Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 14. maí 1992 Finnur Ingólfsson alþingismaður: Ríkisstjóm stöðnunar og afturhalds Okkur íslendingum er athafnaþrá og réttlætiskennd í blóð borin. Við höfnum misrétti og sérréttindi líðum við ekki. Það er vegna þessa eðliseiginleika okkar sem íslenska þjóðin hefur hafnað rík- isstjórn Davíðs Oddssonar. Rfldsstjórn sem með aðgerðum sínum sagt atvinnulífinu og fólkinu í landinu stríð á hendur, rofið þá þjóðarsátt sem veríð hefur um velferðarþjónustu og lamað bar- áttuþrek launþega með atvinnuleysisgrýlunni. Þessi vinnubrögð eru ríkisstjómar- flokkunum til skammar, flokkar sem lofuðu öllu alltaf og alls staðar fyrir síðustu alþingiskosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn lofaði að tryggja öllum atvinnu. Alþýðuflokkurinn lofaði að standa tryggan vörð um velferðarþjónustuna og sérstaklega að tryggja hag öryrkja, ellilífeyris- þega, bammargra fjölskyldna og námsmanna. Svikin loforð Nú eftir eins árs stjómarsetu Sjálf- stæöisflokksins með Alþýðuflokkinn í eftirdragi hafa öll kosningaloforðin verið svikin. Skattar hafa verið hækkaðir — skattleysismörkin lækkuð og atvinnuleysið orðið til að nýju. Sjúklingarnir eru sérstaklega skattlagðir og síðan er hurðum sjúkrahúsanna skellt á nefið á þeim. Barnabætumar em skornar niður. Jafnrétti til náms er lagt af og náms- menn fá engin námslán í haust, heldur er þeim vísað á okurvaxtalán bankanna. Það erþetta ranglæti, það er þessi fantaskapur sem þjóðin fyr- irlítur. Framsóknarflokkurinn hafnar slík- um vinnubrögðum en leggur áherslu á að spamaði í opinberum rekstri verði náð með samstarfi og samvinnu viö þá sem þjónustuna veita og þá sem þjónustuna nota. Tækifæri sem bíða alls staöar. Þau bíða í nýjum og spennandi orkusölumöguleikum, í nýjum og spennandi útflutningsmöguleik- um í þjónustu, svo sem ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fjársýsluþjónustu. (flutningum, toll- frjálsum umskipunar- og framleiðsluhöfn- um, forritagerð og matvælaþjónustu. Þau bíða í útflutningi á þekkingu á sviði verkfræði, virkjana, veðurfræði og þátt- töku í verkefnum er- lendis. Þau bíða í kvikmyndagerð, list- um, fatagerð og list- iðnaði. Réttlætiskenndinni misboðið Framsóknarflokkurinn vill lækka lyíjakostnaðinn með því að afhema einokunaraðstöðu apótekaranna og lækka álagninguna til þeirra, en hafn- ar lyíjaskatti á sjúklinga. Framsóknarflokkurinn vill auka samstarf og verkaskiptingu sjúkra- húsanna í Reykjavík, en hafnar að komið verði á fót einkasjúkrahúsi, eins og nú er unnið að, þar sem þeir ríku geta keypt sig fram fyrir þá fá- tæku á biðlistunum, þar sem þeir sem peningana eiga munu njóta for- gangs að læknisþjónustu. Réttlætiskennd íslensku þjóðarinn- ar er misboðið þegar 300 Reykvíking- ar bíða eftir að komast inn á hjúkmn- arheimili, að þá skuli Reykjavíkur- borg á sama tíma byggja veitingastað sem kostar hundruð milljónir króna. Réttlætiskennd þjóðarinnar er mis- boðið þegar á fyrsta fundi í nýbyggði ráðhúsi okkar Reykvíkinga, sem kost- aði 3 milljarða, þá skuli þurfa að flytja tillögu í borgarstjóm um að koma upp stöðum í borginni til að útbýta matargjöfum til þeirra sem illa standa. Réttlætiskennd þjóðarinnar er mis- boðið þegar unga fólkið sem er að koma út úr skólunum stendur at- vinnulaust vegna stefhu ríkisstjóm- arinnar í atvinnumálum, þá skuli á sama tíma verið að byggja skip fýrir íslendinga í útlöndum fyrir 5 millj- arða íslenskra króna. Vaxandi þjóöfélagsátök Versnandi lífskjör hjá hluta þjóðar- innar og stórfelldur niðurskurður á stuðningi við námsmenn með því að breyta í grundvallaratriðum hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna þar sem jafnrétti til náms er aflagt og hætt er að taka tillit til aðstæöna námsmanna með- an á námi stendur. Þetta mun skapa jarðveginn fyrir stórvaxandi þjóðfé- lagsátökum hér innanlands, þar sem þjóðin mun skiptast upp í tvær þjóðir, hina ríkur og hina fátæku. Undir þessum falda eldi kyndir síð- an ríkisstjórnin með umræðu um einkavæðingu. Framsóknarflokk- urinn hafnar ekki einkavæðingu, heldur leggur hann áherslu