Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miövikudagur 6. maí 1992
Veðurathugunarmenn
á Hveravöllum
Veðurstofa Islands óskar að ráða tvo einstak-
linga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á
Hveravöllum á Kili.
Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem
væntanlega hefst seint í júlímánuði 1992. Um-
sækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglu-
samir, og nauðsynlegt er að a.m.k. annar þeirra
kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal
fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná-
kvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt
launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsu-
far, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir
hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir
21. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í Tækni- og
veðurathuganadeild Veðurstofunnar, Bústaða-
vegi 9,150 Reykjavík, sími 600600.
M E N NTAMÁLARÁÐ U N ETYTIÐ
Þróunarsjóður
leikskóla
Auglýsing um styrkveitingu vegna þróunarverk-
efna í leikskólum.
Tilgangur styrksins er aö stuöla að þróunarverkefnum
i leikskólum. Með þróunarverkefnum er átt viö nýjung-
ar, tilraunir og nýbreytni i uppeldisstarfi. Um styrk geta
sótt sveitarstjórnir og/eða leikskólastjórar. Sækja má
um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru
hafin. Umsókn leikskólastjóra skal fylgja umsögn við-
komandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast
menntamálaráöuneytinu fyrir 30. maí 1992 á þar til
gerðum eyöublööum, sem fást afhent í afgreiöslu
menntamálaráöuneytisins, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík.
Reykjavík, 4. maí 1992
Menntamálaráðuneytið
Prent-tæki
TILSÖLU
Linotype CRTronic 300
Linotype CRTronic 150 Terminal
Linotype Linokey 2 innskriftarborð
Linotype CRTronic prentari
Repromaster Helioprinter
Kodamatic 17B Processor
framköllunarvél fyrir pappír
Upplýsingar gefa verkstjórar tæknideildar
Tíminn
Lynghálsi 9 • Sími 686300
MINNING
Friðjón
Sigurbj ömsson
Fæddur 16. október 1919
Dáinn 22. apríl 1992
Guð gefur lífið og hann hefur dauð-
ann á valdi sínu. I gær, 5. maí, var afi
okkar Friðjón Sigurbjömsson jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík. Okkur systkinin langar að minn-
ast hans í þessum línum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vinirm sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Friðjón Sigurbjömsson fæddist á
Lambastöðum á Seltjamamesi 16.
október 1919. Foreldrar hans vom
Jóhanna Guðlaug Þorvaldsdóttir,
fædd í Hlíðarhúsum í Reykjavík 29.
júní 1897, og Sigurbjörn Ámason
sjómaður, fæddur 14. maí 1888 í Ól-
afsvík. Jóhanna og Sigurbjöm giftust
17. maí 1919 og stofnuðu heimili á
Lambastöðum á Seltjamamesi. Þau
áttu, auk Friðjóns, Viktor Aðalstein
árið 1921 og Þorstein Marinó árið
1924. Þeir eru báðir látnir. Fljótlega
fór að bera á veikindum Sigurbjöms
og dvaldi hann á Vífilsstöðum þar til
hann andaðist 18. nóvember 1925.
Jóhanna kom þá Friðjóni, sem þá var
sex ára, í fóstur til náinnar vinkonu
sinnar, sem ásamt eiginmanni sínum
Jóni Benjamínssyni fiskmatsmanni
ól hann upp, en Jón var móðurbróðir
Jóhönnu.
Jóhanna giftist aftur árið 1928,
Bimi Jónssyni múrarameistara, og
átti með honum fimm syni. Einn
þeirra dó skömmu eftir fæðingu, hin-
ir em Grétar, fæddur 1930, og Ottó
fæddur 1931. Þeir em nú látnir.
Gunnar fæddur 1934 og Erlingur
fæddur 1936. Jóhanna og Bjöm áttu
heimili á Sólvallagötu 40, en Málfríð-
ur og Jón hinum megin við götuna í
nr. 47 og var því samgangur mikill.
