Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. maí 1992 Tíminn 5 Marteinn Friðriksson: Skjöldur rammi Þaö vakti aö sjálfsögðu athyg Reykjavík, sem keyptu mestan Sauðárkróki á árinu 1989, hefð hlutabréf í Þormóði ramma hf.; Þegar ég kom til starfa á Sauðár- króki 1955, var Siglufjörður með yf- ir 4000 íbúa, en 1400 á Króknum. Þróunin hefur svo orðið sú að fólki hefur stöðugt fækkað á Siglufírði en fjölgað á Sauðárkróki, og er nú orð- ið fleira á Króknum. Ástæða þess er breytt atvinnulíf, en ekki síst þær aðstæður að síldarútgerðarmenn á Siglufírði voru ekki heimamenn og fluttu arð sinn burtu til reksturs á öðrum stöðum. Svo treystu Sigl- firðingar alltof lengi á að ríkið gerði allt fyrir þá í atvinnumálum. Á Sauðárkróki var hins vegar fyr- ir sá kjami, sem ekki varð fluttur burtu úr héraðinu: Kaupfélag Skag- firðinga. Aðalstarfsemin á þeim tíma var verslun og þjónusta við landbúnað, en í tengslum við nýja sláturhúsbyggingu hafði verið byggt lítið og vel hannað frystihús, miðað við þarfir trilluútgerðar fé- lagsmanna. Fiskvinnslustörfin byggðust á útgerðartíma smábát- anna og lítil sem engin atvinna var frá því að haustvertíð lauk og fram á vor. Þá brúuðu margir bilið með því að fara suður á vertíð. Á þessum tíma var hörð pólitík rekin, og um tíma var sagt að á Sauðárkróki þyrfti tvennt af öllu sem sneri að fiskvinnslunni. Raunar beindist pólitíkin að því fyrst og fremst að einstaklingar voru studdir til þess að fara út í rekstur í sam- keppni við Kaupfélagið. Sigurður Sigurðsson byggingameistari sigldi beggja skauta byr í pólitíkinni. Steingrímur á Hólum hjálpaði hon- um sem góðum framsóknarmanni, og Jón á Reynistað var honum betri en enginn vegna samkeppni við Kaupfélagið. Útkoman varð sú að byggð voru tvö hraðfrystihús og tvær verksmiðjur og raunar voru þrjár fiskimjölsverksmiðjur á tíma- bili, ef hægt væri að nefna tilraun beinavinnslu Sauðárkróksbæjar því nafni. Svo kom til meirihluti bæjar- stjómar á þessum tíma, sem keypti fyrirtæki Sigurðar og félaga í tengsl- um við bæjarstjómarkosningarnar, li mína að þau stórfyrirtæki í hluta hlutabréfa í Skildi hf. á i nú skipt þeirri eign sinni fyrir i Siglufirði. þar sem sjálfstæðismenn fengu hreinan meirihluta í fyrra sinn. Þá hætti bærinn um leið samstarfi við KS um rekstur Fiskiðjunnar, sem staðið hafði frá ársbyrjun 1956. Þjóðskáldið okkar, Hannes Pét- ursson, orti skemmtilega vísu, sem speglar býsna vel andrúmsloftið á þessum tíma: Á Eyrinni framan við Frissa Júl, fiskhúsið mikla rís. Af tækjum og áhöldum alveg fullt, sem iðnaðarparadís. Það flekka má ekki fískur neirm, sem fyrr hefur legið í ís. Breyta á salnum í bænahús, þar sem bœndumir þakka SÍS. Þrátt fyrir deilur og ósamkomu- lag þeirra pólitísku, kom ég á marg- víslegri samvinnu í atvinnumálun- um og mikil fiskvinnsla varð vem- leiki á Sauðárkróki, einkum áður en Akureyringar tóku sitt frystihús í notkun og togarar þeirra lögðu afla á land á Króknum. Árangur var misjafn á þessum ár- um, eins og jafnan hefur verið í fisk- vinnslu hér á landi. Fimm fyrirtæki tóku við hvert af öðm við hlið Fisk- iðju Sauðárkróks hf. þar til Skjöldur Vettvangur hf. var stofnaður á rústum þess, sem síðast fór á hausinn, og góður fjár- málaráðherra seldi væntanlegum stofnendum félagsins á lægra verði en Fiskiðja Sauðárkróks hf. haföi boðið í þær. Hækkun á verði hlutafjár í Skildi hf. er þó aðallega af öðmm ástæð- um en að þurfa að standa undir