Tíminn - 10.06.1992, Page 1
Miðvikudagur
10. júní 1992
104. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Alls 90 komu með bitsár á Slysadeild Borgarspítala á níu mánuðum:
Hundsbit, kattarbit og
mannsbit álíka algeng
AIIs 90 manns komu með bitsár á Slysadeild Borgarspítala á tæplega níu mán-
aða tímabili. Af þeim höfðu álíka margir verið bitnir af mönnum og hundum og
köttum. Manns- og kattarbit virðast hins vegar hættulegri en hundsbit. Kring-
um fjórðungur þeirra sem bitnir voru af mönnum og köttum hafa fengi klí-
níska sýkingu, en aðeins 10% þeirra sem bitnir voru af hundi.
Þrjá þessara einstaklinga hefur þurft þau oft valdið alvarlegum sýkingum,
að leggja inn á spítala, þar af 2 eftir
kattarbit og 1 eftir mannsbit. Þessar
upplýsingar koma fram í ágripi sem
Læknablaðið birtir úr erindi sem
Kristján Oddsson læknir mun flytja á
læknaþingi á Egilsstöðum um næstu
helgi.
Þótt bitsár séu oft álitin sakleysisleg,
bæði af almenningi og læknum, geta
bæði á húð og beini, að sögn Krist-
jáns Oddssonar, sem ásamt fleiri
læknum hefur síðustu 8 mánuði
unnið að rannsókn á bitum og afieið-
ingum þeirra á þrem deildum á Borg-
arspítala. Rannsóknin náði til allra
þeirra 90 sem komu á Slysadeild
vegna bitsára af völdum manna eða
dýra á tímabilinu frá ágústbyrjun
1991 til 20. apríl 1992. Af þessum
hópi kom 31 vegna hundsbits, 27
vegna mannsbits, 23 vegna kattarbits
og 9 vegna bits annarra dýra (hesta,
kanína, hamstra og rotta). Þeir sem
bitnir voru af hundum og mönnum
voru flestir karlmenn yfir þrítugL Ríf-
lega þriðjungur mannsbitanna
tengdist ölvun. Hins vegar urðu mið-
aldra eða eldri konur helst fyrir katt-
arbitum.
Fram kemur að í rúmlega þriðjungi
tilfella (32) voru sýni tekin til rækt-
unar strax eftir bit í yfirgnæfandi
meirihluta þeirra greindust sýklar
sem eru einkennandi fyrir munnflóru
þeirrar tegundar sem bítur. Til þessa
hafa 15 einstaklingar (sjötti hver)
fengið klíníska sýkingu; 3 eftir
hundsbit, 6 eftir kattarbit og 6 eftir
mannsbiL Þar af hefur þurft að leggja
þijá inn á spítala, sem áður segir. Höf-
undur ályktar að bitsár af völdum
manna og dýra séu líklega algeng
hérlendis og virðist tíðni, hunds-,
kattar- og mannsbita vera svipuð.
Gera megi ráð fyrir að aðeins lítill
hluti þeirra sem verða fyrir biti leiti
aðstoðar Iækna.
- HEI
Hestamannafélagiö Fákur í Reykjavík hélt upp á 75 ára afmælið um hvítasunnuhelgina með glæsilegu hestamóti.
Þrátt fyrir rigningu heppnaðist mótið vonum betur og á meðfylgjandi mynd má sjá
níu efstu í A-flokki gæðinga.
Frá hægri: Trausti Þór og Gýmir, Sigurbjörn og Þristur, Sigurður og Höfði, Kristinn og Fáni, Atli og Þokki, Olil og Sörli, Aðalsteinn og
Dofri, Hinrik og Náttar og Einar Öder og Gustur.
Sjá um hestamannamótið á bls. 7
Tímamynd GTK
Starfsfólki Borgar-
spítala umbunaö
með 20 milljónum:
100 m. kr.
á 5 mán.
Stjóm sjúkrastofnana Reykjavík-
urborgar hefur ákveðið að verja 20
miLtjónum króna í þágu starfs-
fólks Borgarspítalans vegna þess
spamaðar sem náðst hefur.
StarfsfóUd var heitið hlutdefld í
spamaði spftalans á raiðju ári ef
því marktniði yrði náð að spara um
150 milljónir kr. á þessu ári.
Rekstrarstaöa spftalans cftlr
fyrstu 4 mánuöi ársins sýnír að
því takmarid verði náö.
Pétur Jónsson, ffarakvæmda-
stjóri ríkisspítalanna, segir að 100
milljónir króna hafi sparast hjá
þeira á fyrstu firara mánuðura árs-
ins.
„Vlð lítum svo á að þetta séu fjár-
munlr rfldsins og ef þeir berast til
rfldsspftalanna þá á að nota þá til
að hjálpa sjúkum,“ segir Pétur.
„Þar sem verið er að loka báðum
sjúkradeildum bæði á Borgarspít-
ala og Landspítala þá fannst
mönnum í stjórnamefnd rfldsspft-
alanna ófært að tofa þvf að umb-
una starfsfóUd."
