnsins, Safnahúsinu við Hverfisgötu. -EÓ Barnaleðurskór st. 24-35 Sportskór með riflós st. 35-46 Sportskór reimaðir st. 35-46 AIIKUG4RDUR VIÐ SUND „-------------

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.