Tíminn - 03.06.1992, Page 5
Miðvikudagur 3. júní 1992
Tíminn 5
Hallgrímur Þ. Magnússon:
Heilbrigði og hagnaður
Þann 21.05. birtíst í Tímanum grein eftír Guðbjörn Jónsson, sem
hann kallar hugmyndir um hagræðingu í mjólkurbúskap. Ég er
honum algjörlega ósammála. Ég leyfi mér hér með að koma á fram-
færi mínum hugmyndum um hagræðingu fyrir kúabændur, sem
myndi hafa það í för með sér að það væru þeir sem fengju mjólkur-
verðið í sinn vasa, en þyrftu lítíð að láta af hendi rakna aftur til alls-
konar milliliða í sambandi við framleiðslu eins og hún er í dag.
Einnig myndi allur kostnaður þeirra sjálfra við framleiðsluna
minnka að miklum mun.
FVrir tveimur árum var ég á ferð í Suð-
ur-Þýskalandi. Þar sá ég stóra biðröð í
einni kjörbúð og var þessi biðröð fyrir
framan stóran geymi úr plasti, sem
stóð í kæliborði, en þessi geymir var
fúllur af mjólk. Við hliðina í kælinum
voru mjólkurfemumar, en enginn
virtist hafa áhuga fyrir þeim. Ég spurði
verslunarstjórann hvað væri þama á
ferðinni og fékk þær upplýsingar að
þama væri um ógerilsneydda mjólk að
ræða, sem bændur í fiallahéruðum í
grenndinni komu með og var fyllt á
plastgeyminn efdr þörfum. Hann
sagði einnig að fólk kæmi með sínar
eigin glerflöskur og fyllti á þær og væri
nú svo komið að þeir ættu í erfiðleik-
um að útvega nóga mjólk til þess að
anna eftirspum, því fólk væri svo
ánægt með þessa mjólk hvað hún væri
í raun og veru mikið betri á bragðið en
sú gerilsneydda og fitusprengda. Ekki
spillti það heldur fyrir að af þessari
mjólk væri engin mengun vegna um-
búða, því umbúðir utan af mjólkur-
vömm em hvað mestur hluti af sorpi
hjá venjulegri fjölskyldu í dag, en ein-
mitt í þessu sambandi myndu bændur
spara mikla fiármuni.
Bændur gætu einnig tekið sig saman
nokkrir í hverjum hóp og hafið fram-
leiðslu á td. smjöri, skyri og ýmsum
öðmm mjólkurvörum sem em á boð-
stólum í dag, en í þetta sinn úr ógeril-
sneyddri mjólk og ófitusprengdri. Þar
með væmm við aftur komin með vör-
ur þær sem haldið hafa lífinu í íslend-
ingum í gegnum aldimar. T.d. myndi
þetta smjör ekki vera í miklum vand-
Þegar bœndur vceru virkih farnir að huga uð givöum m )óik-
urinnar sjálfir, ístaðinn fyr irað
iáta einhver mjölkursamUig það, þá ntyndu þeir hætta vi gefa kúnum ýmis lyf sem ki S §.S .■ , #■
fram i mjólkinni, cins og i fúkalyf ’.d.
f 'f.: mm MMfflm x. msm
ræðum með að ýta út af borðum
landsmanna hinu mikla magni af alls
konar verksmiðjuframleiddu viðbiti,
sem er eitthvað það óhollasta sem
landsmenn setja inn fyrir sínar varir.
Smjörið væri í sjálfu sér miklu hollari
matur, þó svo að ógerilsneydd mjólk sé
ekki það hollasta sem menn borða. Þá
er margt verra til, td. allur sá djús sem
er á markaðnum í dag, en hann er líka
oftast gerilsneyddur og þar af leiðandi
óhollur fyrir okkur og er ég viss um að
mjólkin myndi ýta honum burtu. Þeir,
sem hafa rannsakað áhrif ógeril-
sneyddrar og ófitusprengdrar mjólkur
á mannfólkið, hafa allir komist að
þeirri niðurstöðu að td. ógerilsneydd
og ófitusprengd mjólk veldur ekki
hægðatregðu hjá fólki, heldur hvetur
til betri hægða. Gerilsneydd og fitu-
sprengd mjólk er í raun og veru eitt-
hvað það versta í þessu sambandi,
vegna þess að hún stoppar mjög mikið
hægðir mannsins. Þar af leiðandi er sú
ógerilsneydda mun hollari fyrir okkur.
