Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 1
Samvinna verkalýðsfélags og fiskverkanda um flökunarnámskeið skilaði góðum árangri: Tíu atvinnulaus lærðu að flaka og nú öll í vinnu „Vís leiö til að fá vinnu,“ segir í Vinnunni um ávinning af 2ja daga flökunarnámskeiði sem haldið var í Njarðvík og sótt af 10 atvinnu- lausum konum og karli, sem öll hafa síðan fengið vinnu við flökun. Námskeiðið var haldið af Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis í samvinnu við Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar. Upphafið að þessu má, að sögn Guðrúnar Ólafsdóttur varaformanns Verkalýðsfélagsins, relg'a til vaxandi kvartana fiskverkenda yfir því að íslendingar kunni ekki orðið að flaka fisk. „Þeir voru því að alltaf að koma hingað og sækja um atvinnuleyfi fyrir erlenda flakara. Okkur blöskr- aði þetta svo að við vildum endilega að haldið yrði námskeið í flökun. Við höfðum því samband við Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar, sem búin var að auglýsa slík 2ja daga námskeið. En það námskeið átti að kosta 11 þús.kr. á mann og fékk ekki aðsókn. Eg taldi að það hlyti að vera hægt að fara aðra leið, enda útilokað t.d. fyrir fólk með 10 þús.kr. at- vinnuleysisbætur á viku að borga 11 þús. kr. fyrir tveggja daga nám- skeið,“ sagði Guðrún. Hún sagðist því hafa komist í sam- band við eiganda frystihúss í Njarð- vík, þar sem lítið var að gera um þær mundir. Samið var við hann þannig að hann keypti fisk og fengi síðan 10 manns kauplaust til að flaka ásamt kennara til að kenna þeim réttu handbrögðin. Fiskverkandinn hafði að vísu fyrirvara um einhverjar bæt- ur ef nýtingin yrði slæm. „En á það reyndi ekki því þetta gekk allt svo ljómandi vel,“ sagði Guðrún. Námskeiðið fór þannig fram að fólkið (níu konur og einn karl) mættu í fundarsal verkalýðsfélags- ins þar sem það horfði á vídeóspólu um meðferðina á fiskinum og hand- brögð við flökun og svo framvegis. Kennari við Fiskvinnsluskólann, Jörundur Garðarsson, fór yfir undir- stöðuatriði við meðferð fisks og í gerlafræði. Síðan var farið í frysti- húsið þar sem Arnar Sverrisson flakari kenndi réttu handbrögðin í verki. „Við höfum fullan hug á að halda fleiri námskeið þegar tækifæri gefst, og fara þá þessa sömu leið til að hafa þetta sem hagkvæmast og ódýrast fyrir fólk. Enda, ef þetta á að nýtast almennu verkafólki, þá verður að fara þessa leið,“ segir Guðrún. Aukna eftirspurn eftir handflökur- um telur hún m.a. stafa af því að betri nýting náist í handflökun en í flökunarvélum. „Og fiskverkendur eru nú farnir að hugsa meira og meira um nýtinguna. Með minnk- andi afla verður að nýta hann eins og unnt er. Fiskflökin verða líka miklu fallegri eftir handflökun en vélflökun. Ég er því viss um að handflökun á eftir að aukast á næst- unni.“ En kann Guðrún nokkra skýringu á því af hverju flökunarnámskeið var nær eingöngu sótt af konum? „Við höfum staðið mikið fyrir alls konar námskeiðum undanfarin ár. Og þar hefur það sýnt sig að konur eru sérstaklega duglegar að mæta á námskeið, alls konar námskeið." Atvinnulausir Suðurnesjamenn áttu þó eftir að valda Guðrúnu von- brigðum í eftirmiðdaginn í gær. Verkalýðsfélagið og Menningar- og fræðslusamband alþýðu gekkst þá fyrir fundi til kynningar á ókeypis fjögurra daga starfsnámskeiðum fýrir atvinnulaust fólk. Námskeiðið er byggt upp á nokkrum kjarna- greinum fýrir alla og síðan á sérsvið- um; bygginga-, matvæla- og ferða- þjónustu, ef þátttaka fæst. En þrátt fyrir um 250 manns á atvinnuleysis- skrá félagsins að undanförnu mættu aðeins sex manns á kynningarfund- inn í gær. Af námskeiðinu getur hins vegar ekki orðið nema