Tíminn - 03.06.1992, Side 8

Tíminn - 03.06.1992, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 3. júní 1992 MINNING Theódóra Hallgrímsdóttir frá Hvammi Fædd 9. nóvember 1895 Dáin 13. maí 1992 Það getur varla talist harmsefni, þegar háöldruð kona fær langþráða hvíld, en samt sem áður snertir and- látsfregn viðkvæman streng og vek- ur oft upp nýjar og gamlar minning- ar. Theódóra föðursystir mín var fædd á Snæringsstöðum í Svínadal, Aust- ur-Húnavatnssýslu, 9. nóvember 1895. Hún tilheyrði því hinni svo- kölluðu aldamótakynslóð, sem lifað hefúr meiri breytingar í íslensku þjóðlífi en nokkur önnur kynslóð. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Guðlaugsdóttir og Hallgrímur Hall- grímsson, sem bjuggu góðu búi á Snæringsstöðum frá 1889 til 1903. Theódóra var yngst af sjö börnum þeirra. Hin voru, talin í aldursröð: Margrét, maki Þorvaldur Helgason, en þau bjuggu um árabil að Beigalda í Borgarfirði. Eðvarð, maki Signý Böðvarsdóttir, þau bjuggu á ýmsum jörðum í Vatnsdal, en lengstan tíma á Helgavatni. Albert lést ungur, ógiftur og barnlaus. Ingunn, hús- freyja á Hofi í Vatnsdal, maki Ágúst B. Jónsson. Guðjón, bóndi í Hvammi og síðar á Marðarnúpi, maki Ingibjörg Rósa ívarsdóttir. Að- alheiður, dvaldi lengi í Danmörku, lést þar ógift og barnlaus. Hvammshjónin tóku tvo drengi í fóstur. Annar þeirra, Guðmundur Jónasson síðar bóndi að Ási í Vatns- dal, kom til þeirra á íyrsta ári og var hjá þeim fram á fullorðinsár. Ég heyrði hann oft tala um fósturfor- eldra sína með mikilli virðingu. Hinn drengurinn, Björn Kristjáns- son að nafni, kom líka til þeirra á barnsaldri. Hann flutti á fullorðins- aldri til Reykjavíkur. Allt þetta fólk er nú látið. í þessari stóru fjölskyldu lifði Theódóra sín bemskuár. Faðir hennar hafði framúrskarandi létta lund, hjúasæll og búhöldur mikill. Kona hans vann verk sín meira í kyrrþey, gjafmild og búsýslukona mikil, svo orð fór af. Árið 1903 urðu þáttaskil í lífi fjöl- skyldunnar á Snæringsstöðum, þeg- ar faðir Theódóru keypti Hvamm í Vatnsdal af Benedikt, syni Björns sýslumanns Blöndal, sem frægur var á sinni tíð. Nýja fjölskyldan í Hvammi var fljót að aðlagast menn- ingar- og félagslífi í Vatnsdal, en það var með miklum blóma um þetta leyti. Theódóra var þar enginn eftir- bátur, þegar tímar liðu. Hún hafði snemma mikinn áhuga á tónlist og ung að árum eignaðist hún orgel. Komu þá í ljós góðir hæfileikar hennar á því sviði. Theódóra fór til náms í Kvenna- skólann á Blönduósi, eins og flestar ungar stúlkur í Húnavatnssýslu á þeim árum. Einnig dvaldi hún í Reykjavík einn eða tvo vetur, lærði karlmannafatasaum og sótti auk þess orgeltíma hjá Páli Isólfssyni. Það er ekki langt síðan að frænka mín sagði mér frá ýmsu, sem á daga hennar hafði drifið. Hún minntist með ánægju vetrartíma sem hún dvaldi á Sauðárkróki, þeim þekkta leiklistarbæ, en þar komst hún á fjalirnar, eins og hún orðaði það. Þarf engan að undra, sem þekktu hana, þótt hún væri eftirsótt í hvers- konar menningar- og félagsstarf- semi, því hún hafði góða hæfileika og óvenju glæsilega framkomu. Theódóra var fengin til að kenna ungu fólki að leika á orgel, á tveim- ur fjölmennum menningarheimil- um, Hjaltabakka og Torfalæk. Guð- mundur Jónsson, f.v. skólastjóri sem nú er kominn á tíræðisaldur, segist ennþá muna hve það hafi ver- Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar í Hafnarstraeti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurínn. Framsóknarfélagið í Garðabæ og Bessastaðahreppi Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 4. júnf n.k. kl. 20.30. □agskrá: Hvað er að gerast I bæjarmálum og fl. Þetta er I siðasta sinn sem félagsfundur verður haldinn I Goðatúni 2. Mætum öll. Stjómln. Ásta Ragnheiður Kópavogsbúar athugiö Eftirtaldir einstaklingar verða til viðtals á Digranesvegi 12, fimmtudaginn 4. júnl milli kl. 17 og 19: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar rikisins. Inga Þyri Kjartansdóttir, formaður Félagsmálaráðs. Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Kópavogsbúar, lltið inn á Digranesveginum og fræðist um nýja almannatrygginga- löggjöf, félagslega þjónustu I Kópavogi og bæjamiálin almennt. Stjóm fulltrúariós framsóknarmanna I Kópavogi. