Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. maí 1992 Tíminn 9 Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaöur SÍF, í birgðastööinni aö Keilugranda í Reykjavík: „Þaö hefur alla tíö veriö einkenni á saltfisksölunni aö hún hefur gengiö í hæöum og lægöum. “ Tfmamynd: Árni Bjarna ÁR FAGNAR Sölusamband íslenskra fískframleiðenda sextíu ára afmæli sínu, en það var stofnað í júlí árið 1932. Þótt tíminn hafí liðið hefur markmið félagsins og tilgangur lítið breyst, sem frá upphafí hefur verið að selja saltfísk félagsmanna sinna, en einn- ig aðrar framleiðsluvörur félagsmanna, afla nýrra markaða, vinna að vöruvöndun, þróun nýrra afurða og stuðla að hverju því máli sem má verða fískframleiðslu félagsmanna til framfara og eflingar. í tilefni af afmælinu snerum við okkur til Dagbjarts Einarssonar, stjómarfor- manns SÍF, og báðum hann að ræða við okkur um afmælisbamið og stöðuna nú. Dagbjartur hefur lengi verið atkvæðamikill innan sam- bandsins, og sem kunnugt er hefur hann rekið fískverkunarfyrirtækið Fiskanes í Grindavík frá 1971. Fyrst spurðum við hann um ástæður stofnunarinnar. „Aðrir menn eru hæfari til að greina frá því í smærri atrið- um,“ segir Dagbjartur, „en í sem skemmstu máli voru ástæður þær að þegar kreppan fór að segja til sín eftir 1930, hafði það einmitt gerst, sem jafnan vill verða á samdráttartímum, að menn vildu fara að bjóða verðið niður hver fyrir öðrum. Auðvit- að fylgdi það þá um leið að margur gafst upp og fór á haus- inn. Senn fór hver hugsandi maður að sjá að fiskverkendur gerðu ekki annað en að eyði- leggja hver fyrir öðrum með þessu. Þær voru orsakirnar fyrir því að Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda var stofnað. Gengu til liðs við þau allir stærstu saltfiskverkendur í landinu og þar á meðal var Kveldúlfur. Þrátt fyrir að Kveld- úlfur væri þá það fyrirtæki, sem stærst var í þessari framleiðslu- grein, þá þóttust þeir sjá hag sínum best borgið með því að menn stæðu saman. Hið eftir- tektarverða er að nú, sextíu ár- um síðar, hafa þær forsendur, sem lágu til stofnunar SÍF, ná- kvæmlega ekkert breyst.“ Og enn eru menn sömu skoðunar? „Já, menn eru það. Þeir eru að vísu ýmsir, sem segja að það eigi að brjóta þetta kerfi upp. En eins og alþjóð er kunnugt hefur könnun eigi að síður leitt í ljós að 95% saltfiskframleiðenda eru því meðmæltir að halda við lýði því íýrirkomulagi sem nú er. Þannig telja þeir hag sínum best borgið. Af tuttugu ára reynslu þess fýrirtækis, sem ég rek sjálf- ur í Grindavík ásamt mínum fé- lögum, er ég ekki í vafa um að það er rétt. Ég hef stundum tekið dæmi af OPEC-ríkjunum og olíufram- leiðslunni. Enn hefur þessum ríkjum ekki tekist það ætlunar- verk sitt að standa saman, sem mundi fá þeim fullt vald yfir verðinu. Það hafa alltaf ein- hverjir klikkað og staðið utan við. Alveg það sama á við um ís- lenska saltfiskverkun. Náist samstaðan fram, má fá kaup- andann til þess að greiða hærra verð.“ Sumir segja þó að sam- keppnin eigi að gilda hér sem annars staðar? „Menn segja að það skuli ríkja samkeppni og um það er allt gott að segja. En við höfum bara næga samkeppni, þótt við sleppum samkeppni innbyrðis hér í landi okkar. Samkeppni fá- um við frá Norðmönnum, sem greiða niður bæði veiðar sínar og framleiðslu, svo í fiskiðnaði sem öðru. Og fleiri útlendir að- ilar veita okkur samkeppni. Ég segi og hef oft sagt að fyrir okk- ur sé um að gera að hafa inn- flutninginn frjálsan, en standa saman þegar að útflutningnum kemur. I útflutningnum er betra að allt sé á færri höndum og að samheldni ríki. Nema mönnum þyki svo vænt um þetta blessað fólk, sem af okkur kaupir — og er auðvitað alls góðs maklegt — að þeir vilji selja því vöruna sem ódýrast.“ Nú fer mikið minna magn til stærstu kaupendanna, Portú- gala, en var. Er markaðsmynd- in að breytast? „Myndin á erlenda markaðin- um hefur sem menn vita lítið breyst um langt árabil. Þó er stefnt að því að minnka heldur viðskiptin við Portúgala og leggja áherslu á að auka hlut- deild dýrari markaða eins og Spánar, Ítalíu og Grikklands. Portúgalar hafa verið langsam- lega stærstu kaupendurnir, en nú hefur sá markaður mjög dregist saman. Fyrir tveimur ár- um fluttum við út 35-36 þúsund tonn til Portúgal, en það fór niður í 15 þúsund tonn sl. ár og árið þar áður. í ár sýnist mér að það verði enn minna og meira að segja minna en til Spánar. Yrði það íýrsta árið, sem Portú- gal verður ekki stærsti kaupandi íslensks saltfisks.