Þegar bændur væm virkilega famir
að huga að gæðum mjólkurinnar sjálf-
ir, í staðinn fyrir að láta einhver mjólk-
ursamlög gera það, þá myndu þeir
hætta við að gefa kúnum ýmis lyf sem
koma fram í mjólkinni, eins og td.
fúkalyf. Þeir myndu fara að vanda
fæðuval kúnna miklu betur og þar
með að snúa sér að bestu fæðu sem
hægt er að gefa þeim, en það er taða
sem komin er af túnum sem fengið
hala náttúrlegan áburð og grasið síðan
látið þoma vel í sólinni, eins og gert
var áður fyrr á öldum. En við þetta
myndi sparast mikið fé, þar sem engan
áburð þyrfti að kaupa og ekkert plast
utan um rúllubagga og engin veikindi
yrðu hjá kúnum. Allur þessi spamaður
myndi renna í vasa bændanna sjálíra. í
þessu sambandi mætti kannski minn-
ast á litla sögu, sem Jónas Kristjánsson
læknir sagði upp úr 1920. Þá var eitt
árið mjög slæmt sumar í Skagafirðin-
um og hey hraktist, en vorið eftir áttu
kindumar í miklum erfiðleikum í
sauðburðinum. En það sumar, sem
fylgdi, var sólríkt og hey urðu góð og
vorið þar á eftir voru engin vandkvæði
í sauðburðinum, því það er eins fyrir
dýrin og okkur mennina að raunvem-
Iegur matur okkar er það sem upp-
mnnið er frá sólinni. Guðbjöm talar
um auglýsingakostnað, en svona góða
vöm, sem bændur myndu koma með,
þarf ekki að auglýsa eða efha til ein-
hvers konar samkeppni með siglingu á
fiarlægum slóðum sem verðlaun, eins
og þarf að gera til þess að koma geril-
sneyddu mjólkinni inn fyrir varir ís-
lendinga í dag, en þama myndu einnig
sparast miklir peningar.
Bændur þyrftu þar af leiðandi ekki
að fara neina bónusleið hvað snertir
verðlagningu á mjólk. Það eina, sem
þetta myndi krefiast, er meiri vinna
hjá bændunum sjálfum og öðm
vinnufólki og myndi þetta gefa fólki
kost á að flytja aftur út í sveitir lands-
ins. í þessu sambandi má minnast á
þýska rannsókn þar sem borgarbúar
vom spurðir hvort þeir vildu flytja út
í sveitir landsins og svömðu 60% af
þeim að þeir myndu vilja það, ef
nokkur kostur væri á, og var enginn
munur á svömm fólksins eftir
menntun þess.
Ég get vel ímyndað mér að einhver
% af íslenskum borgarbúum væm
sama sinnis. Með þessu myndum við
glæða líf í sveitir landsins á nýjan leik.
Hitt er þó ekki minna mikilvægt að
með þessum breytingum myndu
bændur leggja mjög stóran skerf til
að minnka mengun hér á landi, bæði
á jörðinni sjálfri, í vatninu sem við
drekkum og síðast en ekki síst hvað
snertir umbúðavandamálið, sem er
að verða illleysanlegt frá mengunar-
sjónarmiðum í bæjum og borgum
landsins.
Ég vona að kúabændur taki þessar
ráðleggingar vel upp og það skapist
umræður um þessi mál á breiðum
vettvangi, sem eiga að vera öllum ís-
Iendingum til heilla, því framtíðar-
landið á að fljóta í mjólk og hunangi.
Höfundur er læknir.
Fj allaþorp í návist dauðans
0 Mílur 100
Denali-
þjóðgarður
og friðað
svæði
ALASKA
•íDenali-a
j.| ríkisgarður
8
„.mm
Talkeetna
'mm
x r-iar' ' " - / «
Wmr 3 /. '• 1 -
I n W >. X-J— '
V J
Anchorage
ALASKA
uÆ&'
«!Svæðið
% | sem um
j \ ræðir
Fairbanks
24 manns hafa látið lífið á Mount
McKinley síðan 1986. 22 þeirra
voru af öðru þjóðerni en banda-
rísku.
