Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 6. maí 1992 ■ DAGBÓK Uppskeruhátíö Árs söngsins í Laugardalshöll Sönghátíð verður fyrir alla fjölskylduna f Laugardalshöllinni á vegum fram- kvæmdanefndar um Ár söngsins laugar- daginn 9. maí kl. 15 til 17. Aðgangur er ókeypis. AJlir þeir, sem hafa gaman af söng, eru hvattir til að mæta og taka þátt í söngskemmtuninni. Flestar tegundir íslenskrar sönglistar munu fá að njóta sín, allt frá rímnakveðskap til dægur- laga- og óperusöngs, að ógleymdum kór- söng. Fjöldasöngur verður stór þáttur í sönghátíðinni og er fólk hvatt til þess að taka vel undir f fjöldasöngnum. Af þessu leiðir að dagskráin verður mjög fjöl- breytt, og ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Margir þekktir ein- söngvarar, hljóðfæraleikarar, kórar og söngfólk skemmta og gefa allir vinnu sína í tilefni af þessari uppskeruhátíð Árs söngsins. Dagur Evrópu, sem er 5. maí, verður haldinn hátíðlegur 9. maí í ár, en eins og menn muna er Evrópukeppni sjónvarpsstöðva haldin þennan dag. Full ástæða er til að íslendingar gefi þessum degi meiri gaum en hingað til og verði virkir þátttakendur á degi Evrópu, og má þá sönginn ekki vanta á Ári söngsins. Samstarf hefur tekist á milli fram- kvæmdanefndar um Ár söngsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna uppskeruhátfðarínnar. Hafa þeir hvatt sveitarfélögin um allt land til virkrar þátttöku. Munu þeir kynna starfsemi sína og benda sérstaklega á stuðning sveitarfélaga við tónlistarflutning og aðra menningarstarfsemi í landinu. Þá hafa Ijósvakamiðlar verið hvattir til að kynna þjóðleg sönglög frá sem flest- um löndum Evrópu, allt frá írlandi í vestri til Armeníu í austri. Aöalfundur ístex hf. verður haldinn föstudaginn 8. maí kl. 14 í félagsheimilinu Þrúðvangi í Mosfells- bæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sauðfjárbændur, sem lagt hafa inn ull hjá ístex hf., eru velkomnir á fundinn. (Stjóm ístex hf.) Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Veittir styrkir úr Menningarsjóöi Þjóöleikhússins Sunnudaginn 26. apríl, í lok Hátíðardagskrár Laxness-veislu, voru leikkonunum Önnu Kristínu Amgrímsdóttur, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur og Ragnheiði Steindórsdótt- ur, veittir styrkir úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Sjóðurinn var stofnaður á vígslu- degi leikhússins 20. apríl 1950 af þáverandi þjóðleikhússtjóra, Guðlaugi Rósinkranz, með framlögum 38 einstaklinga. Alls hefur verið veitt úr sjóðnum 29 sinnum til 53 einstaklinga og Þjóðleikhúskórsins. Anna Kristín, Lilja Guðrún og Ragnheiður eru allar fastráðnar leikkonur við Þjóð- leikhúsið og eiga að baki langan feril og mörg viðamikil hlutverk. f vetur hafa þær vak- ið mikla og verðskuldaða athygli hver á sinn hátt: Anna Kristín sem frú Kapulett í Rómeó og Júh'u og Jelena í leikritinu Kæra Jelena, sem nú er sýnt á Litla sviðinu; Lilja Guðrún sem fóstran í Rómeó og Júlíu og Sesselja í Elínu, Helgu, Guðríði, sem nú er sýnt á Stóra sviðinu; og Ragnheiður sem Sigríður í Gleðispilinu og Þórhildur, móðir ísbjargar, í Ég heiti f sbjörg — Ég er ljón, sem nú er sýnt á Smíðaverkstæðinu. Allsherjar- atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara Allsherjaratkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara, sem lögð var fram þann 26. apríl sl., verður framhaldið í dag, miðvikudaginn 6. maí, kl. 09:00 og lýkur kl. 21:00 í kvöld í húsakynnum félags- ins, 9. hæð Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Kjörstjóm m U0 Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriójudaga ffá kl. 17.00-19.00. Litiö inn i kaffi og spjall. Framsóknarfélögin I Hafnarfírðl. Borgnesingar — Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbae föstudaginn 8. mai kl. 20.30. Siöasta kvöldiö i þríggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvlslega. Framsóknarfélag Borgamess. Kópavogur— Umhverfismál Almennur opinn fundur á vegum Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Kópavogi verð- ur haldinn fimmtudaginn 7. mal n.k. kl. 20.30 aö Digranesvegi 12. Dagskrá: 1. Haukur Ingibergsson, formaður umhverfisráös, kynnir umhverfisráö. 2. Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri talar um sumarstarf vinnuskólans og almennt um umhverfismál i Kópavogi. 3. Fyrirspumir og þeim svaraö. Stjómln. Bart Conner, sjátfur ólympíumeistarí í fimleikum, bjargaöi Nadiu og kom henni á réttan kjöl. Þau búa nú saman í Venice I Kaliforníu. Nadia Comaneci kemur fótunum undir sig á ný Fyrir 16 árum stóð heimurinn á öndinni þegar hann fylgdist með fimleikasnilld 14 ára fisléttrar rúm- enskrar stúlku á Ólympíuleikunum í Montreal. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar í Iífi þessarar fyrr- um eftirlætisstúlku einræðisherr- ans Nicolaes Ceausescu og sonar hans, Nicu. Nadia Comaneci er nú að koma fótunum undir sig á ný og það f Bandaríkjunum. Nadia komst við illan leik til Bandaríkjanna rétt fyrir fall ein- ræðisherrans. Hún var akfeit og illa á sig komin, enda segir hún það hafa verið viðtekið viðhorf í Rúm- eníu og öðrum kommúnistalönd- um, að þegar einhver hætti að stunda keppnisíþróttir til að sigra, væri sá hinn sami hættur allri lík- amsþjálfún. Hún stendur nú á þrí- tugu og ætti að vera sest í helgan stein skv. þessari kenningu. Það er þó öðru nær, hún er rétt að ná sér á strik og er nú sem óðast að komast í fyrra form. Hún tekur þátt í farandfimleikasýningu og hefur aftur komist í náðina hjá bandarískum fimleikaáhugamönn- um. Vinsældunum átti hún ekki að fagna fyrst þegar hún kom til Bandaríkjanna. Hún komst þangað á vegum dularfulls Rúmena, Constantins Panait. Þó að hann væri giftur gerðust þau elskendur, enda hafði hún átt því að venjast í Rúmeníu að láta að vilja ráða- manna í þeim efnum og tilnefndi þar sérstaklega Nicu Ceausescu. Og Constantin Panait ráðskaðist með líf Nadiu að vild. Henni tókst þó að sleppa úr klónum á honum með aðstoð annars rúmensks útlaga, Nadia Comaneci var akfeit þegar hún kom til Bandaríkjanna. Nú hefur henni tekist aö komast þvi sem næst f fyrra form. rugbyþjálfarans Alexanders Stefú. Þegar hann fórst af slysförum við köfun var Nadia enn einu sinni orðin ein á báti og vegalaus. Og þá kom Bart til hjálpar. Smám saman urðu þau ástfangin og tóku saman þó aö það væri ekki átaka- laust fyrir Bart sem hafði átt kær- ustu í 6 ár, sem var mjög afbrýði- söm. En nú virðist sem sagt allt loks horfa til betri vegar aftur fyrir fim- leikastúlkunni snjöllu, sem var eft- irlæti heimsins og yfirvalda í heimalandi sínu, en síðan niður- lægð og smánuð. Stjörnuspekin eyði- lagði ástarævintýrið! Laura Dem er glæsileg pía í banda- rísku sjónvarpsþáttunum Wild at Heart. Hún var til skamms tíma í tygjum við framleiðandann Renny Harlin, en því sambandi lauk fyrir skömmu og Laura er nú komin með annan upp á arminn. En máli þeirra Laum og Rennys er ekki alveg lokið vegna þess að togstreita er um hvort þeirra hafi í rauninni bundið enda á ævintýrið. Laura segist hafa gert það vegna þess að Renny hafi ekki haft neinn tíma fyrir hana, en hann ber harð- Laura Dern tapaöi kærastanum vegna þeirrar áráttu aö vitna stöðugt I stjörnuspeki. En hún fann fljótt nýjan. lega á móti þessari útgáfu. Renny segist hafa sagt henni upp vegna þess að það sé „meiri vindur í hausnum á henni en í vindgöng- um,“ segir hann. Vinir Rennys segja að hann hafi losað sig við Lauru vegna þess að hún hafi enga glóru í kollinum. Þau hafi ekkert getað talað saman af viti vegna þess að Laura hafi allt- af komið með einhverja heimsku- lega stjömuspekilega túlkun á efn- inu, eins og t.d.: „Þú segir þetta bara vegna þess að Merkúr er víkj- andi!“ Það er nú ekki auðvelt að halda uppi samræðum með svona and- svömml

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.