Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 6. maí 1992 „Hver á að ráða“? Bannar EES íslendingum að leggja á jöfnunargjöld? Páll Pétursson alþingismaður (Frfl.) vakti athygli á ákvæði í EES- samningnum á Alþingi í gær þar sem segir að íslendingum sé óheimilt að leggja á jöfnunargjöld umfram það sem þeir lögðu á í fyrra. íslendingar hafa mjög lítið beitt jöfnunargjöldum. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar í utanríkisráðuneytinu er það skiln- icgur íslenskra stjórnvalda að þetta ákvæði gildi ekki um vörur sem innflutningsbann hefur veríð á. Hann sagði þó hugsanlegt að ráða- menn í EB hafi ekki sama skilning á þessu ákvæði. í 5.gr. bókunar 3 í EES- samningn- um segir að því hvað ísland varðar skuli hámark verðjöfnunarfjárhæðar við innflutning sem gert er ráð fyrir í 9. gr. bókunarinnar ekki gilda um nokkrar vörutegundir, m.a. sultur, pasta og ákveðnar tegundir af smjör- líki. Síðan segir orðrétt: „Gjöld sem lögð eru á við innflutning til landsins skulu þó aldrei vera hærri en það sem ísland leggur á innflutning frá samn- ingsaðilum árið 1991.“ Arið 1991 voru óveruleg gjöld lögð á innfluttar landbúnaðarvörur. Páll sagðist ekki geta lesið annað út úr þessu ákvæði samningsins en að ís- Sýslumenn þriggja sýslna á Suðurlandi sameinast gegn sinubruna: Ómjúklega tekið á sinubrennu- vörgum Sýslumenn Árnes-, Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna hafa sent frá sér tilkynningu þar sem látið er vita af því að frá og með 1. maí eru sinu- brunar bannaðir og hart veröur tek- ið á þeim sem brenna eftir þann tíma. „Manni er farið að ofbjóða þetta," sagði Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvallasýslu, í samtali við Tímann. „Þessir sinubrunar byggja á göml- um misskilningi um að þeir séu til góðs. Ég hef það frá grasafræðingum að á þurrlendi drepist gróðurinn að talsverðu leyti og að hætta á upp- blæstri aukist, en í mýrlendi getur þetta sloppið," sagði Friðjón. Tilganginn með tilkynningu sýslu- mannanna sagði Friðjón vera þann að opna augu manna fyrir því að sinubrunar væru úrelt fyrirbæri. Hann sagði að nú lægi fyrir Alþingi lagafrumvarp frá umhverfisráðherra þess efnis að sinubrunar yrðu alfarið bannaðir nema þá með sérstöku leyfi. „Til þessa hefur ekki verið tekið hart á því þó að menn brenni sinu eftir 1. maí en það ætlum við nú að gera. Lögreglan fór um sýsluna nú á föstudaginn og hafði tal af nokkrum sem voru í þessu. Nú verður mönn- um annaðhvort veitt tiltal eða Iögð fram kæra á hendur þeim,“ sagði sýslumaður. —SBS, Selfossi lendingum sé meinað að leggja á jöfn- unargjöld á innfluttar Iandbúnaðar- vörur. Ábending Páls kom Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra nokkuð á óvart og skilja mátti á honum að hann hefði ekki áttað sig á þeim möguleika að ís- lendingum væri hugsanlega óheimilt að leggja jöfnunargjöld á unnar bú- vörur. Halldór sagði að fyrri ríkis- stjóm hefði ákveðið að fulltrúi íslands við EES-samningsgerðina sækti ekki fúndi þar sem fjallað væri um land- búnaðarmál. Hann sagðist hafa beitt sér fyrir því á síðasta sumri að hags- muna íslensks landbúnaðar væri sér- Rafverktakar segja vanskil og við- brögð við þeim, sem og siðlaus en e.t.v. lögleg gjaldþrot vera hvað öðru tengt. Vegna vaxandi fjölda tjóna sem rafverktakar hafa orðið fyrir af þessum sökum samþykkti vorfundur LÍR tilmæli til yfirvalda og Alþingis um að lögum verði breytt þannig að raunverulegur þjófnaður verði ekki framinn innan ramma íslenskra laga. í samþykkt fundarins er lagt til að lög er varða þennan ófögnuð verði endurskoðuð svo koma megi í veg fyrir ómælt tjón einstaklinga og fyrirtækja inn- an fjölmargra starfsgreina. Með tilliti til þeirrar viðleitni stjórnvalda og aðila vinnumarkað- arins að halda verðbólgu í skefjum og draga úr atvinnuleysi samþykkti vorfundur Sambands íslenskra raf- verktaka sömuleiðis að beina þeim tilmælum til rafverktaka að þeir hækki ekki útselda vinnu vegna staklega gætt í samningunum. Landbúnaðarráðherra sagði að starf- andi væri nefnd sem þriggja ráðu- neyta, landbúnaðar-, viðskipta- og fjármálaráðuneytis sem ynni að und- irbúningi þess að lögð verði á jöfnun- argjöld á innfluttar landbúnaðarvör- ur. Um þessi mál hefði verið haft náið samráð við bændasamtökin. Páll sagði að þær breytingar sem eru að verða á íslenskri landbúnaðar- stefnu væru í andstöðu við markmið EES- og GATT- samninganna. „Ég sé ekki betur en að hér hafi ver- ið settur vamagli sem kemur íslend- ingum ákaflega illa og ég vil í fullri al- vöm biðja landbúnaðarráðherra að fara vandlega ofan í þetta mál með