Tíminn - 10.06.1992, Qupperneq 3
Miövikudagur 10. júní 1992
Timinn 3
Leyfi gefið fyrir nýjum einkaskóla í Reykjavík:
Kennarasambandið
ekki innt álits
Menntamálaráðuneytíö hefur veitt Miðskólanum starfsleyfi og er
stefht að því að skólinn taki til starfa næsta haust.
„Það eru einkaskólar í Reykjavík sem eru með aðra árganga, þann-
ig að þetta er bilið milli Tjarnarskóla og fsaksskóla," segir Bragi
Jósepsson, talsmaður Miðskólans. ,Að vísu eru einkaskólar á veg-
um kirkjudeilda en ekki almennir einkaskólar.“
Skólinn er ætlaður bömum á aldr-
inum 9-12 ára og verða fjórar bekkj-
ardeildir, ein fyrir hvem árgang.
Gert er ráð fyrir 25 nemendum í
hverjum bekk. Hver mánuður mun
kosta 15.000 kr. fyrir hvern nem-
anda og eiga skólagjöldin að fjár-
magna reksturinn. Fyrir þremur ár-
um var gerð könnun á því hvort for-
senda væri fyrir skólanum og virtist
svo vera og býst Bragi við að svo sé
enn.
Skóladagurinn verður samfelldur,
hefst kl.8:30 og stendur til 15:30.
Bömunum verður ætlaður tími til
að undirbúa sig fyrir skólann. Boðið
verður upp á heita máltíð í skólan-
um.
„Það verður mjög rúmur tími fyrir
Iistir og íþróttir,“ segir Bragi.
„Tvisvar á dag verða sameiginlegar
útiíþróttir fyrir alla nemendur í
kortér, fyrir utan frímínútur að
austurlenskri fyrirmynd."
Hálftími verður helgaður tónlist á
hverjum degi fyrir utan stundatöflu
og einnig verður myndlist og dans
ofarlega á baugi.
Borgin ætlar að útvega húsnæði
undir skólann og er búist við að það
liggi fyrir í næstu viku. Hugsanlegt
er að auglýst verði eftir umsóknum í
vikunni.
„Ég hef mjög mikla trú á frjálsu
samfélagi og fólk fái að velja og
haftia og þar á meðal hvað það gerir
við peningana sína,“ segir Bragi.
Kennarasamband íslands mælti
gegn stofnun Miðskólans þegar fyrr-
verandi menntamálaráðherra, Svav-
ar Gestsson, innti það eftir áliti.
„Kennarasambandið leggur
áherslu á að nemendum sé ekki mis-
munað og að gætt sé jafnréttis til
náms," segir Svanhildur Kaaber,
formaður Kennarasambands ís-
lands. „Það teljum við ekki gert með
stofnun skóla sem auk þess að taka
af ríkisfjárlögum og fjárlögum sveit-
arfélaga, lætur foreldra borga sér-
stök gjöld. Það verða því ekki aðrir
foreldrar en þeir sem eiga peninga
sem geta þetta.“
Svanhildur segir þetta sérstaklega
óviðeigandi í núverandi niðurskurði
að einkaskóli skuli vera leyfður og
borgin ætli að útvega húsnæði. „Það
er mjög sérkennilegt á sama tíma og
margir skólar borgarinnar búa við
þvflík húsnæðisþrengsli að það er
aldeilis ótrúlegt. Það er verið að
flytja saman og ftölga nemendum í
bekkjardeildum, þannig að við telj-
um þetta mjög hæpið og vafasamt."
Svanhildur segir að nú sé aðeins
efriuðum foreldrum gert kleift að
njóta þess skólakerfis sem æskilegt
þykir og samþykkt var í grunnskóla-
lögunum fyrir rúmu ári.
„Þetta er í fyrsta skipti í 10 ár eða
svo, sem gengið er frá svona heimild
og ekki leitað álits Kennarasam-
bandsins á málinu,“ segir Svanhild-
ur.
Aslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu-
stjóri Reykjavíkur, hafnaði skólan-
um í ágúst á síðasta ári, þegar stofn-
un hans var borin undir embættið, á
þeim forsendum að engin námsskrá
lægi fyrir og einnig var húsnæðið
óöruggt
„Ég sé litla ástæðu til að vera með
einkaskóla ef ekki er komin sérstök
skólastefna sem á að fylgja," segir
Aslaug. „Það er ekkert við skólanum
að segja ef hann er einkaskóli rekinn
algerlega af sínum gjöldum. Ef op-
inberir aðilar ætla að styrkja hann
stangast það á við umræður um að
leggja þurfi skóla niður því þeir
þykja orðnir svo litlir með einungis
250 nemendur. Þá þykja þeir vera
orðnir óhagkvæmir. Þegar nemend-
ur tínast héðan og þaðan að, sparast
ekki deildafjöldinn í öðrum skólum.