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið verður I sumarhappdrætti Framsóknarflokksiris 19. júní n.k. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiöa heimsenda gíróseðla fyrir þann tlma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I síma 91-624480. Framsóknarfíokkurínn. ið ánægjulegur tími þegar hún var að kenna þeim bræðrum. Eiginmaður Theódóru var Stein- grímur Ingvarsson frá Sólheimum í Svínavatnsshreppi, fæddur 28. júní 1897. Þau gengu í hjónaband 5. júní 1920. Steingrímur var glæsilegur ungur maður af styrkum ættum kominn. Ingvar, faðir hans, var bú- maður góður og öll umgengni á búi hans til fyrirmyndar. Ungu hjónin áttu heima í Hvammi fyrsta árið, en vorið 1921 hófu þau búskap í Sól- heimum, að föður Steingríms látn- um, og mun þá hafa verið ráðgert að þar yrði framtíðarheimili þeirra. En það fór á annan veg, þau snéru aftur að Hvammi vorið 1922. Theódóra kaus að koma aftur heim í dalinn sinn. Þau Theódóra og Steingrímur eignuðust íjögur börn, talin í ald- ursröð: Ingvar, bóndi á Eyjólfsstöð- um, maki Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau eiga fjögur böm. Hallgrímur Heiðar, bifreiðarstjóri í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Þorleifur Reynir, bóndi í Hvammi, lést 3. nóv- ember 1989. Maki Salóme Jónsdótt- ir, þau eiga tvær dætur. Sigurlaug húsmóðir, maki Haukur Pálsson. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Sigurlaug, móðir Theódóm, lést árið 1921. Faðir hennar var því ekkjumaður, þegar hún kom að Hvammi aftur, og dró hann þá sitt góða bú saman. Jörðinni var skipt í tvö lögbýli árið 1926. Theódóra og Steingrímur eignuðust aðra jörðina, en foreldrar mínir hina. Nú þegar frænka mín er kvödd hinstu kveðju, koma fram í huga minn óteljandi minningar, allt frá bernskuámm mínum. Það verður því ekki nema örlítið brot af þeim, sem hér verða festar á blað. Sumarið 1927 veiktist faðir Theódóm og var rúmfastur heima í Hvammi fyrst, en síðan á sjúkrahús- inu á Blönduósi. Að kvöldlagi, þann 10. september, um haustið var ég, sem lítill drengur, að snúast kring- um föður minn þar sem hann var að ganga frá ýmsum verkfæmm að af- loknum slætti. Þá kom Eðvarð föð- urbróðir til að láta vita að afi hefði látist þá um daginn. Síminn var þá ekki kominn að Hvammi. Það var síðla um kvöldið, sem Theódóra kallaði til mfn og bað mig að koma með sér. Hún tók með annarri hendi þétt í lítinn lófa, en í hinni hafði hún klút sem hún notaði öðru hvom til að þerra tárvot augu. Ég sá mikið eftir afa og kenndi í brjósti um frænku mína. Við gengum niður engjaveginn og út á Arnarnefið þar sem silunganet lá í ánni og við dróg- um það upp. Ekki man ég hvort nokkur veiði var, því hugurinn var bundinn við annað. Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu síðsumar- kvöldum, á æskuheimili mínu, þeg- ar gylltum bjarma slær á klettaborg- ir og hamraþil í fjallinu og síðustu geislar kvöldsólarinnar falla á speg- ilsléttan flöt Vatnsdalsárinnar og hið víðáttumikla engi, sem þá var að mestu uppslegið. Ég minnist margra ánægjustunda þegar ég, sem barn, hlýddi hugfang- inn á frænku mína leika á orgelið, en það gerði hún nokkuð oft, bæði á hátíðisdögum og við ýmis tækifæri, t.d. þegar góðir gestir komu, sem höfðu áhuga á söng og hljóðfæra- slætti. Á jólum man ég eftir að fólk- ið í Hvammi safnaðist saman í stóru stofunni, sem svo var kölluð, og fað- ir minn las húslestur og Theódóra lék jólalög. Þá skal þess getið að hún mun hafa spilað þegar við systkinin, sjö að tölu, vorum skírð. Síðar átti hún eftir að spila við skírnir minna eigin barna. Theódóra og Steingrímur höfðu aldrei mjög stórt bú, en það var sér- lega afurðasamt því allar skepnur voru vel með farnar. