Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. maí 1992
Tíminn 7
F arfuglar
Ríkið Bahrain er eitt þeirra ríkja,
sem gefíð hefír út mikið af fuglafrí-
merkjum á undanfdmum árum.
Þar sem ríkið er suður á hinum
heitu gráðum, er þarna um mjög
svo litríka og fallega fugla að ræða,
sem endurspeglast í fallegum og vel
hönnuðum frímerkjum, en hönn-
uður þeirra er Abbas Al Mosawi.
Þann 12. mars s.l. var gefín út örk
með 16 mismunandi frímerkjum,
hverju öðru fegurra. Er þama um
að ræða útgáfu með myndum far-
fugla er koma til Bahrain á ýmsum
tímum árs, en eru ekki staðfuglar í
landinu.
Tekið skal fram að þótt Bahrain sé
ekki eitt af hinum stóru ríkjum ver-
aldar, hafa þeir komið sér upp sinni
eigin frímerkjaprentsmiðju og eru
þessi frímerki prentuð hjá Oriental
press í Bahrain. Upplag þeirra er 125
þúsund blokkir, eða smáarkir má
víst kalla þetta, þegar stærðin er
komin upp í 16 frímerki, en undir
25 stykkjum. Hinsvegar ef um að-
eins 4 eða færri frímerki er að ræða
í einingu, verður víst að kalla slíkar
einingar blokkir. Jafnvel þegar 2x4
frímerki með endurteknum sömu
myndum er um að ræða, teljast þau
einnig blokkir frímerkja.
Þessar arkir frímerkja með mynd-
um dýra og fugla hafa verið nokkuð
vinsælar hjá tegundasöfnurum. Má
þar nefna úlfaldaörkina og strúta-
örkina, sem gefnar voru út á undan-
förnum árum.
„Fríða les blómrós
Grænlendingar halda áfram að
gefa út frímerki með undurfallegum
blómum. Það eru vetrarblóm og loð-
inn tröllastakkur, sem orðið hafa
fyrir valinu að þessu sinni. Vetrar-
blómið þekkjum við íslendingar vel
og höfum gefið það út oftar en einu
sinni á frímerki. Þá er einnig til
tröllastakkur hér á landi, en hann
heitir á latínu Pedicularis Flammea,
en sá grænlenski heitir Pedicularis
hirsuta og er mun loðnari en sá ís-
Ienski.
Jens Leibhart hefir teiknað frí-
merkin, en þau eru prentuð með off-
set hjá Claus Achton Friis. Útgáfu-
dagur þeirra var 26. mars 1992.
Þeir, sem hugsa sér að panta
grænlensk frímerki, ættu að athuga
að sala þeirra gegnum útsölustaðina
í Kaupmannahöfn eðaÁlaborg hætt-
ir frá og með maflokum 1992. Þá er
heimilisfang grænlensku frímerkja-
sölunnar eftir það: Grönlands
Postvæsen, Filateliafdelingen, DK-
3913 Ammassalik, Grönland.
Sigurður H. Þorsteinsson
Stimplar.
Grænlensku blómafrlmerkin.
KAPITAL-
ISMINN
Vara-forsætisráðherra Rússlands,
Yegor Gaidar, birti grein í Financial
Times 22. janúar 1992 um yfír-
standandi breytingar á skipan efna-
hagsmála þarlendis. Þar segir hann
m.a.: „Helsta skrefíð í átt til heil-
brigðs markaðsbúskapar er það að
taka upp frjálsa verðlagningu inn-
anlands. En Rússland er líka stað-
ráðið í að eiga að fullu hlut að al-
þjóðlegum viðskiptum. Þörf verður
þá á frjálsum gjaldeyrismarkaði.
Fram til þessa hefur (útlend-
ur) gjaldeyrir verið á alltof lágu
verði og verið úthlutað af emb-
ættismönnum. Ríkisstjórnin
lagði 1. janúar 1992 grunn að
reglulegum gjaldeyrismarkaði. Inn-
flytjendur munu kaupa dollara í
banka sínum á markaðsverði. Út-
flytjendur verða að selja ríkinu
a.m.k. 10% af gjaldeyristekjum sín-
um (á markaðsverði). Óðar og þeir
treysta því, að á (rússneskum) gjald-
miðli verði skipt við útlendum
gjaldeyri, munu þeir vissulega selja
stærri hluta þeirra. Þannig mun til
koma samfelldur gjaldeyrismarkað-
ur.
