Tíminn - 03.06.1992, Síða 4

Tíminn - 03.06.1992, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 3. júní 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Timinn hf. Hrólfur Ölvisson Jón Kristjánsson ábm. Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldslmar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Uggvænleg tíðindi Álit ráðgjafarnefndar Alþjóða hafrannsóknarráðs- ins um ástand þorskstofnsins á íslandsmiðum eru mjög alvarleg tíðindi fyrir íslendinga. Þessar fréttir ættu þó ekki að öllu leyti að koma á óvart. Þeim ber að flestu leyti saman við þær skýrslur og þau álit, sem Hafrannsóknarstofnun hefur sent frá sér að undanförnu. Álit ráðsins er við það mið- að að þorskstofninn byggist upp. Ekki verði veitt meira en svo að það verði mögulegt. Það verður að taka fullt mark á þessum viðvör- unum. Alþjóðahafrannsóknarráðið er virt stofn- un vísindamanna á alþjóðavettvangi. Ráðgjafar- nefndin hittist tvisvar á ári og gefur út opinbert álit um ástand fiskistofna. Það er byggt á þeim gögnum, sem innkölluð eru frá hinum ýmsu vinnunefndum ráðsins og frá aðildarlöndunum. Aftur er nú gefið út álit varðandi þorskstofnana, en það hefur ekki verið gert um 15 ára skeið. Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar undanfarin ár fellur mjög í sama farveg og þetta álit ráðgjaf- arnefndarinnar. Stofnunin hefur gefíð út skýrslu um hvað óhætt sé að veiða af þorski til þess að stofninn standi í stað, og hvað heppilegt væri að veiða til þess að byggja stofninn upp. Við höfum ekki treyst okkur til að fylgja ráðgjöf um það síð- arnefnda. Álit Hafrannsóknarstofnunar um ástand fiski- stofna við ísland er væntanlegt um miðjan júní. Þessi forleikur gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að auka afla á íslandsmiðum. Þvert á móti eru líkur fyrir því að enn verði að draga úr. Þetta eru sérlega alvarleg tíðindi í ljósi þess að framleiðslan í sjávarútvegi er enn undir- staðan í útflutningstekjum okkar, og ekki hefur tekist að skjóta jafngildum stoðum undir at- vinnulífið í landinu á undanförnum árum. Við og við heyrast raddir um að vísindamenn okkar, sem vinna hjá Hafrannsóknarstofnun, séu á villigötum. Það er mjög varasamt að leyfa sér slíka hugsun. Það er ástæða til þess að taka fullt mark á þeim viðvörunum og ráðgjöf, sem stofn- unin lætur frá sér fara. Það er staðreynd að eng- inn uppgripaafli hefur verið að undanfömu, og aflaleysi í bolfiski hefur verið viðvarandi á ýmsum fiskislóðum. Kenningar um að nógur fiskur sé í sjónum em aðeins til þess fallnar að vekja falskar vonir og láta menn stinga höfðinu í sandinn. Hafrannsóknarstofnun hefur mjög færa vís- indamenn innan sinna vébanda, sem búa yfir mikilli reynslu eftir rannsóknir undangenginna ára og áratuga. Það er því ástæða til þess að taka fullt mark á þeirra ráðgjöf. Hitt er svo jafnvíst að mikill samdráttur þorskafla frá því, sem nú er, þýðir gífurlegt efnahagslegt áfall fyrir íslendinga, sem örðugt er að bregðast við í þeirri þröngu stöðu sem nú er í öðmm atvinnugreinum. Orðagj álfur í Rió Umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro hefst í dag og er þegar búið að útvatna eða fella alveg allar þær ályktanir, sem ein- hverju skipta í þeirri viðleitni að vemda lífríkið. Það var gert á undirbúningsfundum í New York og Nairobi. Margir máls- metandi menn hafa lýst því yfir að umhverfisráðstefhan sé gagnslaus og í skásta tilfelli skaðlaus. Aðrir telja hana lítið spor í rétta átt Á íslandi hefur mikil umræða staðið um ráðstefhuna mánuð- um saman, og er hún eins stein- geld og fjarri allri náttúruvemd og brasilísku gestgjafamir em gagnvart mannréttindum og vemdun lífríkisins. Hér hefur ekki verið fjallað um annað en hve margir „fái“ að fara til Ríó á kostnað ríkisins. Alþingis- menn öfluðu sér viðbótar- virðingar með því að þrá- stagast á því hverjir þeirra „fengju“ að fara. Sumir töldu að þingflokkamir ættu að eiga full- trúa í Ríó og aðrir að skipta bæri opinberum reisupössum milli stjómarliða og stjómar- andstöðu. Ferðaskrifstofa hins opinbera skipulagði Ríóför fyrir flugvél- arfarm með tilheyrandi gisti- rými í kamivalborginni. Svo var farið að skera niður og var það ekki sársaukalaust fremur en annar niðurskurður. Um þetta var þruglað í