Jóhanna andaðist annan dag jóla
1956, en Bjöm árið 1961.
Fósturforeldrar Friðjóns vom Mál-
fríður Bjamadóttir, fædd í Gerðum í
Gerðahreppi 13. mars 1887, og Jón
Benjamínsson, fæddur í Hrísbrú í
Mosfellssveit 25. ágúst 1878. Ásamt
Friðjóni ólu þau upp þrjú önnur
böm: Benjamín Jónsson fæddan
1909, nú látinn; Daníel K. Benjam-
ínsson, son hans, fæddan 1937; og
Amdísi Guðmundsdóttur, fædda
1924. Jón lést á sjötugasta og áttunda
aldursári 1956, en Málfríður 1971.
Friðjón vann á sínum unglingsár-
um ýmsa verkamannavinnu og með-
al annars hjá Zimsen við afgreiðslu
og fleira. Jafnhliða vinnunni stund-
aði hann nám í ensku, en áhugi hans
beindist alla tíð að sjómennsku og
siglingum. í byrjun stríðsins, en þá
var Friðjón um tvítugt, réð hann sig
á norskt vömflutningaskip, sem
sigldi meðal annars milli Noregs og
Suður-Ameríku. Fyrir þessi störf
hans heiðraði Noregskonungur hann
með orðu, ásamt öðmm sjómönnum
sem sigldu norskum skipum á stríðs-
ámnum. Eftir stríðið settist hann að
um tíma í Montevideo í Uruguay og
stundaði þaðan strandsiglingar í
Suður-Ameríku. Þar bjó hann í veg-
legu einbýlishúsi ásamt suður-amer-
ískri konu. Minnisstæðar em okkur
ýmsar ævintýralegar frásagnir Frið-
jóns frá þessum ámm.
Árið 1951 kom Friðjón heim frá
Suður-Ameríku og sneri aldrei þang-
að aftur. Fljótlega eftir heimkomuna
réð hann sig á togarann Geir og var
þar um borð óslitið til ársins 1962.
Um þetta leyti kynntist hann Vil-
borgu Sveinsdóttur frá Kambi í Flóa
og fóm þau tvívegis í siglingu á þess-
um ámm. Vilborg var fædd í Hólmi á
Stokkseyri 2. febrúar 1917. Foreldrar
hennar vom Sigurbjörg Ámunda-
dóttir og Sveinn Pétursson. Þegar
Vilborg var á iyrsta ári fluttist hún til
móðurforeldra sinna að Kambi í
Flóa. Faðir Vilborgar missti heilsuna
þegar hún var sex ára að aldri, og
fluttist móðir hennar þá með börnin
að Kambi. Þar ólst hún upp með
móður sinni og móðurfólki sínu.
Friðjón og Vilborg giftu sig 12.
desember 1959. Fyrir átti Vilborg tvo
syni, þá Ingiberg og Kristján Guð-
bjartssyni.
Friðjón talaði oft um árin, sem
hann var á togaranum Geir, og eink-
um þann tíma sem veiðar vom
stundaðar á Nýfundnalandsmiðum,
en Kristján faðir okkar var með hon-
um á togaranum á þeim tfma. Árið
1962 kom Friðjón í land og réð sig í
vinnu hjá Eimskipafélagi íslands, þar
vann hann þar til hann varð sjötugur.
Á Þorláksmessu árið 1979 lentu
þau Vilborg og Friðrik í bflslysi þar
sem amma okkar lésL Friðjón slasað-
ist töluvert og náði sér aldrei að fullu.
