Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 1
Landgræðslumenn eru nú komnir í það hlutverk að berjast gegn gróðri á
sama tíma og þeir berjast við landeyðingu:
Ráöist gegn lúpínu í
Skaftafelli í sumar
í sumar verður unnið með skipu-
lögðum hætti að því að hefta og
takmarka útbreiðslu lúpínu í þjóð-
garðinum í Skaftafelli. Að sögn
Stefáns Benediktssonar, þjóðgarð-
svarðar í Skaftafelli, er það mat
margra náttúruverndarsinna að lú-
pína sé óæskileg á friðlýstum svæð-
um og réttara sé að varðveita hinn
náttúrlega gróður landsins og leyfa
náttúrunni að þróast eftir sínum
eigin lögmálum.
Lúpína var fyrst gróðursett í þjóð-
garðinum í Skaftafelli fyrir um 40
árum. Jurtin hefur breiðst mjög
mikið út á þessum árum, einkum
eftir að beit lagðist af í þjóðgarðin-
um. Síðustu ár hefur lúpínan
breiðst mikið út á söndunum fyrir
framan Bæjarstaðaskóg. Stefán
sagði að að margra mati væri iúpín-
an lýti á stórkostlegu landslagi í
Skaftafelli. Hann tók fram að þetta
væri umdeilt atriði og sumir teldu
bláar lúpfnubreiðurnar fallegar þeg-
ar lúpínan er í hvað mestum blóma
síðla sumars. Hann sagði það hins
vegar almennt viðurkennt að sums
staðar ætti lúpínan ekki rétt á sér.
Lúpína þykir hins vegar ákjósanleg
uppgræðslujurt í mela og svæði þar
sem annar gróður þrífst ekki.
Stefán sagði að sérfræðingar á sviði
landgræðslu teldu að lúpína kæmi í
veg fyrir að náttúrlegur gróður
næði sér á skrið á söndunum fyrir
framan Bæjarstaðaskóg. Það væri
hins vegar mat manna að slíkur
gróöur gæti vaxið á svæðinu núna
eftir að beit var hætt á svæðinu.
í byrjun júlí í sumar er fyrirhugað
að reyna að hefta útbreiðslu lúpínu
með skipulögðum hætti.Ætlunin er
að leita til sjálfboðaliða og slá lúpín-
una með sláttuorfum áður en hún
hefur náð að þroska fræ. Um er að
ræða erfitt og umfangsmikið verk.
Markmiðið er að koma í veg fyrir að
lúpínan breiðist yfir stærra svæði og
helst að útrýma henni á vissum
stöðum.
í fréttabréfi Náttúruverndarráðs,
þar sem getið er um aðgerðir gegn
lúpínu í Skaftafelli, segir að tilvera
lúpínunar í þjóðgarðinum hafi aftr-
að því að sótt væri um European
Diploma fyrir þjóðgarðinn, en það
er viðurkenning Evrópuráðsins á
stófenglegu landslagi og eða sér-
stæðu lífríki, sem staðurinn státar
vissulega af.
-EÓ
Verður viðbótarkostnaður námsmanna vegna framfærslu á bankalánum 200 til 300 millj.kr. á ári?:
Bankakostnaður 20 til
40 þús.kr. á námsmann
Þurfí námsmenn framvegis að framfleyta sér á bankalánum, sem
þeir síðan greiða upp með námslánum í lok hverrar annar, virðist
það geta kostað þá 200 til 300 milljónir króna aukalega á ári, í
vaxta- og lántökukostnað til bankanna og í ríkissjóð. Námsmaður
sem semdi við bankann sinn um 50 þús.kr. lán á mánuði, sem hann
greiddi hverju sinni upp um áramót og að vorí, þyrfti hann að
greiða kringum 14 þús.kr. í vexti miðað við núverandi vaxtakjör.
Væru lánin í formi tveggja skulda-
bréfa á ári getur lántökukostnaður
(til banka og ríkissjóðs) orðið ennþá
hærri en vaxtakostnaðurinn. Verður
því ekki betur séð en að aukakostn-
aður námsmanna vegna hinna fyrir-
huguðu nýju lánareglna LÍN geti al-
mennt orðið á bilinu 20 til 40 þús.
kr.á ári á mann.
