Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 17
Tíminn 17
Miðvikudagur 27. ma( 1992
DAGBÓK
Ninl Tang.
Listahátíö í Bankastræti
í tilefni Listahátíöar í Reykjavík verður
opnuð myndlistarsýning í Gallerí Sævars
Karls, Bankastræti 9, föstudaginn 29.
maí kl. 16 á verkum Nini Tang.
Hún er fædd 1956 og er Hollendingur.
Nam myndlist við listaskólann í Breda og
Jan van Eyck-akademíuna í Maastricht,
þar sem kynni hennar af íslenskum
myndlistarmönnum urðu til þess að hún
hefur dvalið af og til á íslandi síðan 1982.
MeðaJ annars hefur hún kennt við Mynd-
listarskólann á Akureyri og Myndlista-
og handíðaskóla fslands, síðast 1989.
Nini Táng hefur verið starfandi mynd-
listarmaður í heimalandi sínu í meira en
áratug og haldið tvær einkasýningar á ís-
landi, í Nýlistasafninu 1982 og 1985.
Á sýningunni í Gallerí Sævars Karls
eru improviseruð málverk.
Sýningin stendur til 30. júní og er op-
in á verslunartíma.
12 ný sumarhús í Svigna-
skaröi afhent um helgina
Laugardaginn 30. maí mun Byggingarfé-
lagið Borg afhenda byggingamefrid or-
lofsbúða 12 sumarhús, sem byggð hafa
verið á Svignaskarði í Borgarfirði. f til-
efni af því verður sýning á húsunum
sunnudaginn 31. maí kl. 14-18. Bygging-
arfélagið Borg var stofhað 2. mars 1976.
Starfsemi þess felst í hurða- og glugga-
framleiðslu, sem og almennri byggingar-
starfsemi. Auk sumarhúsanna er Borg
með nokkur verk í Borgarfirði, svo sem
byggingu nemendagarða við Samvinnu-
háskólann, viðbyggingu við veiðihúsið
við Norðurá og byggingu einbýlishúss á
Hvanneyri.
Sumarhúsin, sem sýnd verða, voru
hönnuð hjá Litlu teiknistofunni í Hafn-
arfirði. Þau eru 56,8 fermetrar að stærð
og þeim fylgir 35 fermetra verönd. Allt
byggingarefnið var keypt innan svæðis-
ins, frá Vímeti, Loftorku, Kaupfélagi
Borgfirðinga og Glerslípun Akraness.
Timbur, sem notað var við smíðina, var
allt þrýstifúavarið í sérstakri vél hjá
Borg. Undirverktakar úr Borgamesi vom
Loftorka, Guðmundur Brynjúlfsson sem
sá um pípulagnir, Glitnir sem sá um raf-
magn, Axel Þórarinsson sem sá um
málningarvinnu, og Sindri Axfjörð sem
annaðist lóðarframkvæmdir.
Húnvetningafélagiö
Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Húnabúð,
Skeifunni 17. Paravist. Allir velkomnir.
Skagfirðingafélögin
í Reykjavík
verða með sitt árlega gestaboð fyrir eldri
Skagfirðinga í Drangey, Stakkahlíð 17, á
uppstigningardag kl. 14.30. Bílasími er
685540.
Reykjanes —
Leiöarþing
Steingrlmur Hermannsson alþm., formaöur Framsóknar-
flokksins, heldur leiðarþing á eftirtöldum stöðum:
Kópavogl 27. mal kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu v/Digra-
nesveg.
Stjám Kjördæmissambandsins.
Steingrímur
Hermannsson
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 18. mal er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá ki. 8.00 til 16.00
mánudaga-föstudaga.
Verið velkomin.
Framsóknarflokkurinn.
Guðmundur
Bjamason
Valgeröur
Sverrisdóttir
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Norðurland eystra
Fundir með alþingismönnum
Þingmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu boða til almennra stjórnmálafunda,
sem hér segir:
Félagsheimilið Tjamartoorg, Ólafsfirði, miðvikudaginn 27. mal kl. 20.30.