Á þeim erfiðu tímum, sem nú fóm í
hönd, reyndist Gyða Jónasdóttir, sem
verið hafði vinkona Vilborgar í þrjá-
tíu ár, Friðjóni mjög vel. Friðjón og
Gyða höfðu reyndar þekkst frá bam-
æsku, en Gyða er fædd 29. apríl 1923
í gamla bænum Brautarholti á
Grandavegi 31, en við þá götu býr
hún enn í dag. Friðjón og Gyða höfðu
mikinn félagsskap hvort af öðm og
vom þau meðal annars tíðir gestir í
Sundlaug Vesturbæjar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Við viljum að lokum þakka Frið-
jóni afa allar gleðistundir, sem við
fengum að njóta með honum, og
biðjum almáttugan Guð að styðja þá
sem nú eiga um sárt að binda.
Farþú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þórarínn, Jóhann, Guðbjartur,
Kristján og Vilborg Þóranna
Bankar og peningar
á 19. og 20. öld
Ofanritað er titill bókar eftir Karl
Erich Born í þýðingu Haraldar Jó-
hannssonar hagfræðings. Bókin
barst mér nýlega í hendur, og vil ég
segja um hana nokkur orð eftir lest-
ur hennar. Ég hef raunar lítið gert af
því að skrifa um bækur og bið les-
endur að virða viljann fyrir verkið.
Banka- og peningamál em ein
áhugaverðasta greinin innan hag-
fræðinnar. Hún virðist hins vegar á
einhvern hátt hafa orðið afskipt hjá
mörgum, sem lagt hafa stund á hag-
fræði, ef litið er til blaða- og tíma-
ritsgreina um þessi efni hérlendis.
í téðri bók er rakin tilurð og ferill
banka í helstu iðnríkjum heims:
Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska-
landi, Frakklandi og Japan. Bankar
vom upphaflega í eigu einstaklings
eða einstaklinga og vom þá gjaman
reknir sem hliðargrein annarrar
kaupsýslustarfsemi þeirra. Þeir gáfu
út seðla, oft jafnhliða miðbanka á
vegum ríkis eða hlutafélags. Síðar
komu til stærri bankar og samsteyp-
ur. Hlutafélagsformið varð ráðandi.
Seðlaútgáfa færðist alfarið í hendur
ríkisbanka. Allt er þetta tilgreint
skilmerkilega í hverju landanna
fimm fyrir sig. Er fróðlegt að virða
þetta fyrir sér, hverjir stóðu að
stofnun helstu bankanna, hvernig
einstökum þeirra vegnaði og hvað
varð sumum þeirra að falli.
Bankar vom og em reyndar enn
aðallega tengdir viðskiptum í versl-
un og iðnaði. En fleiri starfsstéttir
og hópar þurftu senn á lánsaðstoð
að halda, þeirra á meðal bændur,
handverksmenn og óbreyttir borg-
arar. Til að mæta þörfum þeirra var
nýjum peningastofnunum komið á
fót: veðbönkum, sparisjóðum, sam-
vinnulánafélögum o.fl. Síðar urðu
til byggingafjárfélög, fjármögnunar-
félög og ríkislánasjóðir. Öllum þess-
um stofnunum eru gerð skil í bók-
inni.
Inn í umræðuna fléttast frásögn
af fjármögnun heimsstyrjaldanna
tveggja, afnámi gullfótar, óðaverð-
bólgu, stríðsskuldum og stríðs-
skaðabótum. Hefði þá þætti að
ósekju mátt stytta vemlega, enda
þótt vissan lærdóm geymi.
Síðast koma tveir fróðlegir kaflar
um alþjóðleg peningamál, sem
gagnlegir em bæði fræðimönnum
og bankastarfsmönnum. Öll er bók-
in skýr og greinargóð frá hendi höf-
undar og hlutur þýðanda er með
ágætum. Málið er lipurt og auðskil-
ið. Einhvers konar sérvisku gætir
sums staðar í meðferð forsetninga.
T.d. segir þar „að þeim hætti“ en
ekki „með þeim hætti“, eins og
venja er. Það er mikil og vandasöm
vinna að þýða bók af þessu tagi. Er
framtak Haralds lofsvert og þakkar-
vert.
Magni Guðmundsson