Tíminn - 23.05.1992, Qupperneq 12
12 Tíminn
Laugardagur 23. maí 1992
Vélsmiöja Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli:
Framleiðir hentug, sterk
og ódýr landbúnaðartæki
Vélsmiðja Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli hefur um árabil verið
leiðandi í framleiðslu landbúnaðartækja á íslandi. Meðal þeirra
tækja, sem framleidd hafa verið, eru mykjusniglar, mykjudreifarar,
baggatínur, valtarar, vagnar og afrúllarar fyrir heyrúllur, ásamt los-
unarbúnaði fyrir votheysturna.
K.R.-losunarbúnaöur fyrir votheysturna gefur bændum kost á aö létta störfin allverulega viö fóöurgjöf.
Flest tækjanna em hönnuð af
Bjama Helgasyni, vélvirkjameistara á
Hvolsvelli, og þróuð í samvinnu við
notenduma, íslenska bændur. í því
starfi hefur verið lögð höfuðáhersla á
að tækin væm ódýr, sterk og hentug
og að þau þörfnuðust lítils viðhalds.
Þannig hafa tækin yfirleitt hentað
sérstaklega vel við þær aðstæður, sem
ríkia í íslenskum landbúnaði.
I kjölfar breyttra heyverkunarað-
ferða ákvað Vélsmiðja K.R. að hefja
framleiðslu á tæki, sem hentað gæti
við gjafir á rúlluböggum. Fyrir valinu
varð afrúllari, sem ætlaður er til að
taka rúllubagga úr stæðum, losa þá í
sundur og dreifa úr þeim. K.R.- af-
rúllarinn er ýmist tengdur ámokstur-
stæki eða þrítengi dráttarvéla. Hann
samanstendur af burðargrind, dreifi-
búnaði og tindum sem stungið er í
baggana. Tindabúnaðurinn er í
tveimur útfærslum. Annars vegar er
einn aðaltindur og svo fjórir stuttir
tindar, sem vama því að rúllan snúist
á aðaltindinum. Hinsvegar em tveir
aðaltindar með 30 cm millibili. Fýrr-
nefnda gerðin er einkum ætluð fyrir
svokallaðar fastkjamarúllur, en sú
síðamefnda hentar betur fýrir laus-
kjamarúllur. Hægt er að láta K.R.-af-
rúllarann dreifa heyinu niður í múga
eða bing, allt eftir því sem hentar bet-
ur á hverjum stað.
Með afrúllaranum er fáanlegur
tvenns konar aukabúnaður. Um er að
ræða staurabor og steypuhrærivél,
sem tengja má við afrúllarann á 10-
15 mínútum. Þannig nýtist afrúllar-
inn sem þrjú tæki, sem kosta aðeins
lítið brot af því sem slík tæki myndu
kosta sitt í hverju lagi. Afrúllarinn
hefúr verið framleiddur í tvö ár og
hafa þeir bændur, sem notað hafa
tækið, borið á það lofsorði.
Annað tæki, sem framleitt hefur
verið með góðum árangri hjá Vél-
smiðju K.R., er losunarbúnaður í vot-
heystuma. Búnaðurinn skilar fóðrinu
söxuðu og sundurtættu úr tumi og
inn í fóðurgang. Helstu kostir þessa
búnaðar em þeir að hann er aðeins
drifinn af einum raftnótur, eins eða
þriggja fasa, rekstrarkostnaður er lít-
ill og búnaðurinn er auðveldur í
flutningi milli tuma. Með búnaði
þessum hafa bændur náð því að létta
störfin við fóðurgjöf, auðveldað losun
á votheyi og fengið betri nýtingu vot-
heystuma. K.R.-losunarbúnaðurinn
hefur þannig verið vænlegur kostur
fyrir þá bændur, sem vilja vera með
votheysverkun. Bændur, sem reynslu
hafa af K.R.-losunarbúnaðinum, telja
hann standa feti framar innfluttum
búnaði, enda er hann sérhannaður
fyrir íslenskar aðstæður.
K.R.-baggatínan var fyrst framleidd
og sett á markað árið 1979, og síðan
hafa verið framleidd u.þ.b. 1.000 stk.
Strax á fyrsta ári vakti baggatínan
verðskuldaða athygli, þar sem hún
vann verk sitt af miklu öryggi við mis-
jafnar aðstæður, ólíkt mörgum er-
lendum baggahirðingartækjum, sem
reynd höfðu verið hérlendis. Fyrstu
tínumar eru enn í notkun og hafa lít-
ið bilað. Þessi staðreynd og hátt end-
ursöluverð notaðra K.R.-baggatína
segir sitt um endingu og vinsældir
framleiðsluvara Vélsmiðju Kaupfé-
lags Rangæinga á Hvolsvelli.
PLASTCO
- LOFTÞETT LAUSN -
Teno spin er tákn fyrir gæði og endingu.
Teno spin er loftþétt og verndar heyrúllurnar
gegn veðri og vindum og tryggir því gæði töðunnar alla leið.
Teno spin hefur plasthólk í miðri rúllu í stað pappahólks.
Teno spin heyrúlluplast er endurvinnanlegt.
Nú bjóðum við Teno spin heyrúlluplast
á mjög hagstæðu veröi!
Rúllankostar 3.500,- kr. án vsk.
Leitið upplýsinga í tíma fyrir heyannir
- það borgar sig.
Lækjarseli 11 • Sfmi: 67 OO 90
Þennan búnaö hefur Vélsmiðja K.R. hannaö, en hann auöveldar mjög
gjöf úr rúlluböggum. Fáanlegur aukabúnaöur er steypuhrærivél og
staurabor.
BÆNDUR - VERKTAKAR
Höfum hafið innflutning á úr-
vals skoskum sturtuvögnum.
FRASER F-73
5 tonna með Ijósabúnaði og bremsum. Hjólbarðar 11,5x15, 12-laga
— hægt að taka skjólborðin af allan hringinn.
Verð aðeins kr. 283,000,- án vask.
SANNKALLAÐUR FJÖLNOTAVAGN
TtZlésúdftg
HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-634000