fjöl- miðlum, í stjómarskrifstoftxm og manna á meðal um mánaða skeið, en enginn spurði og eng- inn upplýsti hver væri tilgang- urinn með umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro, sem hefst í dag. Það var líka eins gott, því hver stórhöfðinginn af öðmm úti í heimi lýsir því yfir að ráð- stefnan sé marklaus og muni þeir hvorki hlýða erkibiskups boðskap né hafa hann að neinu. Ekkí ég, ekkí ég George Bush Bandaríkjafor- seti lýsir því yfir að þjóð sín sé svo illa stödd á efnahagssviðinu að ekki komi til mála að undir- rita neitt sem felur í sér að hætta verði rányrkju eða vemd- un villtra dýra og jurta, sem Ameríkanar hafa atvinnu af að nýta. Stjómin í Washington mun því ekki taka þátt í neinni þeirri umhverfisvemd, sem kemur við pyngju umbjóðendanna. Þessi sama stjóm neyddi ís- lendinga til að hætta hvalveið- um af umhverfisvemdarástæð- um. Hótað var viðskiptabanni og öðmm harðræðum, ef ekki væri farið að vilja herraþjóðar- innar í Washington, og er hót- unin viðvarandi, þannig að ís- lendingar verða að sæta afar- kostum ef þeir dirfast að nýta auðlindir í eigin lögsögu. Fleiri þjóðir koma einnig við sögu. í Alþjóða hvalveiðiráðinu ráða landíuktar þriðjaheims- þjóðir lögum og lofum og banna íslendingum og Inúítum að veiða hval og sel sér til viður- væris. Bretar hyggjast nú fara að dæmi Bandaríkjamanna og hunsa umhverfisvemdarráð- stefnuna í Brasilíu, m.a. vegna þess að vanþróaðar þjóðir heimta að iðnríkin hreinsi til hjá sér og kosti síðan umhverf- isvemdina í þriðja heiminum. Þetta finnst Bretum og Könum harðir kostir og vilja hvergi nærri koma, af spamaðarástæð- um. Hins vegar er ágætt að nota vanþróuðu þjóðimar til að þjarma að veiðimannaþjóðfé- íögum norðursins, þegar sá gállinn er á náttúruvemdinni. Og þriðji heimurinn lætur ekki letja sig til stórræðanna, þegar vemda á lífríkið nógu langt í burtu frá honum. Fátækt Ef til vill skilar allt það sjónar- spil, sem náttúruvemdarráð- stefnan í Ríó er, einhverjum ár- angri. í það minnsta er þarna vettvangur skoðanaskipta þar sem fulltrúar þjóða og heims- hluta geta skammað hver ann- an fyrir náttúmspjöll, þótt eng- inn þykist þurfa að hreinsa til í eigin garði. Gallinn við umhverfisvemd er sá að enginn þykist hafa efrii á að vernda lífríkið eða koma í veg fyrir eyðingu plantna og dýrategunda, eða þá að vemda lífsskilyrðin í sjónum eða hætta að eitra andrúmsloftið. Iðnríkin óttast efnahagssam- drátt, ef ekki verður haldið áfram að eyða ósonlaginu, og hlutabréf gætu lækkað á verð- bréfamörkuðum, ef draga á úr súra regninu með minnkandi brennslu olíu og kola. Fyrr steindrepa ríku þjóðimar sig en að gefa spönn eftir í einkabfla- brjálæðinu eða brennslu þotu- hreyfla uppi í ytri lögum and- rúmsloftsins. Fátæku þjóðimar em engir eftirbátar í eyðingu náttúm- gæða, enda em allir sammála um að þær eigi að vera samstíga tæknivæddu ríkjunum og til- einka sér ffamfarir þeirra og lífsmáta. Tæknikratar og hagvaxtar- postular allra landa hafa fyrir löngu sameinast um að gefa náttúmnni langt nef, pína hana og plaga í naftii framfara og tækniþróun- ar og brjóta allar brýr að baki sér í „stökkinu mikla fram á við“, eins og Maó kallaði það. Enda var hann nær búinn að koma þjóðum sínum á stein- aldarstigið fyrir vikið og varð óumdeildur hungurmeistari allra tíma. Hótanir um samdrátt Þar sem engin þjóð hefur efni á náttúmvemd, sýnist hún vera tómt mál um að tala. Áfram er haldið að ffamleiða baneitmð efhi sem þykja hentug í alls kyns tækni, svo sem rafhlöður og ísskápa, svo alþekkt dæmi séu tekin. Iðnaðurinn hótar samdrætti, ef hann fær ekki að eitra vötn og loft, og vanþróuðu þjóðimar segjast eiga allan sinn eitmnarkvóta eftir, miðað við skemmdarverk iðnríkjanna í á aðra öld. Það er ekki fyrr en náttúran sjálf grípur í taumana að ein- hvers konar vemdun hefst Skýrslan um þorskstofhinn við ísland er dæmi þar um. í ár hef- ur gengið erfiðlega að fiska upp í kvótann og því em menn til- búnir að trúa fiskifræðingun- um. Kvótaskerðingin verður því af náttúmlegum orsökum, þótt reglugerðimar séu samdar í ráðuneytum. Þótt ekki horfi gæfulega með árangur af umhverfisvemdar- ráðstefhunni, verður vonandi ekki verr af stað farið en heima setið. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.