Tíminn - 25.04.1992, Side 12

Tíminn - 25.04.1992, Side 12
12 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1992 Sandy Coulthard var aöeins þrítug að aldri og lá á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Carolina. Hún var smám saman að veslast upp úr sjúk- dómi, sem læknar hennar kunnu enga skýringu á, og hún var skelf- ingu lostin. Rob Coulthard var myndarlegur maöur, átti konu og tvö börn og var í góöu starfi. En spilafíknin varö honum að falli. Dularfullur sjúkdómur Þann 7. júlí 1988 var hún með óráði og eiginmaður hennar og aðrir að- standendur skiptust á um að vera hjá henni. Hún æpti að verið væri að reyna að drepa sig og baðst hjálpar. Þess á milli fór hún með bamavísur, eins og hún væri að tala við böm sín tvö. Sandy hafði verið falleg kona, en þess sáust nú engin merki. Yfir 20 kíló af bjúg höfðu safnast á líkama hennar og hömnd hennar dúaði af vatnsþembu ef hún var snert. önnur einkenni sjúkdómsins vom flökurleiki, uppköst, niður- gangur og dofi í höndum og fingr- um. Einkenni höfðu byrjað að koma í ljós á gamlársdag 1987. Læknar töldu í fyrstu að um mænuvíms væri að ræða. Það sem eftir var vetrar og vorið 1988 hafði Sandy hjarnað við, en hrakaði fljótlega aftur. Hún gat varla haldið á vatnsglasi og ekki sinnt bömum sínum af neinu viti. Þegar kom fram í maí virtist sjúk- dómurinn á undanhaldi. Sandy og eiginmaður hennar héldu þá f skemmtisiglingu um Karfbahafið. Eiginmaður hennar var þrítugur, hávaxinn, ljóshærður og myndar- legur. Hann var aðstoðarforstjóri stórs húsgagnafyrirtækis og virtist hinn fullkomni eiginmaður og fað- ir. En að fríinu loknu tók sjúkdóm- urinn sig upp aftur af fullum krafti. Eiginmaður hennar flutti hana á sjúkrahús í snarhasti. Sandy átti ekki afturkvæmt þaðan, því hún Iést þann 9. júlí. Arsenik í líkinu Fjómm dögum síðar var tilkynnt að kmfning hefði leitt í ljós að ar- senikeitmn hefði orðið Sandy að bana. Læknar sögðu að maður henn- ar hefði reynt að koma í veg fyrir kmfninguna, en ættingjar héldu fram að hann hefði beðið um að kmfning yrði framkvæmd og sömu sögu sagði hann sjálfúr. Lögreglan hafði samband við Rob Coulthard til að ræða við hann um lát konu hans. Hann skýrði þeim frá Læk'nar vissu ekki hvaða sjúkdómur var aö draga ungu konuna til bana. Þaö var ekki fyrr en hún var krufin aö banameiniö kom í Ijós. sjúkdómi Sandy, rólega og óhikað. Hann svaraði öllum spumingum, en gaf engar upplýsingar óspurður. Einn lögreglumaður sagði sfðar að hann hefði verið „ískaldur og rólegur". Framkvæmd var húsrannsókn í húsi Coulthardhjónanna og þaðan tekið ýmislegt matarkyns, ásamt lyfi- um þeim sem Sandy höfðu verið gef- in. Rob kvaðst aldrei hafa haft arsenik undir höndum, svo hann vissi, og hefði ekki hugmynd um hver hefði eitrað fyrir Sandy. í ljós kom að Rob hafði tryggt San- dy fyrir háa fiárhæð og var því sá, sem helst var gmnaður, þar sem hann var sá eini sem vitað var til að hagnast myndi á einhvem hátt á dauða henn- ar. En rannsóknarlögreglumennirnir ræddu það sín á milli að þrátt fyrir að hafa starfað að rannsóknum á hundr- uðum morða, höfðu þeir aldrei áður fengist við kaldrifiað eiturmorð og vissu varla hvemig snúa skyldi sér í þvílíku máli. Rob kom fram sem hinn sorg- mæddi eiginmaður og sagði að lát Sandy hlyti að stafe af galla í matvöm og að hann teldi að lögreglan kæmist aldrei að því hvað hefði raunvemlega gersL Líkið grafið upp En réttarlæknir einn benti á að með því að rannsaka hár hinnar látnu væri unnt að sjá hversu lengi hún hefði neytt eitursins og á hvaða tímum. Lögreglan fór því fram á að lík Sandyar yrði grafið upp og fært til frekari rannsóknar. Sama dag var hringt til lögregl- unnar og skýrt frá því að „eitthvað vafasamt" hefði verið á seyði í kring- um Rob þar sem hann hefði starfað áður. í ljós kom að Rob hafði verið rekinn frá fyrirtæki einu í apríl 1987. „í guðanna bænum rannsakið Rob,“ sagði konan sem hringdi. Þetta var lögreglumönnunum léttir, því þeir virtust þá vera á réttri braut. Tæpri viku síðar kom Ioksins fram vitni, sem gat greint frá því og sannað að Rob Coulthard hefði haft arsenik um hönd. Vitnið skýrði frá því að haustið 1986 hefði Rob látið senda sér kassa af arsenik á vinnu- stað og hefði gefið þrenns konar út- skýringar á því hvað hann hefði í hyggju að gera við það. Lögreglan fann aldrei þennan til- tekna kassa af arseniki, en komst þó að því að í honum hafði verið nægi- legt magn til að koma 2.500 manns fyrir kattamef. Trompásinn Við nánari rannsókn kom í ljós að engin þeirra þriggja skýringa, sem Rob hafði gefið á arsenikinu, gat staðist. Með því að fara í gegnum ávísanareikninga Robs aftur í tím- ann fannst ávísun upp á 196,49 doll- ara, sem notuð hafði verið til að greiða fyrir eitrið. Þama vom komin óyggjandi tengsl Robs við arsenik, og þar með var Iögreglan komin með trompásinn á höndina sem hana hafði vantað til að vinna sögnina. Þegar hársýnin höfðu verið rann- sökuð, kom í ljós að þó svo að ar- senikmagnið, sem fannst í líkinu við krufningu, hefði ekki verið mikið, var gífúrlegt magn eiturs að finna í hári hennar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.