Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Léleg einkasala er skást Umsvifamikið byggingafVrirtæki hyggst nú færa út kvíarnar og fara að stunda brennivínssölu sem auka- getu. Þó ekki með þeim hætti, sem bruggarar og leynivínsalar hafa stundað til þessa. Álftárós hf. hef- ur sótt um það til fjármálaráðuneytisins að fá að reisa og reka áfengisútsölur fyrir opnum tjöldum í tveimur sveitarfélögum. ÁTVR hefur samkvæmt lögum einkaleyfi á rekstri áfengisverslana, og þarf því lagabreytingar til að byggingaverktakinn geti snúið sér að áfengissölu. Forstjóri fyrirtækisins segir í viðtali við Morgun- blaðið að umsóknin um áfengissöluna væri í anda nýrrar stefnu, sem byggðist á að rekstur áfengisút- sölu yrði í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Þar með fylgir að þjónusta við neytendur mundi lagast, miðað við núverandi ástand. Opinberlega hefur ekki farið mikið fyrir anda þeirrar stefnu að einstaklingar eigi að taka að sér út- sölu á áfengi og auka þjónustuna við neytendur og auðvelda þeim að útvega sér alkóhól á sem fyrir- hafnarminnstan hátt. Þó má vera að þeir, sem móta slíka stefnu og ráða ríkjum í fjármálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti, hafí látið þau boð út ganga meðal verktakafyrirtækja að brennivínssalan verði leyst úr ánauð ríkisins og gefin frjáls, svo að fleiri geti grætt en ríkið og að þorstlátum verði auðveldað að nálgast dropann. En það er ekki víst að allir líti svo á að lítt heft áfengissala einstaklinga verði ríkissjóði eða þjóðfé- laginu í heild til blessunar. Fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að tóbakseinkasala ríkisins verði afnumin og einstak- lingum fengin hún í hendur. I frumvarpsdrögunum og fylgiskjölum er tekið fram að einstaklingar geti allt eins selt tóbak og að það sé í rauninni óhæfa að ríkið skuli vera að selja eitur og stuðla þannig að vondu heilsufari og mjög aukinni sjúkdómatíðni. Fjármálaráðherra vill sem sagt að einkaaðilar standi í innflutningi og dreifingu á eitri, enda sé sú verslun miklu betur komin í höndum einstaklinga en ríkisins, og vill þvo hendur sínar af allri tóbaks- sölu af siðferðilegum ástæðum. Væntanlega munu einstaklingar ætla að veita tóbaksnotendum betri þjónustu en ríkið gerir núna, rétt eins og verktakar ætla að bæta þjónustuna við misjafnlega þurfandi drykkjumenn. Fleiri áfengisútsölur. Betri tóbaksdreifing með tilheyrandi hvatningum um dásemdir eiturnotkun- ar er það sem kallað er bætt þjónusta. Væntanlega ætla þeir, sem hana veita, að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til þess hljóta refirnir að vera skornir. Einkavæðing áfengis- og tóbakssölu gengur í berhögg við þá stefnu, sem víðast hvar er að ryðja sér til rúms í siðmenningarlöndum, að takmarka sölu á eiturefnunum og draga sem mest úr „þjón- ustunni“ við neytendur. Einkasala ríkisins á áfengi og tóbaki á hægara með að beita fyrirbyggjandi aðgerðum gegn neyslu skaðlegra efna en einkaaðilar, sem hyggjast veita „þjónustu" og græða. Frelsið til að pretta Jafnt og þétt berast fréttir af fólki sem hlunnfer náungann með svikum og prettum. Einatt eru það hin fjölskrúðugustu pappírsviðskipi með uppáskrift- um og stimplum og ferðalögum milli peningastofnana og víxlara sem eru verkfæri svindlaranna. F'alsaðir og verðlausir pappírar í tonnatali eru í gangi manna á meðal eða sem tryggingar og guð má vita hvað fyrir greiðslum eða lánum á fy’rirtækjum, fasteignum, lausum aurum og yfirleitt öllu því sem telj- ast má til þeirra verðmæta sem mölur og ryð fá grandað. Lögmannafélagið er komið í hnút vegna misgjörða félags- manna sinna. Þar var eitt sinn til sjóður sem bætti viðskiptavin- um lögfræðinga þann skaða, sem þjófóttir lögmenn urðu valdir að. Nú er sjóðurinn kominn í þrot vegna þess hve einstakir fé- lagsmenn Lögmannafélagsins hafa oftekið sig á að stela fjár- munum viðskiptavina sinna. Stjórn félagsins talar í fúlustu alvöru um að hún verði að fá heimildir til að gera skyndikann- anir á fjárreiðum starfandi lög- fræðinga til að komast að því hvort þeim er treystandi til að fara með fjármuni viðskiptavina sinna. Svona rannsóknarher- ferðir