Tíminn - 23.05.1992, Síða 17

Tíminn - 23.05.1992, Síða 17
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 17 DAGBOKI Fræðslufundur um sjávarspendýr Mánudaginn 25. maí n.k. verður haldinn f Reykjavík fræðslufundur um sjávar- spendýr („Hearing on Marine Mamm- als“) á vegum fslandsdeildar Evrópu- ráðsþingsins í samvinnu við Evrópuráðs- þingið og íslenska sjávarútvegsráðuneyt- ið. Fræðslufundurinn er haldinn á Hótel Sögu (ráðstefnusal A) og hefst ki. ii. Á fundinum munu fjöldi erlendra vís- indamanna flytja erindi og auk þess verða almennar umræður. Erindin verða á ensku eða frönsku og verður túlkað á bæði málin. Fundurinn er opinn fjölmiðlum, en tilkynna skal þátttöku til Þóru Guðna- dóttur, ritara fslandsdeildar Evrópuráðs- þingsins, sími 11560 (211). Auglýsíngasímar T-ímans Ull uu Reykjanes Leiðarþing Steingrímur Hermannsson alþm., formaöur Framsóknar- flokksins, heldur leiöarþing á eftirtöldum stööum: Mosfellsbæ 25. mai kl. 20.30 I Hlégaröi. Hafnarfiröi 26. maí I félagsheimili framsóknarmanna að Hverfisgötu 25. Kópavogi 27. mal kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu v/Digra- nesveg. Stjóm Kjördæmissambandsins. Steingrímur Hermannsson Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar i Hafnarstræti 20, III. hæö, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Veriö velkomin. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarvist í Kópavogi Spiluð verður Framsóknarvist aö Digranesvegi 12, sunnudaginn 24. maí og hefst kl. 15. Kaffiveitingar og verölaun. Freyja - félag framsóknarkvenna. Létt spjall á laugardegi REYKJAVÍK Léttspjallsfundur verður haldinn á skrifstofu Framsóknar- flokksins i Hafnarstræti 20, laugardaginn 23. maí kl. 10.30. Rætt veröur um stööuna I stjómmálum viö þinglok. Spjalliö innleiöir Finnur Ingólfsson alþingismaöur. Fulltrúaráðið. Finnur Sjávarútvegsráðstefna Endar kvótinn hjá Kolkrabbanum? Haldinn af SUF, FUF-Reykjavik og Framsóknarflokknum I Rúgbrauösgeröinni, Borg- artúni 6, laugardaginn 23. mal kl. 13.00-17.00. Dagskrá: Ávarp formanns SUF. 13.00-13.20 Einar Oddur Kristjánsson, fyrrverandi formaöur VSl. 13.20- 13.40 Umræöur og fyrirspumir. 13.40- 14.00 G. Valdimar Valdemarsson, fulltrúi SUF. 14.00-14.20 Umræður og fyrirspumir. 14.20- 14.40 Þröstur Ólafsson, aöstoöarmaöur utanrikisráöhena. 14.40- 15.00 Umræöur og fyrirspumir. 15.00-15.20 Kaffihlé. 15.20- 15.40 Ámi Gislason, skipstjóri og formaöur undirbúningshóps að félagi um breytta fiskveiöistjórnun. 15.40- 16.00 Umræöur og fyrlrspumir. 16.00-16.20 Halldór Ásgrímsson alþingismaöur. 16.20- 16.40 Umræöur og fyrirspumir. Ráöstefnustjóri Gunnar Bragi Guömundsson, formaöur FUF-Reykjavik. Ráðstefnan er öllum opin. Guömundur Bjamason Valgeröur Sverrísdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Norðurland eystra Fundir með alþingismönnum Þingmenn Framsóknarflokksins f kjördæminu boöa til almennra stjórnmálafunda, sem hér segin Félagsheimiliö Árskógur sunnudaginn 24. maí kl. 16.00. Félagsheimiliö í Grímsey mánudaginn 25. mai kl. 17.00. Bergþórshvoll, Dalvík, þriöjudaginn 26. maí kl. 20.30. Félagsheimilið Tjamartoorg, Ólafsfiröi, miövikudaginn 27. maí kl. 20.30. Þingmenn veröa til viötals í Bergþórshvoli kl. 18.00-19.00. Framsóknarflokkurinn. Hattahóf SUF Hattahóf SUF veröur haldið á Fógetanum, 2. hæö, laugardaginn 23. mal n.k. Þeir, sem vilja boröa á staðnum, mæti kl. 20.30, en aörir kl. 23.00 eða slöar. Sá, sem ber frumlegasta hattinn, veröur valinn hattmann ársins og hlýtur hann hattaoröuna. Mætum öll og skemmtum okkur eins vel og siöast. Framkvæmdastjórn SUF. Sharon Stone er ánægö meö útlitiö, en hún er ekki síöur ánægð meö hvaö hún er vel gefin. Hún er samt oft misskilin og segir: „ Við Barbie- dúkkurnar eigum ekki aö hegða okkur eins og ég geri!