Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 27. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hróifur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hinir smáu og hinir stóru Nýlega gaf Landssamband iðnaðarmanna út skýrslu um kynnisferð, er farin var á vegum sambandsins til héraðsins Emilia Romagna á Ítalíu. Ferðin var farin til þess að kynna sér starfsemi svokallaðra „íyrir- tækjaneta“, sem eru útbreidd í þessu héraði og hafa skilað miklum árangri. „Fyrirtækjanet" er með öðr- um orðum samstarf smærri fýrirtækja, í þessu tilfelli í iðnaði. Að því að sagt er í áðumefndri skýrslu hefur hagvöxtur í Emilia Romagna orðið meiri en annars staðar á Ítalíu og meðallaunin 25% hærri. Efnahagslífið þarna byggist á fjölþættri fram- leiðslu, sem byggist á nánum tengslum milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau sérhæfa sig innbyrðis og styrkja hvort annað í vöruþróun, framleiðslu og markaðssetningu. Þess er reyndar getið í skýrslunni að fyrirtækjanet séu ekki með öllu óþekkt á íslandi. Sölusamtök físk- iðnaðarins væru dæmi um slíkt samstarf, sem hefði skilað miklum árangri. Þessi skýrsla kemur upp í hugann nú, þegar Sölu- samband íslenskra fískframleiðenda fagnar sextíu ára afmæli sínu á aðalfundi samtakanna í dag. Þetta eru dæmigerð samtök sem hafa þjónað fjölmörgum smá- um framleiðendum og séð fyrir þá um störf sem eru sérhæfð og krefjast mikils fjármagns, þ.e. útflutning afurða á erlenda markaði. Það er rétt fyrir okkur íslendinga að gleyma því ekki, þótt á móti blási í ýmsu, að þrátt fyrir minnk- andi afla er útflutningsverðmæti sjávarafurða meira en nokkru sinni, og yfir 75% útflutnings okkar eru sjávarafurðir. Alltaf koma upp, einkum þegar verð er hátt, raddir um að einstakir framleiðendur geti staðið á eigin fót- um og samtök af öllu tagi dragi úr mönnum kjark og þor. Að sönnu er engin ástæða til þess að hefta fram- tak einstaklinga, en hitt er þó staðreynd að full þörf er áfram fyrir öflug sölusamtök í sjávarútvegi. Það er al- veg borðleggjandi að hingað til hafa stóru sölusam- tökin gert fjölmörgum smáum framleiðendum kleift að starfa og sérhæfa sig í því að framleiða gæðavöru. Auðvitað þurfa stór sölusamtök á borð við SÍF, SH og íslenskar sjávarafurðir að laga sig að breyttum að- stæðum, og það er nauðsynlegt að allt framtak á sviði útflutnings geti notið sín. Þunginn mun hins vegar hvíla áfram á þeim, vegna þess að í stöðugu og lifandi markaðsstarfi verða framleiðendur að sameina krafta sína, vegna þess hve dýrt það er. Það er stundum dálítil þversögn í umræðunum hér um stærð fyrirtækja. Sumir telja að lausnin í sjáv- arútvegi sé að fyrirtækin séu sem stærst, aðrir telja að þau eigi að vera sem minnst. Það er áreiðanlega eng- in einhlít regla til í þessu. Hitt er þó staðreynd að þeg- ar á heildina er litið hefur samspil stórra sölu- og markaðsfyrirtækja og smærri framleiðslufyrirtækja í sjávarútvegi gefist okkur íslendingum vel og fært okkur meðal þeirra þjóða sem best lífskjör hafa, ekki síður en þá sem vinna í svokölluðum „fyrirtækjanet- um“ í Emilia Romagna á Ítalíu. Vort daglega brauð íslensk skólabörn slasast sjö sinn- um oftar en jafnaldrar þeirra í Sví- þjóð. Samt eru Svíar engir eftir- bátar annarra í þessum efnum. Umferðarslys eru mun tíðari hér- lendis en annars staðar og vinnu- slys margfalt fleiri. En hér eru fleiri leikhús á hverja þúsund íbúa en annars staðar eru dæmi um. Hið sama gildir um sjónvarps- stöðvar. Fyrir utan ofbeldið í bílaum- ferðinni, sem er á heimsmæli- kvarða, eru íslendingar orðnir vel gjaldgengir meðal þjóðanna hvað varðar þjösnaskap og villimann- legar árásir á náungann. Þótt samanburðartölur liggi ekki fyrir, er óhætt að ganga út frá því sem vísu að við stöndum flest- um á sporði í sívaxandi beitingu ofbeldis. Fréttir um kviöristur og hnífstungur eru orðnar hiuti af daglegu lífi. Nauðgarar ota breddum að fórnarlömbum sínum og eggjárn eru notuð í sívaxandi mæli til að stinga fólk og skera og eru tilefnin iðulega ekki önnur en að nota verkfærin. Ný atvinnugrein Aðgangsharðir rukkarar eru farnir að beita handafli til að ná peningum af skuldurum. Sérþjálf- aðir drullusokkar úr heilsurækt- arstöðvum taka að sér svona sér- stæðar innheimtur. Þá eru þeir, sem þykjast hafa orðið fyrir harkalegum