Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. maí 1992 Tíminn 9 Einar Þorsteinn Ásgeirsson f hinu nýja húsnæði f Mosfellsbæ. Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuöur flytur í ný húsakynni Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður hefur flutt starfsemi sína í ný húsakynni við Ála- fossveg 18B í Klæðaverksmiðjunni Álafossi — Menningarmiðstöð. Eins og fyrr verður þar unnið að þróun húsbygginga frá vistrænu sjónarmiði (umhverfis-, heilbrigðis- vænieika), svo og þróun kostnaðarsparandi burðarforma með mestri áherslu á gerð hvolfþaka/kúluhúsa. Námskeið: Á staðnum verða innandyra verkleg helgamámskeið í byggingu dóm- húsa eftir DOME-IT-YOURSELF byggingarkerfmu. Þau eru hugsuð fyrir þá sem vilja byggja sjálfir á ódýran hátt. Engin fagþekking er nauðsynleg. Sýning: Sömuleiðis verður stöðug sýning fyrir einstaklinga eða hópa á byggingum og líkönum af byggingum í gangi. M.a. er unnt að kynna sér dómhús/kúluhús í Fella- bæ, á Kópaskeri, á Hofi í Vatnsdal, á ísafirði, Apavatni, í Hafnarfirði, Höfnum, á Galta- iæk, í Vestmannaeyjum, á Þorvaldseyri, í Nátthaga og fjögur hús í Torup í Danmörku. Sýningartími eftir samkomuiagi símleiðis. Nýjungan Tjaldhús: f undirbúningi er bygging nýrrar tegundar íbúðarhúss fyrir stórar fjölskyldur eða fólk með græna fingur. Með þeim má lækka byggingarkostnað- inn verulega, en fá stórt yfirbyggt svæði. Vistrænt hverfi: Lögð hafa verið drög að nokkrum 40-60 húsa vistrænum hverfum að skandínavískri fyrirmynd. Lengst er undirbúningur kominn í landi Gunnarshólma. Það hverfi 44ra húsa á 15 hektara landi er sem fyrirspurn hjá Kópavogsbæ. Þurrklósett: Fyrir dyrum stendur kynning á eina umhverfisvæna klósettinu hér á landi. Þau hafa verið notuð víða um heim síðan 1936 og eru sænsk uppfinning. Henta grænum fjölskyldum, sem er ljós áhrif tilvistarkreppunnar. Söluaðili er Insúla hf. Nýtt Hjúkrunarfræóingatal Nýtt Hjúkrunarfræðingatal er komið út. Það hefur að geyma æviágrip þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast hafa eftir árið 1979, en einungis viðbótarupp- lýsingar þeirra hjúkrunarfræðinga sem eru í fyrri ritum. Hjúkrunarfræðingar útskrifaðir vorið 1990 eru síðasti hópurinn sem er í rit- inu. Ekki náðist í þá alla og er því jafn- framt nafnalisti. Nafnalisti er einnig yfir þá sem útskrifuðust 1991. Samtals eru því æviágrip hjúkrunarfræðinga 2796. Ritið er beint framhald af þeim fyrri, sem komu út 1969 og 1979. Bókin verður seld á skrifstofu Hjúkr- unarfélags fslands að Suðurlandsbraut 22 og kostar kr. 4.400. Áskrifendur, sem ekki hafa tök á að sækja bókina fyrir 22. maí n.k., munu fá hana senda gegn póstkröfu. Á skrifstofu Hjúkrunarfélagsins fást einnig fyrri rit félagsins frá árunum 1969 og 1979. Vorferð Félag framsóknarkvenna í Reykjavik fer í vorferö laugardaginn 16. maí. Farið verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.15, heimsótt Byggöasafniö í Görð- um, Saurbæjarkirkja, Hvalstöðin, Hvitanes. Tilkynniö þátttöku til Kristinar, simi 11746, eða Sigriðar, sími 813876. Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kl. 17.00-19.00. Lltiö inn I kaffi og spjall. Framsóknarfélögin í Hafnarfiröi. Vorfundur Freyju Vorfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, verður haldinn mánudaginn 18. maí n.k. Nánar auglýst síðar. Stjómln. Ungt framsóknarfólk á Vestfjörðum Sameiginlegur stjómmálafundur ungra framsóknarmanna á Vestfjörðum og fram- kvæmdastjómar SUF verður haldinn á Isafirði laugardaginn 16. mai n.k. i húsi fram- sóknarmanna að Hafnarstræti 8, kl. 16.30. Kaffiveitingar. Félagar og aðrir áhugasamir fjölmennið. FUF við Djúp/SUF. Framsóknarkonur Suðurlandi Félag framsóknarkvenna í Ámessýslu og Freyja, félag framsóknarkvenna i Kópavogi, halda sameiginlegan VOR- FUND í Félagslundi, Gaulverjabæjarhreppi, mánudaginn 18. mai n.k. Fundurinn hefst með sameiginlegum kvöldverði kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins. Ragna Gunnarsdóttir fer með gamanmál. Ingibjörg Guðmundsdóttir stjómar fjöldasöng. Þátttaka tilkynnist til Þóreyjar Kristjánsdóttur, simi 63307, fyrir laugardaginn 16. maí. Fjölmenniö og takið með ykkur gesti. Stjómir félaganna. Framsóknarkonur í Kópavogi Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, og Félag fram- sóknarkvenna á Suðuriandi halda sameiginlegan vorfund, mánudaginn 18. mai n.k. að Félagslundi i Gaulverjabæjar- hreppi. Farið verðurfrá Digranesvegí 12 kl. 19. Dagskrá: Borðhald. Ávarp — Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Gamanmál. Söngur. Þátttaka tilkynnist til formanns Freyju, sími 43774, Sigurbjörg. Endum vetrarstarfið með þvi að gleöjast saman eitt vorkvöld. Stjórnirnar. Ásta Ragnheiður Gömul siðvenja er að konur af Ndebele ættbálkinum myndskreyti heimili sín, utan sem innan, og það þótti upplagður bakgrunnur fyrir fyrirsætuna Iman. Iman og giftu David Bowie sig í leyni! Sómalíska fyrirsætan Iman og popparinn David Bowie eru glæsi- legtpar. Nú eru þau gengin í það heilaga. Þótt sómalíska fyrirsætan Iman hafi undanfarinn áratug eða svo lifað lífinu í kastljósum frægðar- innar á Vesturlöndum er hún engu að síður sér meðvituð um afrískan uppruna sinn. Og þó að hún sé nú orðin frú David Bo- wie, sem bresk blöð segja hafa gerst með leynd í Lausanne í Sviss, hafði hún gefið sér tíma til að fara til Afríku til fyrirsætu- starfa áður. Staðurinn sem fyrir valinu varð er afskekkt hérað í Suður Afríku. Þar hafa Iifnaðarhættir verið með ró og spekt í aldaraðir en eru nú sem óðast að láta undan upplausn nútímans. Þar hafa konurnar af Ndebele ættbálkin- um haldið sig heima í leirkofun- um með stráþökunum í þorpinu sínu en að undanförnu hafa karlarnir orðið að fara að heim- an í atvinnuleit í borgunum eða demantanámunum. Konurnar hafa löngum dundað við að myndskreyta heimili sín, innan sem utan. Þær hafa málað leirveggina, með því fyrirgengil- ega efni leir og vatni, og er hug- myndum þeirra um myndefni lítil takmörk sett. Þær eiga t.d. til að koma fyrir nútímafyrir- bærum eins og flugvélum í myndunum, þó að sjálfar hafi þær ekkert slíkt augum litið. Þá styöjast þær við lýsingar manna sinna, sem hafa gerst víðförulli. í spegli Tímans Skreytingalist Ndebele kvenn- anna er fræg, en nú óttast menn að hún kunni að hverfa vegna ágangs nútímans og kannski var ekki seinna vænna að heimsfræg fyrirsæta eins og Iman kæmi henni á alþjóðaframfæri, en sjálf hafði hún haft pata af henni í heimalandinu Sómalíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.