starfsmönnum sínum og kanna í fyrsta lagi hvað hættan er mikil og í öðru lagi reyna að finna einhver ráð sem til vamar mættu verða,“ sagði Páll. í tilboði íslands vegna GATT- samn- ings er opnað á innflutning á unnum landbúnaðarvömm til landsins. Alla þeirrar 1,7% launahækkunar sem fyrirhuguð er frá 1. maí að telja. Einnig samþykkti fundurinn til- mæli til siglingamálastofnunar rík- isins að allar raflagnir, bæði við ný- smíði og viðhald skipa, verði fram- kvæmdar af löggiltum rafverktök- um. Fram til 31. mars sl. hafði samtals 71 einstaklingur greinst smitaðir af HIV (eyðniveimnni) og hafði þá fjölgað um 2 frá áramótum, samkvæmt yfirliti frá landlæknisembættinu. Þeir 2 einstak- lingar em karlmenn og hommar. Það sem af er árinu hefur enginn greinst tíð hefur verið rætt um það að sam- keppnisstaða íslensks landbúnaðar verði bætt, a.m.k. til að byrja með, með því að leggja á jöfhunartolla á innfluttu vömmar. Að sögn Gunnars Snorra Gunnars- sonar, deildarstjóra f utanríkisráðu- neytinu, er litið svo á að vömr sem innflutningsbann hefur verið á séu 100% tollaðar, m.ö.o. að heimilt sé að leggja jöfnunargjöld á þessar vömr. Hann sagði hugsanlegt að EB verði óánægt með ef íslensk stjómvöld leggi gjöld á vömr sem ekki hafa ver- ið fluttar inn til landsins, en sagði það álit íslenskra embættismanna að fs- lendingum sé stætt á því að túlka ákvæðið með þessum hætti. Gunnar Snorri sagði að það fordæmi sem við- skiptaráðuneytið skapar við fram- kvæmd þessara mála þegar til inn- flutnings búvara kemur skipti miklu máli, en það sé samdómaálit íslenskra embættismanna að íslensk stjómvöld hafi rúma heimild til að framkvæma þessi mál eftir eigin höfði. -EÓ Kostnaðarreikningar vegna út- seldrar vinnu voru ofarlega á dag- skrá hjá rafverktökum, ekki síst vegna slaknandi verðlagshafta, sem væntanlega verði afnumin með öllu áður en langt um líður. Þegar svo verði komið þuríi rafverktakar að geta samið sitt eigið kostnaðarlíkan með alnæmi og enginn látist af þess völdum. Á íslandi hafa samtals 22 einstakling- ar greinst með alnæmi, lokastig sjúk- dómsins og þar af greindust 7 á síðasta ári. Af þessum 22 einstaklingum eru ellefu látnir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir §egir rik- isstjórniná ekki reyna að rtá pólitískri sam- stöðu um mikilvægar lagabreytingar: (KvL) gagnrýndi harðiega á Al- þingi í gær skipun nefndar tS a& endurskoða útvarpslög. Hún sagði greinilegt að með ncfndar- skipaninni væri þess í engu gaett að reyna að ná sem brcíóastri pól- itískri samstööu um endurskoð- unina. Farin sé sama lelð og við endurskoöun laga um stjórnun fiskveiða, grunnskólaiaga og framhaldsskólalaga. Eins og Tíminn greindi frá í gær hefur menntamálaráðhem skip- að nefnd tíl að endurskoöa útvarp- slögin. í nefndinni eiga sætí tveir menn sem sftja í útvarpsráðL tveir fulitrúar einkarekúma út- varpsstöðva og þrír þingmeon. Enginn fulltrúi stjómarandstöö- tmnar eða fuUtrúi starfsmanna Rflrisútvarpsins eiga sæti í nefnd- imiL Ingibjörg Sólrún sagði að um væri að ræða póUtíska nefndar- skipan. Með henni sé ekid gerð tö- raun til að ná sem vfðtækastri samstöðu um útvarpslög og Rflc- isútvarpið. Hún sagði að við end- urskoðun útvarpslaga væri farið inn á sömu braut og ákveðið hefði verið að fara við endurskoðun iaga og stjóm fiskveiöa og um endur- skoðun laga um grunnskóla og framhaldsskóla. Stjómanmdstað- an komi hvergi nærri við endur- skoöun þessara mikflvægu laga. Jtíér finnast þessi vinnubrögð gamaldags og úr sér gengin. Mér finnst ótækt ef við þuríúm að búa við það að hér komi nýr ráðherra á fiögurra ára fresti sem skipi sfna póUtísku nefnd til að endurskoða mikilvæg lög frá grunni og því sé varia loldð þegar það verða kosn- ingar og nýr maður kemur sem setur nýja nefnd og endunkoðar að nýju,“ sagði Ingibjörg Sófaiín. -EÓ svo þeim sé mögulegt, af einhverju viti, að þekkja eigin samkeppnis- stöðu. Kannanir sem undanferið hafi verið gerðar og birtar rafverk- tökum nafnlausar, hjálpi þeim m.a. til að staðsetja eigin verðlagningu, segir m.a. í frétt frá fundinum. I234I234I234I2J4I214I2341234II34I2S4I/92 198J I9S4 1985 1984 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Arsfjórðungur Sinubrunar hafa verið tíöir í þurrkunum í vor. Sýslumenn á Suðurlandi hyggjast taka hart á þeim sem brenna sinu eftir 1. maí. Tímamynd Árni Bjama Rafverktakar vilja lagabreytingar til að hamla á móti löglegum en siðlausum „gjaldþrotaþjófnaði": Hækkar seld vinna ekki við 1,7% kauphækkun? HIV smituðum hommum fjölgaði um 2 á árinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.