Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 5
Miövikudagur 27. maí 1992 Tíminn 5 Jóhannes Bjömsson: Verða manndráp skyldunám hj á okxur? Nýlega fluttí Ríldsútvarpið athyglisverða frétt frá frændum okkar í Noregi. Þar hafði farið fram skoðanakönnun meðal stórþings- manna, sem berjast ákafast íyrir aðild Norðmanna að EB, og and- stæðinga málsins. Þeir, sem vildu leiða landsmenn inn f hið fyr- irhugaða sælurfld Evrópu, reyndust svo miklu verr að sér í Brússel-fræðunum að til háðungar varð. Þetta minnir okkur íslendinga á það hvað fyrirhugaðir EES-samn- ingar hafa verið lítið kynntir hér heima. í gamalli skoðanakönnun hélt umtalsverður hluti þjóðarinn- ar að við værum nú þegar í EB! Að- alkynningin mun hafa verið hugs- uð í þáttaröð sjónvarpsins „ísland í Evrópu", sem að minni hyggju var ísmeygilegur áróður fyrir aðild ís- lands að EES, jafnvel nafn þáttanna fól í sér áróður. Stjómandi þeirra tók skömmu síðar alveg ofan hlut- leysisgrímuna er hann stýrði þætti um EES-mál þar sem Jón Baldvin Hannibalsson og Bjami Einarsson áttu að ræða kosti og galla EES-að- ildar fyrir íslendinga. Þá reyndist jafnaðarmennska stjómandans slík að talið var að Bjami hefði aðeins fengið um 20% ræðutímans, Jón Baldvin um 75% og afganginn not- aði stjómandinn eftir getu tii stuðnings Jóni. Þótt mér væri ekki hlátur í huga við að horfa á þessa misnotkun valds, gat ég samt ekki varist brosi að stöðugum höfuðhneigingum stjórnandans þegar Jón hafði orð- ið, en steinrunnum svip við máli Bjama. Eftir þessa þætti var mér fyrst alveg Ijóst að sjónvarpið okkar hefur í kyrrþey jarðað gömlu yfir- lýstu hlutleysisstefnu sína, sem flestir landsmenn héldu að væri enn á lífi. Já, vissulega væri full þörf á því að kanna rækilega eins og í Noregi hvað þeir þingmenn hér, sem áfjáðastir eru fyrir inngöngu ís- lands í EES sem öllum er ljóst að er anddyri EB, vita mikið um þær skyldur sem undir er gengist með aðild að þeim samtökum: víðtæku afsali sjálfstæðis og landsréttinda og stórfelldum viðbótarútgjöldum fyrir vikið. Þegar samningamenn EES og EB settu upphafsstafina sína undir fyrirhugaðan samning úti í Brússel á döguum, þurfti að sögn að rita þá tvö þúsund sinnum! Slík er skriffinnskan. Ótal spurningar vakna. Er það rétt að nefndirnar séu um tvö þúsund í þessu bákni? Væri ekki nauðsynlegt fyrir okkur að eiga fulltrúa í þeim flestum? Hvað myndi slíkt mannahald kosta okkur fjarri heimaslóðum? Myndi hinn fjölmenni skari ís- lendinga, sem nú mænir löngun- araugum til kjötkatlanna í Brússel, una lægri launum en sendimenn hinna stóru, fjöl- mennu ríkja, sem búa við miklu betri kjör en þekkjast hér? Hvað er ætlað að við þurfum að greiða í húsaleigu, risnu og ferðir milli höfuðstöðvanna úti og heima, borga fyrir sérfræðingahjálp, skjalaþýðingar o.fl. o.fl.? Hefur íslenska dvergríkið, sem nú er að sligast undan kostnaði við að hjúkra sjúkum og fram- færslu gamalmenna sinna, efni á slíkum útgjaldaauka, ásamt stór- felldri efnahagsaðstoð við Mið- jarðarhafsþjóðir, sem geta fengið tvær til þrjár uppskerur af ökrum sínum árlega, þjóðir sem okkur hér „á mörkum hins byggilega heims“ er svo ætlað að keppa við í framleiðslu Iandbúnaðarvöru á „jafnréttisgrundvelli"? Og enn er þörf að spyrja: Þurfa aðildarríki EES engan skatt að greiða til samtakanna? Ég sá ný- lega smáfréttaklausu í blaði um að EB hefði lengi innheimt 1% af söluskatti aðildarríkjanna, en breytt honum 1988 í 1,4% af verg- um þjóðartekjum. Þetta er enginn smápeningurl Mér hefur skilist að landamæra- vörslu eigi að leggja niður að mestu innan EB. Fjármagn, vörur og fólk geti streymt hindrunar- laust eða -lítið fram og aftur innan hins fyrirhugaða stórríkis Evrópu; það sé einn mikilvægasti þáttur þess að skapa þá gullöld, sem hag- fræðingarnir hafa kallað fram á