Þannig getur þetta orðið viðbótar-
kostnaður fyrir ríkið," segir Aslaug
að lokum.
—GKG.
iÆS33i.f«
Nýi Herjólfur í Vestmannaeyjahöfn.
Tímamynd: SBS, Selfossi.
Nú komast 500 manns og 70 bílar í einu milli lands og Eyja:
Nýr Herjólfur er
kominn til Eyja
Mikil eftirvænting ríkti í Eyjum á
mánudaginn var, annan í hvíta-
sunnu, þegar þangað kom til
heimahafnar í fyrsta sinni hinn nýi
Herjólfur. Skipið sem er 2.222
brúttótonn að stærð leysir af hólmi
Mótmæli
A aðalfundi Félags háskólakennara,
sem haldinn var 29. maí síðastliðinn,
var samþykkt ályktun þar sem mót-
mælt er harðlega þeirri miklu skerð-
ingu á fjárlögum sem Háskóla ís-
lands er gert að sæta.
Félagið krefst þess að stjómvöld
endurskoði nú þegar fjárframlög til
Háskóla íslands svo hann geti staðið
undir þeirri rannsókna- og kennslu-
starfsemi sem lög kveða á um.
eldra skip sem þjónað hefur Eyja-
skeggjum dyggilega síðustu 17 ár-
in.
Á ári ferðast um 60 þúsund far-
þegar „veginn" milli lands og Eyja
og má gera því skóna að umferð
aukist verulega með tilkomu hins
nýja skips. Smíðakostnaður þess
var um 1.100 milljónir króna.
Nýi Herjólfur er 70,5 m langur og
sjö hæða. Gegnumkeyrsla er um
bflaþilfar og tekur skipið um 70
bfla og 500 farþega.
16 manna áhöfn er á hinu nýja
skipi. Jón Eyjólfsson skipstjóri
sagði í samtali við blaðamann að
Herjólfur hefði reynst vel á heim-
siglingunni, en hann var smíðaður
hjá skipasmíðastöðinni Simtek í
Flekkefjord í Noregi. Smíði Her-
jólfs tók um eitt ár.
—SBS Selfossi.
Nachi legurer
japönskgæóavara
á sérsaklega hagstæóu verói.
Allaralgengustu tegundir
fáanlegará lager.
Sérpantanir eftir þörfum.
TiZLésútífu;
HÖFÐABAKKA 9 112REYKJAVÍK SÍMI91 -670000 og 6B5656
----------
optibelt
KÍLREIMAR OG
VIFTUREIMAR
REIMSKÍFUR OG
FESTIHÓLKAR
IMUTLJIVK
SAMSETTAR
REIMAR í
STÆRÐUM
10/z - 13/a - 17/b - 22/c
Þekking Reynsla Þuónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI: 81 46 70 1ÚF
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Helmlll Slml
Keflavík Guðrlður Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarðvfk Katrln Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Soffla Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfúrgötu 25 93-81410
Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Helllssandur Lilja Guðmundsdóttir Gufuskálum 93-66864
Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
fsafiörður Jens Markússon Hnlfsdalsvegi 10 94-3541
Hólmavík Elfsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangi Hólmfflður Guðmundsd. Flfusundi 12 95-12485
Blönduós Snoni Bjamason Urðarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahllð 13 95-35311
Slglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hllðarvegi 46 96-71688
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275
Svalbarðseyrl Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016
Húsavlk Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559
Ólafsfjöröur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308
Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258
Vopnafjörður Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egllsstaðlr Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyöisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaður Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461
Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B
FáskrúðsfjörðurGuðbjörg Rós Guðjónsd. Skólavegi 26 97-51499
Djúplvogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vlkurbraut 11 97-81274
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enaiavegi 5 98-22317
Hverageröi Þórður Snæbjamarson Heiömörk 61 98-34191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Bjami Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Laugarvatn Halldór Benjamlnsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöilur Jónlna og Ámý Jóna Króktúni 17 98-78335
Vlk Ragnar Freyr Karlsson Ásbraut 3 98-71215
VestmannaeyjarMarta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
RAUTT ^ÓS^RAUTT ^ÖS!
llUMFERÐAR