Tíminn - 25.04.1992, Side 16
16 Tíminn
Laugardagur 25. apríl 1992
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavlkur,
óskar eftir tilboöum I viögeröir og endurbætur á þökum Álftamýrarskóla,
2. áfanga.
Helstu magntölur eru:
Pappalögn á þak suðurálmu um 600 m2
Pappalögn á þak tengigangs um 240 m2
Pappalögn á þak á austari tengibyggingu um 122 m2 og
pappalögn á lægra þak íþróttahúss um 324 m2
Múreinangrun um 26 m2
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 7. maí 1992, kl. 11,00.
tlNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríklrkjuvegi 3 - Sími 25800
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar, óskar eftir til-
boöum i yfirborösfrágang i fjölskyldugarö i Laugardal.
Helstu magntölur eru:
Frágangur malarsvæöa
Frágangur
Grasþakning
Grassáning
Grjót
1.940 m2
7.000 m2
9.800 m2
7.000 m2
1.000 m2
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 19. maí 1992, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfklrkjuvegl 3 - Sfmi 25800
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Gatnamálastjórans i Reykjavik,
óskar eftir tilboöum i gerö gangstétta og ræktunar viösvegar i borginni.
Helstu magntölur eru:
Gangstéttar u.þ.b. 10.000 m2
Ræktun u.þ.b. 7.000 m2
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 6. mai 1992, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Friklrkjuvegl 3 - Siml 25800
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavik,
óskar eftir tilboöum i frágang gatna i Borgarholti. Samtals lengd gatna er
um 3.315 m, breidd akbrauta 6.0-7.5 m.
Verkinu skal aö fullu lokiö fyrir 31. júli 1992.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, frá
og meö þriöjudeginum 28. apríl n.k. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 14. mai 1992, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegl 3 - Sfml 25800
/--------------------------------------------\
í
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og lang-
afa
Kristins Guðmundssonar
Miðengi, Grímsnesi
Helga Benediktsdóttir
Halldóra Kristinsdóttir Guöbrandur Kristjánsson
Valgeröur Kristinsdóttir Gústav A. Guðnason
Þórunn Kristinsdóttir Eiríkur Helgason
Katrín Kristinsdóttir Árni Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Emil Sæmar, Guðmundur Kristmundsson, Helgi Valgeirsson, Sveinn Lúö-
vík Björnsson og loks blessað barnið Anna Rannveig.
Nýr sýningarsalur opnar: Gallerí Emil
Sunnudaginn 26. apríl opnar nýr sýningarsalur, „Gallerí Emil“, í kjallaranum Austur-
stræti 6 klukkan 15.30 með frumflutningi tónverksins „TVEIR“ eftir Svein Lúðvík
Bjömsson. Tónverkið er sérstaklega samið af þessu tilefni og er flytjandi þess Guð-
mundur Kristmundsson víóluleikari.
Galleríið fer af stað með sýningu ungs myndliistarmanns, Helga Valgeirssonar, sem
næstu tvær vikurnar sýnir þar verk sín, sem unnin eru í olíu. Þetta er fimmta einka-
sýning llelga, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum.
Ný bók frá Háskólaútgáfunni:
Sálfræðiþjónusta skóla — Þátt-
ur hagnýtrar sálfræði
Út er komin bókin Sálfræðiþjónusta
skóla — Þáttur hagnýtrar sálfræði, eftir
Kristin Björnsson sálfræðing. Útgefend-
ur eru Háskólaútgáfan og Fræðsluskrif-
stofa Reykjavíkurumdæmis.
Bókin lýsir verksviði sálfræðiþjónust-
unnar, starfsaðferðum, uppbyggingu og
þróun hennar í öllum fræðsluhéruðum
landsins undanfarin ár. Höfundur starf-
aði við sálfræðideild skóla í Reykjavík í
30 ár og þekkir því vel þessa starfsemi.
í formála segir m.a.: „Fyrst og fremst
er lýst á einfaldan hátt því sem verið er
að gera í hinu daglega starfi. Þetta er
hvorki fræðileg greinargerð né umræða
um stefnur, heldur hlutlaus frásögn og
skýring á staðreyndum."
Bókin er 94 bls. og skiptist í 10 kafla.
Lýst er m.a. vanda nemenda og þörf fýrir
aðstoð, greiningu á vanda, ráðgjöf og
meðferö, starfi sálfræðings í skóla, sér-
kennslu, samvinnu stofnana, þróun og
sögu sálfræðiþjónustu og framtíðarhorf-
um. Henni er ætlað að vera gagnlegt les-
efni fyrir kennara, foreldra og aðra sem
áhuga hafa á sálfræðilegu efni og er vel
skiljanleg öllum almenningi. Þá hentar
bókin sem náms- eða ítarefni fýrir nema
í sálfræði, uppeldisfræði, félagsfræði og
skyldum greinum.