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á hestum og áttu nokkra frábæra gæðinga, enda Steingrímur góður tamningamað- ur. Theódóra var líka lagin við hesta og hafði mikið yndi af þeim. Theódóra var hamhleypa til allra verka, hvort heldur það var við saumaskap, aðrar hannyrðir eða bú- sýslu. Þá kom íyrir að hún greip í ----------------------------------------------------\ Látinn er Eyvindur Sigurðsson fyrrum bóndl Austurhlíð Helðmörk 44, Hverageröl Kristín Siguröardóttir Hilmar Ingólfsson Rúnar Steindórsson Sunna Guömundsdóttir /------------------------------------- íí Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúö við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðríðar Kristjánsdóttur Miðleiti 5 Pétur Sigurösson Ingibjörg Pétursdóttlr Magnús Kari Pétursson Sigrún Pétursdóttir BJöm Ólafsson Halldóra Karísdóttlr Kristján Pétursson Eria Magnúsdóttir Siguröur Kr. Pétursson Helga Magnúsdóttir Sigþór Pétursson Colleen Pétursson barnabörn og barnabarnabörn hrífu um heyskapartímann og mun- aði áreiðanlega um hana á spild- unni. Afköstin og myndarskapurinn, að hverju sem hún gekk, var slíkur að orð fór af. Þau hjón voru hjúasæl með afbrigðum, hann var mildur og sanngjarn en hún rausnarleg. Þeim hélst svo vel á vinnufólki að margir voru hjá þeim árum saman. Örlögin höguðu því svo til að ég fór að búa í Hvammi II vorið 1946. Þá voru flestir hlutir öðruvísi en nú eru, t.d. var allt neysluvatn halað með handafli upp úr djúpum brunni og svo þurfti að bera það allnokkra leið. Við Steingrímur hófumst handa strax fyrsta sumarið og leidd- um vatn í íbúðar- og gripahús. Þetta var erfitt verk, því leiðin var löng og grýtt og verkfæri ekki önnur en skófla, haki og jrnkarl. En mikil var ánægja okkar allra að þessu verki loknu. Einn skuggi hvíldi þó yfir heimil- inu í Hvammi. En þannig var að Steingrímur hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurt skeið. Heilsu hans hrakaði eftir því sem leið á vet- urinn, og sumarið eftir fór hann á sjúkrahúsið á Blönduósi. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur. Gekkst hann þar undir skurðaðgerð, en komst ekki til heilsu eftir það og lést þann 9. október 1947 í Reykjavík, öllum harmdauði sem til hans þekktu. Theódóra bar harm sinn í hljóði, hún var hraust bæði líkamlega og andlega og lét ekki erfiðleika beygja sig. Hún hélt búskap áfram með börnum sínum, sem studdu hana með ráðum og dáð. Nú fór í hönd betri tíð fyrir bændur í Húnaþingi. Þeir höfðu barist við fjárpestir í fleiri ár. Nýr fjárstofn var fenginn og mjólkurbú stofnað á Blönduósi. Theódóra hafði gott kúa- bú og seldi fljótlega mikla mjólk. Hún var kosin fulltrúi á aðalfundi Mjólkursamlagsins og þótti það tíð- indum sæta, því ekki hafði kona áð- ur setið slíka fundi. Fulltrúar úr hennar sveit voru stoltir af því að hafa þessa glæsilegu konu í sínum hópi. Theódóra hélt búskap sínum áfram allmörg ár, en smátt og smátt tóku sonur hennar og tengdadóttir við búsforráðum í Hvammi. Hún flutti til Reykjavíkur 1962 og sá alllengi um heimilishald fyrir Hall- dór Jónsson frá Arngerðareyri. Eftir lát hans átti hún heima í Eskihlíð 10. Þegar kom að þeim tímamótum í lífi Theódóru að hún gat ekki fullkom- lega séð um sig sjálf, flutti hún á elli- deild Héraðshælisins á Blönduósi. Síðustu árin var hún á sjúkradeild, þar sem hún lést að morgni 13. maí s.l. Börn, tengdaböm, barnaböm og aðrir vinir og vandamenn gerðu allt sem hægt var til þess að ævikvöld hennar mætti verða bjart og hlýtt. Hér að framan er farið hratt yfir langa sögu. Það verður því margt ósagt, sem mig hefði langað til að nefna. Ég get ekki lokið þessum minning- arorðum án þess að bera fram þakkir fyrir þá miklu tryggð og hjálpsemi, sem Theódóra auðsýndi mér og fjöl- skyldu minni. Em mér þá ofarlega í huga fyrstu búskaparár okkar hjóna. En kona mín kom langt að, ókunnug öllum og þurfti að aðlagast aðstæð- um sem vom gjörólíkar því, er hún hafði áður þekkt. Þá reyndist The- ódóra okkur sannkölluð hjálpar- hella. Það er ekki mjög langt síðan dóttir okkar, tengdasonur og bömin þeirra þrjú heimsóttu Theódóm á sjúkra- húsið á Blönduósi. Hún beindi orð- um sínum til bamanna og sagði: „Það var leiðinlegt að fá ekki að kynnast ykkur." Eftir stundarþögn sagði hún: „Ég kynnist ykkur bara seinna." Mér þykir vænt um þessi ummæli hennar og þau lýsa óbilandi trú hennar á annað líf. Útför Theódóm fór fram frá Undir- fellskirkju, laugardaginn 23. maí, þar sem hún var lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns og annarra náinna ástvina. Megi blessun Guðs hvíla yfir minningu hennar. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.