Grimsey, Félagsheimilinu fimmtudaginn 28. maí kl. 13.00.
Garðar, Húsavík, laugardaginn 30. mai kl. 10.00 f.h.
Framsóknarflokkurínn.
Kópavogsbúar —
Vormarkaður
Vormarkaður Freyju veröur haldinn laugardaginn 30. maí kl. 10.00-16.00
að Digranesvegi 12. Á markaðnum kennir margra grasa, svo sem: Fjölær
útiblóm, trjáplöntur, stofublóm, kökur o.m.fl. Auk þess veröa kafflveitingar
á staðnum. Hluti af ágóöanum rennur til Vímulausrar æsku.
Þeir, sem vilja leggja málefninu lið eða vilja fá nánari upplýsingar,
hringi í Ástu í sima 40229.
Stjóm Freyju.
Ólafsvík —
Hellissandur
Steingrlmur Hermannsson og IngF
björg Pálmadóttir heimsækja fyrirtæki
á Ólafsvik og Hellissandi þriöjudaginn
2. júni.
Fundur verður í Félagsheimilinu,
Ólafsvík kl. 20.30 um kvöldið. All-
ir velkomnir.
Steingrimur Ingibjörg
Enginn ræki upp stór augu þó aö hann sæi eina ömmuna enn meö skýluklút. En þetta er engin önnur
en Jackie Onassis.
Jackie barnapía
Ömmur hlaupa oft undir bagga
með að gæta bamabamanna þegar
svo stendur á og breytir þá engu
hvort þær em vellauðugar og
heimsfrægar eða ósköp venjulegar.
Og sem betur fer hafa þær flestar
ánægju af, a.m.k. í hófi.
Jackie Onassis þarf stundum að
gæta tveggja dætra Caroline dóttur
sinnar, en Caroline Kennedy
Schlossberg er önnum kafinn lög-
fræðingur. Nýlega sást til þeirra
þriggja Jackie, Tatiönu, tveggja ára,
og Rose, þriggja ára, á göngu í
Centrai Park í New York, og til halds
og trausts höfðu þær fengið vinkonu
til að slást í hópinn.
Það rak svo sem enginn upp stór
augu þó að enn ein amman með sól-
gleraugu og skýlu væri að spóka sig
með ósköp venjulegum bamabörn-
um. Tatiana situr hin rólegasta í
kerrunni en stóra systir Rose stend-
ur á bakfjölinni. Sem sagt ósköp
venjulegur fjölskyldugöngutúr.
Allar ömmur eru eins. Jackie
Onassis skemmtir sér hið besta
á hringekjunni meö Tatiönu,
tveggja ára dótturdóttur sinni.
Ekkja Spencers lávarðar og stjúpa Díönu príns-
essu af Wales brá sér til Rómar eftir lát manns
síns til að sækja huggun hjá einkadóttur sinni
sem þar býr. Charlotte og maður hennar, Duca
Don Alexander Castello di Caraci, tóku vel á móti
henni og Chariotte fór með henni í Páfagarð þar
sem álitið er að hún hafí fengið einkaáheym hjá
páfa.
Vonandi hefur ekkjan fengið góðan styrk frá
hans heilagleika, en þær sögur ganga alltaf fjöllun-
um hærra að samkomulag hennar og stjúpbarn-
anna hafi aldrei verið upp á það besta. Raine, dótt-
ir skáldsagnahöfundarins Barbara Cartland, giftist
lávarðinum 1976 og hjúkraði
Jarlsekkjan honum aftur til heilsu eftir heila-
Raine blóðfall 1978.
Spencer fór
til Rómar aö
heimsækja
dóttur slna
til aö jafna
sig örlítiö
eftir lát
manns síns.
Stjúpa
Díönu í
heimsókn í
Páfagarði
Fundarboöendur.