lít- illi fjárfestingu. Þeir urðu þátttak- endur í Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf. á öðm ári eftir að það var stofn- að. Og þegar togaraútgerðin var komin í fastar skorður, var það skipulag tekið upp, að þrjú frysti- húsin við Skagafjörð skiptu á milli sín fiski við hverja togaralöndun og fengu þannig nýrri fisk og jafnari vinnslu en annars staðar hefði verið mögulegt. Góður friður var um þetta skipulag á annan áratug. Ár- angur birtist í gróskumiklu at- vinnulífi, nýjum starfsgreinum og bjartsýni á framtíð bæjarins, eins og best sást á örri fólksfjölgun. Það var þetta tímabil samvinnu og samstarfs í rekstri fyrirtækjanna, sem skilaði eigendum hlutafjár í Skildi hf. hagnaði og hækkun á hlutaeign þeirra. Eftir að fiskmarkaðir tóku til starfa kom upp ný viðmiðun hjá sjó- mönnum varðandi skiptaverð. Svar útgerðarinnar var meðal annars að flytja vinnsluna út á sjó í frystitog- ara og jók það ennþá á mismun á tekjum sjómanna. Breytingar hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf. vom séðar fyrir. Áætlun um endurbyggða Drangey sem „hálffrystiskip" gekk ekki upp, þar sem felld var niður heimild til úthafsrækjuveiða fyrir skipið, sem treyst var á að gæfi tekj- ur í veiðihléum á bolfiskveiðum. Þess vegna var farið út í skipti á því ágæta skipi og tveim ísfisktogumm Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. Skömmu eftir það vildu aðaleig- endur ÚS skipta félaginu upp og breyta rekstrinum. Hagræðingin fólst í því að steypa öllum rekstrin- um saman í eitt fyrirtæki og fækka um eitt frystihús. Nákvæm athugun á fjárhag allra fyrirtækjanna leiddi í ljós að staða Fiskiðju Sauðárkróks hf. var langsterkust og aðalhluthaf- inn, Kaupfélag Skagfirðinga, hefði orðið ráðandi í sameiginlegu félagi. Hluthafar í Skildi hf. samþykktu í janúar 1989 að selja ÚS hlutafé sitt, og stjóm ÚS samþykkti samning- inn. Þannig stóðu málin í um tvo mánuði án þess að fjárhagslegt upp- gjör færi fram. Ég taldi ekki óeðli- legt að greiða hluthöfum Skjaldar hf. fyrir eign þeirra í félaginu, þega'r áætlun lá fyrir um að gjörbreyta rekstrinum, að minnsta kosti í bili og hagræða með lækkuðum vinnslukostnaði. En svo þungt var fyrir um útvegun fjármagns að við féllum á tíma. Þá var kominn í gang gamal- kunnugur áróður um að allt færi lóðbeint til helvítis á Króknum, ef Kaupfélagið næði nú meirihluta í útgerðinni. Vilhjálmur Egilsson, frambjóðandi til Alþingis, var líka tilbúinn með samtök fjársterkra Reykjavíkurfyrirtækja, sem buðu hluthöfúm Skjaldar hf. hærri greiðslu en var í samningnum við ÖS og til viðbótar að halda áfram rekstri frystihússins, enda fylgdi þeim rekstri einn togari af þrem skipum ÚS. En það var eitt alvarlegt gat í áætlun Villa. Ekkert varð úr þeirri hagræðingu, sem var aðalinn- tak fyrri áætlunar. Seljendur hlutabréfanna þurftu að borga á annan tug milljóna í skatt af söluhagnaði sínum, en fyrir- tækið fékk ekki eyri til þess að standa undir auknum rekstri. Því ákvað bæjarstjórn að Sauðár- krókskaupstaður kæmi til hjálpar og gerðist hluthafi með 15 millj. kr. framlagi, sem fæst þó ekki skráð nema á innan við 10% sem nafnverð í kaupfélaginu. Ég er í rauninni ekkert hissa á því að Reykjavíkurfélögin skuli nú hafa skipt á hlutabréfum sínum í Skildi hf. og tekið í staðinn hlutabréf í Þor- móði ramma. Strax fór að bera á óánægju hjá þeim með kaupin á hlutabréfum í Skildi, og nokkrir töldu að þeir hefðu verið plataðir og ekki