Tíminn - 14.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 14. maí 1992
Átak gert gegn ólög
legri leigu á
félagslegu húsnæði
Eftir að lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins var breytt á síðasta ári
hafa húsnæðisnefndir um allt land gert sérstakt átak gegn ólöglegri
leigu á félagslegu húsnæði. Talsverð brögð eru að því að þeir sem
búa í félagslegu húsnæði Ieigi það út ólöglega. Nokkur dæmi eru
um að húsnæðisnefndir hafí fengið úrskurð um útburð á leigjend-
um, en ekki er vitað til að slíkir úrskurðir hafi komið til fram-
kvæmda.
Fólk, sem keypt hefur húsnæði í
gegnum félagslega húsnæðiskerfið,
hefur ekki sama rétt til að ráðstafa
húsnæðinu og þeir sem búa í eign-
aríbúðum. Ástæðan fyrir því er að
fólk sem býr í félagslegu húsnæði
fær sérstaka lánafyrirgreiðslu.
Óeölilegt þykir því að þetta húsnæði
sé leigt út á almennum leigumark-
aði. Þess eru þó mörg dæmi að þetta
sé gert og sú leiga sem farið er fram
á er síst lægri en gengur og gerist á
leigumarkaðinum.
Ríkarður Steinbergsson, fram-
kvæmdastjóri húsnæðisnefndar
Reykjavíkur, sagði að þetta væru erf-
ið mál og tímafrek. í sumum tilfell-
um væri leigusalinn í útlöndum og
leigjendur ættu í engin hús önnur
að vernda. Leigjendur vísuðu oft til
þess að þeir vissu ekki betur en þeim
hefði verið heimilt að taka íbúðina á
Samtök sunnlenskra atvinnurekenda:
Atorka eflir
atvinnulífið
Stofnuð hafa veríð samtök atvinnu-
rekenda á Suðurlandi. Þeim er ætl-
að að vinna að efiingu atvinnulífs í
héraðinu og nánari tengslum og
samvinnu meðal sunnlenskra at-
vinnurekenda á Suðuríandi en veríð
hafa til þessa.
Nafn samtakanna er Atorka og er
það ef til vill vísbending um það sem
koma skal. Upphafið að þessum fé-
lagsskap má rekja til þess að á síð-
astliðnu ári lét atvinnumálanefnd
Selfossbæjar gera viðhorfskönnun
meðal atvinnurekenda í bænum og
meðal þess sem þar kom fram var að
60% aðspurðra töldu þörf á einhvers
konar bandalagi sín á milli. Var þá
undirbúningshópur stofnaður og
var í upphafi miðað við að samtökin
yrðu aðeins fyrir Selfoss. Síöar þró-
uðust mál á þann veg að samtökin
verða fyrir Suðurland allt.
Samtökunum er ætlað að vera
bandalag atvinnurekenda jafnframt
Athugasemd
Erlingur en
ekki Þorfinnur
í frétt af aöalfundi Kaupfélags Ár-
nesinga hér í Tímanum í gær var
mishermt aö Þorfinnur Þóraríns-
son heföi verið kjörinn stjómarfor-
maöur í stað Þóraríns Siguijóns-
sonar.
Rétt er að Þorfmnur var kosinn
nýr stjórnarmaöur í stað Þórarins.
Aðalfundur kýs menn í stjórn en
ekki í ákveðnar stöður innan hennar
heldur skiptir stjórnin sjálf með sér
verkum.
Það hefur hin nýja stjórn nú gert
og er formaður hennar Erlingur
Loftsson, varaformaður er Arndís
Erlingsdóttir og ritari er Valur Odd-
steinsson.
því að berjast fyrir hagsmunamálum
svo sem menntunar-, markaðs-,
gæða- og umhverfismálum svo eitt-
hvað sé nefnt. Formaður Atorku hef-
ur verið kjörinn Þorsteinn S. Ás-
mundsson hjá Umboðsskrifstofunni
Suðurgarði á Selfossi.
—SBS Selfossi.
leigu. Þá sagði hann að nokkur
dæmi væru um að menn skráðu sig
til heimilis í verkamannabústaðn-
um, en byggju annars staðar og
leigðu verkamannabústaðinn ólög-
lega. í slíkum tilfellum væri oft erf-
itt að sanna að um ólöglega leigu
væri að ræða.
í breyttum lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins segir að þaö sé ólög-
legt að leigja út verkamannabústaði
nema með samþykki húsnæðis-
nefnda. Nefndirnar geta sett kvaðir
um leiguupphæð og leigutíma. Ef
lögin eru brotin um þetta efni geta
húsnæðisnefndir krafist útburðar á
leigjandanum. Ríkharður sagði að
húsnæðisnefnd Reykjavíkur hefði
fengið nokkra úrskurði um útburð,
en enn sem komið er hefðu slíkir út-
burðir ekki komið til framkvæmda.
í eldri iögum voru ákvæði um
ólöglega leigu á félagslegum íbúð-
um veik að því leyti að húsnæðis-
nefndirnar höfðu ekki haldbær tæki
til að taka á ólöglegri útleigu félags-
legs húsnæðis. Nefndirnar gátu
gjaldfellt lán, en sú hótun var hins
vegar veik því að gömul húsnæðis-
lán eru oftar en ekki upp á nokkur
þúsund krónur í dag. Ríkarður sagði
að með nýju lögunum væru hús-
næðisnefndirnar í mun betri að-
stæðum til að taka á þessum mál-
um.