Bókin fæst í Bóksölu stúdenta. Einnig
er hægt aö panta hana hjá 1 láskólaútgáf-
unni í síma 694359.
Vorverk í Gerðubergi
í dag, laugardaginn 25. apríl, kl. 14 mun
Einar Logi Einarsson halda fyrirlestur
um íslensk nytjagrös í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Einar mun fjalla al-
mennt um grasalækningar, te og krvdd-
jurtir og jurtalitun.
Erindi Einars verður um nýtingu villi-
jurta. tínslu og verkun. Fjallað verður
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTÚM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
um hollustu og notkun grasa í te og sem
krydd, en einnig verður drepið á lækn-
ingamátt jurtanna. Þetta er kjörið tæki-
færi fyrir fólk til að fræðast og fá tæki-
færi til að auðga útiveru sína. Einar Logi
er starfandi grasalæknir, sonur Ástu Er-
lingsdóttur grasalæknis, sem nú sýnir
myndir máiaðar úr litum, sem hún hefur
unnið úr ríki náttúrunnar, í veitingabúð
Gerðubergs, „Kaffi Gerði“.
Erindi Einars Loga Einarssonar er það
fýrsta í röð erinda um gróður og garð-
rækt, og ganga þau undir nafninu „Vor-
verk í Gerðubergi".
Stórmót í Tae Kwon Do
í Hafnarfirði
Táe Kwon Do er mjög öflug sjálfsvarnar-
list, sem hefur yfir 2000 ára sögu að baki,
en Táe Kwon Do byggir aðallega á notk-
un fóta. Tae Kwon Do er nýtt fýrirbæri á
íslandi, en yfir 100 íslendingar stunda
þessa íþrótt í fimm félögum. Núverandi
Táe Kwon Do er iðkað af u.þ.b. 30 millj-
ónum manna í 126 löndum og er sýning-
aríþrótt á Ólynipíuleikunum.
í dag, laugardaginn 25. aprfl, kl. 12 til
18, verður haldin stór keppni í fþrótta-
húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. í
henni taka þátt öll Tae Kwon Do (Kvondo
er íslenska heitið) starfandi félög. Einnig
munu koma fulltrúar frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli og sjónvarpsstöð
þeirra mun hafa beina útsendingu frá
mótinu. Keppt verður samkvæmt regl-
um heimssambandsins (The World Tá-
ekwondo Federation). Kvondo- nefnd ís-
lands býður öllum áhugamönnum og
fulltrúum fjölmiðla að koma og sjá
spennandi keppni.
Fyrirlestur í Árnagarði
Veturliði Óskarsson, mag. art., flytur fyr-
irlestur íboði íslenska málfræðifélagsins
þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 17.15 í
stofu 422 í Arnagarði við Suðurgötu.
Fyrirlesturinn nefnist „íðorð og að-
ferðir i tökuorðarannsóknum“.
Veturliði lauk meistaraprófi í norræn-
um fræðum frá Haínarháskóla í janúar
s.l. Meistaraprófsritgerð hans. „Láneord i
islandske diplomer fra det 15 árhundre-
de". fjallar eins og nafnið bendir til um
tökuorð í íslensku á 15. öld, en í meist-
araprófsfyrirlestri sínum, „Leksikalske
lánefænomeners teori og terminologi",
fjallaði Veturliði um kenningar og íðorð í
rannsóknum á tökuorðum, tökuaðskeyt-
um o.fl.
Auður Ólafsdóttir sýnir
í Gallerfí Sævars Karls
Auður Ólafsdóttir sýnir nú í Galleríi Sæv-
ars Karls, Bankastræti 9.
Auður er fædd 1960. Hún nam við
Myndlistaskólann f Reykjavík og Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1981-1986.
Auður hefur haldið einkasýningu í
verslunarhúsnæði Byggingaþjónustunn-
ar 1985 og tók þátt í IBM-sýningunni á
Kjarvalsstöðum 1987.
Sýningin stendur til 22. maí og er op-
in á verslunartíma, á virkum dögum frá
kl. 10-18 og á laugardögum frá kl. 10-16.
