Tíminn - 03.06.1992, Qupperneq 1
íHBBHI
Miðvikudagur
3. júní 1992
100. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Óvænt úrslit í dönsku kosningunum um Samdráttur þorskafla í 150 þús.tonn gæti þýtt 25 milljarða viðskiptahalla:
sterkari tengsl þjóðanna innan EB:
Danir hafna
Maastricht
samkomulagi
Tvöföldun á
atviimuleysi?
Þvert ofan í það sem búist var
við höfnuðu Danir Maastricht
samkomulaginu um aukið sam-
starf EB ríkjanna. Þeir Poul
Schlúter forsætisráðherra og
Uffe Elleman Jensen utanríkis-
ráðherra, báðir gallharðir tals-
menn þess að Danir greiddu
samkomuiaginu atkvæði, voru
mjög sigurvissir í kosningabar-
áttunni og allt þar til fyrstu töl-
ur tóku að berast í gærkvöld.
Þegar tæp 83% atkvæða höfðu ver-
ið talin var ljóst að 50,7% kjósenda
höfðu hafnað samkomulaginu en
49,3% goldið því jáyrði. Ljóst er af
þessum tölum að mikið djúp er
staðfest milli danskra kjósenda og
stjórnmálamanna í þessu máli því
að danska þingið samþykkti Maast-
richt samkomulagið með 130 at-
kvæðum gegn 25. Það var því heldur
þungt hljóð í ofannefndum ráðherr-
um Dana í gærkvöld og utanríkisr-
áherrann sagði að úrslitin kæmu
sem köld vatnsgusa í andlitið. „Við
verðum að hugsa málin upp á nýtt
og reyna að komast að samkomulagi
við bandalagsþjóðir okkar í því skyni
að reyna að bjarga því sem bjargað
verður í þágu Danmerkur. Þá verð-
um við að fá botn í það hvers vegna
slíkt djúp er staðfest milli okkar og
kjósenda okkar,“ sagði Uffe Elleman
Jensen í gærkvöld. Danska ríkis-
stjómin kemur saman nú í dag til að
ræða niðurstöðu kosninganna og
hvað við tekur í kjölfar hennar.
—sá
í fjármálaráðuneytinu eru menn aðeins að byija að reikna það dæmi
hvað það mundi þýða fyrir þjóðarbúið ef þau ósköp ganga yfir að
skera þurfi þorskafla niður í 150 þúsund tonn á næsta ári. Sam-
kvæmt minnismiða sem lagður var fram á ríkisstjómarfundi í gær
mundu útflutningstekjur minnka um 14-15 milljarða (sem svarar
15-16% af vöruútflutningi síðasta árs).
is litið til þess hveráhrif það hefði að
þorskveiðar minnkuðu niður í 150
þús. tonn og ekki yrði samhliða grip-
ið til neinna aðgerða til að draga úr
þeim áhrifum. Þarna er sem sagt
ekki einu sinni tekið með í dæmið að
sjómenn reyndu t.d. að veiða eitt-
hvað annað í staðinn til þess að bæta
sér upp aflamissi í þorski. Enn sem
komið er séu útreikningamir aðeins
komnir að spumingunni; hvað svo?
Áhrifin á ríkissjóð segir Bolli Þór
lítið sem ekki farið að reikna út enn-
þá, utan það að slegið hafi verið á að
framangreindar tölur mundu þýða
að afkoma ríkissjóðs rýmaði um á
bilinu 2-3 milljarðar - - fyrst og
fremst vegna minni tekna en einnig
aukinna atvinnuleysisbóta. Spurður
hvernig hægt yrði að bregðast við
þeim samdrætti þjóðartekna sem
virðist liggja í loftinu, segir Bolli Þór
ekki um margar leiðir að ræða. Ann-
aðhvort verða menn að búa við stór-
aukinn viðskiptahalla, ellegar að
draga þjóðarútgjöldin saman líka á
móti minnkandi tekjum. Með því að
seinni leiðin yrði fyrir valinu yrði um
Það mundi enn auka viðskiptahall-
ann um 10 milljarða — til viðbótar
þeim 15 milljarða halla sem talinn er
blasa við miðað við stöðuna í dag —
þannig að viðskiptahalli gæti farið í
25 milljarða. Landsframleiðslan
mundi dragast saman um 4-5% til
viðbótar. Atvinnuleysi gæti aukist
um 2%, eða nær tvöfaldast. Og staða
sjávarútvegsins mundi vitanlega enn
versna.
Lengra eru menn ekki komnir enn-
þá í þessum útreikningum að sögn
Bolla Þórs Bollasonar hagfræðings.
