Tíminn - 23.05.1992, Page 5
Laugardagur 23. maí 1992
• Tíminn 5
Sjálfskiptingin er fjögurra hraöa
og vinnur mjög vel meö vélinni.
Takiö eftir stjórnrofunum fyrir
miöstöövar- og loftræstikerfiö
beint framundan skiptistöng-
inni.
liggur eins og klessa á veginum,
enda er fjöðrunin og búnaður
hennar og raunverulega allur bíll-
inn útspekúleraður í þeim til-
gangi. I venjulegum akstri er
fjöðrunin hæfilega mjúk og nota-
leg. Þó er alls ekki svo að mýktin
bitni á aksturseiginleikum, þann-
ig að hann verði síður viðráðan-
legur við harkalegri akstur. Þarna
hefur Saab flestum öðrum fram-
leiðendum betur tekist að þræða
hinn gullna meðalveg.
Innrétting bílsins er öll mjög
þægileg og smekkleg. Hægt er að
velja úr ýmsum gerðum áklæðis á
sætin, þar á meðal leður. Reynslu-
bíllinn var klæddur með plussefni,
sem var í stíl við ytri litinn. Þá eru
allar hliðarrúður rafknúnar, eins
og altítt er orðið, og sama er að
segja um stillingar á hliðarspegl-
um, en auk þess er í þeim hiti til
að halda þeim móðu- og hrímfrí-
um. Þá sér alsjálfvirk, tölvustýrð
miðstöð um að halda nákvæmlega
sama hitastigi í bílnum óháð hit-
anum útifyrir, stöðugri loftendur-
nýjun, rúðuhita og réttum and-
vara hér og þar um bílinn.
Tölva stjórnar gangi vélar og
skiptingar og getur ökumaður
kallað fram úr henni upplýsingar
um ástand bflsins að flestöllu
leyti. Meðal þess er bensíneyðsla,
meðaleyðsla, hiti úti og inni, ekin
vegalengd, smurolíustaða og ég
veit ekki hvað. Skriðstillir er í
bflnum og er mjög auðvelt að
stilla hann og breyta í akstri. í það
heila tekið er þetta sérstaklega ei-
gulegur bíll, vandaður og góður,
og sé miðað við hvað fæst fyrir
peningana er varla hægt að tala
um að Saab 9000 sé dýr, sé miðað
við aðra tilsvarandi gæðabíla. Þá
spillir varla fyrir að samkvæmt
tölfræðilegum athugunum víða
um lönd, bæði austanhafs og vest-
an, sýnist Saab 9000 vera örugg-
asti fólksbíll, sem nú er í umferð,
og um það bil þrefalt öruggari en
meðalfólksbíllinn. Slíkt er vitan-
lega mikils virði.
Saab 9000 CS 2,3 er vandaður
bíll og vitanlega kosta gæðin sitt.
Verð þessarar tilteknu gerðar er
2,437 millj., sem hlýtur að teljast
nokkuð sanngjarnt fyrir 150 hest-
afla lúxusbfl, sjálfskiptan með öllu
því sem hér hefur verið upp talið.
En við skulum athuga það að bflar
eru tollaðir eftir vélarstærð og
skattmann tekur talsvert hærri
toll af bílum, sem hafa stærri vél-
ar en tveggja lítra. Þannig er
samskonar Saab með tveggja lítra
135 hestafla vél talsvert ódýrari og
kostar 1,949 millj.
Síðan býður Saab enn upp á 900-
tegundina. Saab 900 hefur lítið
breyst í útliti um langt árabil, en
er hins vegar tæknilega verulega
breyttur frá því sem var í upphafi.
Öll afbrigði hans eru með tveggja
lítra 133 hestafla vélum með bein-
um innspýtingum og vökvastýri.
Þrennra dyra slíkur bfll með fimm
gírum kostar 1,574 millj. og
fernra dyra 1,607, og það telst
með því ódýrara í þessum flokki
bíla, þrátt fyrir að hér séu af-
bragðsvagnar á ferð. —sá
m m m wmmmm mcuhh - HEirvnsnsiuvÉLJkR
CUEBIOG GOn VEGO í FYRIRRÓMI
Kuhn verksmiðjurnar eru stærsti framleiðandi heyvinnuvéla
í heiminum. Við eigum úrval heyvinnuvéla frá Kuhn til
afgreiðslu: Diskasláttuvélar, heyþyrlur og stjörnumúgavélar.
Véiin fylgir yfirborði mjög vel.
Stuttir öxlar, öflugar legur, aukin ending.
Vélarnar eru
með vökvalyftitjakk.
Vélin hefur lítil áhrif á stöðug-
leika dráttarvélar í flutningum.
Vinnslubreidd diskasláttu-
vélanna sem seldar eru hér
er frá 2 metrum og upp í 2.8
metra.
Uiskasláttuvélar eru nú að
ryðja sér til rúms hérlendis.
Eftir að rúllubaggatæknin
kom til sögunnar hefur sjálfur
slátturinn orðið flöskuháls í
heyöfluninni.
Þareru hinar stóru, létt-
byggðu og vandvirku Kuhn-
diskasláttuvélar lausnin.
Á síðasta áratug hefur orðið
mikil þróun í diskasláttuvél-
um. Þær eru léttbyggðari en
fyrr og þurfa minna afl. Þess-
ar vélar slá mjög vel og fylgja
landslagi ótrúlega vel eftir,
þótt vinnslubreidd sé mikil.
Verðið hefur líka lækkað og
er nú fyllilega samkeppnis-
fært. Sem dæmi má nefna að
vél með 240 sm vinnslu-
breidd kostar aðeins uml
266 þúsund krónur. Þessar
vélar hafa verið 10 ár í
notkun hérlendis og hafa
verið prófaðar á Hvanneyri.
KUHN STJÖRNUMÚGA VÉLAR fást með vinnslubreidd
frá 3 metrum og upp í 7.3 metra, en þær vélar sem við
erum með á lager eru af gerðinni Kuhn GA 402N og
eru með 4 metra vinnslubreidd. Þær eru lyftutengdar.
HÖFÐABAKKA 9.112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000
KUHN HEYÞYRLUR eru til með vinnslu-
breidd allt frá 3.1 metra og upp í 7.35 metra,
en þær vélar sem við höfum á lager eru með
5 metra vinnslubreidd.
Heyþyrlurnar eru bæði dragtengdar og lyftu-
tengdar. Þetta eru vandaðar vélar og reynsla
íslenkra bænda af þeim er mikil og góð.