á að at- vinnureksturinn sé í höndum ein- staklinga og félagasamtaka þeirra og telur ríkisrekstur fyrst og fremst eiga við í undantekningartilfellurn. Framsóknarflokkurinn hafnar hins vegar því aö brjóta niður margar mikilvægar þjónustustofn- anir, svo sem ríkisbankana og stofn- anir á sviði mennta- og menningar- mála og heilbrigðismála til þess eins að molamir passi í ginið á kol- krabbanum. Slík sérréttindi eru ekki líðandi. Athafnaþrá einstaklinganna má ekki kæfa, því forsenda velferðar í Iandinu er að atvinnulífið standi traustum fótum, en ríkisstjórn sem er atvinnulífinu fjandsamleg trygg- ir ekki fleiri störf, eykur ekki hag- vöxt og skapar atvinnulífinu ekki ný tækifæri. Tækifærín bíða Tækifæri sem bíða alls staðar. Þau bíða í nýjum og spennandi orku- sölumöguleikum, í nýjum og spennandi útflutningsmöguleikum í þjónustu, svo sem ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fjársýslu- þjónustu. í flutningum, tollfrjáls- um umskipunar- og framleiðslu- höfnum, forritagerð og matvæla- þjónustu. Þau bíða í útflutningi á þekkingu á sviði verkfræði, virkj- ana, veðurfræði og þátttöku í verk- efnum erlendis. Þau bíða í kvik- myndagerð, listum, fatagerð og list- iðnaði. En þessi ríkisstjórn, ríkisstjóm stöðnunar og afturhalds, sem horfir til baka og neitar að horfa til fram- tíðar, gefur okkur aldrei möguleika á að nýta þessi tækifæri. Við þurfum því nýja ríkisstjórn, ríkisstjóm sem gefur athafnaþrá einstaklingsins lausan tauminn, ríkisstjóm sem tryggir jafnrétti, ríkisstjórn sem gefur okkur tækifæri. Bændur! - Hestakona óskar eftir starfi í sveit. Er vön öllum algengum sveitastörfum. Upplýsing- ar í síma 91-54388 og 98-12797. Veiðivötn á Landmannaafrétti verða opnuð sunnudaginn 21. júní kl. 15.00. Sala og pöntun veiðileyfa í Skarði frá kl. 10.00- 18.00. Staðfestið fyrri pantanir fyrir 1. júní. Stjórnin. Bændur 12 ára strákur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Hefur kynnst sveita- störfum. Upplýsingar ( sima 91-7210 fyrir kl. 18.00 og 91-79469 eftir kl. 18.00. Utför Ingileifar Árnadóttur frá Stóra-Ármótl fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 16. maí kl. 13.30. Jarösett veröur I Laugardælum. Fyrir hönd aöstandenda Búnaöarsamband Suöurtands 'N y Mynd segir meira en orð Siguröur Gunnarson. Annir daganna I önnum dagsins 2, er annað bindi safnrits Sigurðar Cunnarssonar, fyrmm skólastjóra, sem er nýkomið út. Fyrra bindi verksins kom út Fyrri hluta vetrar kom út bók sem var mikið lesin og umtöluð. Hún bar heitiö ,A slóð kolkrabbans". Segir hún frá nálega fimmtán fjöl- skyldum sem eru meira eða minna innbyrðis tengdar og náð hafa ótrú- legu valdi á atvinnu- og fjármálum landsins. Það vald nær langt út fyrir umsvif viðskiptanna og seilist að tjaldabaki inn í flokkapólitík, fjöl- miðla og opinberar stofnanir. Ókrýndur konungur þessa hóps var Halldór H. Jónsson, arkitekt og stjórnarformaður Eimskips. Hann Lesendur skrifa lést í febrúar síðastliðnum og fór út- förin fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kistuna báru mektar- menn, svo sem sjá mátti af ljósmynd Morgunblaðsins frá athöfninni 14. febrúar. Fremstir fóru þar Davíð Oddsson og Jóhannes Nordai. Borgarbúsi 1987. Efni nýútkomna bindisins er fjöl- breytt að efni því höfundur hefur lagt gjörva hönda á margt og er víð- förull og eftirtektarsamur. Ferðalýs- ingar eru frá mörgum stöðum í fleiri heimsálfum. Ávörp og greinar eru í heftinu og minnist höfundurinn nokkurra samstarfsmanna og vina. Aö lokum má geta að lítill Ijóðaþátt- ur fylgir í lok ritsins. Ég gekk í skógi er fyrsta ljóðabók Guðrúnar Margrétar Tryggvadóttur þótt hún hafi iðkað Ijóðlist um langt skeið. í fyrra tók hún þátt í ljóða- samkeppni Háskóla íslands og hlaut þar verðlaun fyrir Ijóðið Skip sem mætast í myrkri. Bækur Guðrún Margrét er meinatæknir að mennt og býr á Egilsstöðum, en var Fædd í Hafnarfirði. Ljóðin í bókinni eru 25 talsins, flest stutt og hnitmiðuð og bera vott um ást höfundar á landi og náttúrufari. Guörún Margrét Tryggvadóttir. Skáld kveður sér hljóðs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.