Tíminn - 03.06.1992, Page 7

Tíminn - 03.06.1992, Page 7
Miðvikudagur 3. júní 1992 Tíminn 7 ******* Hlutur stórmarkaða vex á kostnað smœrri verslana ogfærri ogfœrri hafa orðið stærri og stærri: Fákeppni eða samkeppni í verslun í Reykj avík? Verslun í Reykjavík hefur tekið stórfelldum breytingum á síðustu tíu til fimmtán árum og margir hafa orðið til að velta því fyrir sér hvort nú sé jafnvægi náð eða hvort enn sé von stórfelldra byltinga og þá hverra. Fjölbreytni í vöruvali hefur aukist til mikilla muna og afgreiðslutími er nú rýmri en áður. Þó er trúlega einhver mesta breytingin fólgin (uppkomu nokk- urra stórra fyrirtækja, sem haslað hafa sér völl í reykvískri verslun og mótað hana einkum á sviði mat- væla og annarrar nauðsynjavöru. Þetta eru stórmarkaðirnir, sem margir telja að séu að útrýma kaupmanninum á hominu sem og ýmissi sérvöruverslun sem lengst af dafnaði vel í miðbænum. Aðrir hafa kallað stórmarkaðina vini launafólks, vegna þeirrar verðsam- keppni sem ríkt hefur milli þeirra sem leitt hefur til lægra vöruverðs en ella hefði orðið. En steftiir í fá- keppni í verslun í Reykjavík þar sem einn eða tveir aðilar stjóma öllu, ráða mestu um verðmyndun, jafnt í heildsölu sem smásölu, verslunargreifar sem em svo vold- ugir að þeir ráða sjálfum forsend- um samkeppninnar? Ef marka má samtöl við valinkunna aðila, sem grannt þekkja til verslunarinnar, virðist þetta ekki á dagskrá — í það minnsta ekki nærri strax. Þetta er líka skoðun þeirra Jóhannesar Gunnarssonar hjá Neytendasam- tökunum og Magnúsar Finnssonar hjá Kaupmannasamtökunum. Gullinn meðalvegur Jóhannes Gunnarsson segir að með tilkomu lágvömmarkaðanna eða stórmarkaðanna á sínum tíma hafi farið af stað mikið ferli, sem á endanum hafi leitt til lægra verðs nauðsynjavöm en annars hefði orðið, og það hafi verið neytendum til mikilla hagsbóta. Hins vegar segir hann það vissulega umhugs- unarefni að smásöluverslunin á höfuðborgarsvæðinu sé sífellt að færast á færri og færri hendur. Hann bendir á að þróunin hafi ver- ið í þá átt að stórmarkaðirnir hafi yfirtekið hverja hverfaverslunina á fætur annarri og kalla þær ákveðn- um verslunarkeðjunöfnum og þessar verslanir hafi mjög skýr tengsl við stórmarkaðina. Jóhann- es segist ekki komast hjá því að spyrja sig hvort þetta sé æskilegt og hann efast um að slík þróun myndi verða neytendum í hag. Ef t.d. eintómir stórmarkaðir yrðu niðurstaðan, myndi það draga úr þjónustunni í íbúðarhverfunum, sem væri slæmt mál. Hverfaversl- anir em nefnilega sérstaklega þýð- ingarmiklar fyrir ákveðna hópa, t.d. þá sem ekki hafa bfl eða gamalt fólk. Án þess að vilja velta þessu nánar fyrir sér bendir Jóhannes á að í dag sé samkeppnin hörð og ástandið gefi ekki tilefni til að hafa mjög miklar áhyggjur. Því sé óþarfi að vera að búa til drauga þar sem engir draugar séu sýnilegir. Það er hinn gullni meðalvegur sem er heppilegastur í þessu eins og svo mörgu öðru, að dómi Jó- hannesar, ákveðið samspil hverfa- verslana og stórmarkaðanna. Ein er sú breyting, sem nú er orðin á verslunarháttum í borg- inni, og hún varðar afgreiðslutíma verslana. Það er vissulega gott neytendamál að hafa rýmri opnun- artíma, þannig að fólki standi það til boða að geta keypt matvörur t.d. fram eftir kvöldi. Því er Jóhannes Gunnarsson sammála, en undir- strikar að það sé ekki hægt að bú- ast við að allir hafi alltaf opið fram á kvöld. Eðli stórmarkaðanna, sem berjist við að halda niðri vöru- verði, bjóði ekki upp á slíkt. Hverfaverslanir hins vegar geta hugsanlega gert það í einhverjum mæli og því megi búast við að álagningin þar sé eitthvað meiri vegna þeirrar þjónustu. Sveigjan- legri afgreiðslutími gæti jafnvel í sumum tilfellum stuðlað að því að tryggja tilveru