tölvuskjám sínum. Efalaust hefst uppgangstími fjármagnseigenda — auðhring- anna stóru, sem nú geta lagt und- ir sig nýjar lendur til að arðræna Sérhverríþjóð innan þessa veldis yrði gert skylt að leggja fram dýra sjóði til hervarna, svo og herlið. Það vœrí fásinna að imynda sér að íslending- ar einir þjóða kœmust undan þeirrí skyldu,þeg- ar ÍEBvœríkomið. Vill íslenska þjóðin láta skipa sér að taka upp her- skyldu? Iíkt og forðum. Því er óskiljanlegt að ráðamenn smáríkis eins og ís- lands, sem er fyrir skömmu slopp- ið úr nýlendufjötrunum, skuli teygja fram álkuna til að komast sem fyrst í snöru Evrópustórveld- anna gömlu. Og önnur stétt manna mun vissulega eignast sannkallaða gullöld: sölumenn dauðans. Þeir eru sjálfsagt farnir að hlakka til þess að geta farið að mestu frjálsir fram og aftur um Evrópu eftir að hafa fundið smugu einhvers stað- ar á útjöðrum stórmarkaðarins. En hvernig gætu íslenskir lög- gæslumenn hamlað innflutningi útlendra eiturlyfjasala, ef ekki mætti lengur skoða í ytri og innri farangursgeymslur þeirra? Því verður naumast á móti mælt með rökum, að ef við göng- um í EES munum við sogast það- an inn í EB- svartholið, glata þá fljótlega tungu og menningu okk- ar og hverfa sem sérstök þjóð af spjöldum sögunnar. Enginn veit nú í hvaða óskapn- að EB kann að breytast áður en það splundrast af innbyrðisátök- um eða liðast hljóðlega sundur eins og Sovétrfldn núna. Hver, sem eitthvað þekkir til sögunnar, veit að þótt alþjóða- hyggjan leggi undir sig skólana og fjölmiðlana og kveði þar og kveði sitt „korriró" yfir ættjarðarástinni verður hún aldrei svæfð til fulls — hún er það ríkur þáttur í eðli hvers heilbrigðs manns, Iíkt og ást móður á afkvæmi sínu. Nú er alveg ljóst að markvisst er stefht að samruna EB-þjóðanna í eitt ríkisbákn, sem yrði þá eitt- hvert mesta stórveldi jarðar. ÖIl stórveldi hafa öflugan her. Sér- hverri þjóð innan þessa veldis yrði gert skylt að leggja fram dýra sjóði til hervarna, svo og herlið. Það væri fásinna að ímynda sér að íslendingar einir þjóða kæmust undan þeirri skyldu, þegar í EB væri komið. Vill íslenska þjóðin láta skipa sér að taka upp her- skyldu? Vill hún senda úrval æsku- manna sinna út um víða veröld til að vernda hagsmuni fjármagnsins, sem ætíð getur stjórnað æðstu ráðamönnum stórveldanna eins og strengjabrúðum með einhverj- um ósýnilegum leyniþráðum? Kvíða íslenskar mæður því engu að fá máske syni sína heim sund- urtætta til greftrunar eða sem andleg reköld af þeim vítisvett- vangi, sem allar styrjaldir eru og fáir sleppa óskemmdir frá? Stundum sýnist mér að sjón- varpið okkar íslendinga sé mark- visst að búa þjóðina undir breyt- ingu í þessa átt með því að þrengja manndrápsmyndum inn í stofu hjá landsmönnum og t.d. sjónvarpið umtalaða beint af vettvangi Persa- flóastyrjaldarinnar á síðasta ári. Fyrir nokkrum kvöldum lýsti einn þulurinn (stúlka) í smáatrið- um og með myndsýningu aftöku ólánsmanns, svipbreytingum hans og litaskiptum í dauðateygjunum. Þessi viðbjóður var sóttur til fjar- lægrar heimsálfu. Hver var tilgangurinn? Var hann ef til vill sá að reyna að „herða“ landann, svo að hann verði fyrr hlutgengur í fyrirhug- uðu stórríki Evrópu og íslenska þjóðin veiti minni mótspyrnu, ef sú tilskipun kæmi frá Brússel að manndráp skuli vera skyldunám hjá æskumönnum okkar — her- skylda lögleidd á fslandi? Höfundur er bóndi i Ytri-Tungu á Tjömesi. Björn Agnarsson: Liðsinnis óskað Milli 20 og 30 tilboð bárust í smíði á nýju feijunni, sem á að sigla á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Aðeins eitt íslenskt fyr- irtæki bauð í þetta verk og tilboð þess hljóðaði upp á 1800 millj- ónir króna. Undirritaður hefur kynnt sér nokkuð þessi mál að undanförnu. Heildarþungi skipsins er áætlaður um 1900 tonn. Þunginn skiptist þannig, en þetta eru tölur frá erlendu skipa- smíðastöðinni vegna þess að verk- fræðistofan, sem teiknaði skipið, hefur ekki einstakar þungatölur handbærar: Stálhlutar............. 