Tíminn - 25.04.1992, Page 10
10 Tíminn
Laugardagur 25. apríl 1992
Hér segir frá
ungri aldamóta-
mær, sem fékk
hjartað til að slá
hraðar í mörgu
karlmannsbrjósti
Þessi mynd er frá 1910. Þá fór aö koma fyrir að ungar stúlkur sáust reykj'a og drekka á dansleikjum. Þar hefur þó eflaust veriö
fremur um „heldri stúlkur" aö ræða og vafasamt aö „sú syndlausa" hafi fengiö aö fylla þann hóp.
Það var á tíð landshöfðingjanna
og fram á stjórnarár fyrsta inn-
lenda ráðherrans, að fátækur
fiskimaður bjó með konu sinni
vestur í bæ, en ekki er þess
getið, hvað heimili þeirra hét.
Ekki er heldur getið barna
þeirra hjóna, utan einnar dótt-
ur, mannvænlegrar. Hún var
nýgengin fyrir gafl, þegar saga
þessi hefst.
Blálilja á fjörukambi
Hún var bráðþroska og rann upp
eins og bláliljan á fjörukambinum,
eins og blómstrandi jurtin, sem
dregur að sér safa jarðar og þrútn-
ar, þroskast og ilmar og ber fyll-
ingu sköpunarverksins — og tign,
svo að Salómon í allri sinni dýrð
situr álengdar sem hnípin biðu-
kolla hjá þeim blóma.
Meðan hún var enn í fermingar-
kjólnum, tók vöxtur hennar mjög
að breytast úr gelgjulegum líkama
og nálgaðist brátt fullkominn vöxt
fríðrar og föngulegrar konu.
Brjóstin þrýstu sér út í kjólinn, og
klæðin féllu þétt að hinum mjúku
línum í meistaraverki skaparans.
Hún dróst mjög að hinni verð-
andi borg og borgin að henni.
Hvort sem hún gekk í sínum al-
múgafötum eða brá sér í betri
klæði, bar hún reisn hins eðla
þokka.
Hún fór ekkert dult með það,
sem guð hafði veitt henni af auð-
legð sinni, — hún stráði af glað-
værð sinni og frjálslyndi léttum
orðum meðal vina sinna, og augu
hennar lýstu af funa, sem oftlega
blossaði, svo að geislum brá yfir
ásjónu hennar, — og mörgum
fannst sem þar væri tendraður
töfralogi.
Aödáendur
Hún eignaðist aðdáendur meðal
útlendra jafnt sem innlendra. Og
brátt komu á kreik sögur um það,
að hún úthellti æsku sinni og
dreifði unaði lífs síns fyrir gjafverð
meðal ríkra jafnt sem fátækra, á
skipum úti, í hreysi sem í höll.
Hún hóf göngur í bæinn, ýmist á
björtum degi eða í húmi kvöldsins
og um niðdimmar nætur og
bergði af lífsins lindum í djúpum
og löngum teygum.
Hún fór eftir eigin siðalögmáli og
bar sín klæði sem drottning. Og
þó að kirkjuklukkurnar hringdu
og kölluðu fólk til tíða til að hlusta
á prédikarans raust, er ræddi um
synd og hættur á jarðlífsvegum og
um snörur djöfulsins, þá kom
henni það ekki við, — það var eng-
in synd í hennar veröld. Hún var
sem Rósin af Saron mitt í fáskrúð-
ugum gróðri höfuðstaðarins. Og
þeir gáfu henni nafnið: hin synd-
lausa.
Það var einhverju sinni, meðan
fiskimannsdóttirin var enn á
æskuskeiði, að faðir hennar taldi
sig verða þess áskynja, að hún
hefði í laumi fé nokkurt. Féll á
hana sá grunur í foreldrahúsum,
að hún hefði aflað sér peninga á
ósiðlegan hátt og orðskemmandi
fyrir sig og sitt fólk.
En stúlkan varðist allra fregna og
kvað enda föður sinn ekkert varða
um slíkt. Föðurnum þótti sér með
þessu misboðið, gerði leit að fjár-
mununum og fann þá 18 krónur í
gullastokki hennar.