Hann lagði jafnframt áherslu á það
að í framangreindu dæmi sé einung-
Konur úr forystusveit Fáks ríða á forsetafund:
Fákur er sjötugur
f tUefní af 70 ára afmæli hesta-
mannafélagsins Fáks í Reykjavfk
riðu konur úr forystusveit félags-
ins á fund forseta íslands, Vigdfs-
ar Finnbogadóttur, á Bessastöð-
um í gærdag.
Brynja Jónasdóttir, fonnaður
kvennadeildar Fáks, ávarpaði for-
seta og bauð hennl á afmælishátið
og kappreiðar Fáks á Víðivöllum í
Reykjavfk um hvítasunnuna. f
ávarpí sínu sagðt hún meðal ann-
ars að f slensid hesturinn hefðí um
aldlr verið þarfastí þjónn lands-
manna allra, kvenna jafnt sem
karia og sagði síðan:
„Hestamennskan í dag bindur
fjölskyldur traustum böndum,
bindur saman ólíkar starfsstéttir
og óhka einstaklinga, hún kennir
okkur að virða náttúruna og um-
gangast landið. En hestamcnnska
er einnig íþrótt og um hana gilda
sömu lögmá! og aðrar íþróttir.
Hún hefur uppcldislegt og félags-
legt giidi, sem ekki má gleymast f
amstri dagsins.'* —sá
enn meiri samdrátt að ræða. Raunar
er til ein leið enn, millifærsluleiðin,
sem oft hefur verið gripið til. En lík-
lega fremur ólíklegt að hún komi til
álita hjá núverandi ríkisstjóm.
Þótt fáir hafi sennilega búist við
auknum sjávarafla næstu árin, em
þeir varla margir sem til þessa hafa
reiknað með að þurfa að taka svo
stóra dýfu eins og nú virðist við
blasa. Og þótt áhrifin komi fyrst og
fremst fram á næsta ári er í raun ver-
ið að tala um lítt breytta eða betri
stöðu næstu 3 til 4 árin — nema þá
að erlenda stóriðju reki á okkar fjör-
ur innan þess tíma.
Fróðlegt en fremur sláandi er að
skoða tölur um þorskafla á fyrstu 8
mánaða tímabili síðustu þriggja fisk-
veiðiára, þ.e. tímabilið frá 1. septem-
ber til 30 apríl.
1989/90 211.700 tonn
1990/91 197.100 tonn
1991/92 168.100 tonn
Þótt aflaheimildir séu nærri því þær
sömu á yfirstandandi fiskveiðiári
(265 þús.tonn) og því síðasta (270
þús.tonn) var þorskaflinn 29 þúsund
tonnum minni í apríllok en á síðasta
ári. Ýmsir draga jafnvel í efa að
mönnum takist að ná þeim 97 þús-
und tonnum sem þeim er heimilt að
veiða þá 4 mánuði sem þama vom
eftir af fiskveiðiárinu.
- HEI
Umhverfisráðuneytið, Tóbaksvarnanefnd og
útvarpsstöðvarnar hvetja til þagnar með
Sameinuðu þjóðunum:
Tveggja mín.
þögn í dag?
Heimsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun verður
sett í Rio de Janeiro í dag og í tílefni
þess hefur Maurice Strong, fram-
kvæmdastjóri ráðstefnunnar, farið
þess á leit við ríki heims að þau
sameinist í tveggja mínútna tákn-
rænni þögn til að undirstrika sam-
eiginlega framtíð mannkyns á jörð-
inni.
Hugmyndin með þessu er að
minna hvert og eitt okkar á þau um-
hverfismál sem fjallað er um á
Heimsráðstefnu SÞ og tilgang
hennar, sem er að tryggja sjálfbæra,
réttsýna og heilbrigða framtíð á
jörðinni fyrir núlifandi og komandi
kynslóðir.
Meginmarkmið Heimsráðstefn-
unnar verður að koma á heimssam-
vinnu milli þróunarlandanna og
iðnþjóðanna sem byggir á sameigin-
legri þörf og sameiginlegum áhuga
á að tryggja framtíð jarðar.
Umhverfísráðuneytið og Tóbaks-
varnanefnd hafa sameinast um það í
samvinnu við íslenskar útvarps-
stöðvar að hvetja landsmenn til þess
að taka þátt í Heimsráðstefnunni á
þennan hátt og hugleiða hlutverk,
tilgang og markmið hennar með
tveggja mínútna þögn milli klukkan
13.05 og 13.07 í dag. Á þessum tíma
munu íslenskar útvarpsstöðvar rjúfa
útsendingar og þagna.
Umhverfisráðuneytið, Tóbaks-
varnanefnd og útvarpsstöðvar lands-
ins hvetja landsmenn til þess að taka
þátt í þessari tveggja mínútna þögn
með Sameinuðu þjóðunum.