Pétur segir heldur liggja á að taka
inn fleiri sjúklinga og þetta sé bara
tvenns konar hugsunarháttur á
hveraig skuli farið með fé rfldsins.
Árangur ríkisspítalanna hefur
náðst þrátt fyrir að sjúklingum
hefur fjölgað um 9,1% fyrstu
fimm mánuði ársins miðað við
sama tímabfl á síðasta ári, aðgerð-
um á almennum skurðstofum
fjölgað um 14% og á kvennadeild
um tæp 6%. Sparaaðurinn náðist
t.d. með niðurskurði á rekstrariið-
um og minnkandi yfirvinnu.
—GKG.
Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður er að leggja lokahönd á gerð nýrrar kvikmyndar:
Um baráttu gegn fiskveiðum
Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður er nú að leggja loka-
hönd á gerð stuttmyndar um baráttu svokallaðra umhverfisveradarsam-
taka gegn fiskveiðum víða um heim, þar sem hann segir að komi fram
Bsláandi upplýsingar um baráttuaðferðir þeirra. Magnús ráðgerir að klára
klippingu myndarinnar, sem er um 20 mín. að lengd, í þessari viku og
hyggst í framhaldi af því bjóða hana fala um allan heim.
„í þessari stuttmynd beini ég
augum mínum meira að þeim
hliðum svokallaðra umhverfis-
verndarsamtaka, sem lúta að fisk-
veiðum. Það er efni sem er eigin-
lega ofaukið í stóru myndina sem
ég er með í undirbúningi, en er
svo gott og í því mikilvægar upp-
lýsingar að ég ákvað að láta það
nýtast í stuttmynd. Efnið hefur
safnast í vinnslu hinnar myndar-
innar og er mjög alvarlegs eðlis og
sláandi og því synd að láta það
liggja. Þessi mynd hefur allt til að
bera til að vera góð mynd,“ sagði
Magnús Guðmundsson í samtali
við Tímann. Hann vinnur þessa
dagana að klippingu myndarinnar,
sem enn hefur ekki hiotið endan-
legt heiti, en hefur hlotið vinnu-
heitið „Fastir í netinu". Efnið í
þessari stuttmynd Magnúsar er
fengið víðsvegar að og saman-
stendur af viðtölum við einstak-
linga víða um heim um herferðir
friðunarhreyfinga gegn fiskveið-
um. í aðalmyndinni er fjallað lítil-
lega um það, en er ekki nægilega
fyrirferðarmikið, miðað við eðli
málsins.
Magnús ráðgerir dreifingu á
„Fastir í netinu“ um allan heim og
segir hana eiga erindi við íbúa
allrar heimsbyggðarinnar. Enn
hefur myndin ekki verið boðin ís-
lensku sjónvarpsstöðvunum, en
Magnús segist vonast til að ríkis-
sjónvarpið kaupi myndina, en
hann muni þó ekki bjóða hana fala
fyrr en hún sé tilbúin. „Myndin á
fullt erindi til okkar íslendinga en
ég framleiði hana þó fyrst og
fremst til sýninga erlendis," segir
Magnús.
Eins og fram hefur komið vinnur
Magnús að gerð annarrar myndar
sem er mun stærri í sniðum og
hefur verið í vinnslu allt frá því
Lífsbjörg í Norðurhöfum var gerð.
Þar er skoðuð starfsemi dýrafrið-
unarhreyfinga og hreyfinga sem
kalla sig umhverfisverndunar-
hreyfingar, sem Magnús segir þó
vart vera réttnefni, og afleiðingar
herferða þessara samtaka á hin
ýmsu samfélög víða um heim.
„Það er skoðað ofan í kjölinn hvað
þau standa fyrir, hvernig starf
þeirra er fjármagnað og hverjir
raunveruiega standa á bak við
þau,“ segir Magnús Guðmunds-
son. Hann segist ekki vera varkár-
ari í nýju myndinni, þrátt fyrir
undangengin réttarhöld vegna
Lífsbjargar í Norðurhöfum. „Ég er
það ekki nema ef síður væri.
Reyndar kennir reynslan mér að
sannleikurinn er ekki alltaf nægj-
anleg vörn þegar verið er að segja
sögu. Maður þarf greinilega að
segja hana með þeim hætti að það
sé engin leið að fá neinu breytt
fyrir dómstólum, orðalagi eða
öðru, og í þessari mynd geri ég
það. En ég er alls ekki varkárari,
því í myndinni eru upplýsingar
sem umhverfissinnar myndu
gjarnan vilja koma í veg fyrir að
kæmu á yfirborðið," segir Magnús
Guðmundsson.
Ekki er enn ljóst hvenær myndin
kemur á markaðinn, en að sögn
Magnúsar hafa réttarhöldin í Nor-
egi tafið framleiðslu hennar, því
þau hafi bæði verið fjárfrek og tek-
ið mikinn tíma. Varðandi fjár-
mögnunina minnti Magnús á að
styrk kvikmyndasjóðs hafi verið
mjög í hóf stillt og einungis rúm-
ur fjórðungur af því sem sótt var
um fengist. -PS