vitað hvemig í pottinn var bú- ið. Þormóður rammi hefur fengið jákvæða umfjöllun í fréttum að undanförnu. Ég er samt í talsverð- um vafa um mjög snögg rekstrar- urriskipti hjá því fyrirtæki, þó að það hafi á að skipa atorkusömum stjóm- endum. Ríkissjóður hefur að vísu afskrif- að 300 til 400 milljónir af skuldum fyrirtækisins og selt meirihluta hlutafjár síns á mjög viðráðanlegu matsverði. Fyrirtækin Drafnar hf. og Egilssfid hf. voru í fjárhagserfið- leikum þegar þau vom sameinuð Þormóði ramma hf. og er því mats- verð þeirra furðulega drjúgt í sam- einaða félaginu. Uppsafhað skatta- legt tap Þormóðs ramma hf. var orðið um 730 millj. í árslok 1990, en það sýnir betur en mörg orð þá erf- iðleika sem hafa verið í rekstri und- anfarin ár. Lítil gmndvallarbreyting hefur orðið önnur en vextimir af niðurfelldum skuldum. Kaup og rekstur á fjölveiðiskipinu Vöku er svo nýr kapítuli. Þó að skipið sé gott og vel búið og mikið geti fiskast á það, þurfa rekstrarskilyrði í landinu að breytast vemlega til hins betra, áður en sá rekstur verður hallalaus. Nú vil ég ekki segja að það sé verra fyrir Sauðárkrók að meiri- hlutaeign í útgerð og fiskvinnslu Skjaldar hf. sé í höndum Siglfirð- inga heldur en Reykvíkinga. Eg get ímyndað mér að hugmyndin með samstarfinu við Siglufjörð sé að flytja útgerð togarans þangað og flytja síðan valdar fisktegundir til vinnslu á Sauðárkróki. Auðvitað er hægt að koma við nokkurri hag- ræðingu með þeim hætti. Fiskflutningabflar frá Siglufirði til Sauðárkróks mundu þá daglega mæta fiskflutningabflum frá Sauð- árkróki til Hofsóss, og svo gætu beinaflutningabflar frá Skagaströnd til Siglufjarðar og þeir, sem flytja mögm beinin frá Siglufirði til Skagastrandar, stofhað með sér arð- bært flutningafyrirtæki. Ég hef áður bent á að skynsam- legt væri að nota verksmiðjuna á Sauðárkróki fyrir alla beinavinnslu á svæðinu. Það myndi spara SR drjúgan skilding, en kemst senni- lega ekki í verk fyrr en búið er að einkavæða. Siglfirðingar þekkja það frá fyrri tíð að atvinnurekstri aðkomu- manna fylgir ekki mikið atvinnuör- yggi, þegar eitthvað bjátar á hjá þeim og búsetuskilyrðin fylgja at- vinnustiginu. Þess vegna er sam- starf og samvinna á svæðinu í heild það umhugsunarefni sem ég vildi mæla með. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjórí Fiskiöju Sauöárkróks hf. og stjórnarformaöur Útgeröarfé- lags Skagfirðinga hf. á Sauöárkróki. Sigurður Helgason: Við leitum eftir stuðningi þjóðarinnar Landssamtök hjartasjúklinga hafa starfað í 9 ár að ýmsum fram- fara- og hagsmunamálum hjartasjúklinga. Alla tíð hefur saia á hjartamerkinu verið aðaltekjulind okkar, sem fram fer annað hvert ár. Við höfum gefíð tæki til sjúkrahúsa, heilsugæslu- og endurhæfíngarstöðva fyrir 33,5 milljónir á innkaupsverði, en reikna má minnst tvöfalt hærra miðað við verðlag í dag. Grétar Ólafsson yfirlæknir, sem fer með yfirstjórn hjartaaðgerða Landspítaíans, taldi í erindi, er hann flutti nýlega, að stuðningur hjartasjúklinga við kaup á nýjum tækjum væri ómetanlegur, svo og hefðu þeir alla tíð staðið þéttan vörö um að þessar aðgerðir yrðu gerðar hér á landi. Vib stöndum á tímamótum Rétt er að gera sér grein fyrir að við stöndum á merkum tímamót- um í baráttunni við hjartasjúk- dóma í dag. í hinum vestræna heimi í dag leikur enginn vafi á því, að mesti óvinur heilsunnar eru margvfslegir hjartasjúkdómar. í fyrstu virtist fátt til bjargar og segja má að vonleysi væri