Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn
Miðvikudagur 6. maí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjórí: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Asgrfmsson
Augiýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Sfmi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskríft og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskríft kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Nú þarf skjót handtök
Staðan í landbúnaðarmálum, ekki síst í sauðfjár-
ræktinni, veldur miklum áhyggjum. Við gerð bú-
vörusamnings á síðastliðnu vori var ljóst að ekki
var pólitískur vilji til þess að viðhalda útflutnings-
uppbótum á landbúnaðarafurðir, eins og gert heflir
verið fram að þessu. Það lá alveg ljóst fyrir á síðasta
ári að í náinni framtíð væri ekki á annan markað að
treysta fyrir landbúnaðarafurðir heldur en þann
innlenda.
Það var einnig fullljóst að við þessar aðstæður
yrði að grípa til margháttaðra ráðstafana í sveitum
landsins og þéttbýlisstöðum í dreifbýli, ef þeir, sem
áfram hafa atvinnu af sauðfjárrækt, eiga að hafa
viðunandi lífsafkomu, án þess að fólki fækki stór-
lega á þessum svæðum umfram það sem orðið er.
Núverandi stjórnvöld hafa algjörlega brugðist í
þessu efni, og ekkert heyrist um hvort eða til hvaða
ráðstafana þau hyggjast grípa. Þvert á móti hefur
verið dregið úr stuðningi við landbúnaðinn í ýms-
um greinum. Framlög til Framleiðnisjóðs hafa ver-
ið skorin niður um helming, þegar mest ríður á því
að hann haldi fullum styrk til þess að geta stutt nýj-
ungar í atvinnulífi í sveitum. Samningur um bein-
ar greiðslur til sauðfjárbænda er brotinn, áður en
hann tekur gildi, með því að fresta einum sjötta af
launagreiðslum til þeirra til næsta árs. Almennt
stefnuleysi og barlómur stjórnvalda í atvinnumál-
um veldur því að langflestir þeirra, sem eiga
geymdan rétt til sauðfjárframleiðslu vegna riðunið-
urskurðar eða leigu á þeim rétti, hyggjast hefja
framleiðslu á ný. Það er ósköp skiljanleg afstaða í
ljósi þess að það er ekki að neinu öðru að hverfa, í
sveitunum eða annarstaðar.
Við þessar aðstæður þyrfti að stórefla stuðning
Byggðastofnunar við atvinnuuppbyggingu úti á
landsbyggðinni, auk þess sem Framleiðnisjóður
þyrfti á öllu sínu að halda. Búvörusamningurinn
gaf fyrirheit um stuðning Byggðastofnunar, en við
hann hefur ekki verið staðið.
Ýmis fleiri úrræði eru til, ef vilji er fyrir hendi.
Til dæmis að auka atvinnu bænda við landgræðslu
og skógrækt, en þar bíða mjög aðkallandi verkefni
úrlausnar. Ekki síst þarf að stórefla markaðsstarfið
á innlendum markaði, ef landbúnaðarvörurnar eiga
að halda stöðu sinni þar, eða auka við.
Ekki er hugað að neinu af þessu og þar við bæt-
ist að ýmis réttindamál bændastéttarinnar eru í
ólagi, sem kemur sér einkar illa við þessar aðstæð-
ur. Lífeyrissjóður þeirra er vanmegnugur til þess að
takast á við verkefni sitt, og þrátt fyrir að bændur
hafí greitt iðgjald í atvinnuleysistryggingarsjóð,
hafa þeir engra réttinda notið úr honum. Þetta er
alls óviðunandi.
Staðan í sauðfjárræktinni er ekki mál bænda
einna. Hún er hluti af þeim mikla vanda, sem at-
vinnulíf landsmanna á við að glíma. Komi engin
uppbygging til í staðinn fyrir samdráttinn, blasir
við hrun byggðar á stórum svæðum og atvinnu-
vandinn eykst annars staðar. Því þarf hér skjót
handtök.
Drekinn í
spilakassanum
Við lifum þá tíma nú þegar það er
mjög áríðandi að fara í engu út af
sporinu — nú fremur en áður. Til
dæmis eru tekjur og útgjöld
flestra flóknara spil en var, spil
sem menn þurfa að vera vera á
þönum í kring um eins og
maurar í kring um maura-
þúfu sína svo allt gangi upp.
Yfir vakir tölvuaugað og
pípir um leið og eitthvað
ber út af og sjálfvirkir prentarar
fara að mala og reikna. Þetta er
svipað grín og í spilakössunum í
sjoppunum þar sem tölvuteiknað-
ir súperkarlar hoppa og skoppa
um skerminn með sverð í hendi
og reyna að vega bláa og græna
dreka með viðeigandi ljósagangi
og bjölluhringingum.
