Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 27. maí 1992 96. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Búist er við að áburðarsala á þessu ári verði 6.000-8.000 tonnum minni en í fyrra: Aburðarsala minnkaði um 25% á átta árum Búist er við 10-12% samdrætti í áburðarsölu á þessu ári. Astæð- urnar eru þær að síðasta sumar var hlýtt og spretta góð. Mikið er því til af heyjum hjá bændum. Við þetta bætist mikill samdráttur í land- búnaði. Stjórnendur Aburðarverksmiðjunnar gera ráð fyrir í áætl- unum sínum að samdrátturinn nemi a.m.k. 6.000 tonnum, en hann gæti hæglega orðið meiri. Sala áburðar það sem af er þessu vori bendir til að samdrátturinn gæti orðið á bilinu 10-12%. sem sinna gróðurvemd er sáralítill hluti af heildarsölu Áburðarverk- smiðjunnar. Stjórnendur Áburðar- verksmiðjunnar eiga því ekki annan kost en að draga saman og aðlaga sig minnkandi markaði. Hákon sagðist gera ráð fyrir að sala á áburði haldi áfram að dragast saman í takt við samdrátt í landbún- aði. Gert er ráð fyrir að sauðfé í land- inu fækki um 15-18% á næsta ári og samdráttur í mjólkurframleiðslu verði 5%. -EÓ SIFer 6ðára Sölusamtök íslenskra físk- framleiðenda fagna sextugsaf- mæli um þessar mundir og er aðalfundur samtakanna hald- inn í dag. Af því tilefni ræddum við við Dagbjart Einarsson, formann samtakanna. Sjá viðtal bls. 8 og 9 Frá árinu 1984 hefur sala á áburði dregist saman 25%. Verulegur sam- dráttur varð um miðjan síðasta ára- tug, en síðan stóð áburðarsalan í stað í nokkur ár. Á þessu ári virðist salan ætla að dragast verulega sam- an. Hákon Bjömsson, framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagði að samdráttur í sölu á áburði kæmi eðlilega illa við verksmiðjuna. Hann sagði að hún hefði verið að undirbúa sig undir minni umsvif á síðustu ár- um með fækkun starfsfólks og hag- ræðingu á ýmsum sviðum. Hákon sagði að reiknað hefði verið með 10% samdrætti í áburðarsölu í rekstraráætlunum Áburðarverk- smiðjunnar fyrir þetta ár. Hann sagði að ef samdrátturinn yrði meiri yrði mjög erfitt að komast hjá halla- rekstri. Of snemmt væri hins vegar að segja til um afkomuna á árinu. Áburðarverð hækkaði um 2% í vor. Á síðustu árum hefur sala á áburði til landgræðslu dregist sam- an ár frá ári. Áburðarsala til Land- græðslu ríkisins og annarra aðila Námskeið Slysavarnarféiagsins fyrir barnafólk: Ekki gott að setja hníf á kulu a hofði Gamla húsráðið að setja hnífa á Mælst er til þess að tvíhjól séu kúlur á höfði er ekki talið æski- ekki keypt fyrir böruin fyrr en legt lengur, að sögn Herdísar þau eru orðin 6 ára og barnið sé Storgaard, hjúkrunarfræðings þá aðstoðað og því kennt að og starfsmanns Slysavarnarfé- hjóla: „Þá er jafnvægisskynið lagsins við átakið „Vöm fyrir þroskað. Með hjálpardekkjunum böm“. komast börnin á svo rosalega „Þetta gerir ekkert gagn. Þetta ferð en geta ekki notað önnur er biæðing sem er búin að safn- skynbrögö. Þessi böm sem ero ast saman og það er bara verið að nú úti á götunum kunna ekki dreifa blæðmgunnL Það heldur einu sinni að bremsa. Þau eru á áfram að blæða í yfír sólarhring. skóm sem era orðnir tálausir því Setja á frekar þrýstingsumbúðir þau bremsa með þeim.