Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. maí 1992 Tíminn 7 Embættismaður framkvæmdastjórnar EB telur EB hafa gert góðan samning við EFTA-ríkin: VERÐA EFTA-RÍKIN ÁHRIFALAUS í EES? í greinargerð, sem opinber embættismaður framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, van der Pas, vann um samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði í lok síðasta árs, segir að EFTA-ríkin hafi í öll- um meginatríðum fallist á að taka upp lög og reglur EB við sköpun hins svokallaða fjórfrelsis, svo og annarra mikilvægra þátta samn- ingsins. T.d. gildi reglur EB um heilbrígði dýra og plantna, um- hverfisvernd, tæknilegar viðskiptahindranir og um útboð. Þá segir hann að EFTA-ríkin hafi vægt er að EFTA-ríkin fengju á tilfinn- sáralítil áhrif varðandi stjóm Evrópska efnahagssvæðisins, EB hafi þar öll tök. Greinargerð van der Pas er innan- hússplagg í EB. Með greinargerðinni er hann að sannfera áhrifenenn í EB um ágæti samningsins. Hann túlkar samninginn og greinir frá honum þannig, að lfldegt er að það láti vel í eyrum EB-manna, sem hugsanlega eru ekki sannferðir um ágæti samn- ingsins og óttast að þar hafi EB borið skarðan hlut frá borði. Fróðlegt er að bera túlkun van der Pas á EES-samn- ingnum saman við túlkun Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- heria. J fyrsta lagi hafa EFTA-ríkin sam- þykkt í megindráttum viðeigandi lög og reglur bandalagsins (EB) í heild sinni, með tilliti til allra þátta sem em mikilvægir við sköpun hins fjórþætta frelsis: frelsis til vöruflutninga, frelsis til flutninga fólks, frelsis til fjármagns- flutninga, frelsis til flutninga fólks, frelsis til fjármagnsflutninga og frelsis til þjónustuviðskipta. EFTA-ríkin hafa einnig gengist undir það að láta allar reglur bandalagsins um samkeppni gilda í EFTA-ríkjunum með sömu að- ferð og beitt er í bandalaginu," segir van der Pas í upphafi greinargerðar sinnar. Víða í greinargerðinni segir að EFTA- ríkin hafi felist á að láta reglur EB gilda. Tálað er um að EFTA-rfldn taki upp reglur EB um heilbrigði dýra og plantna. EFTA- rfldn samþykki að taka upp reglur EB um tæknilegar við- skiptahindranir. Sama gildi um reglur EB varðandi útboð. Varðandi reglur um vemdun umhverfis og heilsu- vemd neytenda segir að þar sé mörg- um spumingum ósvarað. EFTA-ríkin telji að innan þeirra séu í gildi strang- ari reglur í þessum málaflokki, sem þau vilji ógjaman slaka á. Van der Pas segir að EB hafi samþykkt aðlögunar- tíma, svo að EFTA-ríÍdn geti lagað sig að löggjöf EB á þessu sviði. Eftir 1. janúar 1995 verði frelsi til flutninga að ríkja í þessum efnum, hvað sem á dyn- ur. í greinargerðinni segir að EFTA- rík- in hafi samþykkt að löggjöf EB gildi um einkasölu. í þessu felist að við- skiptastarfsemi slíkra einkasölufyrir- tækja, sem byggir á mismun, skuli lfeð niður. I greinargerðinni er lítið fjallað um sjávarútvegskafla samningsins. Tekið er fram að fjárfestingar í sjávarútvegi í Noregi og íslandi séu aJfeið háðar innanlandslöggjöf landanna. Jafn- framt er getið um tvíhliða samning EB og íslands um sjávarútvegsmál og sagt að í honum verði gert ráð fyrir gagn- kvæmum fiskveiðiheimildum. Van der Pas fjaflar um hvemig ákvarðanir eru teknar innan EES. Hann segir mikilvægt að hafa hugfast að EES tekur yfir löggjöf EB og hefur engan frumkvæðisrétt EES hafi held- ur ekki tillögurétt upp á sitt eindæmi. Hann segir td. að ákvarðanir sameig- inlegu nefndarinnar, en hún tekur