Stöngin skekin
Og ekki vantar að menn reyna
að vega að drekunum sem best
þeir geta í von um að geta kvatt
sjoppu síns jarðlífs í dálitlum
gróða. En ef það á að takast dugir
ekki annað en að hafa hugann við
efnið og skaka stjórnstöngina á
kassanum ótt og títt, uns menn
eru bæði komnir með herðabólgu
og svima. En meira að segja þeir
leiknustu verða af og til að taka
hlé. Hvað sem öðru líður kemur
að því að mannpeðin lýjast, þótt
tölvumar séu tilbúnar að leika sér
hvíldarlaust til dómsdags. Þá vilja
menn ganga út úr tölvuöldinni
stundarkorn með einhverjum
hætti og leita á vit þess uppruna-
legra í eðli sínu. Það finna sumir í
skíðaferðum og líkamsrækt, sem
er að réttu lagi flótti til löngu lið-
inna lifnaðarhátta. Aðrir flýja í
faðm óminnislyfja, sem líka er
eldforn leið til að lyfta sér upp úr
leiðinlegu hversdagslífinu, því
alltaf hefur verið til hversdagslíf
og alltaf hefur það verið meira og
minna leiðinlegt. Þó nú væri.
En með tölvuöldinni hefur kraf-
an um að menn haldi sér við efnið
semsé orðið harðari. Og viðbrögð-
in við harðari kröfu verða þau að
menn þurfa sífellt æsilegri dægra-
styttingu. Fíknin í hollustuna og
hreyfinguna gerist stöðugt æðis-
gengnari eins og allur útbúnaður-
inn og vöruþróunin í kring um
hana vottar best og þeir sem vilja
eitur heimta það stöðugt sterkara
og fjölbreyttara. Og það virðast
vera þeir sem ekki hafa erindi sem
erfíði við spilakassann sem velja
síðarnefndu leiðina.
Ný manntegund
Að þetta er rétt ályktað sést af
atburðunum í Los Angeles. Mönn-
um líst ekki á blikuna þegar svo
virðist sem herir siðlausra alls-
leysingja geti án fyrirvara risið
upp brennandi og rænandi í rík-
inu sem kennt er við ofsæld og of-
neyslu. Þama birtast þjóðfélagsöfl
sem ekki hefur verið reiknað með
að væru til fremur en að heilu
kirkjugarðarnir vöknuðu til lífsins
og náirnir færu að spóka sig á
meðal vor. Þessir herir eiga sér sín
sérstöku hverfi er enginn sem
ekki er innvígður vogar sér inn í
að nóttu sem degi. Lögreglubíl-
arnir aka þar um og fylgjast með á
sama hátt og Nemo skipstjóri
skoðaði skrímslin á hafsbotni í
hinni gömlu en spámannlegu
furðusögu Jules Veme. En nú er
að sjá sem einhvers konar spá-
maður af tagi Jules Vernes sé orð-
inn höfundur að annarri hverri
hryllingsmynd á myndbandaleig-
unni, þar á meðal ýmsum þeim er
vera ættu fjarstæðufyllstar. Eða
hvað er svo ólíkt með risarottum
geggjaðra vísindamanna er
skyndilega taka að ógna mannlegu
samfélagi og þeim óhugnanlega
öreigalýð sem búin hafa verið
vaxtarskilyrði í stórborgum vestan
hafs?
Stórsókn?
Hinn efnaði borgari í N-Amer-
íku og víða í Evrópu einnig býr
um sig bak við fúllkomnar læsing-
ar, fjarstýrð myndavélaraugu og
öryggiskerfi. Aðalvöm hans er þó
„að blandast ekki í neitt“ og sú
speki að „það lafir meðan ég lifi.“
En atburðirnir í Los Angeles sýna
að það er ekki alveg tryggL Óvær-
an kann að hefja stórsókn
— og hvað þá? Risarottunar
koma ekki ein eða tvær
saman heldur í þúsunda-
skömm. Hið geggjaðasta er
að gerast talvert sennilegt og
þungar hugsanir sækja að mönn-
um. Hvort sem menn heillast af
bandaríska þjóðfélaginu eður ei,
þá dugar varla að neita að nú um
stundir er það helsta virki eins-
hvers sem nefna mætti stöðug-
leika í hálfærðum heimi. Slitni
akkerisfestin í því þjóðfélagi líka
þarf enginn að hlakka til þeirra
tíma er í hönd fara.
Útverðir
Frændur eða útverðir mannteg-
undarinnar sem stórborgir ríku
landanna beggja megin hafsins
geta nú af sér í auknum mæli hafa
þegar litið við hér í fásinninu.
Senn kann ræktun að hefjast
einnig hér — sé hún þá ekki hafin.
Sæmilega blómleg eiturlyfjasala
er fyrir hendi.
„Er hann fullur eða er hann
með kókaín í nösunum?" Þessa
spurði Sveinn Ólafsson í Firði í
heyranda hljóði á Alþingi á þriðja
áratug aldarinnar, þegar vel met-
inn embættismann vantaði við
kosningu á þingfundi. Þá var eit-
urlyfjanotkun bara fyrir embætt-
ismannaaðal. Þeir tímar eru liðnir
og eiturlyf orðin að hraðlest fá-
tæklinga til helvítis, sem gerst
hafa sannfærðir um að þangað
liggi leiðin hvort sem er...
En til hvers eru svo órólegir
þankar svo sem? Voltaire bauð
mönnum upp á þá leið að „rækta
garðinn sinn.“ Það hljómar svo
sem nógu fallega og víst eru menn
margir sífellt að bjástra við það.
En vandinn er að það vill gefast
svo lítill friður til þess frá glím-
unni við drekana í spilakössum
hversdagslífsins. AM