hverfaverslana. í heildina tekið er Jóhannes Gunnarsson þeirrar skoðunar að það, sem mestu skiptir varðandi þær breytingar sem orðið hafa í versluninni, sé aukið val neytenda. Það eru til staðar ódýrar verslanir og það eru til dýrari verslanir, sem bjóða upp á meiri þjónustu. Neyt- andinn á að geta valið hvor kostur- inn hentar honum betur. Innkaup vörunnar Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, segir að sú breyting, sem smásöluverslunin hafi gengið í gegnum á undanförnum árum, sé ekki ósvipuð því sem gerst hefur víða erlendis. Hér hafi það gerst, fyrst og fremst með tilkomu stór- markaða, að öll innkaup vörunnar séu nú mun hagkvæmari og þjón- ustutíminn hefur breyst þannig að hann er orðinn lengri og fjöl- breyttari. Staða stórmarkaða gagnvart heildsölunni sé líka mun sterkari en staða smásölunnar hef- ur verið, og því hafi verið hægt að knýja fram betri kjör. Magnús viðurkennir að vissu- lega hafi þær breytingar, sem smá- söluverslunin hefur gengið í gegnum, tekið sinn toll, þar sem smærri kaupmönnum hefur fækk- að verulega samfara þessari þró- un. Hann segir þó rétt að gera nokkurn greinarmun á sérvöru- versluninni annars vegar og svo matvöruverslun hins vegar. Hvað sérvöruna varðar hafi hún fyrir nokkrum árum verið öflugust í miðbænum, en með tilkomu stór- markaða, sem bjóða upp á ýmsa sérvöru og jafnvel merkjavöru, í öðrum hverfum og svo vitaskuld Kringlunnar hafi þessi verslun að hluta til flust milli hverfa. Höfuð- vígi matvörunnar hins vegar hafi ekki með sama hætti verið í mið- bænum. Nú sé engu að síður svo komið að þrjú til fjögur stærstu fyrirtækin hafi meira en helming- inn af veltunni í matvöruverslun- inni. Magnús bendir á að sú upp- stokkun og breyting, sem orðið hafi í smásölunni, hafi ekki með sama hætti átt sér stað í heild- versluninni, þótt vissulega séu teikn á lofti um að þetta sé að breytast. Matvörukaupmaður í Reykjavík þarf þannig að versla við um 150 birgja ef vel á að vera, sem þýði það að verið sé að aka um 150 vörubílum um borgina þvera og endilanga á milli verslana á hverj- um degi, það þarf að skrifa 150 nótur og það geri 150 söiumenn og fyrir vikið verði heildsölukerfið allt margfalt dýrara en það þyrfti að vera. Þess eru mörg dæmi að einn heildsali hafi umboð fyrir 5- 10 vörur og sérstaka skrifstofu, sérstakan lager, sérsíma og sér- tölvukerfi o.s.frv. Ef hægt væri að lækka þennan tilkostnað, væri hægt að lækka vöruverðið. Þessu kerfi sé raunar ógnað núna, ekki síst með tilkomu stórmarkaða sem sjái um sinn innflutning að verulegu leyti sjálfir. Magnús segir að þetta kerfi sé á góðri leið með að hrynja, menn séu hreinlega neyddir til að breyta þessu. Hann vitnar í orð, sem höfð eru eftir Jó- hannesi Jónssyni í Bónus og eru eitthvað á þá leið „að tími heildsal- ans, sem situr á einu sápustykki og ekur um á Benz, er liðinn." Stórmarkaðirnir standa mun betur að vígi gagnvart heildsölum en smærri kaupmenn og því má e.t.v. segja að þeir séu ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli. Um þetta segir Magnús að brýnt sé að smærri aðilamir taki sig saman um innkaup. Hann bendir á að raunar sé þegar fyrir hendi vísir að slíku samstarfi, því á skrifstofu Kaupmannasamtakanna eru svo- kölluð K- samtök með aðstöðu, en það eru innkaupasamtök smærri kaupmanna í Reykjavík og víðs vegar um landið. í gegnum þessi samtök hafa verslanir náð fram mun betri kjömm en ella hefði orðið. Það er þó eitt atriði sem Magnús telur brýnt að ekki gleym- ist. Þrátt fyrir frjálsræðið, sem rík- ir í versluninni, býr greinin við ýmsar opinberar álögur sem ekki þekkjast erlendis. Nefnir hann í því sambandi aðstöðugjaldið og sér- stakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.