“ Erstærð verkenda mjög mis- jöfn? „Nú eru tæplega 300 verk- endur í SÍF, en fyrir tveimur ár- um voru þeir 400. Framleiðslu- magn er ákaflega misjafnt og margir eru litlir og framleiða undir 25 tonnum á ári. Mikill fjöldi framleiðenda var saman kominn í aðeins 4% af heildar- framleiðslu fýrra árs. Tíu stærstu framleiðendurnir fram- leiddu meira en 800 tonn hver árið 1991, en framleiðsla með- alframleiðandans var 161 tonn. Víst er fækkunin, sem ég gat um, veruleg, en á það ber þó að líta að framleiðendur höfðu aldrei verið fleiri en fýrir tveim- ur árum. Auk minnkandi afla má líka rekja ástæðu þessarar fækkunar til þeirrar staðreynd- ar að auðvitað er ekki jafn áhugavert að salta fisk né verka á annan hátt eftir að hráefnis- verð hækkaði svo mjög er markaðirnir komu til sögunn- ar. En ég ætla að þetta muni þó leita jafnvægis og saltfiskverk- un aukast að nýju. Það hefur alla tíð verið einkenni á saltfisk- sölunni að hún hefur gengið í hæðum og lægðum, og þetta á eftir að hressast við að nýju.“ Hvað um dhrif hækkandi verðlags d saltfiski erlendis? „Kannast verður við að verð- ið á saltfisknum var orðið mjög hátt í samanburði við aðrar matvörur. Slíkt þýðir alltaf að neyslan minnkar. En í kjölfar þess lækkar verðið og markað- urinn jafnar sig. Þó eru tak- mörk fyrir öllu, og hvað mundi kona gera, sem fer inn í verslun úti á Spáni og á um það að velja að kaupa sporðblöðku af salt- fiski eða heilan kjúking? Svo ekki sé nú minnst á hvað betri bitarnir af saltfisknum kosta. Þá er verðið orðið helmingi hærra en fýrir dýrasta nauta- kjöt. Það, sem haldið hefur salt- fisksölunni uppi, er að hefðin fyrir neyslu hans er svo sterk í þeim löndum sem hafa keypt hann. En hún er heldur ekki fýrir hendi nema þarna á Mið- jarðarhafssvæðinu, þar sem kaþólikkarnir búa. Þeir, sem borða saltfisk vestanhafs, eru fýrst og fremst fólk upprunnið af þessum svæðum. Ekkert virðist ganga að kenna N-Evr- ópubúum að éta saltfisk. Brasilíumenn vilja líka neyta saltfisks, enda þjóð þeirra af portúgölskum stofni. Én þar er fjármálaástandið bara svo erfitt að menn geta ekki greitt það, sem við verðum að fá svo hægt sé að halda uppi þeim lífskjör- um, sem við Islendingar búum við.“ En verkunaraðferðimar hafa mikið breyst d þessum sextíu drum? „Já, verkunaraðferðirnar hafa breyst verulega í tímans rás. Hér fýrr á árum var þetta einkum þurrkaður fiskur sem út var fluttur, en nú nemur hann ekki nema um 5% af heildarmagninu. Það brot hefur helst farið til Brasilíu. Portú- galir vilja fá fiskinn blautan og þurrka hann svo sjálfír, því það er hagkvæmara fyrir þá, þar sem launin eru lægri hjá þeim. Bætt flutningatækni og örari samgöngur gera þetta nú vel kleift, en þurrkunin var lýrst og fremst til að verja vöruna skemmdum. Nú er fiskurinn kældur og minna verkaður og látinn liggja æ skemur. Þetta er sem sagt orðin kælivörufram- leiðsla.“ Telur þú að núverandi fyrir- komulag d saltfiskútflutningi sé í hættu? „Það vona ég vissulega að sé ekki. En nokkrir útflytjendur héðan hafa truflað okkur mikið á Spánarmarkaðinum. Þarna er nú einn kaupandi á ferð, sem er að selja á lægra verði en okkar menn, hvernig sem hann ann- ars getur það. Hann hlýtur að greiða einhvern fórnarkostnað til þess. Mér dettur ekki í hug að liggja á því að það fer í taug- arnar á okkur að við skulum ekki fá að vera í friði með þetta. Þetta hefur gengið mjög vel, þótt alltaf megi bæta sig og allt- af megi finna að einhverju. En í heildina hefur þetta gengið vel þessi sextíu ár og við hlustum ógjarna á einhverja pólitíkusa og minni spámenn aðra, sem mikið minna skynbragð bera á þessi mál. Þeir gera ekki annað en spilla fyrir og stefna í hættu löngu og miklu starfi, sem unn- ið hefur verið af hæfustu mönnum okkar. Hér innan samtakanna er fýrir hendi áratuga reynsla manna, sem gjörþekkja mark- aðina og viðskiptasambönd er- lendis. Menn héðan eru stöð- ugt að leita nýrra leiða og margt hefur verið hafst að í því efni á seinustu árum. M.a. var keypt fyrirtæki úti í Frakklandi fýrir þremur árum, sem gert hefur kleift að komast nær franska markaðinum en var, og á þeim markaði erum við stærstir. Á Ítalíu höfum við söluskrifstofu og á Spáni, en þar rekur SÍF fýrirtækið Union Islandia. Með því að viðhalda og treysta samstöðuna ættum við að geta aukið okkar hlut enn frá því sem nú er í þessum löndum og víðar.“ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.