Rúmlega 8.100 námsmenn nutu
aðstoðar hjá LÍN skólaárið 1990/91.
Samanlögð upphæð námslána var
um 4.100 milljónir kr., um 410
Íiús.kr. að meðaltali til námsmanna á
slandi en um 730 þús.kr. að meðal-
tali á hvem námsmann erlendis. Þeir
síðamefndu fengu auk þess um 37
þús.kr. ferðastyrki að meðaltali, eða
um 93- millj.kr. samtals. Samkvæmt
nýju frumvarpi um Lánasjóð náms-
manna er gert ráð fyrir að námslán
verði aldrei veitt fyrr en námsmaður
hafi skilað vottorðum um skólasókn
og námsárangur. Samkvæmt því
virðist ætlast til að námsmenn fram-
fleyti sér á bankalánum yfir hverja
önn, allan námstímann. Nákvæmra
upplýsinga um viðbótarkostnað
vegna þessara lána er erfitt að afla frá
bönkunum, af ýmsum orsökum. í
fyrsta lagi hefur LÍN ekki ennþá rætt
við bankana eða samið við þá um
þessa nýju 4-5 milljarða árlegu lána-
fyrirgreiðslu sem LÍN og yfirvöld
menntamála hyggjast vísa náms-
mönnum á í bankakerfinu. Lánakjör
vegna þessara lána virðast því enn
ófrágengin og auk þess breytileg
milli einstakra banka. Auk þess sem
vextir eru breytilegir frá einum tíma
til annars.
Sá aukakostnaður sem námsmenn
verða fyrir vegna bankalána er
hreinn viðbótarkostnaður. Þótt LÍN-
frumvarpið geri ráð fyrir að vextir
verði hér eftir greiddir af námslán-
um eiga þeir ekki að reiknast fyrr en
frá námslokum. - HEI
Fimmtudagur
14. maí 1992
91. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Hjúkrunarfræðingum
hættara við brjósta-
krabbameiní:
Brjóst-
gjof
vernd-
andi
Brjóstakrabbamein er tíðara hjá
hjúkrunarfræóingum en öðrum
starfstéttum er niðurstaða rann-
sóknar sem Hólmfríður Gunn-
arsdóttir hjúkrunarfræðingur og
VUþjálmur Rafnsson yflrlæknir
stóðu íyrlr og kynntu á ráðstefnu
Hjúkrunarfélags íslands 12. maí
sl.
2168 hjúkrunarfræðingar voru
í rannsóknarhópnum og höfðu
þeir lokið hjúkrunaiprófi hér-
lendis á árunum 1920-1979.
Tíðni krabbameins í þeim hópi
var borin saman við tíðni meðal
fslenskra kvenna á sama aldri á
sama tíma. Þá kom í Ijós að eitla-
krabbamein, nýmakrabbamein,
hvítblæði og krabbamem í blöðru
var algengara í rannsóknarhópn-
um en í viðmiðunarhópnum.
Þar eð tilfelli þóttu fá þótti ekki
ástæða til að draga sérstaka
ályktun af þeim. Magakrabba-
mein þótti aftur á móti afar fátítt
meðal hjúkrunarfræðinga.
Enn er ekki vitað hvað veldur
brjóstakrabbameini en talið er að
þær sem eignist böm fyrir tví-
tugt séu í minni hættu en þær
sem eignist böm fyrr á ævinni.
Einnig em uppi kenningar um
að áhættan minnki eftir því sem
bömin verði fleiri og bjjóstagjöf
vemdi gegn meinsemdinni.
Sýnt hefúr verið fram á að hafi
móðir eða systir fengið bijósta-
krabbamein verði hættan tvöföld
og enn meiri hafi bæði móðir og
systlr veikst Fæði, hormónalyf,
veirur, lífshættír sem tengjast
þjóðfélagsstöðu og margt flelra
hefurverið rannsakað f tengslum
við brjóstkrabbamein. —GKG.
Tundurdufi úr seinni
heimsstyrjöld:
Eytt á
staönum
'Rjndurdufl úr seinni heimsstyrjöld
fannst nálægt Skinneyjarhöfða í
fyrrakvöld.
Sprengjusérfræðingar frá Land-
helgisgæslunni eyddu því á st*ðnum
en það reyndist vera hættylaust,
—GKG.