ákvarðanir um stjómun og fram- kvæmd EES-samningsins, grundvall- ist allar á frumkvæði, sem fyrst hafi leitt til ákvörðunar í EB. Með öðrum orðum að nefndin geti í reynd ekki tekið ákvörðun, nema fyrir Iiggi sam- þykkiEB. Um þetta segir van der Pas: ,Mikil- inguna að þau ættu hlutdeild í þessu. Ljóst er að það er afar óþægilegt fyrir EFTA-ríkin að standa ffammi fyrir gerðum hlut, en það hugtak heyrðist oft á skotspónum meðan á umræðun- um stóð. Málsmeðferð sú, sem sam- þykkt hefur verið, þess efnis að EFTA- ríkin taki eins mikinn þátt í innri starf- semi okkar og hægt er án þess að þau verði í raun með í spilinu, er sem hér segin Framkvæmdastjómin (EB) leggur ffam drög að tillögum, eins og hún gerir nú, þ.e. í samráði við ein- staka sérffæðinga í aðildarríkjunum, til að komast að því hvaða aðferð hent- ar best í framtíðinni lætur fram- kvæmdastjómin sérfræðinga frá EFTA-ríkjunum einnig taka þátt í þessum óformlegu samskiptum. Framkvæmdastjómin leggur síðan fram tillögu, sem fær málsmeðferð bandalagsins. Meðan á málsmeðferð bandalagsins stendur, verða að sjálf- sögðu samskipti á vettvangi sameigin- legu nefndarinnar og við veitum EFTA-ríkjunum upplýsingar um gang mála og þær breytingar, sem farið hef- ur verið fram á af hálfu Evrópuþings- ins, efnahags- og félagsmálanefndar- innar, ráðherraráðsins o.s.frv. Ef þörf krefur og ef það er bandalaginu í hag, má ffamkvæmdastjómin í framtíðar- viðræðum sínum hafa hliðsjón af at- hugasemdum sem EFTA- ríkin gera, en að sjálfsögðu að teknu tilliti tii málsmeðferðarbandalagsins.“ -EÓ Ný kirkja og safnaðarheimili á Isafirði: Á sama stað og sú gamla Frá fréttaritara Tfmans á Isafirðl, Pétri Bjamasynl: Tilkynnt hafa verið úrslit í sam- keppni um hönnun kirkju og safn- aðarheimilis á ísafirði. Það voru arkitektarnir Hróbjartur Hróbjarts- son, Richard Ó. Briem, Sigríður Sig- þórsdóttir og Sigurður Björgúlfs- son, sem áttu vinningstillöguna. I niðurstöðu dómnefndar segir m.a.: „í tillögunni mynda kirkja og safnaðarheimili samfellda heild. Þrátt fyrir sérstæða lögun bygging- arreitsins og smæð hans tekst höf- undum að skapa byggingu, sem bæði er vel heppnuð hvað ytra útlit snertir og haganlega gerð hið innra... Útlitið hæfir kirkju á fsa- firði, þar sem lífsbjörg er sótt í sjó- inn.“ Gamla kirkjan á ísafirði var reist á árunum 1858-63 og vígð 1863. Þeg- ar árið 1916 var þeirri hugmynd hreyft að byggja nýja kirkju í stað þeirrar gömlu. Vorið 1987 var sam- þykkt á safnaðarfundi að stefna að byggingu safnaðarheimilis og kirkju á sama stað og kirkjan stóð á. Sum- arið eftir skemmdist kirkjan í eldi, svo hún varð ónohæf en stóð samt uppi. Allmiklar deilur fylgdu í kjölfarið og var m.a. teiknuð kirkja, sem standa átti á uppfyllingu fyrir fram- an nýja sjúkrahúsið, en sú hugmynd var felld með atkvæðagreiðslu árið 1989.1990 var síðan samþykkt að ný kirkja skyldi standa á sama stað og hin gamla, en áður hafði sóknar- nefnd fellt tillögu Hjörleifs Stefáns- sonar, sem hann vann á vegum Hús- friðunarnefndar, um stækkun gömlu kirkjunnar og byggingu safn- aðarheimilis. Gamla kirkjan var svo tekin ofan haustið 1991 og viðum hennar komið fyrir til geymslu í samráði við Húsfriðunarnefnd. Það er von manna fyrir vestan að heimamenn verði ánægðir með nýju kirkjuna og safnaðarheimilið, en samkvæmt upplýsingum Björns Teitssonar, formanns sóknarnefnd- ar, er fyrirhugað að hefja byggingu þegar í sumar. —GKG. ISLENSKUR LANDBUNAÐUR Ttllagan, sem bar býtum í keppni um merki fs- lensks landbúnaðar. Landbúnaöur eign- ast sameiningartákn; r Bjöm H. Jónsson teiknari átti heiðurinn af vcrðlauiuunerkhm, sem Markaðsnefnd Iandbúnað- arins valdi sem merid bmdbún- aðarins. Í iýsingu á verðlai segir; .Meridð hlúa að stráum og nqntda tnn leið hjarta utan um þau. Stráin tákna grósku og bera ísieruku fánalitína. Skiiaboð mericifins eru umhyggja fyrir landinu ásamt því að standa beri vörð um það sem íslenskt er.