Tíminn - 23.05.1992, Page 6

Tíminn - 23.05.1992, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 23. maí 1992 Guðmundur L. Friðfinnsson, áttatíu og sexára skógræktarbóndi og verðlaunarithöfundur á Egilsá íSkagafirði: Skrifaði sína fyrstu bók á aarðabandinu Hann er á áttugasta og sjöunda aldursári og enn í fullu fjöri. Plantar þúsundum trjáa á hverju sumri, en skrifar á vetuma. Hann sendi frá sér sitt viðamesta og umtalaðasta ritverk í vetur. Fyrir þá bók hlaut hann Davíðspennann og var til- nefndur til (slensku bókmennta- verðlaunanna. Heitir Guðmundur Liljendal Friðfinnsson og býr einbúi á Egilsá í Skagafirði, en kona hans Anna S. Gunnarsdóttir er látin og dæturnar Sigurlaug Rósinkrans, Kristín og Sigurbjörg eru upp- komnar og fluttar í burtu. Baunagrasið á fjósþekjunni „Ég held að það hafi alltaf blundað í mér talsvert mikil sköpunarþrá," segir Guðmundur. „Ég hef ávallt haft gaman af vor- inu og sumrinu og alla tíð haft áhuga á ræktun. Ein mín allra fyrsta minning er frá því er ég ræktaði baunagras í fjósþekjunni hjá pabba og mömmu. Þetta var torfþekja og ég bjó þar til svolitla holu og girti með spottum. Þetta voru gömlu góðu heilbaunirnar, sem ég lagði í bleyti, lét spíra og setti niður. Baunagrasið þaut upp í þessum vermireit, því að hlýjuna lagði innanfrá úr fjósinu. Hugurinn stóð til fleiri hluta en ræktunar. Pabbi var hagur og ég þóttist vera lagtækur og var talsvert við smíðar. Meðal annars var ég nær tvo vetur við smíða- nám og fékkst talsvert við þetta langt fram eftir aldri, bæði á tré og járn. Þetta er auðvitað sköpun út af fyrir sig. Ég er einbirni. Ólst ekki upp með öðrum börnum á mínu reki og var mikið einn. Kannski þess vegna var ég sífellt að setja eitt- hvað saman í huganum, sem krakki. Það voru oftast nær sög- ur eða eitthvað slíkt, og sjálfsagt bættur skaðinn þó þær færu ekki á þrykk.“ „... og svo er það skíturinn" „Mér þótti gaman að skrifa og ritaði meðal annars talsvert af sendibréfum á yngri árum, en mér kom ekki til hugar að skrifa neitt til þess að gefa út fyrr en ég var á fimmtugsaldri. Þá var það að ég fékk iærtaugagigt og varð svo slæmur í baki að ég lagðist alveg í rúmið og gat litla björg mér veitt. Ég hef alla tíð verið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.