“ Sharon Stone er bráögáfuö Ijóska — og það þykir óviðeigandi! Sharon Stone er leikkonan sem slær svo kröftuglega í gegn í kvik- myndinni Ógnareðli (Basic Inst- inct) sem nú er sýnd í Regnbogan- um. Mótleikari hennar þar er Mi- chael Douglas og þar eru engir au- kvisar á ferð. Sharon er 33ja ára, kemur frá smábæ í Pennsylvaniu, hefur einu sinni verið gift í heila 22 mánuði en býr nú ein í húsi sem hún er að gera upp í Hollywood Hills. Hún hefur nú orðið svo mikið að gera að hún má ekkert vera að hugsa um einkalíf, en er tilbúin að tjá sig við blaðamann um hvaðeina enda segist hún vera undantekning á reglunni, hún sé vissulega Ijós- hærð og Barbie-dúkkuleg, en hún sé líka - - ekki bara greind — held- ur hörkugreind! Það eru ekki síst kynlífsatriðin í Ógnareðli sem þykja í djarfasta lagi og Sharon er spurð hvort henni haft ekki þótt óþægilegt að vera klukkustundunum saman allsnak- in fyrir framan kvikmyndavélamar, en hún gerir lítið úr því. Erfiðara hafi verið að setja sig í þau flóknu sálarspor sem hlutverkið krafðist. Og henni óx heldur ekki í augum að vinna 20 stunda vinnudag, hún segist orðin meistari í kríublund- um. Og þá er það þetta með einkalíf- ið sem hún hefur engan tíma fyrir. Hvernig slappar hún af? Nú í augnablikinu er hennar helsta tómstundagaman að brjóta upp steingólfið í bakgarðinum með loftpressu. Það þykir henni ágætis afslöppun. Aftur á móti segist hún verða taugaóstyrk af því að dútla í garðinum. Sharon fæst til að lýsa sjálfri sér: Ég vildi hugsa mér sjálfa mig sem notalega og illkvittna, gáfaða og heimska, lága og háa, feita og granna. Með öðrum orðum hvaða konu sem er. Maðurinn minn sagði oft að ég væri Sambland af Zsa Zsa Gabor og Arnold Schwarzenegger, og ég held bara helst að hann hafi haft rétt fyrir sér! Hjónaband Michaels Dougla§ í hættu vegna Ognareðlis? Sagt er að hjónaband Michaels og Diöndru Douglas hafi oft staðið tæpt og komi þar tvennt til. Hjón- in hittist sjaldan þar sem Michael hleypur úr einu stórverkefninu í annað og sé því alltaf önnum kaf- inn. Og á meðan er kona hans á þönum í selskapslífi New York borgar. En ekki hvað síst sé frúin óánægð með hvað maðurinn hennar hefur óstöðvandi og óslökkvandi áhuga á öðrum kon- um. Nú mun Diöndru hafa þótt keyra um þverbak eftir frammi- stöðu Michaels í kvikmyndinni Ógnareðli (Basic Instinct) sem sýnd er þessa dagana í Regnbogan- um. Kvikmyndin sú er umdeild og vakti t.d. hatramma andstöðu lesbía og homma áður en farið var að sýna hana. En vinsæl er hún og vel sótt og áreiðanlega áhrifamikil. Reyndar svo áhrifamikil að frú Douglas dreif sig í bíó til að sjá með eigin augum hvort maður hennar væri eins tilþrifamikill í bólinu þar og af er látið. Og henni brá í brún, reyndar svo mikið að hún heimtaði að þau hjónin hittust og ræddu málin, enda munu þau ekki hafa hist nema sex sinnum á undanförnu ári. Hún krafðist þess að þau tækju sér nú hveitibrauðsdaga öðru Michael og Diandra Douglas geröu enn eina tilraunina til aö klastra upp á hjónabandiö. Sonurinn Cameron var fenginn til aö punta upp á selskapið. sinni og færu til Aspen í Colorado í tveggja vikna frí til að athuga stöð- una og kynnast hvort öðru á ný ef það mætti verða til þess að bjarga hjónabandinu. Seinni vikuna dvaldi 13 ára son- ur þeirra, Cameron, með þeim í skíðaparadísinni. Kunnugir hafa reyndar litla trú á því að hjónabandinu sé viðbjarg- andi, Michael sé ólíklegur til að láta af vana sínum að gefa fögrum konum auga og meira til ef tæki- færi gefst. En fríið bar þó þann ár- angur að þegar fór að líða að lok- um þess voru þau hætt að rífast stöðugt heldur héldust í hendur og kysstust allar stundir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.