í skugga hæsta fjalls Norður- Am-
eríku, umkringt einhverju stórkost-
legasta landslagi í heimi, virðist
mannslífið stundum lítilvægt.
Kannski skýrir það hvers vegna
íbúamir í litla þorpinu Talkeetna í
Alaska, þar sem leiðangrar hefia ferð
sfna á Mount McKinley, eru svo
skeytingarlausir um dauðann.
Þar er að finna „Dauðs manns
vegg“ á áflogakránni Fairview Inn,
þar sem myndir af djörfum, og nú
dánum, fiallamönnum og jöklaflug-
mönnum eru vottur virðingar fyrir
hetjum þorpsins.
íbúarnir hafa nefnt eina bratta leið
á McKinley .Austurlandahraðlest-
ina“ til heiðurs hópum japanskra og
kóreskra fiallamanna sem þar hafa
farist.
Og þeir ypptu bara öxlum þegar ný-
lega bárust fréttir af þrem kóreskum
fjallamönnum, sem urðu að halda
kyrru fyrir í eina viku án matar eða
vatns, 2.600 fetum fyrir neðan
20.320 feta háan tind McKinley. Þre-
menningarnir hlutu síðan bráðan
bana, þegar þeir féllu við að reyna að
komast á öruggan stað.
„Það virðast alltaf vera Kóreu-
mennirnir sem lenda í vandræð-
um,“ nöldraði einn staðarmaður og
lét fara vel um sig á traustlegum La-
titude 62 barnum. Ef hann hefði
sagt „útlendingar" hefði athuga-
semdin átt meiri rétt á sér.
24 hafa látið lífíð
síðan 1986
Frá því 1986 hafa fjallgöngumenn
frá öðrum löndum en Bandaríkjun-
um verið a.m.k. þrír fiórðu hlutar
þeirra sem bjargað hefur verið og
allir þeir 24, utan tveir sem þar hafa
látið lífið, hafa verið erlendir. Samt
eru útlendingar aðeins þriðjungur
þeirra sem klífa flallið, skv. skýrslum
þjóðgarðsvörslunnar.
Tilkynnt var um dauðaslys á fiall-
inu 22. maí þegar fjallaleiðsögu-
maður frá Utah féll til bana er hann
var á niðurleið með tveim ferða-
mönnum. í vikunni þar á undan fór-
ust sjö manns á fiallinu, þeirra á
meðal Kóreumennimir þrír. Tveir
ítalskir fiallgöngumenn féllu til
bana og svissneskur fiallgöngumað-
ur dó vegna öndunarerfiðleika. Vik-
an sú hafði, er hér var komið sögu,
verið sú annasamasta fyrir björgun-
armenn á McKinleyfialli. Þjóðgarðs-
verðir, þjóðvarðliðar og sjálfboðalið-
ar komu þrem öðrum Kóreumönn-
um í sjálfheldu til hjálpar, björguðu
tveim Kóreumönnum til viðbótar úr
gjá og náðu einum enn nærri fialls-
toppnum. Þeir færðu niður á jafn-
sléttu lík svissneska fiallgöngu-
mannsins sem hafði látist, svo og lík
annars ítalans og vom að undirbúa
leiðangur eftir hinum ítalska fiall-
göngumanninum.
Sumir staðarbúar halda því fram að
útlendingarnir beri of litla virðingu
fyrir fiallinu, sem gnæfir yfir lands-
lagið og Alaskamenn kalla Denali,
orð úr máli Athabascan-Indíána sem
merkir „Það háa“.
„Þeir halda að þetta sé
ekkert mál“
Jim Phillips, þjóðgarðsvörðurinn
sem bjargaði Kóreumönnunum og
náði í lík ítalska fiallgöngumanns-
ins, segist halda að fiöldi fólks van-
meti McKinley. „Fjallið er bara
20.000 feta hátt og ef menn hafa
klifrað í 28.000 feta hæð, halda þeir
að það sé ekkert mál að klífa
McKinley."