Hjá húsnæðisnefnd Reykjavíkur
er starfandi einn starfsmaður sem
eingöngu sinnir kvörtunum um
ólöglega útleigu á félagslegu hús-
næði. -EÓ
Norræni sjónaukinn á La Palma.
Fyrirlestur um norræna stjörnusjónaukann:
Meðal þeirra
bestu í heimi
Ame Ardeberg prófessor heldur hennar á alþjóðavettvangi.
almennan fyrirlestur um norræn-
an sjónauka (Nordisk Optisk
Teleskop) 16. maí nk.
Sagt verður frá helstu niður-
stöðum sem fengist hafa með
sjónaukanum og sýndur verður
fjöldi mynda. Ardeberg mun einn-
ig ræða um norrræna samvinnu á
sviði stjarnvísinda og hlutverk
Norræni sjónaukinn er 2,5
metra breiður spegilsjónauki og
var tekinn í notkun haustið 1989.
Hann stendur á fjallinu Roque du
los Muchachos á La Palma, einni
af Kanaríeyjum.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
ensku í stofu 101 í Odda og hefst
kl. 14:00. —GKG.
Gróðursetning er
hafin á vegum Yrkju
Hafin er gróöursetning á vegum
Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar
landsins. Sem kunnugt er var sjóð-
urinn stofnaður í tilefni 60 ára af-
mælis forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur. Stjóm Yrkju hefur
ákveðiö að 35 gmnnskólar víös veg-
ar um Iand fá úthlutað birkiplönt-
um til gróðursetningar. Reiknað er
með að um 3.200 grunnskólanem-
endur taki þátt í verkefninu.
Markmið Yrkju er að kosta trjá-
plöntun íslenskra skólabarna á
grunnskólastigi. Ákveðið hefur verið
að hver nemandi fái úthlutað fjórtán
plöntum til aö gróðursetja og að
samtals verði um 45 þúsund plöntur
gróðursettar að frumkvæði Yrkju.
Umsjón sjóðsins er í höndum
Skógræktarfélags íslands og er
framkvæmd gróðursetningarinnar í
ár með þeim hætti að allir skólarnir
verða heimsóttir og umsjónar-
mönnum leiðbeint um tilhögun
verksins. Hver nemandi fær einnig
myndskreyttan bækling þar sem
drepið er á helstu undirstöðuatriði
gróðursetningar. Á þann hátt er
reynt að vanda til undirbúnings og
skapa skilning æskunnar á um-
gengni við landið.
-EÓ
Ágúst hefur starfað sem for-
maður samninganefndar ríkis-
ins í tæpt ár.
Skipt um forystu í samn-
inganefnd ríkisins:
Neyðaræfing Rauða krossins:
Agúst hætt-
Neyðarlið kallað út i aisemja
Efnt verður til æfingar í Arbæjar-
skóla á vegum neyöamefndar
Rauða kross íslands á laugardaginn
kemur.
Rauði krossinn hefur undanfarinn
Bækurnar brenndar
Nokkur ólæti urðu í Höfn í Horna-
firði aðfaranótt miðvikudagsins þeg-
ar unglingar fögnuðu próflokum.
Þeir söfnuðust saman í Hrossabita-
haga þar sem áfengis var neytt og
svo kveikt í skólabókum liðins vetr-
ar. Höfð er góð gát á þessum athöfn-
um þar eð eldurinn gæti hæglega
læst sig í gróður.
Ökumaður grunaður um ölvun
velti bíl sínum í gær á Hólavegi við
Höfn en slapp ómeiddur. —GKG.
áratug unnið að því að undirbúa
móttöku þeirra sem þurfa aö yfirgefa
heimili sín í lengri eða skemmri
tíma vegna t.d. náttúruhamfara. Ár-
bæjarskóli, Fellaskóli, Laugarnes-
skóli, Hamrahlíðarskóli og Mela-
skóli hafa verið valdir sem fjölda-
hjálparstöðvar.
Hver þessara skóla getur þurft að
taka á móti gestum fyrirvaralaust,
þar sem jarðskjálftar og eldgos gera
ekki boð á undan sér. Þar eru því
starfandi neyðarnefndir sem þurfa
að vita hvernig ber að bregðast við ef
eitthvað kæmi upp á.
Von er á þátttakendum frá Suður-
nesjum og Suðurlandi og er æfingin
fólgin í því að viðkomandi skóli kall-
ar út hjálparlið og útvegar mat og
drykk að einhverju leyti eins og um
alvöru neyð væri að ræða.
Nú er komiö að Árbæjarskóla að
taka á móti félögum sínum úr öðr-
um fjöldahjálparstöðvum.
Mikil áhersla er lögð á aðkomu við
skólann, nýtingu húsnæðis, skrán-
ingu gesta og aðbúnað þeirra sem og
aðföng matar.
—GKG.
Ágúst Einarsson prófessor hefur í
bréfi til fjármálaráðherra óskað eft-
ir lausn frá starfi sem formaður
samninganefndar ríldsins.
Ágúst hefur starfað sem formaður
samninganefndar ríkisins í tæpt ár
og undir hans stjórn hafa samningar
verið gerðir við þorra opinberra
starfsmanna. Fjármálaráðherra hef-
ur fallist á ósk Ágústs um lausn frá
störfum. Birgir Guðjónsson, skrif-
stofustjóri á starfsmannaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins, mun fyrst
um sinn vera í forsvari fyrir nefnd-
ina.
-EÓ