Hið íslenska náttúrufræðifélag:
Fræðslufundur í aprfl
Mánudaginn 27. aprfl kl. 20.30 verður
haldinn fjórði fræðslufundur HÍN á
þessu ári og verður hann síðasti fundur
vetrarins. Fundurinn verður að venju
haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísinda-
húsi háskólans. Á fundinum heldur
Magnús Sigurgeirsson jaröfrœðingur
erindi, sem hann nefnir: „Gjóskumynd-
anir á Reykjanesi".
í fyrirlestri sínum segir Magnús frá
rannsóknum, sem hann hefur gert á
gjóskulögum, sem myndast hafa við gos í
sjó undan Reykjanesskaga, þar sem hann
rekur upptök þeirra, útbreiðslu og aldur.
Alls fann hann þar 10 gjóskulög, sem
myndast hafa á fjórum gosskeiðum, og
auk þess tvö gígbrot við ströndina. Aldur
elsta gosskeiðsins er yngra en 4000 ára
gamalt, en það yngsta frá sögulegum
tíma á 12. og 13. öld.
Ásgerður Búadóttir sýnir í
Listasalnum Nýhöfn
Ásgerður Búadóttir opnar sýningu á
myndvefnaði í Listasalnum Nýhöfn, í dag
laugardaginn 25. apríl, kl. 14-16.
A sýningunni verða tíu verk, ofin úr
ull og hrosshári. Þau eru öll unnin á ár-
unum 1989-1992.
Þetta er áttunda einkasýning Ásgerðar
í Reykjavík, en hún hefur tekið þátt í
fjöida samsýninga hér heima og erlendis.
Meðal annars hefur hún sýnt sjö sinnum
með sýningarhópnum Koloristeme á
Den Frie í Kaupmannahöfn.
Verk eftir Ásgerði eru í mörgum opin-
berum söfnum og stofnunum, t.d. Lista-
safni íslands, Listasafni Háskóla íslands,
Röhhska listiðnaðarsafninu í Gautaborg.
Norrænu menningarmálastofnuninni í
Kaupmannahöfn, Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. Seðlabanka íslands. Textile Arts
Foundation í Maine, USA, og Listasafni
Borgarness.
Ásgerði voru veitt Menningarverðlaun
Dagblaðsins og Vísis árið 1982, og var
hún kjörin borgarlistamaður Reykjavík-
ur 1983-84.
Sýningin í Nýhöfn er opin virka daga
frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar.
Lokað á mánudögum.
Henni lýkur 13. maí.
Alexander Makarov (Goldfeder) með einleikstónleika
Alexander Makarov (Goldfeder) heldur einleikstónleika í Norræna húsinu sunnudag-
inn 26. aprfl kl. 17. Alexander Makarov hefur áður haldið tónleika hér á landi. í ís-
lensku óperunni í febrúar, og í mars lék hann einleik við opnun sýningar á verkum
Finns Jónssonar í Listasafni Islands.
Alexander Goldfeder er fæddur 1946 í Moskvu. Hann lauk einleikaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Moskvu 1970 undir handleiðslu Yakovs Flehar. Hann starfaði síðan í
Moskvu sem einleikari og kennari, auk þess sem hann hélt tónleika víða um lönd. Al-
exander neyddist til að taka sér listamannsnafnið Makarov í Rússlandi til að fela gyð-
inglegan uppruna sinn. En árið 1976 óskaði Alexander Goldfeder eftir að fá að flytja frá
Rússlandi til ísraels, en beiðni hans var synjað. í kjölfar þessa var honum hins vegar
meinað að fara í tónleikaferöir utan Rússlands. Það var svo ekki fyrr en árið 1989 að
beiðni hans um að flytja úr landi hlaut náð fyrir augum ráðamanna í Moskvu og það
sama ár fluttist hann til ísraels ásamt fjölskyldu sinni. Síðastliðið ár dvaldi Goldfeder í
Þýskalandi og Hollandi þar sem hann hefur haldið fjölda tónleika. Fvrir skemmstu var
hann á tónleikaferðalagi um Holland. Þar lék hann meðal annars á tónleikum í Amst-
erdam sem haldnir voru í minningu hins þekkta píanóleikara Glenns Gould.
Alexander Goldfeder hefur dvalið á íslandi frá áramótum ásamt fjölskyldu sinni. en
kona hans Ivgenia er listdansari og kennir hjá íslenska dansflokknum og Listdansskól-
anum.
Á tónleikunum í Norræna húsinu leikur Alexander Makarov verk eftir Beethoven,
Chopin, Debussy, Rachmaninoff og Prokofiev. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.000 og
eru miðar seldir í bókabúðinni Borg. Lækjargötu 2. og við innganginn.