Þetta kann að eiga sérstaklega við
um Kóreumenn, sem á síðari árum
hafa verið fjölmennastir útlending-
anna á fjallinu. Þjóðgarðsverðirnir
harma kunnáttuleysi sitt í kóresku
og hversu lítið er til á prenti um
McKinley á kóresku. Eina opinbera
fræðslan, sem sumir Kóreumann-
anna fá, er stutta viðvörunarmynd-
bandið sem öllum fiallgöngumönn-
um er sýnt, segja þjóðgarðsverðirn-
ir.
„Þeir segjast enn nota Denali til æf-
ingarfiallgöngu fyrir HimalajafiöII-
in,“ segir Phillips þjóðgarðsvörður
og bendir á að sennilega ættu þeir
að velja sér annað fjall til að þjálfa
sig á.
50% ná tindinum
Fjallgöngumennirnir, sem halda
upp á velheppnaðan leiðangur á
fjallið með góðum málsverði á La-
titude 62 barnum, hafa aðra skýr-
ingu á vandræðum útlendinganna á
reiðum höndum. Bandarískir fiall-
göngumenn vilja yfirleitt skemmta
sér við fiallgönguna og hörfa frá of
hættulegum leiðum, segja menn frá
Utah sem eru nýkomnir ofan af fjall-
inu, en Evrópumenn líta gjarna á
fiallaklifur sem keppnisíþrótt og
flestir Asíumenn álíta að takist þeim
ekki að komast á tindinn, sé það per-
sónuleg hneisa.
„Fjallgöngur eru hreinlega mjög
algengar í Evrópu. Þær eru hins
vegar stundaðar sem tómstunda-
gaman í Ameríku," segir einn fjór-
menninganna frá Utah. Annar þeirra
segist halda að Asíumennirnir hafi
meira alist upp við sjónarmiðið „vel-
gengni eða dauði".
Aðeins u.þ.b. helmingur fiall-
göngumannanna kemst yfirleitt upp
á tindinn. Vegna mikilla storma
höfðu aðeins níu, þ.á m. ítalirnir
sem létu lífið, komist þangað á
þessu ári 20. maí sl. Þá voru um 420
fjallgöngumenn í fiallinu, að sögn
þjóðgarðsvörslunnar.
Klifurtíminn á McKinley er frá síð-
ari hluta aprflmánaðar fram í miðj-
an júlí, en aðeins er hægt að komast
á tindinn í maí og júní.
Fjallgöngumenn frá víðri veröld
blanda geði í 300 íbúa þorpinu
Tálkeetna, en þangað hefur dregið
þá óskin um að sigrast á McKinley. Á
sumrum iða stræti og krár af litrík-
um hópum fjallgöngumanna, kvik-
myndagerðarmanna og ferðamönn-
um frá öllum heimshornum, sem
soga að sér andrúmsloftið.
Bjálkakofinn, sem er aðsetur þjóð-
garðsvarðanna í Talkeetna, er
skreyttur með elgshornum og flögg-
um fiallgöngumanna frá öllum
heimshomum. Hann er nokkurs
konar alþjóðleg stjórnstöð.
Daginn eftir að Kóreumönnunum
var bjargað úr sjálfheldunni var
verkefni þjóðgarðsvarðarins á vakt
þar að raða saman skráningum fyrir
fjallgöngumenn frá Bandaríkjunum
og Þýskalandi og símtölum frá við-
komandi.
Þessi tíðu slys og þar af leiðandi
hættulegir og fiárfrekir björgunar-
leiðangrar, sem skattborgarar greiða
fyrir, leiða alltaf öðru hverju til um-
ræðna um hvort takmarka beri að-
gang að McKinley. McKinley er síð-
asti hátindurinn í heimi þar sem
ekki er farið fram á skráningargjald
eða tryggingarfé frá fiallgöngu-
mönnum, segja sérfræðingar í fiall-
göngum.
Þjóðgarðsvarslan hefur engan rétt
til að meina neinum aðgang að fiall-
inu og fer einungis fram á að þeir
skrái sig á þjóðgarðsstöðinni og
horfi á myndbandið.
Yfirmaður fjallgöngudeildar þjóð-
garðsins Denali segir að þannig ætti
þetta sennilega að vera áfram. „Þetta
er þjóðgarður, almenningssvæði.
Það er öllum opið,“ segir hann.