Tíminn - 04.06.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 04.06.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1992 Ný frímerki Söluskrá Nú er afráðið að gefa út frí- merki til að kynna heistu at- vinnuvegi okkar og útflutn- ingsvörur. Hefir þegar veríð gengið frá myndum þessara frímerkja og verða þau 30 og 35 krónur að verðgildi. Á þrjátíu króna frímerkinu verð- ur myndefnið orkan í grunni landsins, það er hitaorkan og einnig raforka fallvatnanna. Þá getur að líta verksmiðjubyggingu, á með lamb sitt og vogarskálar verslunarinnar. Á þrjátíu og fimm króna frímerk- inu er svo mynd af vörumerki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, skuttogara, toghlera og svo einum af þeim gulu, það er mynd af venjulegum þorski. Af hverju Sölumiðstöðin ein fær þarna merki sitt á frímerkinu er mér ókunnugt, en ótrúlegt er að allir hinir útflutningsaðilarnir taki því þegjandi. Þess má þó geta að út- gáfan er af tilefni 75 ára afmælis Sölumiðstöðvarinnar. Það er „99 DESIGN“-fyrirtækið f Svíþjóð sem hefir hannað frímerk- ið, en eigandi þess og hönnuður frímerkisins er frú Ólöf Baldurs- dóttir. Merki þessi koma svo út þann 16. júní næstkomandi. Nýr vörulisti Þá hefir Póstmálastofnunin gefið út nýjan lista yfir öll þau frímerki og frímerkjavörur, sem til sölu eru hjá Frímerkjasölunni og á póst- húsunum yfirleitt. Þetta er hinn vandaðasti listi og auk þess fylgir sérhannað pöntunareyðublað sem auðveldar mönnum að gera pant- anir á þeim vörum er þeir vilja eignast. Þarna er um mikla fram- för að ræða og hefði mátt vera fyrr. Fagna ber ýmsum þeim átök- um sem gerð hafa verið að undan- förnu hjá Markaðsdeild Póstmála- stofnunar. Þarna er hægt að nefna samútgáfuna með Færeyjum. Sýn- ingarkortið fyrir Leifsfrímerkin í sambandi við frímerkjasýninguna í Bandaríkjunum. Gjafamöppuna, þar sem seld eru bæði merkin frá Færeyjum og íslandi í sömu möppu. Fleiri gerðir af símakort- um sem nú eru að verða sex, en þau verða tekin fyrir í sérstökum þætti. Svona mætti sem betur fer íengi telja. Þá er samstæðan með „Póstbílum", sem út kemur í haust, þegar teiknuð og komin í vinnslu. Verða þetta mjög skemmtileg frímerki. Þess má geta að þau verða gefin út í smá- örk með átta merkjum, eins og skipin á síðasta ári. Þetta þema getur svo haldið áfram um mörg ár. Nefna má hestana og hest- vagna. Þar gæti verið póstur á ferð með einn trússahest. Annar með póstlest, síðan einn póstvagn og þá t.d. með tjaldþaki og síðan á fjórða merkinu Iest póstvagna á leið yfir Holtavörðuheiði. Næst mætti svo taka fyrir hinar ýmsu gerðir flugvéla sem íslenskur póstur hefir verið fluttur með. Þristurinn, sem við getum kallað þarfasta þjóninn í flugpóstmálum aftur að Fokker 50, ætti vel heima á þeirri samstæðu. Svona mætti finna ýmislegt fleira er tengist póstflutningunum, til dæmis ílát sem pósturinn hefir verið fluttur í og fleira. Snúum okkur svo aftur að Sölu- skrá Frímerkjasölunnar. Þar getur að líta að ársmöppur með frí- merkjum, allt frá 1985, eru enn fáanlegar. Þá er til fjöldi gjafamappa, eða sex af sjö sem hafa verið gefnar út. Auk þess fást enn frímerkjaheftin með land- vættunum og tvær gerðir frí- merkla. GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. r BLAÐBERA VANTAR víðsvegar um borgina og á Seltjarnarnesi ÞARARÆKT ----n-------- ÍW. • • * k , V'.' * ' .*/ 50 miles 80 km Júgóslavía ¥“ • f Skopje Dun-esf Makedónía ro O CQ 0) öT .AVWvNy 1 Albanía Salonica Grikkland Adría- hafið Á níunda áratugnum barst japönsk þarategund, undaria, til Miðjarðar- hafs frá Japan með ostrum, sem teknar voru til eldis, en í Japan er undaria ræktuð sem grænmeti. Af- réðu vísindamenn í Ifremer að reyna að rækta þarategund þessa. Fóru þær tilraunir fram í Iles d’Ou- essant við tá Bretagne- skaga. Fékkst þar 80 tonna uppskera 1991, og var þarinn m.a. hafður í salöt. Vænst er, að uppskeran þar í ár nemi 200 tonnum. í Japan vex undaria örast í köldum sjó í hafstraumi frá heimskauts- svæðinu, sem fer með ströndum landsins á veturna, þótt aðeins beri fræ í hlýjum sumarsjó. í Miðjarðar- hafi vex undaria ekki vel, en ber þar frjó. — Ræktun þarategundarinnar hefur vakið nokkurn ugg umhverf- issinna á Frakklandi. Til Nýja-Sjá- lands barst undaria með skipum, og hefúr breiðst út í höfnum. Þá sögu er líka að segja frá Tásmaníu. Þröngur efnahagur Makedóníu í janúar 1992 sagði Makedónía sig úr júgóslavneska ríkjasambandinu og lýsti sig fullvalda lýðveldi. íbúar landsins eru um 2,3 milljónir, þriðj- ungur þeirra Albanar. Var það fátæk- asta ríki Júgóslavíu, lagði til 6-7% vergrar landsframleiðslu hennar. Landbúnaður er höfuðatvinnuvegur Makedóníu, en í landinu er nokkur efna- og málmiðnaður, sem unnið hefur úr aðfluttu hráefni, áður aðal- lega frá Ráðstjórnarríkjunum, og einnig nokkur fatagerð, sem vinnur aðfluttan dúk. Efnahagur Makedóníu er þröngur. Dróst landsframleiðsla saman um 18% 1991 og horfur á, að enn skreppi saman 1992. Atvinnuleysi tekur til 20% vinnuaflans. Verðlag er úr hömlum, hækkar um 200% á mánuði, en nýr gjaldmiðill er í und- irbúningi. Útflutningur 1991 nam 1,1 milljarði $, 7% meira en 1990. Um 100.000 Makedóníumenn við störf í Þýskalandi og Sviss sendu að auki heim um 800 milljónir $. Makedónía hefur samið við Albaníu um flutninga um höfnina Durres. í henni fara makedónskir flutninga- bflar á ferjur til Ítalíu. Höfundarréttur í 70 ár frá dauða höfundar? Framkvæmdastjórn EBE féllst 5. febrúar 1992 á drög að nýjum lög- um þess um höfundarrétt, sem vara mun að þeim 70 ár frá dauða höf- undar. Varir hann nú 50 ár frá and- láti höfundar í öllum aðildarlöndum EBE nema tveimur, — á Spáni í 60 ár, á Þýskalandi í 70 ár. — World Int- ellectual Property Organisation vinnur að upptöku 70 ára markanna um heim alían. Óf viðskipta- lifinu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.