Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. maí 1992 Tíminn 3 Tillögur Sjömannanefndar kynntar sunnlenskum bændum: 210 þús. króna tekju- skerðing á vísitölubú Sunnlenskir bændur eru ekki hrifn- ir af tíliögum þeim, sem Sjömanna- nefnd hefur lagt fram um uppstokk- un í mjólkurframleiðslu. Þetta kom fram á bændafundi, sem haldinn var að Laugalandi í Holtum á mánudags- kvöldið. Á fundinn mættu þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, og Hákon Sig- urgrímsson, framkvæmdastjóri Stétt- arsambands bænda, en þeir eiga sæti í Sjömannanefnd. Útskýrðu þeir hvað felst í tillögum nefndarinnar, en eins og segir í álitsgerð nefndarinnar, þá miðast þær við að: „aðlaga mjólkur- framleiðsluna að innanlandsmarkaði og draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Hins vegar miða þær að því að lækka verð á mjólkurafurðum og mæta þannig kröfum neytenda og styrkja þannig samkeppnisstöðu mjólkuraf- urða á mat\’örumarkaðnum.“ Fram kom í máli Ásmundar og Há- konar að nauðsyn væri á að laga mjólkurframleiðsluna að markaðn- um hér innanlands, þar eð útflutn- ingur væri ekki hagkvæmur. Hákon sagði að í ár væri neysla mjólkuraf- Prestvígsla í Dómkirkjunni á sunnudag: Þrír nýir prestar Næstkomandi sunnudag vígir biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, þrjá guðfræðikandídata tíl prestþjónustu í þjóðkirkjunni. At- höfnin fer fram í Dómkirkiunni og hefst kl. 10.30. Vígsluþegar eru Hannes Björnsson sem verður sóknarprestur í Patreks- fjarðarprestakalli, Sigríður Óladóttir sem verður sóknarprestur í Hólma- víkurprestakalli, og dr. Sigurður Árni Eyjólfsson sem verður aðstoð- arprestur í Bústaðaprestakalli. Vígsluvottar verða séra Andrés Ól- afsson fyrrum sóknarprestur og pró- fastur á Hólmavík, séra Guðmundur Óskar Ólafsson sóknarprestur í Nes- kirkju, séra Pálmi Matthíasson sókn- arprestur í Bústaðaprestakalli, og sr. Sigfús J. Árnason sóknarprestur á Hofi í Vopnafiröi, sem jafnframt lýs- ir vígslu. Við athöfnina syngur Dóm- kórinn undir stjórn Martins Hung- ers Friðrikssonar. —sá Viðgerðin á Ölfusárbrú: Brúargólfið steypt í gær Vinnuflokkur Vegagerðarinnar steypti í gær gólf Ölfusárbrúarinnar. Samkvæmt áætlunum átti því verki að vera lokið, en vegna kulda og næturfrosta undanfarna daga hefur orðið að fresta steypunni, enda þótt allt hefði verið klárt að öðru leyti. Á tímabili voru endurbætur á brúnni talsvert á undan áætlun og voru menn tilbúnir að steypa gólfið þegar þann 8. maí sl. Hefði það tek- ist, hefði verið hægt að hleypa um- ferð yfir brúna þegar þann 16. maí, í stað 20. maí, eins og gert var ráð fýr- ir íverkáætlun. ■ - Þótt brúargólfið hafi verið steypt í gær, er ekki hægt að segja til um hvenær umferð verður hleypt á brúna, þar sem lofthitastig næstu daga hefur afgerandi áhrif á það hversu fljótt steypan harðnar. —SBS Selfossi urða um 100 milljónir lítra, en ef eðli- leg stígandi hefði verið í neyslunni frá 1980, eins og hefði verið fram að þeim tíma, ætti neyslan að vera í dag um 112 milljónir lítra. Þannig ættu af- urðir mjólkurinnar undir högg að sækja, hvort heldur sem átt væri við drykkjarvörur eða viðbiL Um fækkun mjólkurbúa sagði Há- kon að nefndin legði til að menn fyndu út sjálfir hvaða mjólkurbúum skyldi lokað og hverjum ekki, en ljóst væri að það væri á stundum erfitt til- finningamál. Bændumir á fundinum létu í ljós andstöðu sína við tillögur nefndar- innar. Einn þeirra sagði að verkalýðs- hreyfingin hefði orðið undir í kjara- viðræðunum og ætlaði nú að sækja sér kjarabætur til bændastéttarinnar. Annar sagði að ef miðað væri við vísi- tölubúið, þá boðaði Sjömannanefnd 210 þúsund kr. skerðingu á tekjum hvers bús. —SBS Selfossi landi skipaður Dómsmálaráðherra hefur sklpað Kristján Torfason bæj- arfógeta til þess að vera dóm- stjóri héraðsdóms Suðurlands tíl næstu 6 ára, frá og með 1. júlí 1992 að telja. Jafnframt störfum bæjarfógeta hefur Kristján verið settur til að gegna störfum dómstjóra við héraðsdóm Suðurlands frá 12. maítil 30. júní 1992. ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR VIÐ ÓSKUM ÖLLUM ÍSLENDINGUM TIL HAMINGJU MEÐ NÝTT SAMEININGARTÁKN ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR Verðlaunamerkið, úr ný afstaðinni samkeppni um merki landbúnaðarins, sýnir hendur hlúa að stráum og mynda um leið hjarta um þau. Stráin tákna grósku landsins og bera íslensku fánalitina. Skilaboð merkisins eru umhyggja fyrir landinu og gæðum þess, ásamt því að standa beri vörð um það sem íslenskt er. Höfundur merkisins er Björn H. jónsson teiknari í FÍT. © Óheimilt er aö nota merkiö, nema meö leyfi MarkaÖsnefndar landbúnaöarins. MARKAÐSNEFND LANDBUNAÐARINS í 5 L E N S K U S LANDBUNAÐUK • í 5 L E N S K U R LANDBUNACUR • Í5LE.N5-*UR L A N D B Ú N A O U R • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR • —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.