inn- heimtuaðgerðum, farnir að hefna í héraði fyrir það sem á hallaðist á alþingi. í fyrri viku var ráðist inn á heimili lögfræðings og þjarmað að honum fyrir að hafa tekið bíl fjárnámi. Skuldarinn og vikapiltur hans voru þar að verki. í gær bárust fréttir af því að menn voru keyptir til að ryðjast inn á heimili, draga húsbóndann úr baði og berja hann til óbóta. Húsfreyja var kýld umsvifalaust, þegar hún ætlaði að koma bónda sínum til bjargar. Tilefnið var sagt vera köttur, en auðsjáanlega liggur ekkert annað en mannvonska og firring að baki svona voðaverka. Sama daginn var olíu hellt yfir húsgögn á tveim hæðum veitinga- húss og kveikt í. Samtímis voru tveir menn á ferð í Hafnarfirði í bíl og gerðu sér leik að því að skjóta með loftriffii á 12 ára gömul stúlkubörn. Víkingasveit lögreglunnar lok- aði friðsælt íbúðahverfi af fyrir skemmstu og gráir fyrir járnum umkringdu þeir byssumann, sem var nýbúinn að skjóta félaga sinn í andlitið og puðra skotum yfir ná- grennið. í vímu Innan um þetta slæðast svo fréttir af upptekt brugghúsa og að svo og svo mörgum hundruðum lítra af gambra eða landa hafi ver- ið hellt niður og að einhver kíló af hassi og eitthvert magn af kókaíni og LSD hafi verið tekið í tolli eða heima hjá einhverjum fíklinum eða dreifingaraðila. Bílstjóri í hassvímu keyrði á strætisvagn miðjan og bar við yfir- heyrslu að hann hafi ekki séð hann. Annar fíkill á þungum og skriðmiklum bíl sá hvorki rautt ljós né kennslubifreið, þegar hann komst í fréttirnar um daginn. Hlátur setti að ungviðinu um síðustu helgi, þegar dóplöggan setti sig í stellingar og sagði þjóð- inni að grunur léki á að ofvirkni- lyfið „alsæla" væri til sölu hér á landi og væri jafnvel notað á skemmuskemmtunum, sem er tískufyrirbæri meðal táninga. Það, sem krökkunum þótti svona sniðugt, er að alsælubland- an er búin að vera á markaði í þrjú ár og nóg til af henni. Þetta voru engar fréttir nema fyrir gaml- ingja. En þeir eru ekki dauðir úr öll- um æðum, því pólitíið tvístraði hópi áhorfenda, sem skemmtu sér við að horfa á fimlega ástarleiki karls og konu, sem komin voru af léttasta skeiði. Því varð þetta að lögreglumáli, að sýningin fór fram á almannafæri á messutíma á sunnudagsmorgni s.l. Lífsstíll Hér er aðeins gripið ofan í nokkrar fréttir af ofbeldi og fíkni- efnaneyslu síðustu daga. Innbrot, þjófnaðir og skemmdarverk eru ekki upptalin, né klassískar upp- tuggur um alkóhólþamb og marg- víslegar afleiðingar þess. Ekki eru mörg ár síðan það taldist til stórtíðinda þegar ein- hver var lagður hnífi, endavar það nær óþekkt. Að hægt væri að kaupa ofbeldisseggi til að gera húsbrot og vaða inn á heimili fólks og misþyrma því, var óþekkt. Sömuleiðis innheimtuaðgerðir með handafli. Miklar breytingar eru að verða á samfélaginu og ekki allar til bóta. Nakið ofbeldi er að verða einhvers konar lífsstfil, sem einhverjir hóp- ar temja sér. Aðrir verða ónæmir fyrir fregnum af fantaskap og ill- mennsku, vegna þess hve al- gengar þær eru. í Bandaríkjunum er mik- ið fjallað um upplausn þjóð- félagsins þessar vikurnar. Flótti betur megandi fólks úr stór- borgunum flýtir fýrir þeirri þróun að þær verða vettvangur ofbeldis og glæpa. Fíkniefnaneysla eykst ár frá ári. Atvinnuleysi með tilheyr- andi fátækt og alls kyns volæði er að skipta þjóðinni í andstæðar fylkingar og þykir mörgum fram- tíðarhorfur heldur daprar. íslenskt þjóðfélag er þúsund sinnum smærra en hið bandaríska og ólíkt því á marga lund. Hitt er víst að fyrirmyndir að hugmynd- um og lífsstfi á Fróni eru sóttar vestur um haf. Tískubylgjurnar berast þaðan fyrr eða síðar, sumar ágætar og aðrar vondar. Upplausn fjölskyldunnar og einstæðir foreldrar með fleiri eða færri börn á sínu framfæri, sem hvorki hafa tíma né fjármuni til að veita börnum sínum viðunandi uppeldi, er með því fýrsta sem þjóðfélagsrýnendur koma auga á, þegar farið er að hyggja að breyttri samsetningu nútímasam- félags. Hér skal engum getum að því leitt hvað veldur stórauknu of- beldi og illvirkjum. Virðingarleysi fyrir náunganum, heimili hans og eigum fer greinilega vaxandi og enginn vafi leikur á síaukinni fíkniefnaneyslu. En enginn þorir að ræða málin eða reyna að skoða þau í víðara samhengi. Það getur verið erfitt að skoða upp undir sjálfan sig. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.