eiga þó ekki endilega að tryggja viðskiptavinina, heldur Lögmannafélagið og sjóði þess. Þegar svona er ástatt meðal hinna lögvísu skyldi enginn furða sig á þótt víðar sé pottur brotinn meðal braskaralýðs og hvítflibbakrimma. Fínir pappírar Allt viðskiptakerfið er vaðandi í pappírum og veðsetningum af ótrúlegri fjölbreytni. Þegar veð þrýtur, bíldrusla komin með 10. veðrétt og íbúðarhola 20. og bát- ur eða söluturn með 30. veðrétt og þar yfir er farið að fá uppá- skriftir ættingja og kunningja á plöggin. Það þykja bönkum og lána- stofnunum fínir pappírar og ýta undir plaggaframleiðsluna með því að lána peninga út á svona nokkuð. Margt af þessu dóti fer aldrei í banka heldur gengur manna og fyrirtækja á meðal og endar svo í haugum fógeta og rannsóknar- lögreglu og margir verða fátæk- ir. Aldrei finnast eignir í búunum þegar skiptaráðendur og bú- stjórar fara að lýsa kröfum og margur verður enn fátækari. Neðanjarðarkerfi ofanjarðar Eitt hið undarlegasta við þetta viðskiptakerfi, sem ekki er einu sinni neðanjarðar og reynir ekki að dyljast, eins og hver mafíósi með einhverja sjálfsvirðingu gerir að nafninu til, er að það er enginn aðili í þjóðfélaginu ábyrgur fyrir að svikararnir haldi ekki áfram iðju sinni þótt þeir séu marguppvísir að sviksemi. Náungi sem rúllar fimm hús- gagnaverslunum á enn færri ár- um er enn að kaupa og selja hús- gögn og sér enginn af viðskipta- vinum hans peninga, hvorki kaupendur né seljendur. Hans afsökun er að hann láni og hafi ekkert nema verölausa pappíra í höndunum. Fasteigna- og bílasali stóð ekki skil á peningum til sinna við- skiptamanna og var gerður gjaldþrota í fyrra. Hann stundar enn víðtæka fasteignasölu, tekur við skuldabréfum og gefur út af- söl, og enginn fær neitt hvorki fasteignir né peninga eða skuldabréfin sín í hendur. Svona mál koma upp daglega og gleymast næsta dag því þá berast fréttir af enn nýjum fjár- svikamálum. Þessi sem hér var minnst lauslega á bar reyndar upp á sama daginn og voru gleymd að kvöldi, nema af þeim hlunnförnu. Engin takmörk Eitt hið óútskýranlegasta við öll þessi umsvif er að það er eins og ekkert vald sé í landinu til að stööva starfsemi þeirra aðila sem eru margstaðnir að fjársvikum og enginn aðili sem gefur upp- lýsingar um hverjum er að treysta, eða réttara sagt, hverj- um á ekki að treysta. Sami hrappurinn stofnar hvert fyrirtækið af öðru sem hafa það að aðalmarkmiði að hafa fé af fólki. Þetta eru verslunar- og víxlarafyrirtæki og hvað sem nafni má gefa á viðskiptasviðinu og eru engin takmörk fyrir hve lengi er hægt að halda áfram að falsa, ljúga, svíkja og svindla. Fólk hefur verslunarleyfi og stundar bankaviðskipti og kaup- ir og selur allt milli him- ins og jarðar, notað og nýtt, þótt það sé marg- faldir nafna- og skjala- falsarar með kærur og óafplánaða dóma yfir höfði sér. Værukærir og auðtrúa borgarar eru ávallt jafnberskjaldaðir b/r\x þessum fulltrúum viðskiptalífs- ins. Heimatilbúnir pen- ingar Linnulaus lánaviðskipti, inn- borganir og meira og minna skrautlegar og illskiljanlegar skuldaviðurkenningar eru for- senda flestra svikamálanna. Pen- ingastofnanir eru að drukkna í pappírsflóði skuldabréfa og af- borgana og trygginga fýrir greiðslum, sem ekkert minnkar þrátt fyrir tölvuvæðingu. Hægt er að kaupa bíl, veitinga- hús, hnattferð, Reykjavíkurbók, hús á Spáni eða gamla og útja- skaða mublu út á það eitt að skrifa nafnið sitt á skuldaviður- kenningu. Stundum nafn ömmu eða einhvers fjarskyldari. Svona skuldabréf geta verið sumum gullnáma, öðrum leið til fjárhagslegrar glötunar. Öll þessi útgáfa með undir- skriftum og stimplum er fýrir löngu komin úr öllum böndum og það gerir fjárglæframönnum auðvelt að pretta og svindla og allt samfélagið er varnarlaust gagnvart viðskiptaháttunum. Enginn ber ábyrgð, fram- kvæmda- og dómsvaldið er klumsa eins og Lögmannafélag- ið. Peningastofnanir ýta undir með því aða velta bréfadótinu gegnum sig og allir aðrir heimta frelsi í viðskiptum, og heyrir skudlabréfaútgáfa manna á milli og allt möndlið sem því fylgir, undir frjálsa verslun. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.