í þessum efnum verður ein und-
antekning — sem raunar ristir
grunnt. Útflytjéndur olíu, jarðgass,
timburs og dýrra málma verða að
selja ríkinu 40% af gjaldeyristekjum
sínum á hálfu markaðsverði. Þá
verður um að ræða toll áþekkan
sköttum á útflutningi úr náttúru-
legum auðlindum, sem á eru lagðir í
flestum löndum.
Að koma á frjálsum markaði er
fyrsti liður þessara umbóta. Tilætl-
unin er að verðlag hækki í eitt skipti
fyrir öll, — til að nema á brott yfir-
slútandi peninga — og að halda því
síðan stöðugu. Erfiðast verður að
koma á stöðugleika, en í því skyni
verða tekin þrjú skref. — í fyrsta lagi
þarf að koma á hallalausum ríkisbú-
skap, og að því verður unnið á fyrsta
ársfjórðungi (1992). Hvað útgjalda-
hliðinni viðvíkur, þá hlýst af upp-
töku frjálsrar verðlagningar, að
flestar niðurgreiðslur verða af-
numdar, einkum á kjöti. Firnamikill
(drastic) niðurskurður verður á að-
föngum til landvama. Hvað sköttum
viðvíkur, þá er gamla óbeina skatt-
lagningin að miklu leyti hmnin, og
vann fjármálaráðuneytið að upptöku
virðisaukaskatts í stað hennar síð-
ustu þrjú ár. Og hefur nú verið upp
tekinn 28% VSK og einnig launa-
skattur á fyrirtækjum (37%) og
arðsskattur (32%). Örðugt er að
áætla skattatekjurnar, en ríkis-
stjórnin mun eftir mætti afla sér
tekna á við útgjöld.
Þetta er eitt mikilvægt skref til að
koma á peningalegri (hag)stjórn
(monetary control). Annað skref er
það að setja skorður (effective lim-
its) við lánum til fyrirtækja. Um þær
á ríkisstjórnin í aðkallandi viðræð-
um við seðlabankann, því að fram-
gangur (þessara) fyrirætlana er und-
ir þeim kominn.
Loks þarf að koma stöðugu
gengi á rúbluna. Sem stendur er
framboð útlends gjaldeyris svo
lítið, að rúblan er stórlega van-
metin. Verð á vömm í Rússlandi nú
er um tuttugasti hluti heimsverðs
þeirra á núverandi gengi. Býður það
hættum heim. Nema því aðeins að
gengi rúblunnar verði hækkað, mun
vömverð margfaldast. — Til að
hækka gengi rúblunnar þarf aðhald
í peningamáium. En það þarf líka að
festa gengið til að hindra verðhækk-
anir og til að fyrirtæki megi sjá af
dollurum sínum. Því miður getur
Rússland ekki gripið til neins gjald-
eyrisforða í því skyni: Ráðstjórnar-
ríkin sóuðu honum. Til að koma
upp sjóði til að halda uppi gengi
rúblunnar er brýn þörf á útlendri
aðstoð."
Va VlUðlUIIllllll 111II
STATK OF
BAHRAIN
liÁHRAtN
ÖAHHAIN
HAHRAIN
íftAHRAIN *
BAHKAtN
jBAHRAlhl
ftAliRAlN '£&
BAHRAIN
STATE OF
BAHRAIN
i ■ '1;
£
Wl &
K Tl
Smáörkin meö fuglunum frá Bahrain.
MUNIÐ
3 skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega
fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag.
þ.e.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimlll Slml
Keflavík Guöríður Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarövík Katrín Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169
Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lámsdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Gmndarijöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Lilja Guðmundsdóttir Gufuskálum 93-66864
Búöardalur Sigurlaug Jónsdóttlr Gunnarsbraut 5 93-41222
ísafjöröur Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangl Hólmfriður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahllð 13 95-35311
Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíöarvegi 46 96-71688
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275
Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016
Húsavlk Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559
Ólafsfjöröur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308
Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258
Vopnafjöröur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaöur Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461
Reyöarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
Eskifjöröur Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B
FáskrúðsfjöröurGuöbjörg Rós Guöjónsd. Skólavegi 26 97-51499
Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317
Hverageröi Þórður Snæbjarnarson Heiömörk 61 98-34191
Þoriákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Bjami Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Friðrik Einarsson (ragerði 6 98-31211
Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179
Hvoisvöllur Jónína og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335
Vík Ragnar Freyr Karlsson Ásbraut 3 98-71215
Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
Útför bróöur okkar
Þorsteins Jónssonar
bónda, Kaðalsstöðum
er andaöist 20. maí s.l. fer fram frá Stafholtskirkju laugardaginn 30. maí
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Björgunarsveitina
Heiöar.
Ástriöur Jónsdóttir
og systklni