“ Meridð verður notað tfl að auð- kenna íslenskan landbúnað og sérstöðu íslenskra landbúnaðar- vara m.a. í væntanlegri sam- keppni við innfluttar landbúnað- arvörur. Alls bárust 192 tillögur f samkeppnina og má berja þaer augum á neðstu hæð Periunnar fram til 10. maí n.k. Bjöm H. Jónsson tekur við verðlaununum úr höndum Hauks Halldórssonar. Akureyri: Útflutningur janúar/febrúar aðeins minni en á sama tíma í fyrra: Innflutningur minnkar hægt Vöruútflutningur landsmanna nam 11,5 mifljörðum fyrstu tvo mánuði ársins. Hefur hann nán- ast staðið í staft f fjögur ár og þó minnkað nokkuð (um 500 m.lor.) að raungildi frá 1989. Það sama verður hins vegar ekki sagt um innflutninginn. Ef marka má þessa fyrstu tvo mánuði ársins, virðist sú gtfuriega aukning <um 30%), sem varð á innflutningi fyrstu tvo mánuði ársins 1991, aðeins að takmörkuðu leyti geng- in tfl baka enn sem komið er. En influtningur nú var rúmum 4% (500 m.kr.) minni en á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptajöfnuður á fyrstu tveim mánuðum ársins er nú nei- kvæður annað árið í röð, kringum 80 m.kr. í ár og 560 m.kr. í fyrra. Næstu tvö ár þar á undan var hann hins vegar í kringum 2 mifljarða kr. á jákvæðu hliðina. 200 GESTIR A VINABÆJAMÓT í sumar, nánar tiltekið dagana 22,- 26. júní, verður haldið vinabæjamót á Akureyri. Áætlað er að a.m.k. 200 gestir frá 5 norrænum vinabæjum komi á mótið. Vinabæimir em: Ran- ders í Danmörku, Álasund í Noregi, Vásterás í Svíþjóð, Lahti í Finnlandi og Narssaq á Grænlandi. Vinabæja- vikan, sem ber heitið NOVTJ ‘92, stendur í eina viku, og er meginvið- fangsefni hennar bókmenntir. í upphafi vikunnar verður ópnuð sérstök sýning í Minjasafninu á prentiðnaði fyrr og nú. Samhliða verður þar dagskrá, sem kallast „Hvernig verður bók til?“. Þá má geta þess að öll kvöld vikunnar verða ýmsar uppákomur í miðbænum, bæði fyrir þátttakendur NOVU ‘92 sem og alla unglinga á Akureyri. Þá var efnt til ljóða- og smásagnasam- keppni, og munu sigurvegarar þeirr- ar keppni á hverjum stað koma til Akureyrar í sumar. Gestir mótsins em flestir á aldrinum 14-20 ára, og verður þeim skipt upp í dagskrár- hópa sem þau sinna í aðalatriðum alla vikuna. Má þar nefna: leiklist, myndlist, golf og hestamennsku. Auk ungmennanna munu fulltrúar frá norrænu félögunum og fúlltrúar bæjarstjórna vinabæjanna mæta til leiks, og verður sérstök dagskrá fyrir þá með umræðufundum, kynnis- ferðum og fleiru. f lok vikunnar munu fúlltrúar bæj- arstjómanna taka ákvarðanir um íramhald vinabæjasamstarfsins næstu 5 árin, en vinabæjaheimsókn- ir em hugsaðar til að efla tengsl vinabæjanna. Vinabæjaheimsókn- imar em haldnar árlega, og em þátt- takendur valdir eftir þema viðkom- andi viku, oftast í samráði við skóla. Þess má að lokum geta að Norræni menningarsjóðurinn hefúr styrkt vinabæjavikur af þessu tagi mjög myndarlega, og gert þannig mögu- legt að bjóða uppá þá fiölbreytni sem hér er stefnt að. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.