þátttak- endur verði a.m.k. tvöfalt fleiri. í Vinnunni er einnig sagt frá öðru flökunarnámskeiði sem Starfs- fræðslunefndin hélt í Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði í febrúar sl. Það sóttu átta manns sem voru reiðubúnir að greiða 8.000 kr. nám- skeiðsgjald. Þar var hins vegar ekki um verkafólk að ræða, heldur nefnir Vinnan þá „tómstundaflakara" — fólk sem rær til fiskjar á sumrin sér til hressingar en átti eftir að læra al- mennilega að flaka. .... Vetrarríki og snjóalög á Suður- og Vesturlandi: GRÓDUR EKKI HÆTT KOMINN Snjór íþyngir nú Sunn- og Vest- lendingum og mun svo verða næstu daga að sögn Veðurstofu ís- lands. Strekkingur og éljagangur gekk yfir Suðvesturland í gær en hægara og þurrt var á Norðaust- urlandi. í nótt átti að snúast upp í norð- vestanátt og éljagangur verða fýrir norðan en þurrt syðra. Á fimmtu- dag og föstudag á að vera norðlæg átt og kalt. Strekkingsvindur og él verða um nórðanvert landið en þurrt og léttskýjað syðra. Veðurfar sem þetta er alls ekki óalgengt á þessum árstíma. Til dæmis var 17 sm djúpur snjór 1. maí 1987 í Reykjavfk en hann var 7 sm í gærmorgun. Að sögn Hafsteins Hafliðasonar garðyrkjumanns er gróður sunn- anlands ekki í hættu meðan frost- laust er: „Þetta er ekkert verra en bara vetrarhret í ísrael," segir Haf- steinn. Veðurspá er hins vegar ekki hollustuleg fýrir gróður, einkum trjágróður, því að spáð er kólnandi veðri og frosti framundir næstu helgi. —GKG. Flokkurinn sem flytur framlag fslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. íkeppninni ber hann hið alþjóðlega heiti Heartto Heart en hér heima heitir hann Stjórnin ásamt söngkonunum Sig- ríði Beinteinsdóttur og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Breskir veðbankar spá íslandi 4.-5. sæti: Bretar eða Irar í efsta sætinu Bretar eða írar verða efstir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva samkvæmt breskum veð- bönkum eða 9 á móti tveimur. Því næst kemur Þýskaland með 6 á móti 1 og svo Júgóslavía með 7 á móti 1. ísland er næst í röðinni ásamt Nor- egi með 8 á móti 1. „Heart to Heart" gætu því lent í einu af 6 efstu sætun- um þetta árið. Austurríki og Svíþjóð fýlgja fast á eftir með 10 á móti 1, þá koma Frakkland og Malta með 12 á móti 1, Luxemborg er með 14 á móti 1 og Danmörk, Holland og ísrael eru með 16 á móti 1. Spánn og Týrkland eru með 20 á móti 1 og Belgía, Finnland, Sviss, Portúgal og Kýpur með 25 á móti 1. Grikkland og Ítalía reka lestina með 33 á móti 1. Raunin gæti sem sagt orðið sú að núll-þjóðirnar, íslendingar og Norð- menn, skjóti hinum Norðurlanda- þjóðunum ref fyrir rass í ár. —GKG. Sjömannanefnd skilar loks tillögum um mjólkurframleiðsluna til ráðherra: Mjólkurbú grisjuð? Sjömannanefnd hefur gengið frá tillögum til landbúnaðarráðherra um mjólkurframleiðslu og mjólk- uriðnað fram til ársins 1994. í tillögunum er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fýrir því að verðjöfnun milli mjólkur- búa landsins verður aflögð og það mun fýrirsjáanlega þýða að vinnslustöðvum mjólkur mun fækka. Þau mjólkurbú sem ekki geta staðið undir rekstri sínum án greiðslna úr verðjöfnunarsjóði munu einfaldlega neyðast til að hætta starfsemi. Talið er að um 6- 8 mjólkurbú, einkum þau minnstu, víðs vegar um landið muni þannig týna tölunni verði verðjöfnun hætt og ekki komi til sértækra aðgerða af einhverju tagi. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra vildi ekki tjá sig um til- lögur sjömannanefhdar í gær- kvöld en kvaðst myndu kynna þær í dag. Fjallað verður um til- lögurnar í Tímanum á morgun. —sá - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.