“ yfír kúluroan brjóta saman Herdís segir að meðan börain þvottapoka, setja teygjubindi yfir eru að nota þá getu sem þau og hafa til næsta dags.“ hafa, séu þau ckki fær um að var- í þrjú ár hefur Herdís haldíð 8 ast allar hættur í umferðinni. klukkustunda námskeið um allt Foreldrum her einnig að gæta land ætluö fóstrum og foreldrum þess að festa reiðhjólahjálmana þar sem hún gefur ýmis góð ráð. almennilega á börain sín. Þeir Til dæmis er fjallaö um fall, sár, verða að hylja hnakka og enni bruna, eitranir og höfuðbögg. svo eitthvað gagn sé að þeim. Leitast er við að útskýra hvað Einnig þarf að gæta þess að gerist við þessi slys, farið í fyrir- baraabílstólarair séu almenni- bygginga og hveraig bregðast Icga festir í bílnum, en fólk virö- skal við þehn. ist ekki alltaf hafa lesið leiðbein- Hjól bamanna eru gerð að sér- ingamar sem þelm fylgja. stöku umfjöllunarefni og er þar Herdís segir unga foreldra stuðst við sænskar kannanir. vera mjög meðvitaða um þessi Herdís telur börn vera allt of lítil mál og pabbarnir komi alveg þegar þau eru sett á hjól með jafnt á námskeiðin og mömm- hjálpardekkjum en þannig hjól urnan „Þetta er fólk sem veit eru tíl fyrir böm á aldrinum 2 og talsvert en er komið tíl að vita 1/2 árs. meira,“ segir Herdís. —GKG. Bera Nordal viö eina hinna jórdönsku mósaíkmynda sem sýndar verða. Tímamynd Ami Bjama Sýning á vegum Listahátíðar í Listasafni íslands: Menning frá Jórd- aníu og Palestínu „2000 ára litadýrð“ er yfirskrift sýningar á mósaíkmyndum og bún- ingum frá Jórdaníu og Palestínu sem opnuð verður á laugardaginn af Prins Bin A1 Hussein. Það verður í fyrsta skipti sem listaverk frá þessum heimshluta eru sýnd á íslandi en elstu verkin eru 1500 ára gömul. í Jórdaníu fundust mósaíkverk fyrst í lok 19. aldar og eru þau elstu talin vera allt frá 1. öld fyrir Krist. Þau voru notuð til að skreyta gólf baðhúsa og heimili heldri fólks á tímum Rómverja en síðar kirkjur og kapellur. Búningarnir og skartið eru frá seinni hluta 19. aldar. Þessi hluti sýningarinnar var fenginn að láni úr einkasafni frú Widad Kawar sem býr í Amman og hóf ung að safna bún- ingum og fylgihlutum þeirra. Að sögn Beru Nordal, forstöðu- manns Listasafns íslands, er kominn tími til að kynna þetta menningar- svæði þaðan sem við fáum venjulega ekkert annað en stríðsfréttir. Sýningin er farandsýning sem hófst á Ítalíu en kemur héðan frá Danmörku. Þar eð verkin eru talin ómetanleg tóku Jórdanir hana á rík- isábyrgð. —GKG. Ný Markarfljótsbrú opnuð eftir mánuð Pramkvæmdir við nýju Markar- fljótsbrúna eru allar á réttu róli og er gert ráð fyrir því að bæði vegur og brú verði komin í notkun um mánaðamótin júní-júh'. Verktakafyrirtækið Suðurverk hefur nýlega lokið við sinn þátt í framkvæmdunum sem var vega- lagning og bygging varnargarða yfir Markarfljótsaura. Nú er byrjað að leggja klæðningu á veginn og er gert ráð fyrir að búið verði að því undir lok júní en þá er áætlað að taka brúna í gagnið. Ekki er reiknað með neinni formlegri viðhöfn þegar það verður gert. —SBS Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.