1037 tonn ÁI ...................... 40 tonn Vindur, pollar, handrið og stigar...........'....... 82 tonn Vélar og fylgihlutir ... 235 tonn Rór, dælur, hitaskiptar, ventlar................. 105 tonn Innréttingar............ 360 tonn Rafmagn.................. 11 tonn Annað.................... 18 tonn Samtals 1888 tonn Efvið skoðum þessar tölur, þá er tiltölulega fljótt hægt að ákveða heildarverð tilboðsins. Smíðajám út úr búð kostar hér um 60 kr. kg. Kostnaðurinn við smíðajárnið er þá samkvæmt töflunni um 62 milljónir. Kostnaðurinn við að smíða í skipastáli er um 100 til 200 tímar á tonnið. Segjum 200 tímar. Nú, þeir taka 2000 kr. útselt á tím- ann við að sjóða úr stálinu. Þessi liður gerir þá um 415 milljónir króna. Vélin og fylgihlutar kostuðu um 150 milljónir. Niðursetning vélar- innar er mér ókunn. Segjum 10 milljónir. Nú erum við komin í 637 milljónir. Álið kostar um 270 kr. kg, þar em tæpar 11 milljónir. Vinnulaun við að sjóða álið em svipuð og járnið. Heildartala þar er þá 16 milljónir. Innréttingar em auðvitað dýrar. Af viðtali við bátasmið í plastbát- um eru björgunarbátarnir á um 15 milljónir. Þessi athugun er þá komin í 679 milljónir. Útboðið á sínum tíma var alút- boð. Það þýðir að þeir, sem bjóða í verkið, áttu sjálfir að hanna til dæmis loftræstikerfið, rafkerfið, frárennsliskerfi, töflukerfi og fleira og fleira. Slík tilboð bjóða upp á að gerðar séu skekkjur. Magntaka á efnis- hlutum er nr. eitt, tvö og þrjú ef vel á að takast að standa að útboð- um af þessu tagi. Það sést bara af þessu tilboði, sem kom frá Slipp- stöðinni á Akureyri, sem kallast hræðslutilboð. Smiðanefndin, sem sá um út- boðið, hefur ekki gert sér grein fyr- ir þessu. í öðru lagi þarf að ganga betur frá greiðslutilhögun. Það tíðkast annar greiðslumáti í sam- bandi við skipasmíðar hér á landi, sem gerir mönnum erfitt fyrir að bjóða í þess konar verk. Að borga eftir reikningi til dæmis hálfum mánuði eftir að reikningur hefur verið gerður, eins og gert er í bygg- ingariðnaðinum, tíðkast ekki í skipasmíðum. Tilboðsgjafar verða þess vegna að áætla fjármagnskostnað á með- an á verkinu stendur. Þetta er mjög óeðlilegt. Að þurfa að geta sér til um nær alla hluti er óviðun- andi. Þessu ætti Steingrímur Her- mannsson að átta sig á sem raf- magnsverkfræðingur. En hann samþykkti þetta möglunarlaust á sínum tíma. Útboðsgögnin voru auk þess á ensku. Ef skipaverkfræðingar tækju upp þessi vinnubrögð, sem ég er að benda á — sem sagt að magntaka og tryggja greiðslur á réttum tíma — geta fleiri aðilar boðið í skipa- smíðarnar. Menn eru orðnir langþreyttir á þessum málum. Hvert verkefnið á fætur öðru fer til smíða erlendis. Eru íslendingar virkilega svona forpokaðir? Þessi nýja ferja, sem heitir Her- jólfur, er smíðuð í byggðarlagi í Noregi þar sem búa um 10.000 manns. Skipulagningin er frábær. Gaman væri nú ef einhver gæti bætt við tölum í þetta dæmi þann- ig að útkoman sé nálægt 1300 milljónum. Steingrímur Hermannsson gæti farið yfir þessar tölur í sambandi við rafmagnið. Slippstöðin gæti upplýst hvað innréttingamar hafi verið dýrar sem þeir ætluðu að nota. Það er til fullt af mönnum sem fást við kennslu í stjórnun. Pétur Maack uppi í Háskóla gæti frætt okkur á því. Sigurður Brynjólfsson, sem kennir teiknifræði uppi í Háskóla, gæti upplýst hvað línuteikning af skipinu myndi kosta. Hvað um það, gaman væri ef einhverjir lið- sinntu þessu máli til þess að nem- endurnir, sem eru að læra rafsuðu, þurfi ekki lengur að horfa upp á að aðrir hirði af þeim verkefnin. Höfundur er tæknifræölngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.