alls ráð- andi, en smám saman fóru læknar og vísindamenn inn á nýjar braut- ir, sem fljótlega leiddu til mikils árangurs. Ný meðöl komu fram, sem gjörbreyttu líðan manna og unnu gegn vissum einkennum hjartasjúkdóma, og öll þekkjum við góðan árangur af vel heppnuð- um skurðaðgerðum. Hér munar mestu um aðgerðir við skiptingu kransæða, sem heppnast hafa ein- staklega vel. Ber sérstaklega að fagna mjög góðum árangri hér á landi. Minni aðgerð við að víkka æðar reynist oft fullnægjandi og vinnur sama gagn í fjölda tilfella. Skipting á líffærum er tiltölulega ný lækningaaðferð, sem lofar góðu. Ekki leikur samt minnsti vafi á því, að mesta von manna er bund- in við að árangursríkasta baráttan gegn hjartasjúkdómum sé í vel skipulögðu forvarnarstarfi. Öll þekkjum við í dag helstu áhættu- þætti: hár blóðþrýstingur, mikil blóðfita, reykingar, streita, hreyf- ingarleysi og Ijölmargt fleira. Gegn þessu ber að vinna í tíma og helst strax hjá æskunni í skólum lands- ins. Hér skiptir miklu að við temj- um okkur skynsamlegt mataræði og neyslu hollrar fæðu, en forðast ber hverskonar fitu svo og ofnotk- un salts í mat. Með aukinni að- gæslu í fæðuvali vinnum við gegn blóðfitu og of háum blóðþrýstingi. Einnig er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt og mikla hreyfingu. í ljós hefur komið að hjartasjúkling- ar geta með breyttum lífsstfl gjör- breytt heilsu sinni og eflt líkams- þrek, sem er grundvöllur fyrir áframhaldandi bata. Við höfum því lagt höfuðkapp á að efla endurhæf- ingarstöðvar og koma á slíkri að- stöðu um land allt. Heildarskoðun landsmanna Á fyrsta þingi Landssamtaka hjartasjúklinga var skorað á heil- brigðisráðherra að kanna, hvort ekki væri rétt að fram færi skoðun allra landsmanna 30 ára og eldri á næstu þremur árum. Þar færi fram hefðbundin mæling á kólesteróli og blóðþrýstingi og samhliða einn- ig skýrslugerð, þar sem fram kæmu upplýsingar um mataræði, reykingar og hvort viðkomandi fólk haldi sér vel við líkamlega. Rannsóknir þessar verða að sjálf- sögðu gerðar undir stjórn land- læknis og heilbrigðisráðuneytis meö þátttöku allra héraðslækna, sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Hugmyndir svipaðar þessari hafa verið ræddar hjá ýmsum þjóð- um, sem standa framarlega í hjartalækningum, en enginn hef- ur enn lagt út á þessa braut, enda þótt allir séu sammála um það, að hér væri um mjög áhugavert verk- efni að ræða fyrir framtíðina. Nýlega var í sjónvarpinu frétt um samning milli Krabbameinsfé- lagsins og heilbrigðisráðherra um hópskoðun allra kvenna 30 ára og eldri ávissu millibili. Jafnframt var skýrt frá mjög góðum árangri, sem bæri fyrst og fremst að þakka hóp- rannsóknunum og að hægt væri að hefja lækningar fyrr. Hjarta- sjúklingar þekkja best þýðingu þess að hefja lækningar sem fyrst og með því má í fjölmörgum tilvik- um vinna sigur á sjúkdómnum. Enginn vafi er og á því, að slíkt átak myndi vekja alheimsathygli og með því fengjum við tækifæri til að komast í röð allra fremstu þjóða í hjartalækningum og gæt- um á grundvelli þessara upplýs- inga markað nýja stefnu í hjarta- lækningum, sem ekki síst byggðist á öflugu forvarnarstarfi. Við leitum því enn einu sinni til þjóðarinnar með stuðning og biðj- um um góðar móttökur við merkjasöluna 15. og 16. maí n.k. Kjörorð okkar í day er: Vinnum saman — vemdum hjartað. Höfundur er formaöur Landssam- taka hjartasjúklinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.