En þar eð dóttirin hafði hvorki
þénað þessa peninga fyrir salt-
burð, fiskvinnu né mótekju, því
síður fyrir þvott í húsum eða
vatnsburð, taldi faðirinn sannað,
að hann hefði haft hið rétta hug-
boð. Hann greip því til stúlkunnar,
lyfti klæðum hennar og flengdi
hana, þó allt annað en fyrirhafnar-
lítið, að því er sagan hermir. En
þegar frá leið, sá fiskimaðurinn, að
hann hafði fénast eigi alllítið af
þessum tiltektum stúlkunnar og
keypti sér mjölpoka fyrir feng
sinn. En það var svipað með stúlk-
una og trollarana: Afli var gerður
upptækur, og síðan var aftur hald-
ið á miðin.
„Glöð á góðum
degi“
„Hún var glöð á góðum degi“,
ekki síður en systir Jónasar forð-
um. Hún gekk til funda við piltana
og ekki síst skólapiltana, sem
„skemmtu sér á skautum suður á
tjörn". Þegar talað var um skóla-
pilta, var auðvitað átt við piltana í
Latínuskólanum. Þeir settu svip á
bæinn, hinir verðandi mennta-
menn, — piltarnir, sem áttu að
verða prestar, sýslumenn og lækn-
ar.
Það var síst að undra, þó að stúlk-
urnar renndu til þeirra hýru auga,
þeir voru margir hrífandi og
glæsilegir í ljóma æsku sinnar. Og
þegar þeir léttu af sér áþján bók-
stafanna um sinn, gripu þeir til
lystisemda lífsins, sumir bergðu á
dýrum veigum. Og enginn skyldi
undrast, þótt fundum pilts og
stúlku bæri saman á afviknum
stað og þau leituðu ævintýra í
húmi kvöldsins.
I hópi skólapiltanna var eitt ung-
mennið frá kunnu og vel virtu
embættismannaheimili. Þetta var
glaðvær piltur og hjartahreinn.
Hann var frá trúuðu heimili, og
honum var ætlað að ganga á guðs
vegum og þjóna drottni í nafni ís-
lensku kirkjunnar, þegar hann
hefði lokið sínu skólanámi.
Það var því fyrir þennan pilt eins
og upphaf opinberunarinnar á dá-
semdum lífsins, sem guð hafði
gefið manneskjunni, þegar hin
syndlausa varð á vegi hans. Hún
talaði til hans og tók hann fimleg-
um tökum, og honum var ljúft að
eiga með henni samverustundir.
En stúlkan hafði komist upp á lag
með það að fara heldur ríkari ver-
aldlegra fjármuna af hverjum slfk-
um fundi, en hún kom þangað.
Það var því líkt með henni og per-
sónunni í þjóðsögunni um Kið-
hús: Kerling vill hafa eitthvað fyr-
ir snúð sinn.
Úrið í pant
Nú var það einhverju sinni, er
fyrrgreindur skólapiltur hafði átt
fund með hinni syndlausu, að
hann gat ekki látið hana hafa neitt
fyrir snúð sinn. En þar eð hún
vildi ekki hverfa slypp af þeim
fundi, dró hún upp úr vestisvasa
hans fermingarúrið hans og
kvaðst myndi hafa það í pant, þar
til hann yrði þess umkominn að
leysa það út í reiðu fé.
Liðu svo stundir. En þótt piltur-
inn ætti efnaða foreldra, hafði
hann ekki að jafnaði skotsilfur, svo
að það dróst ískyggilega á langinn
að leysa úrið úr panti. Honum
hafði að mestu tekist að leyna því,
að hann var úrlaus. En þá gerðist
það dag einn, að hin syndlausa
kom í foreldrahús piltsins og sagði
sem var, að hún væri með úr pilts-
ins í pant fyrir nokkrum krónum,
en nú þyrfti hún nauðsynlega á
peningunum að halda.
Þótt hér væri ekki gott í efni, var
þó um tvo kosti að velja: hinn fyrri
var sá að neita borga úrið út, en
sýna stúlkunni fram á, að hún