Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 23. maí 1992 Jötunn hf. heldur upp á 10 ára afmæli Isuzu á íslandi: Boðið upp á sérútbúna af- mælisútgáfu af Trooper er töluvert íburöarmeiri en sú venju- lega, og er tvímælalaust glæsi- legur, á breiöari dekkjum, álfelg- um, meö brettaköntum og grind á stuöara framan viö grilliö. Nú eru liðin tíu ár frá því að sala hófst á lsuzubflum hér á landi. í til- efni af þessum tímamótum hefur Jötunn hf. ákveðið að bjóða upp á afmælisútgáfu af Troopernum, Isuzu TVooper SE (Special Editi- on). Er afmælisútgáfan að ýmsu leyti sérútbúin, m.a. með íburðarmeiri innréttingu, háþrýstiþvotti á aðal- ljósum, leðurklætt stýrishjól, breið- um dekkjum, álfelgum, grind fram- an á grilli og með brettaköntum. Að öðru leyti er þessi bifreið eins og þær bifreiðar, sem seldar hafa verið Jötunn hefur hafiö innflutning á 9-11 tonna vörubifreiöum, en Isuzu eru þekktir erlendis fyrir framleiöslu sina á þessum geröum bifreiöa. // á undanförnum árum, en Trooper- inn hefur aflað sér vinsælda og virð- ingar á íslenskum jeppamarkaði. Þá hefur hann verið mest seldi japanski jeppinn í Bandaríkjunum í fjölmörg undanfarin ár og einnig víðar. Verksmiðjurnar hyggjast á næsta ári breyta útliti bflsins og mun hann verða seldur undir tveimur nöfnum. í Evrópu verður hann seldur undir nafni Opel. Ætla framleiðendur á þann hátt að reyna að nýta sér stöðu Opel á evrópskum bflamarkaði, sem er sterk. Annars staðar verður bíll- inn seldur undir Isuzunafninu, þar á meðal á íslandi. Jötunn hf. og forverar þess, Bfla- deild SÍS og Bflvangur, hafa verið umboðsaðilar fyrir Isuzu frá upp- hafi. Mest hefur salan verið í jeppa- bifreiðum, pallbílum og litlum vörubflum. Nú bregður hins vegar svo við að fyrirtækið hyggur á inn- flutning á stærri vörubifreiðum en áður, þ.e. 9-11 tonna bifreiðum, en verksmiðjurnar eru einmitt þekkt- astar fyrir framleiðslu á þeirri gerð bifreiða. Fyrstu bflarnir eru reyndar komnir á götuna, en þeir eru fluttir inn sem grindur með húsi og pallur- inn síðan settur á hér heima. Bflarn- ir eru af svokallaðri F-línu, níðsterk- ir og kraftmiklir vinnuþjarkar sem eru tilvaldir fyrir okkar frægu sérís- lensku aðstæður. -PS ÞRJAR A HAGSTÆÐU VERÐI Við eigum þrjár gerðir af KVERNELAND SILAWRAP rúllupökkunarvélum á mjög hagstæðu innkaupsverði Kverneland 7512DL er með sjálfvirkum tengi- og skurðarbúnaði, þannig að hún byrjar að vefja næsta bagga án þess að mannshöndin komi þar nærri. Snúningsborðið er vel opið, svo hey safnast þar ekki fyrir. Hún er með teljara og barkastýringu inni í ekilshúsi. Verð kr. 597.000,- + vsk. Kvemeland 7515 er með sama búnaði, en auk þess með vökvastýrðum sleppisporði, sem hlífir filmunni þegar baggarnir falla af. Þá er hún með tölvu í ekilshúsi, sem stýrir pökkun. Þessi vél notar bæði 50 og 75 sm filmu. Að auki bjóðum við 7581 vélina. Hún er tengd á þrítengi og fæst með eða án hjóla. Henni er ekið að hlið baggans, sem er mun þægilegra en þegar bakka þarf að honum, og síðan er bagganum velt upp á vélina. Þetta er ódýr en vönduð vél. Verð kr. 710.000,- + vsk. Verð kr. 435.000,- + vsk. Kvernelandsvélarnar eru mest seldu rúllupökkunarvélarnar hérlendis og hafa veriö lengst á markaönum. Þær hafa verið prófaöar á Hvanneyri. Þ»essar vé/ar voru keyptar inn á sér/ega hagstæöu weröi. Láttu okkur vita ef þú getur gert hagstæöari kaup! 7U lés t)d fuj HOFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVIK . SIMI 91-634000 Jötunn hefur nú innflutning á nýrri Opelbifreið, Astra, sem hefur hlotið lof gagnrýnenda erlendis: Opel hygg- ur á sókn hér á landi Jötni hf., umboðsaðilum Opel á ís- landi, hefur tekist að ná samning- um um hagstætt verð á bflunum, og hyggjast forráðamenn Jötuns leggja mikla áherslu á sölu þeirra í vor og í sumar. Opel hefur verið einn sölu- hæsti bfllinn í Evrópu í mörg und- anfarin ár. Mun aðaláherslan verða lögð á þrjár gerðir Opel: Astra, sem er nýjasta afsprengi verksmiðjanna, Vectra og Corsa. Astra var kynntur á bflasýningu í haust og náði strax vinsældum í Evr- ópu. Sem dæmi um vinsældirnar má nefna að það er tveggja mánaða bið eftir slíkum bfl í Þýskalandi. Hönn- un bflsins er ný frá grunni og var ör- yggi farþega, gott innra rými og sparneytni, en jafnframt góður kraftur, haft að leiðarljósi. Astra- bfllinn er framhjóladrifinn og verð- ur fáanlegur þriggja og fimm dyra með 1.4 og 1.8 lítra vél. Einnig verð- ur fáaniegur 1.8 lítra skutbfll. Flagg- skip Astra-flotans verður GSi-bfll, sem er 150 hestafla lúxusbifreið, með digitalmælaborði og ABS- bremsukerfi. Verð bflanna verður frá 990 þúsund og upp í 1.800 þúsund fyrir GSi-útgáfuna. Vectra-bíllinn var kynntur árið 1990. Náði hann strax sterkum ítök- um í Evrópumönnum og er hann meðal annars mjög vinsæll hjá bfla- leigum. Það hefur nokkuð háð sölu bflanna hér á landi að verðið hefur verið nokkuð hátt, en Jötunn hefur nú náð samningum um hagstætt verð, eða frá 1,2 milljónum króna. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.